Tíminn - 28.03.1982, Qupperneq 11
Sunnudagur 28. mars 1982
■ Guðmundur Þór Guðmunds-
son við komuna til Reykjavikur I
gær.
á dekk. Enda fór ekkert á milli
mála hvað var að ske þvi hallinn
var orðinn svo mikill á skipinu”,
hélt Steinar áfram.
„Annars er eiginlega ómögu-
legt að útskýra það sem þarna
skeði. Menn stóðu sig allir með
mikilli prýði og ég held að við
megum bara vera forsjóninni
þakklátir fyrir að ekki fór ver”.
— Hvernig gekk björgunin fyrir
sig?
„Það var greinilegt að björg-
unarmennirnir kunnu vel til
verka, bæði þeir dönsku og
skosku”, sagði Steinar. —Sjó.
■ Steinar Guðjónsson, 2. stýri-
maður var sofandi i koju sinni
þegar brotið reið yfir. Tima-
myndir Róbert.
Guðmundur
Ásgeirsson,
forstjóri
Nesskips:
Höfum ekki
fyrr misst
mann af
skipum
okkar
■ ,,Við höfðum átt Suðurlandið i
átta ár og tvo mánuði, þegar það
fórst. Þetta var happaskip og
hafði nær allan þann tima sem við
gerðum það út verið i saltfisk-
flutningum á Miðjaröarhafi”,
sagði Guðmundur Asgeirsson for-
stjóri Nesskip, þegar viö hittum
hann á Reykjavikurflugvelli I
gær, skömmu áður en skipsbrots-
mennirnir komu heim frá Fær-
eyjum.
„Það er eftirsjá i þessu skipi”,
sagði Guðmundur, „en samt er
það svo að allt má bæta nema
mannslifið. Ævar Ragnarsson
hafði verið bátsmaður og áður
háseti hjá okkur i f jögur ár og var
dugandi og góður sjómaður.
Skipafélagið hefur verið svo lán-
samt að við höfum ekki misst
mann af skipum okkar, fyrr en
þab gerist nú. Þetta er okkur
vissulega mikið áfall”. —AM
,,Omurleg reynsla”
— sagdi Guðmundur Þór
Guðbrandsson, háseti
■ „Þetta var vægast sagt ömur-
leg reynsla. Ég var i matsalnum
rétt að ljúka við að borða þegar
brotið reiðyfir,” sagði Guðmund-
ur Þór Guðbrandsson, háseti á
Suðurlandinu við komuna til
Reykjavikur i gær. „Það fór ekk-
ert á milli mála hvað var að ske,
maður gekk á veggjum og sá
hurðir fyrir ofan sig. Við drifum
okkur strax út á dekk til að kom-
ast i bátana og fórum þá allir i
einn álbát nema Ævar bátsmaður
sem var eitthvaö að reyna að losa
björgunarbátinn og tveir aðrir
sem þurftu að synda talsverðan
spöl. Siðan vorum við eitthvað á
annan tima i álbátnum en náðum
þá gúmbát sem var á reki og
fórum þá allir i hann. Skömmu
seinna kom litla þyrlan frá Hvita-
birninum og ég var annar þeirra
sem fóru i hana,” sagði
Guðmundur. — sjó.
Á skíða-
fatnaðj
barna-
óg barna-
skíðum
Sendum í
urlandsbraut 8 -
i 84670
Vorum að fá þessa frábæru URVAN díesel sendibíla með stórum
hleðsluhurðum að aftan og á hlið
Stærð á afturhurð: 1125x1125 m.m. Á hliðarhurð: 1100x1350 m.m.
Stærð farangursrýmis: 3040x1530x1335
Hafið samband við sölumenn okkar, sem gefa nánari upplýsingar
Datsun »0- umboðið
INGVAR HELGASON
Vonarlandi vid Sogaveg • Sími 33560
idSri datsun urvan
W DIESEL