Tíminn - 28.03.1982, Qupperneq 14

Tíminn - 28.03.1982, Qupperneq 14
14 Sunnudagur 28. mars 1982 Jóhanna Kristjónsdóttir: Fyrirsögn af sjónarhól krókódíla ■ ÞAU rúmu fjórtán ár, sem ég hef skrifað erlendar fréttir hefur auðvitað ótal margt markverðra sem minniháttar frétta runnið út úr ritvélinni. En þær sem ég nefni hér á eftir flutu fyrst upp úr minnisskríninu og verða þvi látn- ar flakka. Fyrsta erlenda fréttin sem ég skrifaði á forsíðu Morgunblaðsins var um gagnbyltingartilraun Konstantíns Grikkjakóngs og flótta hans til Rómar i desember 1967. Ég hafði þá unnið við erlend fréttaskrif i' tvo mánuði og fannst mikið til um, að mér væri trúað fyrir að skrifa frétt á forsiðu. Hvorki meira né minna. Næst kemur mér i hug júnidagur árið eftir, þegar skotárás var gerð á Robert Kennedy. Margrét Bjarnason var erlendur vakt- maður þann dag,ég var henni til aðstoðar og raunar komu fleiri til. Fram eftir degi var búist við að Kennedy myndi lifa af tilræðið og þvi var erfitt að byrja fréttaskrif fyrr en siðla kvöldsins. Ég man ég dróst heim um fjögur leytið um nóttina örþreytt en alsæl yfir hrósyrðum sem ég hafði fengið frá Margréti mér miklu reynd- ari og þjálfaðri fréttamanni. Sama ár i'ágúst gerðu herir Var- sjárbandalagsrikjanna innrás i Tékkóslóvakiu. Morgunblaðið skúbbaði á þeirri frétt, þar sem erlendi vaktmaðurinn hlustaði á BBC kl. 2 um nóttina eins og venja var þá. Við vorum kvödd út árla morguns og Morgunblaðið kom út aukablaði um innrásina rétt eftir hádegið. bað var handa- gangur i öskjunni og allir hjálpuðust að. Mér eru afar minnisstæðar fréttir sem ég skrifaði um hrakfallaför Apollos 13, þ.e. geimfarið sem bilaði á leiðinni til tunglsins og lengi voru áhöld um, hvernig þeirri ferð myndilykta.Ég var allan timann sannfærð um að Apollo 13 og mennirnir þrir myndu bjargast. Bæði vegna þess að geimfarið bar töluna 13 og umfram allt vegna þess að það lagði upp i ferðina 13. april sem er afmælisdagur eldri sonar mins. Sú varð lika raunin. Það hefur styrkt mig enn i áliti á tölunni þrettán. Eina frétt ætla ég aö nefna til viðbótar skrifaði hana raunar ekki sjálf, heldur bjó bara til fyrirsögnina. Haukur heitinn Hauksson var aöstoðarmaður minn á erl. vakt viðkomandi dag. Hann kom með stutta frétt um að 150 portúgalskir hermenn hefðu aö likindum ferist er ferju hvolfdi i fljótinu Zambesi. 1 lok fréttar- innar var tekið fram að krökkt væri af krókódilum í ánni. Mér fannst fréttin mjög myndræn og með samþykki Hauks samdi ég fyrirsögnina: Kátir krókódilar I Zambesi. Ég þarf ekki aö taka fram að þessi fyrirsögn mæltist miðlungi vel fyrir hjá mörgum en yfirmenn minir sýndu ungæðis- hætti minum lofsvert umburðar- lyndi. KÁTIR KRÓKÓDÍLAR í ZAMBESI Fyrir rúmu ári sföan birtist í Vísi viötal við Elínu Pálmadóttur, blaðamann, þar sem hún skeggræddi um hitt og þetta og meöal annars blaðamennsku. Lýsti meðal annars heldur smáu áliti sínu á þeirri rann- sóknarblaðamennsku sem nú er i hávegum höfð og sagði sem svo að sér virtist rannsóknarblaðamennskan nútildags ekki felast í öllu meira en að blaðamennirnir segðu frá hvernig þeir hefðu náð i tiltekna frétt, frétt- irnar sjálfar hefðu sáralitið breyst. Gottog vel— nú skulum við stunda rannsóknarblaða- mennsku. Við fengum fjóra kunna blaðamenn til að rifja upp eftirminnilegar fréttir af starfsferlinum: Björn Vigni Sigurpálsson, sem nú er ritstjóri Helgar- póstsins, Jóhönnu Kristjónsdftur, blaðamann á Morg- unblaðinu, Pál Magnússon, fréttastjóra á fylgiriti Helgar-Timans, og Sæmund Guðvinsson, fréttastjóra á Dgblaðinu og Vísi, áður Vísi. Fara frásagnir þeirra hér á eftir. —ij. — blaðamenn rifja upp eftirminnilegar fréttir Páll Magnússon: Komið upp um Gunnar ■ Ég hef oft heyrt blaðamenn reka i vörðurnar þegar þeir eru spurðir hver sé stærsta fréttin, eða mesta „skúbbið” eins og það heitir á fagmálinu sem þeir hafa skrifað. Það er raunar ekki undarlegt þegar haft er i huga, að islenskir blaðamenn þurfa ekki að hafa verið mörg ár í starfi til þess að fréttir þeirra skipti þús- undum. Fyrir sjálfan mig er valið þó nokkuð auðvelt, þvi i endurminn- ingunni gnæfir ein fréttin mín yfir aðrar, — sú birtist i Visi sáluga 31. janúar 1980, og fjallaði um að Gunnar Toroddsen stæði i stjórnarmyndunarviöræðum upp á eigin spýtur og að i burðarliðn- um væri sú rlkisstjórn sem nú sit- ur. Þessa frétt vorum við Visis- menn fyrstir með og þóttumst góðir. 1 og með er þessi frétt mér kannski svona minnisstæð vegna þess að vikurnar I kringum vetrarkosningarnar ’79 og stjórnarmyndunarviðræöurnar sem fylgdu i kjölfarið, eru ein- hverjar þær skemmtilegustu og fjörugustu sem ég hef upplifaö i blaðamennsku. Aðdragandi tlttnefndrar fréttar var á þá leið að mér hafði verið faliö aö fygjast grannt með því hvaða þreifingar væru I gangi I sambandi við stjdrnarmyndun, og sinnti nánast engum verkefn- um öðrum þessar vikur. Þegar hér var komið sögu höfðu for- menn allra flokka gefist upp á að koma saman stjórn með formleg- um hætti, en Kristján Eldjárn hafði veitt þeim nokkurra daga frest i þvi skyni að þeir könnuðu tilþrautarhvort enn leyndust ein- hverjir möguleikar til stjórnar- myndunar. Nú kom upp sú einkennilega staöa að nánast hver einasti þing- maður virtist standa i stjórnar- myndunarviðræðum af einhverju tagi. Fulltrúar sama þineflokks stóðu kannski I viðræðum á fjór- um vigstöðvum samtímis og eng- inn vissi hver var að mynda stjórn með hverjum. örvænt- ingarfullir blaðamenn hringdu út og suður i þingmenn og aðra áhrifamenn, en enginn virtist geta fest hendur á því sem var á seyði. Þessi var staöa mála þegar ég kom i vinnu að morgni fimmtu- dagsins 31. janúar, — vondaufur um að mér tækist að grafa upp nokkuð bitastætt áður en blaðið færi i prentun þann daginn. Ég byrjaði á þvl að hringja I þá stjórnmálamenn, sem ég hafði best samband viö, en þeir vissu litið og mér varð ekkert ágengt. Sennilega hefur það verið þegar ég lyftiupp simtölinu i tuttugasta skiptið þennan morgun, að mér datt i hug að hringja ieinn ágætan þingmann Alþýðubandalagsins, sem ég hafði ekki talað við i nokkra daga. Við röbbuðum lengi saman um gang mála, en þar kom i samtalinu að þingmaðurinn sagði sisona og var Ibygginn i röddinni: „En það eru nú kannski ekki bara formenn flokkanna sem telja sig hafa þann stuðning sem þarf til að mynda stjórn.” Ekki var orð meira hafandi upp úr þingmanninum, en þetta var nóg til að gera mig friðlausan, — nú væri eitthvað að gerast! Eftir miklar vangaveltur, þrjá kaffi- bolla og allar neglur upp i kviku fékk ég hugljómun: Auðvitað! Gunni Thor er að mynda stjórn! Hugljómun erkannski of mikið að segja, þvi þegar öll málsatvik og allar vlsbendingar voru skoðaöar eftir á, varð ég þess fullviss að með meiri glöggskyggni hefði ég átt aö komast að sömu niðurstöðu að minnsta kosti einum degi fyrr en raun varð á. En nú þurfti að fá gruninn staö- festan og timinn var naumur þvl blaðið átti að fara I prentun eftir klukkutima. Ég talaði við fjöl- marga sem ég þóttist vita að kæmu við sögu, en þeir voru fá- orðir og enginn fékkst til að stað- festa eitt né neitt. Með þvi að þykjast vita miklu meira um þessar tilraunir Gunnars en ég i raun vissi tókst mér þó að kreista upp úr viðmælendum minum þær slitrur, sem samanlagðar dugðu i áreiðanlega frétt um að rikis- stjóm Gunnars Thoroddsen væri I burðarliðunum. Tómasi veitt eftirför Til gamans get ég hér frá úr- slitum i öðru og kannski hégóm- legra kapphlaupi milli blaðanna i sambandi við þessa stjórnar- myndun, og við Vfsismenn stóð- um uppi sem sigurvegarar i þvl lika. Þegar allir vissu að um- ræddar stjórnarmyndunarvið- ræður voru i gangi létu blöðin einskis ófreistað I þvi' að komast að þvi hver fundarstaðurinn væri og helst að ná myndum af köpp- unum. Þrátt fyrir að sérstakir menn væru gerðir Ut af örkinni til þess að komast að hinu sanna, tókst að halda fundarsta&ium leyndum i nokkra daga. Orðróm- ur komst að vísu á kreik um að einhverjir fundir hefðu verið haldnir i húsi Máls og menningar á Laugavegi, eða „Rúblunni” eins og það var kallað, en menn vissu það ekki fyrir vist. Ein- hverju sinni sátum við Bragi Gumundsson, ljósmyndari, niðri I gangi Alþingishússins. Enginn þeirra, sem léku aðalhlutverkið I stjórnarmyndunarviðræðunum, var I húsinu, þannig að menn þóttust vissir um að nú væri fund- ur einhversstaðar úti i bæ. Skyndilega er hurð hrundið upp og Tómas Ámason kemur þjót- andi fram ganginn á leið út úr húsinu. Við lögðum saman tvo og tvo: nú er Tómas að fara á fund- inn, en er orðinn of seinn. Við veittum Tómasi eftirför, en -gætt- um þess að hann yrði okkar ekki var. Bragi hafði lagt bllnum sin- um drjúgan spöl frá þinghúsinu þannig að við vorum dauð- hræddir um að missa af Tómasi, — ég beið i felum við bllastæði Alþingis, en Bragi hljóp eftir biln- um. Þegar Tómas ók út af stæð- inu var Bragi ókominn, þannig að ég hljóp á eftir bíl Tómasar út á Lækjargötu og ætlaði að freista þess að ná leigubíl i' eftirförina. Um það bil sem ég horfði á eftir Tómasi beygja upp Hverfisgöt- una kom Bragi og við fylgdum I humátt á eftir. 1 ljós kom að orð- rómurinn hafði verið rétur: Tómas lagði bilnum spölkorn frá húsi Máls og menningar, — gekk að dyrunum, leit fldttalega I kringum sig og stökk svo inn. Viö Bragi fórum inn á eftir, kembd- um allar hæðir og skoðuðum öll nafnspjöld áður en við staðnæmd- umst við hurð sem á stóð „Lög- menn —Asgeir Thoroddsen...” og eitt nafn til viðbótar sem ég kem ekki fyrir mig. Þarna biðum við svolitla stund i von um að einhver væri ókominn á fundinn og ekki leið á löngu áöur en við heyrðum aö lyftan var á leiöinni upp. Út úr lyftunni stigu þeir Ragnar Arnalds og höfuðpaurinn sjálfur, Gunnar Thoroddsen, — sá siðar- nefndi með tilkomumikla loðhúfu á höfði. Gunnar leit á okkur, — brosti dauflega og sagöi: „Jæja drengir, þiö funduö okkur þá”. Sem sé : Leiði stjórnarmyndun Gunnars ekki af sér neitt annað gott, þá sá hún mér altént fyrir nokkrum skemmtilegum og eftirminnilegum vikum I blaða- mennskunni. Björn Vignir Sigurpálsson: Samsæri þagnar- innar rofið ■ Ég hef stöku sinnum áður ver- ið beðinn að rif ja upp eftirminni- legar fréttir frá blaðamennsku- ferlinum. Ég kemst alltaf i hinn mesta bobba þegar ég þarf að gera það upp við mig hvað skal velja, enda ferillinn bráðum far- inn að spanna tvo áratugi, sem verið hafa býsna viðburðarikir. Það eru nefnilega til margs konar eftirminnilegir viðburðir. Það eru til eftirminnilegar fréttir vegna þess að þær voru góðar fréttir og eftirminnilegar frétt- ir vegna þess að þær voru vondar fréttir. Svo eru lika til skemmti- legar fréttir og dapurlegar fréttir auk sannkallaðra stórfrétta, sem eru i sjálfu sér hvorki vondar fréttir né góðar, skemmtilegar eða dapurlegar. Þær eru oftast pólitiskar. Venjulega hefurfarið svo að ég hef valið fréttir sem snertu mig á einhvern hátt og festust i minn- ingunni af þeim sökuim Þar hafa Olympiuleikarnir I Munchen og morðin á Israelsku iþróttamönn- unum veriö efst á blaði, þvi þar var ég ungur blaðamaður staddur mitt i hringiðu dramatiskrar heimsfréttar og kynntist af eigin raun hvernig heimspressan vinn- ur við slikar kringumstæður. Sið- an ber ég heldur ekki alltof mikla virðingu fyrir heimspressunni. En ég nenni ekki að tiunda þá reynslusögu oftar. Ég held ég segi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.