Tíminn - 25.04.1982, Síða 8
8
Sunnudagur 25. aprfl 1982
utqefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfs
son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi.
Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnusson. Umsjónarmaöur Helgar Tim
ans: lllugi Jókulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild
ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Jónas
Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson
(iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun. Gunnar Trausti
Guöbjórnsson. Ljósmyndir: Guöjon Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin
Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson,
Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjorn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug
lýsingasimi: 18300. Kvóldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasólu 7.00, en 9.00 um
helgar. Askriftargjald á mánuói. kr. 110.00. — Prentun: Blaöaprent hf.
Skipulagning
bankakerfisins
■ Á ársfundi Seðlabanka íslands s.l. miðvikudag
flutti Halldór Ásgrimsson, formaður bankaráðs
Seðiabankans, ræðu, þar sem hann vék að endur-
skipulagningu bankakerfisins i landinu, en sér-
stök bankamálanefnd vinnur nú að tillögum þar
að lútandi.
í ræðu sinni ræddi Halldór fyrst gagnrýni á
bankakerí ið:
„Margháttuð gagnrýni hefur komið fram á
undanförnum árum á starfsemi peninga- og lána-
stofnana hér á landi. Hefur sú gagnrýni að
nokkru leyti byggst á þvi, að þjónustan við át-
vinnulifið væri ekki nógu viðtæk og eins markviss
og æskilegt væri. Bankakerfið væri dýrt og þjón-
usta við einstök byggðarlög væri ófullnægjandi.
Gagnrýni þessi á að nokkru leyti við rök að styðj-
ast. Hluti af vandamálinu liggur i þvi ástandi á
peninga- og lánsfjármarkaðnum, sem er af-
leiðing langvarandi verðbólguþróunar. Hin
skýringin er, að aldrei hefur tekist að vinna úr
þeim tillögum um skipulagningu bankakerfisins,
sem gerðar hafa verið á undanförnum áratugum.
Á meðan ekki liggur fyrir stefna um heildar-
skipulag bankakerfisins, sem byggð er á
rekstrarhagkvæmni og mati á eðlilegri og æski-
legri þjónustustarfsemi þess, má vænta þess, að
bankakerfið liggi áfram undir sömu gagnrýni”.
Halldór vék siðan að störfum bankamála-
nefndarinnar, en með skipan nefndarinnar er
gerð enn á ný tilraun til að endurskipuleggja
bankakerfið, laga uppbyggingu þess að þörfum
þjóðfélagsins og setja starfseminni nútimalega
löggjöf. Hann sagði þá m.a.:
,,Meðal þeirra atriða, sem að minu mati hljóta
óhjákvæmilega að móta alla tillögugerð um
breytingar á skipulagi og starfsháttum banka-
kerfisins, eru eftirfarandi:
1. Tryggja þarf hagsmuni innstæðueigenda og
annarra, sem kröfu eiga á stofnanirnar.
2. Tryggja þarf atvinnulifinu og viðskiptaaðilum
bankakerfisins sem viðtækasta alhliða banka-
þjónustu.
3. Tryggja þarf rekstrarhagkvæmni banka-
kerfisins og sem ódýrasta þjónustu”.
Halldór benti siðar i ræðu sinni á, að til að ná
ofangreindum markmiðum væri m.a. eftirfar-
andi nauðsynlegt:
1. Setja i löggjöf ákvæði sem hvetja innlánsstofn-
anirtil sameiningar. Af þvi er mikilvægast eig-
infjárákvæði. Auk þess kemur til álita að lög-
festa ákvæði, er miði að samvinnu milli inn-
lánsstofnana á ýmsum sviðum.
2. Að uppfylltum vissum lágmarksskilyrðum séu
innlánsstofnunum heimiluð öll venjuleg
viðskiptastörf, þ.m.t. verslun með erlendan
gjaldeyri.
3. Fyrirkomulag varðandi veitingu útibúaleyfa
verði breytt i grundvallaratriðum.
4. Málefni bankanna heyri undir einn og sama
ráðherra”.
Bankamálanefndin vinnur nú mjög þarft en er-
fitt starf, sem vonandi verður meira gert með en
álit fyrri bankamálanefnda, sem safna ryki i
skrifborðsskúffum. —ESJ
■ í valdastöðum þjóðfélagsins eru yfirleitt karlmenn. Þar eru heimildarmenn f jölmargra frétta fjöl-
miðlanna. Þegar konur hafa ruttsértil rúms i þessum valdastöðum mun hlutur þeirra i fjölmiðlunum
að sjálfsögðu aukast. Timamynd: Tryggvi.
Konur og fjölmiðlar
KlONUR BEINDU SPJÓTUM SINUM AÐ FJÖL-
MIÐLUNUM A RAÐSTEFNU, SEM HALDIN VAR
UM SÍÐUSTU HELGI. Þar var fjallað um hlut
kvenna i fjölmiðlum, þ.e. fréttum, viðtölum og öðru
efni dagblaða, útvarps og sjónvarps. Mörgum kon-
um, sem ráðstefnuna sóttu, þótti sá hlutur rýr i
meira lagi.
Það er út af fyrir sig ekkert óeðlilegt, þótt ljósi sé
beint að þætti kvenna i fjölmiðlunum eins og á
öðrum þjóðfélagssviðum. Eneigi slik gegnumlýsing
að koma að gagni verður að fjalla um málið af
þekkingu og sanngirni, og byggja á traustum gögn-
um. Hjá ýmsum þótti mér nokkuð skorta á allt
þrennt á umræddri ráðstefnu.
Tökum sem dæmi fréttaflutning dag-
BLAÐANNA OG ANNARRA FJÖLMIÐLA. Þar
voru sett fram einföld rök, sem sé að karlar séu
margfalt oftar heimildarmenn frétta en konur.
Niðurstaða: mismunun.
Enginn ber á móti þvi, að karlar séu mun oftar
bornir fyrir fréttum i fjölmiðlum en konur. Það sjá
allir sem fletta dagblöðunum. En orsök þessa liggur
auðvitað jafn ljóslega i augum uppi. Hún er sú, að
þeir, sem eru i aðstöðu til að veita umbeðnar upp-
lýsingar, eru i flestum tiifellum karlmenn. Niður-
staða: konur verða ekki i verulegum mæli
heimildarmenn frétta i fjölmiðlum fyrr en þær
koma sér i þau störf i þjóðfélaginu, þar sem oftast
er ieitað eftir fréttum. Konur verða þvi að breyta
kynskiptingunni i valdakerfinu i landinu til þess að
hiutur þeirra sem heimildarmenn frétta i fjölmiðl-
um batni.
Þessi sannindi verða augljósari þeg-
AR DAGBLöÐUNUM ER FLETT. Tökum sem
dæmi Timann i næstsiðustu viku. Þar birtist fjöldi
frétta, smárra og stórra — sennilega nokkuð á ann-
að hundrað samtals. i langflestum, sennilega
tveimur þriðju, tilfella er um ókyngreinda
heimildaraðila að ræða — þ.e. stofnun, félag eða
eitthvað slikt. En i þeim tilvikum, þar sem beint er
vitnað til heimildarmanns, er i flestum tilvikum um
karlmann að ræða.
Ef litið er á fréttirnar þá sést auðvitað fljótlega,
að ekki voru tök á að fá þær upplýsingar, sem þess-
ar tilteknu fréttir segja frá, hjá konum, þar sem
þær voru ekki, og eru ekki, i þeim embættum, þar
sem slikar upplýsingar er að fá. Ein af stærri frétt-
um blaðsins i vikunni er þannig fengin hjá formanni
Samtaka grásleppuhrognaframleiðenda. Hann er
karlmaður. Önnur frétt er um viðbrögð fram-
kvæmdastjóra sjónvarpsins við truflunum á mót-
töku sjónvarpssendinga. Hann er karlmaður. Eða
stutt fréttaviðtal við þekktan útlending, sem hingað
kom i heimsókn — Rolv Wesenlund, sem er ýmis-
legt til lista lagt en er nú karlmaður samt. Viðtal
við ungan mann sem hafði óaívitandi verið með bút
af loftneti i höfðinu i' 13 vikur. Hann var vist karl-
maður. Viðhorf ráðamanna, svo sem ráðherra og
háttsettra embættismanna i stjórnarráðinu, við
ýmsum málum sem upp komu. Þeir eru allir karl-
menn.
Alrangt er að setja samasemmerki a
MILLI KYNFERÐIS HEIMILDARMANNANNA
OG AHUGA KYNJANNA A VIÐKOMANDI
FRÉTTUM. Sumir virðast telja, að ef heimildar-
maðurinn sé karlmaöur þá hljóti karlmenn fyrst og
fremstað hafa áhuga á fréttinni. Þetta er auðvitað
út i hött.
Staðreyndin er sú, að allar almennar fréttir
blaðanna höfða til lesenda án tillits til kynferðis.
Það eru allt aðrir hlutir, sem ráða þvi, hvort lesandi
blaðs hefur áhuga á þessu eða hinu efninu. Þetta á
jafnt við um fréttir af þjóðmálum, sem vissulega
taka mikið pláss i dagblöðunum, og fréttir af öðrum
málum, svo sem listum og menningu, fristunda-
málum og iþróttum, svo dæmi séu nefnd. Sumir
karlmennhafa áhuga á þjóðmálum en aðrirekki og
eins er þaö með konur. Að segja að fréttir af t.d.
stjórnmálum.eínahagsmálum, kjaramálum og öðru
sliku séu „kallafréttir”, er þvi ekki aðeins rangt,
heldur einnig niðurlægjandi fyrir konur. Auðvitað
hafa þær áhuga á þessum málum engu siður en
karlar.
Hins vegar er ljóst, að heimildarmenn að slikum
fréttum eru og verða fyrst og fremst karlmenn á
meðan kynskiptingin i valdakerfinu i þjóðfélaginu
breytist ekkert. Á meðan enginn ráðherra er kona,
enginn ráðuneytisstjóri, enginn forstöðumaður
helstu rikisstofnana, enginn forstjóri stærstu fyrir-
tækjanna, enginn formaður meiriháttar launþega-
samtaka, enginn formaður helstu hagsmunasam-
taka atvinnuveganna — á meðan engir þeirra, sem
þessum og öörum svipuðum störfum gegna i þjóð-
félaginu,eru kvenkyns,er óhjákvæmilegt að fréttir,
sem fjalla um það sem þessir aðilar eru að gera,
byggist á upplýsingum frá körlum.
Góður vilji á fjölmiðlunum fær ekki breytt þess-
um staðreyndum.
E MARGT FLEIRA EFNI ER í FJÖL-
MIÐLUNUM. Og á sumum sviðum er vissulega
stundum hægt að draga frekar fram en verið hefur
starfsemi og viðhorf kvenna, enda sýnist mér ein-
sýnt að þróunin haíi verið i þá áttina siöustu árin.
Þetta á til dæmis við um stærri viðtöl, sem birtast
idagblöðunum. I Timanum birtist t.d. daglega svo-
nefnt baksiðuviðtal, þar sem rætt er við einhvern
tiltekinn einstakling dag hvern um iif hans og starf.
I umræddri viku birtust fjögur slfk viðtöl i blaðinu,
og var þar mikið jafnræði með kynjunum — tvö viö-
töl við karlmenn og tvö við konur. Held ég að yfir-
leitt sé hlutur kvenna i þessum viötölum góður.
Dagblöðin eru nú mjög opin fyrir birtingu greina,
sem lesendur blaðanna skrifa og birtar eru undir
nafni. Flest blöðin fá svo mikið sent af slikum grein-
um, að erfitt er að birta þær allar, og leita þess
vegna ekki eftir sliku efni. Frumkvæðið kemur frá
greinarhöfundum sjálfum.
Það verður að segjast eins og er, að konur hafa
ekki nýtt sér þessa möguleika til að koma skoðun-
um sinum á framfæri eins og karlarnir. Greinar
eftir karlmenn eru margfaltfleiri en eftir konur. En
um það þýðir litið að sakast við fjölmiðlana. Þetta
er tækifæri sem blöðin veita lesendum sinum. Ef
konur eru tregar til að nýta það tækifæri, þá er litið
við þvi að segja annað en aö itreka, að mögu-
leikarnir eru fyrir hendi.
Tengsl við fjölmiðla er mikilvægur
LIDUR i STÖRFUM SAMTAKA OG AHUGAHÓPA,
SEM VILJA KOMA VIÐHORFUM SÍNUM A
FRAMFÆRI, Afleiðingin er sú, að fjölmörg fyrir-
tæki og samtök hafa ráðið til sin sérstaka menn til
þess að annast samskiptin við fjölmiðla. Slikir
blaðafulltrúar geta unnið ómetanlegt starf.
Á það var bent á áðurnefndri ráðstefnu, að þau
samtök, sem vinna að jafnrétti karla og kvenna,
gætu vafalaust fengið meira rúm fyrir baráttumál
sin og fréttir af starfsemi sinni en nú er. Það er mik-
il samkeppni um takmarkað rými i fjölmiðlum og
þess vegna mikilvægt að færa mál sin i þann bún-
ing, sem aðgengilegur og áhugavekjandi er. Slikt
starf skilar tvimælalaust árangri.
*TAÐ ER VAFALAUST HÆGT AÐ AUKA HLUT
KVENNA i FJÖLMIÐLUNUM. Það á bæði við um
greinaskrif, viðtöl og fréttir af starfsemi samtaka,
sem berjast fyrir jafnrétti og sérstökum málefnum
kvenna. Hvort svo verður er að verulegu leyti undir
konum siálfum komið.
En hins vegar er ekki að búast við þvi, að
heimildarmenn almennra frétta dagblaðanna verði
konur til jafns við karla fyrr en hægt er að hringja i
segjum helming islensku ráðherranna, ráðuneytis-
stjóranna, forstjóranna, formannanna og annarra
áhrifamanna og hitta þar fyrir konur. Leiðin til
jafnréttis hlýtur að felast i þvi að koma slikri
grundvallarbreytingu i framkvæmd. —ESJ
Elías
Snæland
Jónsson
skrifar