Tíminn - 25.04.1982, Síða 19

Tíminn - 25.04.1982, Síða 19
Sunnudagur 25. apríl 1982 var um hina umdeildu Atómstöð aö ræöa og tilraunir þessara manna sem hér veröa ekki nafn- greindir þvi angi af mesta hita- máli islenskra eftirstriösára. Enda haföi Halldór ekki tekiö is- lenska hernámssinna og ame- rikudindla neinum vettlingatök- um i bókinni. Aö sögn Jakobs Benediktssonar sem þýddi bókina ásamt konu sinni Grethe reru öfl hér á tslandi aö þvi öllum árum aö bókin kæmi ekki á prent I Dan- mörku. Gyldendal-forlagiö hikaöi og fjögur ár liöu frá þvi aö bókin birtist hér á landi þar til hún kom út i Danmörku enda þótt þýöingin heföi legiö fyrir í handriti um langt skeiö. Þegar Atómstööin kom svo loks út i Danmörku áriö 1952 var þaö undir nafninu Organistens hus, sem getur talist eins konar málamiölun milli for- lagsins og þessara nafnlausu aöilja heima á íslandi. 1967 var Atómstööin svo endurútgefin i Danmörku undir réttu nafni — Atomstationen. En ekki kann ég skýringu á þvi aö þessi sama bók hefur gengiö undir heitinu Land til sölu i norskum og sænskum út- gáfum. Þýðingar á 35 lungumál A sjötugsafmæli Halldórs Lax- ness 1972 tók Haraldur Sigurösson bókavörður saman skrá um þau verk hans sem birst hafa á er- lendum tungumálum. Skráin er eðlilega ekki tæmandi og á þeim tiu árum sem hafa liðið siðan hún var gerð hafa bæst við bæði nýjar þýðingar og útgáfur. Einhverjar þeirra hafa borist Landsbóka- safninu i Reykjavik og eru þær taldar með i hinni yfirborðs- kenndu statistikk hér að neðan. Auk islensku munu verk Hall- dórshafa komið út á um 35 tungu- málum: Albönsku, armenisku, bengölsku, búlgörsku, dönsku, eistnesku, ensku, finnsku, frönsku, færeysku, gri'sku, grúsisku, grænlensku, hollensku, itölsku, japönsku, kinversku, lett- nesku, litháisku, norsku, oriya- máli á Indlandi, portúgölsku, pólsku, rúmensku, rússnesku, serbnesku, slóvakisku, slóvenisku, spænsku, sænsku, tékknesku, tyrknesku, úkrainsku, ungversku og þýsku. Samkvæmt skrá Haraldar og viðbótarupplýsingum úr Lands- bókasafni mun Sjálfstætt fólk hafa verið þýtt á flest tungumál eöa um 25. Þarnæst kemur Atóm- stööin sem hefur verið þýdd á um 22 tungumál. Salka Valka og Is- landsklukkan á 19mál, Heimsljós á 16, Brekkukotsannáll á 11 mál, Paradisarheimt á 10 og Gerpla á 9 mál. Liklega er Salka Valka þó sú bók Halldórs sem oftast hefur veriö útgefin, en samkvæmt skránnihefurhún komið úti'rúm- lega 50 upplögum. Atómstööin kemur á hæla henni með um 45 útgáfur og Islandsklukkan og Sjálfstætt fólk fylgja fast á eftir en báöar hafa komið út rúmlega (40 sinnum erlendis. Þessar tölur eru vitaskuld ónákvæmar en gefa þó nokkra hugmynd um út- breiöslu verka Halldórs. Eðlilega eru þaö frændur vorir Danir og Sviar sem hafa veriö ötulastir viö að þýöa og gefa út verk Halldórs, Danir hafa alla tiö veriö vel meö á nótunum og Sviar tóku allrækilega viö sér þegar Halldór fékk Nóbelsverölaunin. Norömenn og Finnar hafa heldur ekki látiö sitt eftir liggja. í Þýskalandi hefur Halldór átt hiröþýðendur á borö viö Ernst Harthern, Bruno Kress og Jóri Laxdal og athygli vekur aö verk hans erusifellt endurútgefin þar i landi bæði austan veggjar og vestan. Menn geta svo velt fyrir sér eftir hvaða leiöum bækur Hall- dórs hafa borist á tungumál eins ogalbönsku, bengölsku, grúsi'sku, slóvenisku og tyrknesku. Þaö er ekki óliklegt að miililiöirnir séu sumstaöar fleiri en einn. Ernst Harthem sem þýddi flest stór- verk Halldórs á þýsku kvaö hafa notaö danskar þýöingar. Flestar rússnesku þýöingarnar munu einnig vera geröar eftir dönskum þýöingum. Þaöan hafa bækurnar svo væntanlega komist á mál Sovétlýðveldanna — armenisku eistnesku, grúsisku og úkrainsku. Látum þetta svo gott heita um verk þessa áttræða þjóðskálds okkar á erlendum tungumálum. eh. tók saman DOLAV PLASTKÖR DOLAV plastkörin eru nú þegar í notkun í fiskverkunarstöðvum um allt land. Yfir 2000 kör. Vinsældir DOLAV karanna er engin tilviljun. Þau eru ódvr, sterk. auðveld í brifum og viðhaldi, létt (40 kg.) oq meðfærileg. Fiölhæf: Hvort sem er í saltverkun, til geymslu á fiski _ í móttöku o.fl o.fl. Tæknilegar upplýsingar: 700 litra rúmtak. Fáanleg fyrir snúnings- lyftara eða með losanlegum hjólum. Eitt sponsgat eða alsett götum á botni og hlið- um. Krókagöt á hornum. DOLAV einkaumboð á íslandi Netasalan hf. Klapparstig 29 101 Reykjavik S. 91-24620 — 26488 þatjteekVlseíl Vegna mikillar eftirspurnar eftir ISUZU pallbilum höfum við ekki getað afgreitt hann af lager undanfarið. Vorum að fá til landsins nýja sendingu af þessum hentugu bilum, 4 hjóla drifna með bensin eða dieselvél. Búnaður: Sparneytin bensin eða dieselvél 4ra gira beinskipta m. hátt og lágt drif, framdrifslokur. IMjúk fjöðrun (soft ride) Krómaðir stuðarar aftan og framan. Sportfelgur m/grófmynstruðum dekkjum. Byggður á heilli grind. 20.5 cm. undir lægsta punkt. Palllengd: 1.85 eða 2.29 m. Fjórhjóladrifinn. Gróf dekk Driflokur ISUZU PALLBILL Fjölhæfur bíll á hagstæðu verði Leitið upplýsinga $ VÉLADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík MÚLAMEGIN) Sími38900

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.