Tíminn - 25.04.1982, Qupperneq 24
THE
ROAD
TO
OXIANA
RÖBERT
BYRON
Hilk m: by
míŒCMunis
Robert Byron: The Road to
Oxiana. Picador 1981.
■ Er listin að ferðast að deyja
út: Hin eiginlegu ferðalög,
fyrir tima vegabréfa og
lokaðra landamæra, fyrir
tima flugvéla og höpferða? Og
þá um leið hin göfuga list að
skrifa ferðabækur? Þannig
spyrja margir. Hér er ein af
merkari bókum frd blóma-
skeiði ferðalaganna. Róbert
þessi Byron var alræmdur
sérvitringur og ferðalangur af
ástriöu oghafði aðallega Mið-
Austurlönd að leikvelli. Hann
skrifaöi nokkrar bækur en
Vegurinn til Oxiana þykir taka
þeim öllum fram. Ferðina
sem leiddi til bokarinnar fór
Byron um Persiu og Afganist-
an árin 1933&34, en þá var
þessi heimshluti enn aftur á
hinum svörtustu múslimsku
miðöldum. Nafn sitt dregur
bókin af fjalllendi á landa-
mærum Sovétrikjanna og
Afganistan. Bókin er i dag-
bókarformi og þar ægir saman
ferðalýsingum, litlum leik-
þáttum, skritlum og afór-
ismum, blaðaúrklippum og
ýmsu tilfallandi. Ekki rýrir
sérviska Byrons heldur gildi
bókarinnar — hann sér hlutina
með sinum eigin augum og
tekur þá mátulega hátiðlega.
Óblandin skemmtUesning.
John Gardner:
Licence Renewed
Coronet 1982
■ Þetta er nú meira djöfuls
ruslið, eitthvert mannkerti
sem er að þykjast vera Jón
Flæmingi aö skrifa James
Bond, og er svo ,,kænn” að
láta Bond aka Saab i stað hvað
’ann hét nú aftur bfllinn hans,
og reykja nikótinfriar siga-
rettur, sem sé vera farinn að
gamlast, en trixið gengur bara
ekki upp, því sagan er hund-
leiðinlegt bull, tilraun til að
skrifa gamaldags og góðan
reyfara, en tilraunin er mátt-
laus og afka'raleg, per-
sónurnar grunnar, þunnar og
litlausar, Bond sjálfur útvötn-
uð Utgáfa af Roger Moore að
þykkna um miðjuna, glæpa-
mennirnir ámóta halló þó þeir
eigi að vera voða blasé og
raffineraðir, aukapersónur
allari'þoku ef þær eru þá áýni-
legar, plottið er bjánalegt og
ótrúlegt, úrvinnslan þó ennþá
verri og bókin að öllu leyti
hraksmánarlega vond, en
varla við öðru að búast af
þessum höfundi sem þegar
hefur skrifað bækur um Sher-
lock Holmes eins og væri hann
Arthur Conan Doyleen svo er
nú aldeilis ekki, heldur er
hann bara aumingi og gerir
minningu þessara manna
rangt til.
J.F.C. Fuller: The Decisivc
Battles of the Western World.
Granada 1981.
■ Höfundur þessarar bók-
ar, J.F.C. Fuller var marg-
heiðraður og orðum prýddur
hershöfðingi sem gat sér
frægð bæði i Búastriðinu og
heimstyrjöldinni fyrri. En
hann lét ekki staðar numið við
hetjudáöir, heldur velti hann
sifellt fyrir sér framförum og
endurbótum i hernaðarlist og
barðist af kappi fyrir aukinni
vélvæðingu breska hersins.
Þessar hugmyndir sinar
byggði hann á traustum
grunni, mikilli þekkingu á
sögu hernaðar frá upphafi
vega, en um þau fræði skrifaði
hann tvö meginrit: „The
Concuct of War 1789-1961” og
þetta um hinar afgerandi
orrustur vesturheims, sem
kom út í þremur bindum. 1
þessu fyrsta bindi eru raktar
frægar orrustur frá 480 f. kr.
til 1757, frá orrustunum við
Laugaskarð og Maraþon um
Hastings og Líitzen til upp-
gangs prússnesku hernaðar-
vélarinnar. Bókin er svo til
eingöngu skrifuð frá sjónar-
hóli hernaðarlistarinnar, þó
vitaskuld sé hin eiginlega rás
sögunnar aldrei viðs fjarri. Að
sönnu eru þetta fræði sem eru
okkur tslendingum nokkuð
framandleg, Orlygsstaðabar-
dagi verður aldrei talinn meö
meiri orrustum sögunnar, en
bókin erhnýsileg og ágætlega
skrifuö.
Children
1 Salman Rushdie
The literary map o( Indía
isabouttoberedravvn-
Midnightii Children
soundslikeacontinent
nndint;itsvoice.An
aitthortowelcome
toworldcortipany'
. NEWVORKTIMES
Winiter
oftheiOSI
Booker Prize
Salman Rushdie:
Midnight’s Children
Picador 1982.
fli Og nú bregður svo við að
indverskir rithöfundar hafa
vakið þessa lika prýðilegu
athygli á Englandi og raunar
viðar, ef út i það er farið.
Salman Rushdie fékk Bokker
verölaunin á siðasta ári fyrir
þessa bók sfna og stúlka að
nafni Dessi þykir sömuleiðis
góð. Saga Rushdies er marg-
slungin og yfirgripsmikil og
gagnrýnendur hafa tekið
henni afar vel — fyrir þeim
stendur hún fyrir Ingland
sjálft, hvorki meira né minna,
einn þeirra sagði ,,Nú hefur
Indland loksins fengið rödd”.
Og röddin er sterk, þótt hún sé
fremur á lágu nótunum. Rush-
die hefur verið likt við fjöl-
marga höfunda, og ólika — við
nefnum nokkra til aö sýna
hversu fjölbreyttar kenndir
þessi gagnmerka bók hefur
vakið: Gabriel Garcia
Márquez, Giinter Grass, V.S.
Naipaul, Milan Kundera. iafn-
vel John Irving og Garpsögu
hans..
■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar. Tekið skal fram að um kynningar er að ræða en
öngva ritdóma.
Grass: Hræðiö ykkur ekki i Böll: Sálumessa yfir fornum
hel! dyggðum.
ÞJÖÐVERJAR!
— Heinrich Böll og Giinter
Grass skilgreina
innanmein Þýskalands
Böll og Grass. Þeir eru án
nokkurs vafa þekktustu og best
metnu rithöfundar Sambandslýð-
veldisins Þýskalands og báðir
hafa nýlega gefið út skáldsögur.
Enda þótt skáldsögur þeirra séu
gerólíkar að stil og efnistökum er
þema beggja svipað — hnignun,
sjúkleiki vestur-þýsks samfélags
— og þó á báðar sé litið sem
prýðileg ritverk i sjálfu sér
hneigjast margir til að skoða þær
fyrst og fremst sem yfirlýsingar,
aðvaranir, höfundanna um á-
standi ð i Þýskalandi. Rétt eins og
Dr. Karl Marx eru þeir Böll og
Grass nefnilega sérfræðingar i
innanmeinum og þjóðfélagið allt
er sjúklingur þeirra. Um þessar
mundir leggja þeir mesta áherslu
á að hindra sjálfseyðingu
sjúklingsins.
Bók Bölls heitir öryggisnetið og
höfundurinn vill vara við gamal-
kunnum þýskum uppvakningi:
lögreglurfltinu, eða réttara sagt:
öryggisrikinu. öryggisrikinu sem
lamar mannleg samskipti, kæfir
menninguna og aðskilur vendi-
lega hinu ýmsa þjóðfélagshópa.
Bókina út i gegn vita lesendur af
stórvirkum vinnuvélum sem eru
að ryðja burt skógum og smá-
þorpum i Rinarlandi, þvi héraði
Þýskalands sem Böll elskar um-
fram önnur.
Sjálfseyðingin er enn ljósari i
bók Grass, Hausfæðingar, eða
Þjóðverjar eru aö deyja út. Sögu-
maðurinn veltir þvi fyrir sér, þar
sem hann stendur á breiðgötu i
Shanghai og reynir að forðast
milljónir reiðhjóla, hvers vegna
Þjóðverjar séu svo sannfærðir
um eigin hnignun, að fæstir
þeirra geri ráð fyrir að
Þjóðverjar, sem „tegund”, muni
lifa af tuttugustu öldina. Niður-
staðan? Jú, þeir hafa glatað
sjálfstraustinu og örygginu sem
er forsendan fyrir áframhaldandi
tilveru þeirra sem þjóðar. Þeir
hafa lifað svo lengi á vitamin-
snauðum hugmyndum hinna
frjálslyndu — offjölgunin i heim-
inum.hættansem stafar af kjarn-
orku, hrun menningar ef Strauss
verður kanslari — að þeim finnst
bókstaflega rangt að fjölga sér. t
staðinn geta þeir mikil og flókin
hugmyndakerfi og hafa áhyggjur.
Það eru „hausfæðingarnar”.
Sumir gagnrýnendur hafa
kallað bækur Bölls sálumessur.
Hann syrgir hin fornu gildi sem
óðum eru að hverfa,, góðvild, ná-
ungakærleik, etc. Fyrst voru það
nasistarnir sem gerðu sitt til að
leggja þessar gömlu dyggðir i
gröfina, siðan peningahyggju-
mennirnir i miðju „efnahags-
undri” Adenauers, nú eru það
lögregluyfirvöldin sem notað
hafa hreyfingu borgarskæruliða
sem afsökun fyrir þvi að koma á
stöðugu neyðarástandi i landinu,
þau geta haft sina hentisemi og
afleiðingin er lögregluriki.
1 Öryggisnetinu segir frá Fritz
Tolm, rosknum blaðaútgelanúa,
sem nýbúið er að kjósa formann
samtaka útgefenda. Frá og með
þeirri stundu lifir hann og fjöl-
skylda hans i skugga öryggis-
varða. Hann má ekki standa á
þessum svölum, ekki fara á
bennan útimarkað. Fari fiöl-
skyldan eitthvað i heimsókn eru
á undan þeim vopnaðir menn sem
rannsaka húsakynnin og standa
siðan vörð úti i garðinum. Bókin
segir frá þeim áhrifum sem
„öryggisnetið” hefur, ekki aðeins
á Fritz sjálfan — sem er gamal-
dags hugsjónamaður er reynist
furðu útsjónarsamur — heldur og
á fjölskyldu hans og umhverfi
allt. Jafnframt er mynd alls þjóð-
félagsins dregin upp I bókinni,
enda koma geysimargar per-
sónur við sögu, þó bókin sé ekki
löng.
Til eru þeir sem álita að helsti
kostur Bölls sé að hann tekur al-
varlega fyrrnefndar fornar
dyggðir, góðsemi, kærleika,
sjálfsvirðingu manns, og láta
sjaldnast hjá liða að geta þess að
hann er alinn upp i ramm-
kaþólsku umhverfi. Persónur
hans eru flestar einfaldar, jafnvel
það sem oftast er kallaö
heimskar, og eina vopn þeirra
gegn efnishyggju og ruddaskap er
meðfætt skynbragð þeirra á rétt
og rangt, en það er hæfileiki sem
Böll telur hverja manneskju vera
gædda þó sumar gleymi eða kæfi
hann. 1 bókinni er meðal annars
sagt frá hinni guðhræddu dóttur
Fritz, Sabine, sem gift er hvim-
leiðum kaupsýslumanni. Er hún
verður ófrisk eftir einn lifvarða
sinna lýsir Böll miklu sálarstriði
hennar, annars vegar þykir henni
hún hafa drýgt synd, hins vegar
hefur fæðst lif og ást þar sem
„kerfið” gerði ekki ráð fyrir að
slikt gæti fest rætur. Og „kerfið”
hefur að sjálfsögðu vakið upp
andhverfu sina, „mótkerfið”.
Einhvers staðar í skúmaskoti eru
borgarskæruliðarnir — en meðal
þeirra eru tengdadóttir Fritz
með litinn sonarson hans — að
skipuleggja aftöku hans, og á
milli þessara andstæðu póla
sveiflast Rolf, sonur Fritz, sem
látinn hefur verið laús úr fangelsi
eftir að hafa starfað með borgar-
skæruliðum og ræktar nú garðinn
sinn, ihugar og reynir að finna
siðferðislegt jafnvægi þar sem
getur rikt miskunnsemi bæði i
garðsprengjumannanna og hinna
semóðumeru aðgera föður hans
að fanga i eigin húsi.
Djúpar hugsanir um
mikilvæg mál
Böll liggur mikið á hjarta og
honum þykir ástandiö of
alvarlegt til að hæðast megi að
þvi. Grass tekur léttar á málum,
hann er ákaíari og oþolin-
móðari. 1 nýju bókinni sinni
segir hann, eins og svo oft áður,
frá þeim sem reyna að hugsa
djúpar hugsanir um mikil-
væg málefni en mistekst ger-
samlega. Grass ræðst glað-
hlakkaiegur gegn öllum þeim
sem telja sér trú um að þeir hafi
orðið ofan á — hvort sem það eru
nasistar, vinstrisinnaðir hug-
sjónamenn eða kvenréttinda-
konur. Hér áður fyrr elskaði hann
þýska sósialdemókrata vegna
þess að þeir komust aldrei alveg
til botns i tilverunni, þeir voru si
og æ að gera mistök en samt voru
þeir ætið reiðubúnir að reyna einu
sinni enn að gera veröldina aðeins
skárri stað að búa i.
1 Hausfæðingum hefur hann
fundið upp ung hjón frá norður-
hluta Þýskalands sem fara til
Asiu. Harm og Dörte Peters hitt-
ust fyrst á sjöunda áratugnum er
bæði tóku þátt i hreyfingu vinstri-
sinnaðra stúdenta, þau urðu
seinna kennarar og eru alvarlega
þenkjandi fólk. Enn þann dagær
Grass tekur þráðinn,eru þau m jög
áhyggjufull, þau liggja andvaka
vegna fátæktar i heiminum,
kjarnorkuvopnakapphlaupsins,
en núorðið eiga þau enga lausn á
takteinum. Þau eru barnlaus, og
geta ekki ákveðið hvort þau vilja
eignast barn. Enn eitt barn, og i
þennan heim? Það er ékki einu
sinnifullvist að Strauss verði ekki
kanslari. Þau ákveða að bregða
sér I skemmtiferð til Asiu á
vegum Sísýfosar-ferða. Leiðsögu-
maðurinn dr. Wenthien, nokkurs
konar Mefistófeles — leiðir þau
um rikmannleg hótel Indlands og
Indónesiu en einnig um uggvæn-
leg fátækrahverfi sömu staða.
Frásögnin af ævintýrum þeirra er
bæði fyndin og áhrifamikil en þau
hjón eru enn ruglaðri en áður.
Ögn minni áhyggjur,
ögn meiri trú á heil-
brigða skynsemi
Það sem Grass er að fara er að
þau.og þeirra likar, ættu að hafa
ögn minni áhyggjur, en i staðinn
ögn meiri trú á heilbrigða skyn-
semi. Kringum söguna af Peters-
hjónunum i löndum brúnu barn-
anna spinnur hann annan vef og
tekur ýmis hliðarstökk — hann
býður upp á fantasiu þar sem
Þýskaland er jafn fjölmennt og
Kina en ennþá jafn ruglað, hann
rifjar upp sögur af hópi Sisýfosar
höfunda sem hittust reglulega i
Austur-Berlin til að reyna að
bjarga agnarögn af sameiginlegri
menningu Þýskalands, og hann
syrgir lát skáldsins Nicolas Born
— sem var skynsamur maður og
efaðist um fjölskyldu sina,
menningarfamiliu þar sem
„hausfæðingar” voru tiðar.
Grass lætur engan bilbug á sér
finna, sem fyrr vill hann mana
landa sina til að sætta sig við
auðuga óreiðu nútimans i stað
þess að hræða sjálfa sig i hel.
—ij endursagöi og sneri.