Tíminn - 25.04.1982, Síða 25

Tíminn - 25.04.1982, Síða 25
Sunnudagur 25. aprfl 1982 25 á bókamarkadi i\ TheOrignisoftheCoklWar3ncl m the NationalSecurityState W HATTERED PEACE Dan>el Yergin: Shattered Peace Penguiin / Pelican 1981 ■ Bókin hefst á Yalta þar sem Stalin, Churchill ogRoosev elt ræddu saman árið 1945 um hvernig heimurinn skyldi lita út eftir stríö. Stalin lét svo um mælt eftir fundinn að friður myndi haldast milli Banda- manna svo lengi sem þeir þrir væru allir við völd. En þar var ekki lengi. Roosevelt dó skömmu siðar, mjög óvænt, og Churchill féll i kosningum, á- lika óvænt, svo Stali'n var einn eftir. Og ófriðarblikur voru á himninum. Kaldastriðiö hófst. Hér rekur Daniel Yergin or- • sakir þess á ákaflega ná- kvæman og visindalegan hátt en auðnast jafnframt aö gera frásögnina bæði læsilega og spennandi. Hann er ákaflega hlutlaus i málflutningi sinum, vill hvorugum aðila kenna al gerlegaum hvemig fór — báö- iráttu sina sök. Bókin einbeit- ir sér að timanum milli Yalta og loftbrúarinnar til Berlin — mjög fróðleg bók... Chapman. Pincher: Their Trade is Treachery Sidgwick & Jackson 1982 ■ Bök um allar þessar enda- lausu njósnir Sovétmanna á Englandi — er þetta orðið dá- litið þreytandi? En þessi bók vakti gifurlega athygli er hún kom út á Bretlandi i fyrra, Pincher sakar sem sé Sir Rog- er Hollis, fyrrum yfirmann MI5, gagnnjósnadeildarinnar þar I landi, um aö hafa verið i þjónustu RUssa, rett eins og Philby, Blunt, Maclean, Bur- gess og allt þaö pakk.. Nema hvað Roger Hollis er löngu dauður og gat ekki svarað fyrirsig. Thatcher gaf þinginu skýrslu, kvað málið hafa veriö rannsakaö en ekkert komiðiljós sem benti til sekt- ar hans. Margir urðu til að saka Pincher um æsifrétta- mennsku og ónákvæm vinnu- brögð, maður hneigist sem sérfræðingur i faginu til að taka undir þaö... En bókin er jú fróöleg, gefur á tiðum ágæta mynd af þvi undarlega samfélagi sem njósnarar byggja... AHce'sAöventures In Wonderland & Throughthe £ Looking-Glass by Lewis Carroll William Golding: Rites of Passage Faber & Faber 1982 ■ Þessi nýjasta skáldsaga Goldings þykir aðgengilegri öllum almenningi en bækur hans hafa verið, æ siðan Lord of the Flies kom út. Hún kom út á Bretlandi i fyrra og fékk mikið lof gagnrýnenda, sem veittu henni hin eftirsdttu Booker-bdkmenntaverðlaun, og almennings.Golding sagði sjálfur um bókina að hún væri „einhvers konar sjó-saga” og má það til sanns vegar færa. Hún gerist fyrir sirka 150 ár- um eöa svo, um borö i gömlu herskipi Breta sem nú flytur farþega til Astraliu. Söguna segir Edmund Talbot, ungur yfirstéttarstrákur, i formi ferðasögu til guöfööur sins, og ber margt til tiðinda. Persón- ur eru margar og liflegar, frá- sögnin oft mjög skemmtUeg og Golding kann hvaö sem öðru liður að skrifa góða ensku. Þaö segir sig sjálft að söguna má skoða táknrænum skilningi, siglingin veröur e.k. ferðalag gegnum lifið, mann- dómsvigsla stráksins... Lewis Carroll:. Alice’s Adventures in Wonder- land & Throughi the Looking- Glass and What Alice Found There A Bantam Classic / Bantam Books 1982 ■ Bandariska forlagið Bant- am hefur nýlega hafiö útgáfu á ýmsum klassískum bókum Vesturlanda og Mál og menn- ing hefur flutt þærinn i stórum stil. Að sjálfsögðu hlaut Lisa i Undralandi aö vera meöal þeirra bóka sem valin var til útgáfu i þessum flokki, þó það nú væri. Þess má og geta að útgáfan er mun vandaöri (betri pappir og svo framveg- is) en titt er um bandariskar pappírskiljur, og hana prýða að sjálfsögöu hinar ódauðlegu myndir John Tenniel sem mega heita óaðskiljanlegar frá sögunni. Mér verður ekki meira sagt um Lisu i Undra- landi, við hvetjum bara alla þá sem hafa látið bókina fram hjá sér fara að kynna sér hana hið bráðasta. ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókabúö Máls og menningar. Tekið skal fram aö hér er um kynningar að ræöa en öngva ritdóma. 51 Si'ii'i’* ÉG BYRJAÐI 1. OKTÓBER — ÞETTA ER EKKERT MÁL ||U^FERÐAR SLEPPIR ÞÚ BENSÍNGJÖFiNNI VIÐ MÆTINGAR AMALARVEGUM? Laus staða Kennarastaða i islenskum fræðum við Menntaskólann að Laugarvatni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, * Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik fyrir 21. mai n.k. — Um- sóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytið 21. april 1982 Lausar stöður Við Menntaskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar fjórar kennarastöður. Kennslugreinar: islenska, saga, efnafræði, eðlisíræöi, liffræði og stærðfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og stört skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik fyrir 21. mai n.k. — Um- sóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamáiaráðuneytið 21. april 1982 Laus staða Staða aðstoðarskólastjóra við Menntaskólann við Hamra- hlið er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Samkvæmt reglugerð er gert ráð fyrir að aðstoðarskóla- stjóri sé ráðinn til fimm ára i senn úr hópi fastra kennara á framhaldsskólastigi. Umsóknir, með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 101 Reykjavik fyrir 21. mai 1982. Umsóknareyðu- blöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytiö 21. april 1982 Fjórhjóladrifnar dráttarvélar 70 og 90 ha. Kynnið ykkur verð og kosti BELARUS O Guðbjörn Guðjónsson heildverslun Kornagarði 5 — simi 85677. §

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.