Fréttablaðið - 08.12.2008, Page 15

Fréttablaðið - 08.12.2008, Page 15
K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T HÁSKÓLABRÚ Háskólabrú er samstarfsverkefni Keilis og Háskóla Íslands og býður deildin upp á aðfararnám á vegum HÍ fyrir einstakl- inga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla nemendur almenn inntökuskilyrði innlendra háskóla og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis, HÍ og menntamálaráðuneytisins. Háskólabrú veitir nú þegar útskrifuðum nemendum rétt á að sækja um nám í hugvísindadeild, félagsvísindadeild, verkfræðideild, raunvísindadeild, viðskipta- og hagfræðideild og lagadeild HÍ. Sömuleiðis nám í Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Akureyri, Listaháskóla Íslands, Háskólanum á Hólum og Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Hægt er að stunda námið á Keilissvæðinu í staðnámi eða í fjarnámi. HÚSNÆÐI FYRIR NÁMSMENN Nemendur Keilis hafa forgang að glæsilegum nemendaíbúðum á starfs- svæði Keilis á mjög hagstæðu verði. Í boði eru allt frá stúdíóíbúðum upp í 6 herbergja íbúðir. Keilissvæðið er fjölskylduvænt hverfi í Reykjanesbæ þar sem í dag eru starfandi tveir leikskólar og grunnskóli. Á svæðinu er einnig íþróttahús, félagsmiðstöð ungl- inga, veitingastaður, verslun og bensínstöð. Ókeypis express strætó er fyrir nemendur og íbúa Keilis milli svæðisins og Reykjavíkur. Ný tækifæri Í lok janúar stefnir Keilir að því að bjóða upp á nýjar og spennandi námsleiðir. Nám í tæknifræði til BS gráðu sem leggur sérstaka áherslu á íslenska atvinnuvegi, diplomanám í viðskiptalist sem leiðir saman viðskipta- og listgreinar og fjölbreytt flugtengt nám. Kynntu þér þessa og fleiri námsmöguleika hjá Keili á www.keilir.net. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2009.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.