Fréttablaðið - 12.12.2008, Side 34

Fréttablaðið - 12.12.2008, Side 34
P IP A R • S ÍA P IP A R • S ÍA Opið til kl. 18.00 laugardag afsláttur af öllum nýjum vörum um helgina „Ég gerði fyrstu slaufuna núna í haust en ég er svo nýjungagjörn og vantaði eitthvað nýtt og skemmtilegt skraut á mig sjálfa. Eflaust er það frumhvöt allra fata- hönnuða að búa til eitthvað nýtt þegar maður er kominn með leiða á öllu í kringum sig,“ segir Guð- björg Jakobsdóttir fatahönnuður og brosir. „Mér þótti slaufuhugmyndin prýðisgóð og hún hlaut góðar und- irtektir, vakti eftirtekt og eftir- spurn. Þannig að þegar kreppan skall á þótti mér það bara kjörið tækifæri til að gera eitthvað meira úr þessu og setti ég allt á fullt eig- inlega um leið og slæmu fréttirnar tóku að berast,“ útskýrir Guðbjörg áhugasöm og segir að hún hafi því ákveðið að snúa vörn í sókn. Slaufurnar má nota á ýmsan máta. Þær er hægt að nota á barm- inn, um hálsinn, í hárið eða sem belti. „Slaufurnar eru tilvaldar til að flikka upp á gamla jólakjóla en annars er um að gera að láta hug- myndaflugið ráða. Ég útbý tvenns konar slaufur. Annars vegar eru það fíngerðar silkislaufur sem eru fyrst og fremst hugsaðar um háls- inn og svo beltisslaufur. Annars má nota þær hvernig sem er,“ segir Guðbjörg og nefnir að ein- faldur klæðnaður breyti algjör- lega um svip með slaufunni. Slaufurnar fást í alls konar litum og mynstrum og eru hand- gerðar úr silki. „Þær fást í Trilog- iu á Laugaveginum og engin þeirra er eins. Þær eru allar skrautlegar og eru bara fyrir djarfar konur,“ segir Guðbjörg og hlær. „Við þurf- um líka á litagleðinni að halda í þessu ástandi.“ Hægt er að skoða verk Guðbjargar nánar á vefsíð- unni myspace.com/goodbjork. hrefna@frettabladid.is Flikkað upp á flíkurnar Þegar ætlunin er að klæða sig upp á til hátíðarbrigða er fátt sparilegra en slaufur. Breyta má hversdags- legum klæðnaði í spariföt á svipstundu með slaufum frá Guðbjörgu Jakobsdóttur fatahönnuði. Guðbjörg skartar hér einni af slaufum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SOKKABUXUR eru mikið notaðar af kvenþjóðinni um jólin. Ágætt er að eiga sokkabuxur fyrir ólík tilefni um hátíðarnar og jafnvel nokkrar auka ef eitthvað kemur upp á þegar allar búðir eru lokaðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.