Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 12
12 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR PÍLAGRÍMSFÖR TRÚÐANNA Hundr- uð trúða héldu á miðvikudag í hina árlegu pílagrímaför trúða í Mexíkó- borg. Ferðinni var heitið til dómkirkj- unnar í Guadalupe, þar sem trúðarnir vottuðu hinni helgu mey af Guadalupe virðingu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Einstök börn, stuðn- ingsfélag barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma, hljóta 250 þúsund króna styrk frá félags- og tryggingamálaráðu- neytinu. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ákvað að senda ekki jólakort í ár en verja þess í stað fjárhæð sem sam- svarar hefðbundnum jólakorta- sendingum til velferðarmála. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að um leið og tilkynnt sé um þessa ráðstöfun vilji ráð- herra nota tækifærið og þakka samstarfsaðilum ráðuneytisins fyrir gott samstarf á árinu. - ovd Styrkur í stað jólakorta: Einstök börn fá jólakortaféð Aukinn árangur með fjölhæfum æfi ngafélaga. Frábært tæki fyrir fjölþrautarfólk, hlaup, hjólreiðar, fjallgöngur o.m.fl . Fyrir íþróttafólk með markmið. Magnað útivistartæki með lita- og snertiskjá. Stútfullt af eiginleikum, hágæða GPS móttakari, hæðarmælir (baro), rafeinda-áttaviti o.m.fl . Eitt vinsælasta og mest selda Garmin bílatæki í heimi. Breiður skjár og skýr rödd leiða þig alla leið. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt litháískan ríkisborgara í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumenn frá fíkniefnadeild lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu að störfum fyrir utan veitingastaðinn Monte Carlo. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Hæsti- réttur staðfesti hins vegar sýknu- dóm héraðsdóms yfir félaga mannsins. Þrír menn voru í upphafi sakað- ir um að hafa ráðist á lögreglu- mennina á Laugavegi aðfaranótt föstudagsins 11. janúar. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa í samein- ingu ráðist á lögreglumann, sleg- ið hann ítrekað, meðal annars í höfuðið, og sparkað í höfuð hans að minnsta kosti tvisvar eftir að þeir felldu hann í götuna. Við þetta hlaut lögreglumaðurinn heilahristing og sár víðs vegar á líkamanum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði mennina af broti gegn valdstjórninni en sakfelldi einn þeirra, fyrir líkamsárás. Ríkissaksóknari ákvað að una sýknudómi yfir þriðja manninum sem ákærður var í málinu en áfrýjaði þeim hluta málsins sem sneri að tveimur árásarmannanna til Hæstaréttar. - jss Hæstiréttur þyngdi dóm yfir árásarmanni til muna: Í fangelsi fyrir árás á lögreglu MONTE CARLO Þar fyrir utan var ráðist á lögreglumennina. EFNAHAGSMÁL „Ég hef ekki orðið vör við annað en að greiðslur til útlanda gangi mjög vel,“ segir Sigríður María Torfadóttir, sér- fræðingur hjá Seðlabankanum. Hún segir þó alltaf einhver vanda- mál koma upp. „En það gerist líka undir eðlilegum kringumstæðum. Það eru alltaf einhverjar greiðslur sem tefjast, af einhverjum ástæðum.“ Hún segir að frá bankahruninu hafi greiðslur viðskiptabankanna þriggja til Íslands farið í gegnum Seðlabankann. „Þau hjá Kaupþingi eru nýbyrjuð að senda sjálf pen- inga til og frá landinu og Glitnir er í startholunum en greiðslur til landsins munu samt að einhverju leyti áfram koma í gegnum Seðla- bankann,“ segir Sigríður María. Hún segir það taka tíma að koma nýjum samböndum á. „Seðlabankinn hefur engin sjálf- virk kerfi til að taka við svona greiðslum þannig að því leytinu eru peningaflutningar til landsins handstýrðir,“ segir Sigríður María. Hún segir Seðlabankann þó nýta kerfi viðskiptabankanna fyrir greiðslur sem sendar eru út. Sigríður María segir Seðlabank- anum ganga vel að afgreiða pen- ingasendingar. „Aðalvandamálið í dag er að við erum að fá greiðslur en ekki upplýsingar um móttakanda. Fólk hefur því verið að hringja í okkur og spyrjast fyrir um greiðslur sem legið hafa hjá okkur þar sem við höfum verið að vinna í því að finna réttan viðtakanda.“ Seðlabankinn á í samstarfi við erlenda banka og segir Sigríður María samstarfið vera gott. „Eðli málsins samkvæmt eru mestu við- skiptin með evrur og því sjáum við í fleiri tilvikum að þær greiðsl- ur tefjist,“ segir Sigríður María. Hún staðfestir að viðskipta- bankarnir gefi ekki út ávísanir í erlendri mynt. „Ég veit ekki betur en að Sparisjóðabankinn útbúi ávísanir en frá bankahruninu hafa viðskiptabankarnir þrír ekki getað útbúið slíkar ávísanir,“ segir Sig- ríður. Ástæðuna segir hún vera að við hrunið hafi öll viðskiptasam- bönd bankanna við erlenda banka lokast. olav@frettabladid.is Greiðslur til útlanda ganga betur en áður Verulegur hluti peningasendinga viðskiptabankanna þriggja fer enn í gegnum Seðlabankann. Sérfræðingur hjá bankanum segir helstu ástæður fyrir töfum á greiðslum vera að upplýsingar vanti um móttakanda. KRÓNUR OG EVRUR Peningaflutningar til og frá landinu hafa gengið stirðlega allt frá bankahruninu í byrjun október. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fréttablaðinu hafa borist mörg dæmi um vandamál tengd peninga- sendingum á milli landa. Viðskiptavinur Kaupþings sendi rúmar 50 þúsund krónur til Evrópulands í lok október. Þremur vikum síðar fékk hann hins vegar póst frá ætluðum viðtakanda þar sem honum var tjáð að greiðslan hefði ekki borist. Í ljós kom að það vantaði upp á upplýsingar um við- takanda. Það var þá leiðrétt. Um miðjan desember tók við- skiptavinurinn eftir því að rúmar 30 þúsund krónur höfðu verið lagðar inn á reikning hans. Um var að ræða hluta áðurnefndrar peninga- sendingar. Var honum tjáð að réttar upplýsingar hefðu ekki komist til skila í tæka tíð. Peningarnir hefðu því komist í bankann úti en ekki inn á tilætlaðan reikning. Útskýringar á muninum, af hverju einungis rúmar 30 þúsund krónur af rúmum 50 þúsund krónum skiluðu sér nú sagði starfsmaður í Kaupþingi meðal annars vera vegna gjalda sem þriðji bankinn, millilið- urinn erlendis, tæki fyrir flutning á peningunum. Við bættist að kostn- aður vegna rangra upplýsinga væri venjulega á bilinu 10 til 20 þúsund. Þá voru svör bankans einnig þau að fjárhæðin hefði rýrnað vegna gengisbreytinga, frá því að viðskipta- vinurinn sendi peningana út og þar til þeir skiluðu sér til baka. Skilaboðin sem þessi viðskipta- vinur fékk frá Kaupþingi var að hann ætti að prófa að senda peningana aftur. Hann, eða sá aðili sem taka átti við peningunum þyrftu að sætta sig við að hafa tapa 20 þúsundum af 50 þúsund krónum. STÓR HLUTI UPPHÆÐARINNAR Í GJÖLD BANKAMÁL „Skilafrestur á umsókn- um er að klárast og það er ekki hægt að fá bankaávísanir sem nauðsynlegar eru sem skráningar- gjald,“ segir Súsanna Svavarsdótt- ir, blaðamaður og móðir stúlku sem hyggur á nám í Bretlandi. Þeir skólar sem dóttir Súsönnu er að sækja um krefjast þess að fá á bilinu 35-45 pund í skráningar- gjald sem greitt sé með bankaá- vísun og engu öðru. Að sögn Súsönnu gildir það sama um marga aðra skóla. Frá því banka- kerfið hrundi á Íslandi virðist hins vegar hvergi vera hægt að fá útgefna bankaávísun. Súsanna segir til lítils að biðja skólana ytra um að fá að greiða skráningar- gjaldið á annan hátt. „Orðsporið er það slæmt að ef menn ætla að biðja um einhverja sérstaka aðferðarfræði af því að þeir eru frá Íslandi spyrja skól- arnir sig strax að því hvernig verði þá með greiðslu skólagjald- anna í framtíðinni,“ segir Súsanna og kallar eftir úrbótum: „Það er sagt að bankamálin séu komin í eðlilegt horf en það er ekki eðlilegra en það að krakkar geta ekki sótt um skóla úti. Hvern- ig ætla yfirvöld að snúa sér í að leysa þetta?“ spyr Súsanna sem sjálf kveðst vera að reyna að leysa mál dóttur sinnar fyrir milligöngu frænda sem búi í London. „En það eiga ekki allir frænda í London,“ bendir hún á. - gar Móðir stúlku sem hyggur á nám í Englandi undrast úrræðaleysi í bankakerfinu: Fær ekki ávísun fyrir skólaskráningu SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR Orðspor Íslendinga býður ekki upp á að fara fram á sérleiðir í greiðslum til erlendra skóla, segir móðir stúlku sem ætlar í framhaldsnám í Bretlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.