Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 52
12 föstudagur 19. desember
Í janúarhefti breska Elle Decoration er fatahönn-
uðurinn Matthew Williamson heimsóttur á sitt
kaotíska og litríka Lundúnaheimili. Það sem er
svo dásamlegt við heimili herra Williamsons er að
svona heimili sjást ansi sjaldan á síðum blaðanna
og því síður hjá íslenskum fjölskyldum.
DÁSAMLEGUR STÍLL Litir eins og skærbleikur og
appelsínugulur eru ríkjandi og blandar hann þessum litum á móti
túrkís lit og grænum. Svalahurðin inn í garðskálann er til að mynda
lökkuð í skærbleikum lit og póstarnir á gluggunum í stofunni eru
appel sínugulir. Hann notar nýtískuleg húsgögn eins og Emes-eld-
hússtólana á móti stórum spegli í gullramma sem hangir fyrir ofan
Consule-borð með glerplötu. Til að fullkomna stemninguna veggfóðr-
ar hann nokkra veggi sem gerir íbúðina einstaka.
ÆVINTÝRALEG LÝSING Þegar íbúðin sjálf er skoðuð kemur þó í ljós
að um ansi venjulega arkitektahannaða íbúð er að ræða. Hann er til
dæmis með hvíta sprautulakkaða eldhúsinnréttingu en hún verð-
ur ævintýraleg þegar kveikt er á bleiku perunum sem faldar eru á
bak við opnar hillur. Þá líkist eldhúsið meira smartheitabar en hefð-
bundnu eldhúsi.
EKKI LEIKA ÞETTA EFTIR Þó svo að ég sé ákaflega hrifin af heim-
ili herra Williamson er ég ekki viss um að það væri góð hugmynd að
leika þetta eftir eða stæla íbúðina á einn eða neinn hátt. Allavega
ekki nema viðkomandi hafi sérlega næmt auga fyrir litum og rými
því á sinn hátt er íbúðin listaverk sem dansar algerlega í takt við
fatahönnun hans og er einhvern veginn Matthew Williamson í hnot-
skurn. Og það fer bara enginn í skóna hans herra Williamsons …
✽ prófaðu eitthvað nýtt...
heima
MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR martamaria@365.is
HEIMILI WILLIAMSON
Sófinn SKiN eftir franska arkitekt-
inn Jean Nouvel, sem hann hann-
aði fyrir Molteni & C, var valinn
besta hönnunin af Red Dot. Sóf-
inn vakti mikla athygli þegar hann
var sýndur á hönnunarsýningunni
Salon Del Mobile í Mílanó á Ítalíu
síðastliðið vor. Það má með sanni
segja að sófinn sé óvenjulegt hús-
gagn því aðal uppistaðan er grind
með efni yfir en ekki með hefð-
bundinni grind eins og gengur og
gerist. Sófinn er sérlega vandaður
og ógurlega þægilegur (þótt hann
líti ekki út fyrir að vera það) og
því er ekki skrítið að hann hafi
hreppt verðlaunin. Sófinn er bæði
til í leðri og gúmmíefni en það er
ekki hægt að skipta um áklæði á
honum en það er líka allt í lagi.
- mmj
Skin-sófinn hlaut hönnunarverðlaunin Red Dot
Framtíðarhúsgögn
Fallegt mynstur Til að gera sófann sem þægilegastan er ákveðið mynstur skorið í leðrið eða
gúmmíáklæðið.
Skin-sófinn fæst í nokkr-
um litum.
Skin Svona lítur sófinn út einn
og sér þegar hann er leður-
klæddur.
FALLEGA LAGT Á BORÐ Ekki bara leggja fallega á borð yfir jólahá-
tíðina það má reyndar gera alla daga í desember. Náðu í jólakúlur, skraut og
dúka og búðu til huggulega stemningu fyrir þig og þína. Maturinn mun pott-
þétt smakkast mun betur.
Hvern dreymir ekki um að
föndra sínar eigin jóla-
skreytingar án þess að
þær líti út fyrir að vera
heimatilbúnar? Frá því
í fyrra hef ég verið með
hringlaga form svolítið á
heilanum. Í fyrstu hugs-
aði ég með mér að það
væri hægt að búa til fal-
legt jólaskraut úr gömlum
húlahring en þegar þeir
fengust hvergi í desem-
ber bjó ég til hring úr
rafmagnsröri og tengdi
saman með rafmagnsröra-
festingu. Þegar hringurinn
var tilbúinn vafði ég um hann gömlu efni og vafði jólaseríu utan
um hann. Þar með var hringurinn tilbúinn. Þá var ekkert annað í
stöðunni en að festa hann upp á áberandi stað og stinga honum í
samband. Ég hvet ykkur til að leika þetta eftir. - mmj
Fallegt & elegant
jólaskraut
Ef þú ert komin/n með ógeð
á gömlu húsgögnunum er
mælt með því að mála þau í
fallegum lit. Pússaðu gamla
borðstofuborðið upp, grunn-
aðu og lakkaðu í þínum
uppáhaldslit. Nú er tíminn
til að vera svolítið litaglaður
og ferskur. Það sakar held-
ur aldrei að gefa hugmynda-
fluginu lausan tauminn. Því
skærara því betra. Þegar þú
ert búin/n að velja litinn má
svo nota hann sem þema-
lit í allar jólaskreytingarnar á
heimilinu og skapa þannig mikinn ævintýraheim. Þegar enginn hefur
efni á dýrum ferðalögum út í heim er um að gera að koma með ævin-
týrin inn á sitt eigið heimili. - mmj
Ævintýrin heim til þín
LAURA ASHLEY
Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646
Opið virka daga frá 10-18, laugardaga frá 11-18 og sunnudag frá 13-18
Allt fyrir jólin...
40%
afsláttur af
allri
jólavöru
20-30%
afsláttur af
fatnaði