Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 94
70 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
NÝJU JÓLASVEINARNIR
LÁRÉTT 2. þus, 6. kusk, 8. fiskur, 9.
gerast, 11. yfirlið, 12. sjúga, 14. sundl,
16. tveir eins, 17. landspilda, 18. í
viðbót, 20. í röð, 21. murra.
LÓÐRÉTT 1. fyrst fædd, 3. samþykki,
4. aldaskil, 5. slagbrandur, 7. galli, 10.
skammstöfun, 13. að, 15. innyfli, 16.
efni, 19. íþróttafélag.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. fjas, 6. ló, 8. áll, 9. ske, 11.
dá, 12. totta, 14. svimi, 16. tt, 17. lóð,
18. auk, 20. tu, 21. urra.
LÓÐRÉTT: 1. elst, 3. já, 4. aldamót, 5.
slá, 7. ókostur, 10. etv, 13. til, 15. iður,
16. tau, 19. kr.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 300 greinar.
2 75 þúsund krónur.
3 Nancy.
„Ég kaupi ekkert glænýjan Land
Cruiser þótt það komi fínir dómar
um bókina mína í Bretlandi,“ segir
Arnaldur Indriðason rithöfundur.
Bók hans, Vetrarborgin, hefur
fengið blússandi góða dóma í bresk-
um fjölmiðlum að undanförnu.
Þessi viðbrögð eru líkleg til þess að
auka enn frekar á sölu Arnaldar í
Bretlandi en hann vildi lítið tjá sig
um hvort milljónirnar streymdu
ekki bara beint í vasann. „Þetta er
bara mjög misjafnt. Ég hef gert
góða samninga en auðvitað veltur
þetta á því hvernig salan gengur,“
segir Arnaldur en Bretland hefur
hingað til verið óplægður akur hjá
þessum vinsælasta rithöfundi
landsins.
Joan Smith, gagnrýnandi Sunday
Times, hrósar Arnaldi í hástert og
segir Vetrarborgina koma fyllilega
til greina sem ein eftirminnilegasta
glæpasaga ársins. „Vetrarborgin er
alls ekki auðveld aflestrar en sá
mannlegi breyskleiki og innsæi
sem umlykja hana gera bókina að
einni eftirminnilegustu glæpasögu
ársins,“ skrifar Smith.
Aðrir bókagagnrýnendur taka í
sama streng og þannig var Vetrar-
borgin bók vikunnar hjá Daily Mir-
ror. „Hvað er þetta með alla þessa
Norðurlandabúa? Í áraraðir hafa
þeir framleitt glæpasögur í hæsta
gæðaflokki. Engu síður stendur
einn maður algjörlega upp úr í
þessu flóði vegna þess að hann
hefur einstakt skynbragð á trú-
verðuga framvindu og áreynslulitl-
ar og einfaldar lausnir. Hann er
Arnaldur Indriðason og er einhver
skærasta stjarnan á alþjóðlegum
glæpasagnamarkaði,“ skrifar gagn-
rýnandi Mirror, Henry Sutton.
Arnaldur segir að auðvitað sé
gaman að fá góða dóma í erlendum
fjölmiðlum. Fyrir hann skipti þó
mestu máli hvað íslenskum lesend-
um finnist. „Ég er ekkert að fara að
flytja til Bretlands og hamra ein-
hver heit járn. Ég mun áfram skrifa
fyrir Ísland og Íslendinga enda
hafa þeir tekið mér best allra.“ Og
það er ekki ofsögum sagt að Íslend-
ingar kunni vel að meta Arnald.
Nýjasta bókin hans, Myrká, hefur
selst í bílförmum og situr á toppi
bóksölulista. Jóhann Páll Valdi-
marsson útgefandi vildi ekki gefa
upp hversu margar bækur hefðu
selst. Hann staðfesti þó að þeir hafi
pantað aðra prentun. Nokkrum þús-
undum eintaka verður því bætt við
þau þrjátíu þúsund sem þegar
höfðu verið prentuð. Þar með slær
Arnaldur eigið met sem sett var í
fyrra. freyrgigja@frettabladid.is
ARNALDUR INDRIÐASON: ÁLIT ÍSLENDINGA SKIPTIR MESTU MÁLI
Breskir fjölmiðlar hefja
Arnald upp til skýjanna
BESTUR Á SÍNU SVIÐI Breskir bókagagnrýnendur halda vart vatni yfir bók Arnaldar
Indriðasonar, Vetrarborginni. Hún var bók vikunnar hjá Mirror og Sunday Times sagði
hana eina af bestu glæpasögum ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Þetta hefur ekki verið gert áður í
áætlunarflugi,“ segir Sigríður
Klingenberg spákona sem sló
heimsmet síðastliðinn fimmtudag
þegar hún spáði fyrir 198 manns í
37.000 feta hæð í flugi Iceland
Express, til og frá Kaupmanna-
höfn.
„Ég kynnti mig í hátalarakerfið
áður en ég byrjaði og þetta vakti
þvílíka kátínu hjá fólki. Ég var með
spilin mín og fólk fékk að eiga spil-
ið sem það dró eftir að ég hafði
spáð fyrir því. Ég áritaði svo sjálfs-
hjálpardiskinn minn, Þú ert frábær,
og skrifaði mismunandi álagaljóð á
hvern disk. Ég spáði fyrir öllum
farþegunum, nema þeim sem voru
sofandi en sendi þeim bara hugar-
spá. Ætli maður hafi ekki verið
tengdari almættinu en ella þarna í
háloftunum,“ segir Sigríður og
hlær, en verið er að skrá metið í
Heimsmetabók Guinness. „Þetta
voru 98 Íslendingar og 100 Danir
sem voru flestir að koma til þess að
versla á Íslandi,“ bætir hún við.
Aðspurð segist hún hafa verið
mjög þreytt eftir flugið. „Ég var
svo búin á því eftir þetta að það
munaði minstu að ég labbaði inn á
geðdeild og léti skrá mig inn,“
segir Sigríður brosandi. „Þetta
mæltist svo vel fyrir að ég ætla að
vera með áramótaspá í öðru flugi
Iceland Express, en ég ætla samt
ekki að reyna að slá mitt eigið
heimsmet.“
- ag
Klingenberg slær heimsmet
SPÁÐI FYRIR 198 MANNS Farþegar Iceland Express tóku vel í spádóm frá Sigríði
Klingenberg sem sló heimsmet í 37.000 feta hæð.
Þótt svo virðist sem mönnum
hafi tekist, einu sinni sem oftar,
að blása upp mál og úr samhengi
með stóra ritskoðunarmáli Símonar
Birgissonar, hrjóta í látunum ýmsir
athyglisverðir molar af borðum.
Þannig vita menn nú að Jónas
Kristjánsson, fyrrum ritstjóri, er
mikill áhugamaður um kappakstur
og upplýsir á síðu sinni að
hann hafi aðeins einu
sinni rætt við Jón Ásgeir
Jóhannesson meðan
hann átti DV, að frum-
kvæði Jónasar og þá
um þetta sameig-
inlega áhugamál
þeirra.
Nú er skorið niður víða í menn-
ingunni og Reykjavíkurborg hefur
ákveðið að draga til baka fimmtíu
milljónir af þeim sem renna eiga
og áttu til reksturs Borgarleik-
hússins. Ljóst er að þetta mun
setja Magnús Geir Þórðarson
leikhússtjóra út í horn
því hann hefur lagt upp
fyrsta ár sitt af miklum
metnaði; svo miklum að
ekkert svigrúm er og lítils
hagnaðar var fyrir
að vænta miðað
við kostnað við
uppsetningar
sýninga.
Ný stjórn SÍK, en nýr formaður
þar er Ari Kristinsson sem tekur
við af Baltasar Kormáki, hvetur til
aukinnar innlendrar framleiðslu
í kjölfar auglýsingatakmarkana
Ríkisútvarpsins. Stjórnin sér ýmis
sóknarfæri í tengslum við það og
möguleika í að rekstur einkarek-
inna miðla gangi betur. Þetta er
í fullkominni andstöðu við það
sem Björn Brynjúlfur
Björnsson, formaður
ÍKSA, hefur sagt í
greinum í fjölmiðlum
en hann sér ekkert
nema meinbugina
eina á því að RÚV
séu settar einhverjar
skorður í sókn sinni
inn á auglýsinga-
markaðinn. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Þetta eru heiðursverðlaun sem njóta
virðingar. Enda ekki hlaupið á eftir tísku-
straumum heldur horft til framlags höfunda
til langs tíma; ég held að sérstaða þessarar
viðurkenningar sé ótvíræð,“ segir Eiríkur
Guðmundsson útvarpsmaður.
Í dag veitir Rithöfundasjóður Ríkis-
útvarpsins einhverjum úr stétt rithöfunda
heiðursverðlaun og fimm hundruð þúsund
krónur. Oft kemur á óvart hver hlýtur
verðlaunin vegna þess að þau miðast ekki
við hver er mest áberandi hverju sinni eða
að nýjustu bækur séu undir. Síðast fékk
Kristín Steinsdóttir verðlaunin, þá Jón
Kalman Stefánsson. Árið 2005 hlaut Bragi
Ólafsson verðlaunin, þá Óskar Árni og svo
komu Einararnir Kárason og Guðmunds-
son. Listinn er langur því verðlaunin hafa
verið við lýði í rúma hálfa öld eða allt frá
árinu 1956.
„Þetta verður mjög formleg athöfn,“ segir
Eiríkur og áréttar að henni verður útvarpað í
þættinum Víðsjá klukkan fimm. Forseti
lýðveldisins verður á staðnum „þannig að
þetta verður settlegt,“ og hlustar á ávart
Skafta Þ. Halldórssonar sem er formaður
stjórnar sjóðsins en þar sitja fimm; tveir
skipaðir af RÚV, tveir frá Rithöfundasam-
bandinu og einn skipaður af menntamála-
ráðherra.
Eiríkur harðneitar að gefa nöfn sem til
greina koma. „Tekið er með í reikninginn
hversu samstarf við útvarpið hefur verið
þannig að höfundar sem hafa verið hér að
lesa mikið upp eða hafa jafnvel komið að dag-
skrárgerð er tekið með í reikninginn. En í
grunninn er þetta viðurkenning fyrir framlag
til bókmenntanna,“ segir Eiríkur sem, ef af
líkum lætur, fór með jakkafötin í hreinsun í
tilefni dagsins. - jbg
Rithöfundur fær hálfa milljón frá RÚV
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON Er ekki frá því að þessi verð-
laun njóti meiri virðingar en Gullmiði útgefenda enda
um hálfrar aldar fyrirbæri að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sigurjón, sá áttundi,
Landsbankakóngurinn.
Icesave-dæmið var tær snilld
og aurinn dælist inn.
Snilldin reyndist eintómt plat
og þegar kreppti að,
hann Grjóni gerðist ráðgjafi:
Ábyrgð? – Hvað er það?
Bækur frá
Forlaginu
Anna Á. Khan Hjartard.
Háaleitisbraut 54
Anna Dís Bjarnadóttir
Heinaberg 8
Birgitta Guðjónsdóttir
Hafnarbyggð 5
Erla Björg Garðarsd.
Furuvellir 27
Ernst Kettler
Keilufell 18
Geir Gestsson
Hjallar 20
Ingibjörg Heiðarsdóttir
Hríseyjargata 15
Kristinn Kristjánsson
Engjavegur 29
Ragnheiður Hjarðar
Sporhamrar 8
Jólaleikurfréttablaðsins
Sóley Sturludóttir
Holtateigur 1
Vesna Danielsson
Eskiholt 23
Wioletta Mazota
Lágholti 1
Bíókort frá
Sambíóunum
Árdís Ýr Pétursdóttir
Ásbúð 72
Bergvin F. Gunnarsson
Furulundur 4d
Gunnar Þ Jónsson
Hjarðarholt 7
Hafsteinn Jónsson
Krókabyggð 17
Heimir Hauksson
Stekkjaflöt 5
Hermann Gunnlaugsson
Brattakinn 17
Hildur Björk Yeoman
Sigtún 39
Hildur Gísladóttir
Klausturhvammur 15
Hrönn Jónsdóttir
Prestsæti 3
Jóhanna A. Jóhannesdóttir
Sólvellir 8
Jón Helgi Ingimarsson
Norðurtún 9
Trond Are Schelander
Akrasel 6
Gjafakort frá
Þjóðleikhúsinu
Guðleifur Kristjánsson
Iðnbúð 3
Hörður Einarsson
Eyrarholt 4
Taktu þátt á visir.is
Vinningshafar
Vinninga skal nálgast í móttöku Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24.
Opið alla virka daga frá klukkan 8-17.