Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 68
44 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Þennan dag árið 1821 hófst eld-
gos í Eyjafjallajökli og stóð það
til ársins 1823. Undir jöklinum
er eldkeila sem hefur ekki gosið
síðan en vitað er um eldgos í
jöklinum árið 1612.
Eyjafjallajökull er eitt stærsta
eldfjall Íslands ásamt því að vera
einn af fimm stærstu jöklum landsins. Þá skartar hann einum af
hæstu tindum landsins, en hann mælist um 1.660 metrar.
Efst í Eyjafjallajökli er lítil askja (sigketill) þakin jökli. Af um-
merkjum að dæma er hún grunn. Askjan er opin mót norðri þar
sem brattur skriðjökull, sem nefnist Gígjökull, fellur niður á lág-
lendi. Jökulhlaup komu undan Gígjökli meðan á gosinu, sem
hófst 1821, stóð.
Veturinn 1999-2000 sýndu mælingar landris og aukna skjálfta-
virkni við Eyjafjallajökul. Hliðstæður atburður varð 1994. Þeir
benda til aukins aðstreymis kviku sem gæti leitt til eldgoss í
jöklinum.
ÞETTA GERÐIST : 19. DESEMBER 1821
Eldgos í Eyjafjallajökli
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
afi,
Guðmundur Páll
Þorvaldsson
Furuvöllum 14, Hafnarfirði,
sem lést laugardaginn 13. desember, verður jarðsung-
inn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 22. desember
kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja
minnast hans láti Krabbameinsfélagið njóta þess.
Helga Aðalbjörg Þórðardóttir
Þóra Dröfn Guðmundsdóttir
Þórður Rafn Guðmundsson
Jakob Darri
Markús Blær
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu
okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður og tengda-
föður,
Sigurðar Más A.
Sigurgeirssonar
Fannafold 115.
Sérstakar þakkir til Lögreglunnar fyrir ómetanlega
aðstoð.
Hlíf Kristófersdóttir
Sigurgeir Már Sigurðsson Sæmunda Fjeldsted
Ólöf Vala Sigurðardóttir Einar Örn Einarsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
Ólöf Septína Kristjánsdóttir
áður til heimilis að Hringbraut 3,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 17. desem-
ber. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 22. desember kl. 15.00.
Guðrún S. Guðmundsdóttir Ásgeir Gunnarsson
Bára Guðmundsdóttir Óttar Eggertsson
Anna S. Guðmundsdóttir Bjarni Jónasson
Þórunn Halla Guðmundsdóttir
Brynja Guðmundsdóttir
Ólöf Guðmundsdóttir
Hrefna Guðmundsdóttir Ólafur Thorarensen
Atli Guðmundsson Brynja Þorgeirsdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
frá Hurðabaki, Ártúni 17, Selfossi,
sem lést 13. desember, verður jarðsungin frá
Selfosskirkju laugardaginn 20. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem
vildu minnast hennar látið líknarstofnanir njóta þess.
Guðmundur Kristinn Þórmundsson Katla Kristinsdóttir
Þuríður Þórmundsdóttir Bjarnfinnur Ragnar
Jónsson
Gunnar Þórir Þórmundsson Sólrún Ragnarsdóttir
Anna Kolbrún Þórmundsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Innilegar þakkir sendum við þeim sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vinsemd við
andlát eiginmanns míns , föður, fósturföð-
ur, tengdaföður og afa,
Vigfúsar Þorsteinssonar
sem lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar
22. nóvember 2008.
Páley Jóhanna Kristjánsdóttir
Kristján Páll Vigfússon
Sigríður Margrét Vigfúsdóttir Friðþjófur Sævarsson
Jóhannes Ægir Baldursson Ingibjörg Erna Arnardóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Sigríður Sigurðardóttir
Lokastíg 2, Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, þriðjudaginn
16. desember. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni
29. desember kl. 13.00.
Sveinn Hörður Blomsterberg Arndís Hildiberg
Kristjánsdóttir
Sigurður Ragnar Blomsterberg Ólöf Þóra Ólafsdóttir
Þórunn Ólöf Sigurðardóttir
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
ALYSSA MILANO ER 36 ÁRA Í DAG
„Það er gott að vera mikil-
vægur en enn mikilvægara
að vera góður.“
Leikkonan Alyssa Jayne Milano
er best þekkt fyrir hlutverk sín
sem Samantha Micelli í Who’s
the Boss? og Phoebe Halliwell
í Charmed.
timamot@frettabladid.is
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla
Íslands, skrifaði undir samning í Kína í
síðustu viku við tvo kínverska háskóla
um samstarf um rannsóknir og kenn-
ara- og nemendaskipti. Annar þeirra er
Peking-háskóli sem hún kallar flagg-
skip kínverskra háskóla. „Það dreym-
ir alla kínverska foreldra um að börnin
þeirra komist í Peking-háskóla. Hann
er þar efstur á lista og nýtur mikill-
ar virðingar á alþjóðavísu,“ segir hún
og bætir við að samningurinn tryggi
að eingöngu afburðanemendur komi
þaðan hingað og að nemendur frá HÍ
fái framúrskarandi kennslu og aðbúnað
ef þeir fari þangað austur.
Annar skóli sem Kristín samdi við er
Háskóli erlendra fræða í Peking sem
hún segir líka góðan. „Þar er kennd ís-
lenska,“ segir hún glaðlega. „Sextán kín-
verskir nemendur hófu nám í íslensku í
október og þegar ég var þar á ferð þá
heilsuðu þeir á íslensku og sungu Ég
sá mömmu kyssa jólasvein með mjög
góðum framburði. Það var alveg stór-
kostlegt.“ Hún upplýsir að kennarinn
sé Gísli Hvanndal og íslenska mennta-
málaráðuneytið greiði laun hans. En
kostar þetta samstarf við kínversku
háskólana ekki eitthvað meira fyrir
íslenskt samfélag?
„Nei. Þó má reikna með að nemend-
ur þurfi að standa einhvern straum
af kostnaði sjálfir. Uppihald er samt
mjög ódýrt á þessum stöðum svo ferð-
irnar eru stærsti liðurinn. Oft er hægt
að sækja um styrki en það fjármagn
kemur ekki úr vasa HÍ enda lítið þang-
að að sækja eins og er. En þetta er ein-
stakt tækifæri fyrir okkar nemendur að
komast í skiptinám við þessa afburða-
skóla. Þar er úrval greina, hugvísindi,
félagsvísindi, læknisfræði og raunvís-
indi og sum fögin kennd á ensku en ekki
öll. Það fer eftir greinum. Í rannsókn-
arverkefnum er tungumálið þó ekki
vandamál.“
Þessa árangursríku ferð kveðst Krist-
ín hafa farið í boði kínverskra mennta-
málayfirvalda. „Kínverjar buðu rekt-
orum þeirra háskóla sem Konfúsíusar-
stofnanir eru starfræktar við en þær eru
250 talsins víða um heim. Ein slík var
sett á laggirnar hér við HÍ fyrr á þessu
ári og heitir Norðurljós. Stofnun hennar
má rekja til þess að Zhou Ji, mennta-
málaráðherra Kína, kom hingað til lands
árið 2006 og ræddi þennan möguleika
við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra. Kínverjar lögðu
til stofnkostnað, laun tveggja kenn-
ara í kínversku, 5.000 bækur og tals-
vert rekstrarfé,“ segir Kristín og telur
áhuga á Kína og kínverskum fræðum
hafa aukist hér á síðustu árum og einn-
ig áhuga Íslendinga á að stunda nám í
Kína. „Þeir sem hafa farið þangað eru
mjög ánægðir,“ tekur hún fram. „Kína
er aðalálfan núna. Þar er framtíðin og
mikil stefnufesta í uppbyggingu á sviði
menntamála og vísinda.“
Kristín kveðst einu sinni áður hafa
komið til Kína, árið 2001. Síðan hafi gíf-
urlega margt breyst og sláandi að sjá
hversu mikill uppgangur sé þar. Hvern-
ig var svo veðrið þar í síðustu viku?
„Það var kalt en ég var undir það búin.“
gun@frettabladid.is
KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR REKTOR: ÁNÆGÐ MEÐ SAMSTARF HÍ VIÐ PEKING-HÁSKÓLA
Opnar nemendum HÍ leið inn
í flaggskip kínverskra háskóla
KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR, REKTOR HÍ „Kína er aðalálfan núna. Þar er framtíðin og mikil stefnu-
festa í uppbyggingu á sviði menntamála og vísinda.“