Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 62
38 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Hrönn Guðmundsdóttir skrif- ar um framlög til háskóla Þann 1. desember síðastliðinn kom ég heim til kreppulandsins kalda eftir nokkurra daga dvöl í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, þar sem ég var, ásamt Önnu Sigríði Hafliða- dóttur, fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) á aðalfundi Evrópsku stúdentasamtakanna, ESU (Euro- pean Students’ Union). Sama dag afhjúpaði SHÍ, ásamt öðrum stúd- entahreyfingum landsins, mennta- vita stúdenta við hátíðlega athöfn á Austurvelli. Rétt eins og vitar lands- ins sem í gegnum tíðina hafa vísað íslenskum sjómönnum fram hjá boðum og skerjum hafsins, á menntavitinn, hannaður af listakon- unni Svölu Ragnarsdóttur, að minna íslenska stúdenta og þjóðina alla á þau gildi og verðmæti sem leitt geta veginn í gegnum erfiðleika. Menntavitinn hefur átta hliðar og á hverja þeirra er rituð ósk íslenskra námsmanna til ráða- manna landsins. Óskirnar snúa að því að afkoma íslenskra háskóla, Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og stúdenta almennt verði tryggð í því félags- og fjárhagslega öngþveiti sem villuráf undanfar- inna ára hefur leitt þjóðina út í, og að komið verði af öryggi og stefnu- festu til móts við breyttar aðstæður í menntakerfinu. Eins og ljóst er orðið fjölg- ar háskólastúdentum umtalsvert á næstunni, enda sjá þeir sem misst hafa vinnuna aukin tæki- færi í frekari menntun. Um þetta er margt gott að segja: Menntastig þjóða ýtir undir velmegun og bætir samfélagið, eykur víðsýni og getur stuðlað að auknu félagslegu jafnrétti. Og það er einmitt menntunin sem gæti reynst þjóðinni sterkasta hald reipið á komandi misserum. Ósk stúdenta er því einfaldlega þessi: Kæra ríkisstjórn, kæru ráða- menn, standið vörð um þau verð- mæti sem menntakerfi þjóðarinnar er, með hagsmuni allra landsmanna að leiðarljósi, og minnist þess að menntun hefur gildi sem aldrei verður mælt í krónum. Stúdentar á varðbergi Eins og flestir vita hefur ríkis- stjórnin sett saman nýtt fjárlaga- frumvarp sem kveður á um niður- skurð á flestum sviðum þjóðfélagsins. Menntakerfið er þar ekki undanskilið, en gert er ráð fyrir niðurskurði um rúmar 1300 milljónir króna til LÍN, auk þess sem ásókn í námslán er ekki talin aukast nema um 5%, en einnig skal draga úr fjárframlögum til reksturs háskólanna og styrkjum til rannsókna- starfs er frestað. Það er áhyggjumál að ríkis- stjórnin ætli að draga úr fjármagni til LÍN og þar að auki er 5% aukning á aðsókn í námslán ekki raunhæft mat á aðstæð- um, þar eð mörgum sem setjast nú aftur á skóla- bekk býðst ekkert annað en að sækja um námslán til að sjá sér farborða. Þessi tala er líklega fimm til sex sinnum hærri. Þó er ef til vill ekki gott að segja nú hvaða áhrif niður- skurðurinn hefur á Háskóla Íslands og aðrar menntastofnanir, en brýn ástæða er fyrir stúdenta til að vera á varðbergi svo afleiðingarnar dragi ekki úr styrk menntakerfis- ins eða komi í veg fyrir að fólk geti stundað háskólanám. Stúdentaráð Háskóla Íslands mun fylgjast vand- lega með þróun mála. Stuðningur að utan Á fyrrnefndum fundi sem ég sat í Búlgaríu, voru samankomnir full- trúar 49 stúdentahreyfinga frá 38 löndum með samtals um 13 milljón- ir stúdenta að baki sér. Við Íslend- ingarnir fengum þó nokkra athygli vegna kreppunnar, enda snarbreytt staða hjá okkur síðan við sóttum fund ESU síðast. Athyglin var af hinu góða; fólk virtist vita ýmislegt um ástandið á Íslandi og spurði spurninga um bankakerfið, fram- komu yfirvalda og hag hins almenna borgara. Margar stúdentahreyfinganna komu til okkar og buðu stuðning og samstöðu. Það er skemmst frá því að segja að fundurinn samþykkti einróma stuðningsyfirlýsingu við SHÍ og alla íslenska stúdenta í bar- áttu okkar við að standa vörð um lýðræðisgildi, menntun og jafn- rétti. Í yfirlýsingunni er íslenska ríkisstjórnin einnig minnt á að ungt fólk og námsmenn munu taka við kyndlinum af þeim sem nú leiða þjóðfélagið og ættu að vera í brennidepli í þeim aðgerðum sem þjóðin þarf að takast á hendur. Mikilvægi þess að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar verði í sátt við fólkið í landinu, og þá sérlega unga fólkið sem á að taka við þjóðarskútunni, verður vart tjáð til fullnustu. Ef ungt fólk sér enga von á Íslandi, treystir ekki ráðamönnum og verður illa úti fjárhagslega er sennilegt að margir taki einfald- lega saman föggur sínar og kveðji landið. Slíkt yrði þungbært fyrir þjóðina og drægi úr krafti hennar. Yfirlýsinguna í heild sinni, á ensku, má nálgast á heimasíðu Stúdenta- ráðs http://www.student.is/student- arad/ Hreinskilni og virðing Áttunda ósk stúdenta á menntavit- anum er að stjórnvöld taki höndum saman við aðra Íslendinga við að byggja upp samfélag grundvallað á þekkingu, jafnrétti, félagslegu réttlæti og manngildi. Fjármála- kreppan er nefnilega orðin að félagslegu, menningarlegu og hug- myndafræðilegu niðurbroti með tilheyrandi endurskoðun á íslensku samfélagi, og því fylgja mikil tæki- færi ef rétt er haldið á spöðunum. Sumt sem einkenndi Gamla Ísland, ef svo má segja, á hvergi heima nema á hugmyndafræðilegum öskuhaugum og má þar brenna til kaldra kola. En einu má ekki gleyma. Nýja Ísland, réttláta og lýðræðislega Ísland, verður ekki til bara sisvona. Ekkert mun breytast ef stjórnvöld koma ekki fram við þjóðina af hreinskilni og virðingu heldur vinna að lausnunum fyrir luktum dyrum, án samráðs við landsmenn um þau gildi sem verða stoðir sam- félagsins. Menntavitinn mun ferð- ast um menntastofnanir landsins – og vonandi nær hann að lýsa alla leið að Alþingi Íslendinga, þar sem umboðsmenn þjóðarinnar sitja á rökstólum. Ekki veitir af í skamm deginu. Höfundur er stúdentaráðsliði og heimspekinemi við HÍ. Stúdentar í niðurskurði ÞÓRLINDUR KJARTANSSON HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Þjóð í gjaldeyrishöftum UMRÆÐAN Þórlindur Kjartansson skrifar um gjaldeyrislögin Mikil og gagnleg umræða hefur að undanförnu átt sér stað um þann möguleika að Íslendingar skipti um gjaldmiðil innan skamms og ekki endilega í tengslum við aðild að Evrópusambandinu. Meðal annars er mikilvægt að þetta sé skoðað vegna þess að hefðbundin upptaka evru með ESB-aðild er mjög tímafrek og alls ekki er víst að það sé tími sem missa megi í því verkefni að endurreisa íslenska hagkerfið. Þetta er mikilvæg umræða og ætti að vera fagnaðar- efni fyrir alla sem hafa efasemdir um framtíð gjaldmiðilsins, hvort sem þeir aðhyllast ESB- aðild eða ekki. Taka þarf fram að sú skoðun að Ísland eigi ekki að notast við eigin mynt byggist ekki á neinni andúð á krónunni. Hún byggist á því að peningar eigi einfaldlega að hafa það hlutverk að hjálpa til við að viðskipti eigi sér stað milli fólks og því minna sem þarf að sýsla með peningana sjálfa, þeim mun hagkvæmari eru viðskiptin. Ef við tökum sem dæmi sjómann sem fer til Þýskalands og selur fisk og fær fyrir evrur. Þegar hann kemur heim fer hann með evrurnar sínar í Seðlabankann og fær krónur. Hann tekur svo krónurnar sínar út í búð og kaupir Siemens-þurrkara frá Þýskalandi og borgar fyrir með krónum. Eigandi búðarinnar tekur svo krónurnar og fer með þær niður í Seðlabanka þar sem hann skiptir þeim í evrur sem hann notar svo til að kaupa annan Siemens- þurrkara sem hann selur í búðinni sinni. Líklega sjá flestir að í þessu tilviki hefði verið heppilegt ef sjómaðurinn hefði getað tekið evrurnar sínar í raftækjaverslunina og borgað fyrir þurrkar- ann án milligöngu íslensku krónunnar. Heimurinn er auðvitað flóknari en þetta dæmi en grundvallaratriðin eiga alltaf við. Öll umsýslan um peningana sjálfa og reiknikúnstir í kringum þá getur leitt af sér vandamál sem valda óhagræði í viðskiptum. Ef gengi krónunn- ar er of hátt skráð fær sjómaðurinn of fáar krónur fyrir evrurnar sínar og getur því keypt minna af íslenskum vörum; en eigandi raftækjaverslunarinnar fær fleiri evrur fyrir krónurnar sínar og því verður verðið á þurrkaranum lægra en eðlilegt væri. Við svona aðstæður felst skekkjan í því að skilaboð markaðarins um hvaða rekstur sé skynsamlegastur bjagast vegna inngripa í verðgildi gjaldmiðlanna. Þannig hafa skilaboð undanfarinna ára verið á þá leið að betra sé að standa í innflutningi á varningi heldur en útflutningi. Seðlabankinn hefur neyðst til að stilla vaxtastig mjög hátt. Þetta var gert til þess að styrkja gengið og gera þar með útflutning óhagkvæman. Það fyrirkomulag átti þátt í því að magna upp ójafnvægi í hagkerfinu og hefur skilið okkur eftir í þeirri stöðu að neyðast til þess að leggja hrikaleg höft á erlend viðskipti í formi gjaldeyrishafta. Þeir sem vilja að Íslendingar geti tekið þátt í alþjóðlegum viðskiptum og koma í veg fyrir einangrun landsins eru uggandi yfir þessari stöðu og flestir virðast komnir á þá skoðun að breytinga sé þörf. Hún er líklega meira aðkallandi en svo að hægt sé að bíða þau fjögur til sex ár sem það tæki að sækja um, semja um og samþykkja aðild að Evrópusambandinu og uppfylla þau stöðugleikaskilyrði sem sett eru fyrir aðild að Myntbandalaginu. Auk þess verður að taka með í myndina að töluverðar líkur eru á því að þjóðin felli aðildarsamning í þjóðaratkvæði. Það stoðar því ekki að treysta á Evrópusambands- aðild sem einu lausnina á gjaldmiðilsvanda þjóðarinnar. Þjóð í gjaldeyrishöftum er ekki líkleg til afreka eða endurreisnar. Þess vegna ríður á að leysa úr gjaldmiðlamálum okkar nú þegar. Núverandi stefna í peningamálum hefur ekki reynst vel – og í raun má deila almennt hvort það hafi verið þjóðinni til heilla að hafa stjórn á eigin peningamálastefnu í gegnum áratugina. Við verðum því að taka af skarið og leita nú þegar lausna og gera breytingu á fyrirkomulagi peningamála hjá þjóðinni. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. KAFFIVÉLAR –MATVINNSLUVÉLAR – POTTAR & PÖNNUR SAFAPRESSUR – ELDHÚSÁHÖLD fást í Eirvík JÓLAGJAFIRNAR Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.