Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 28
28 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR KÍNA, AP Þrjátíu ár eru liðin síðan kommúnistastjórnin í Kína sneri við blaðinu í efnahagsmál- um, byrjaði að opna hagkerfið fyrir frjálsum markaðsviðskipt- um og hóf að efla viðskipti við útlönd. Pólitískar breytingar voru þó ekki á dagskrá, og bólar ekkert á þeim enn í dag, þrjátíu árum síðar. Breytingaskeiðið hófst á flokksþingi Kommúnistaflokks- ins hinn 18. desember árið 1978, þar sem samþykkt var að heim- ila bændum að stunda einkabú- skap. Síðan hefur hagvöxtur í Kína aukist jafnt og þétt, uns nú er svo komið að kínverska hag- kerfið er hið fjórða stærsta í heimi, næst á eftir hagkerfi Bandaríkjanna, Japans og Þýskalands. Velmegun í Kína er nú meiri en nokkru sinni. Þjóðartekjur á mann voru árið 1978 aðeins 380 júan, en voru í fyrra komnar upp í 19.000 júan, eða um það bil 300 þúsund íslenskra króna. Engu síður búa margir Kín- verjar enn við bág kjör. Sam- kvæmt tölum frá Alþjóðabank- anum hafa 100 milljónir, af alls 1,3 milljörðum íbúa landsins, innan við einn Bandaríkjadal á dag í tekjur. Á næsta ári verður haldið upp á annað kínverskt afmæli; þá eru tuttugu ár liðin síðan stjórn- völd börðu niður af mikilli hörku friðsamleg mótmæli lýðræðis- sinna á Torgi hins himneska friðar. Mannréttindaástandið sætir enn í dag harðri gagnrýni enda er stjórn landsins í heljargreip- um Kommúnistaflokksins, nú ekki síður en fyrir 30 árum. Fyrr í mánuðinum undirrit- uðu um 300 lögfræðingar, rit- höfundar, fræðimenn og lista- menn réttindaskrá, þar sem þeir hvöttu stjórnvöld til að losa um hömlurnar og hefja lýðræðis- umbætur. Meðal þeirra fjölmörgu Kín- verja, sem sitja í fangelsi vegna mannréttindabaráttu, er Hu Jia, sem hafði haldið skrá yfir ofsóknir kínverskra stjórnvalda á hendur baráttufólki fyrir rétt- indum. Hu þótti koma til greina sem friðarverðlaunahafi Nóbels í ár, en ekkert varð úr því. Evrópu- sambandið tilkynnti hins vegar nú í vikunni að Hu hlyti Sakhar- ov-verðlaunin í ár, en það eru mannréttindaverðlaun nefnd í höfuðið á rússneska andófs- manninum Andrei Sakharov. - gb Þrjátíu ár frá því að efnahagsumbætur hófust í Kína: Betri efnahagur en takmörkuð réttindi ENN Í HÁVEGUM HAFÐIR Maó formaður og aðrir forystumenn gamla Kommúnista- flokksins eru enn í hávegum hafðir í Kína. Myndir af þeim blasa við á torgum jafnt sem innandyra, og litlar styttur af þeim eru seldar í minjagripabúðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AFMÆLISÞING KOMMÚNISTAFLOKKSINS Kommúnistaflokkurinn í Kína minntist þess með viðhöfn á flokksþingi nú í vikunni að þrjátíu ár eru liðin síðan efnahagsumbæturnar hófust. NORDICPHOTOS/AFP MIKLAR BREYTINGAR Kínverjar eiga þess nú kost að komast í búðir þar sem vöruúrvalið er síst minna en á Vesturlöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DAGLEGT LÍF Víða hefur hagur Kínverja batnað gríðarlega á síðustu áratugum, þótt enn búi stór hluti þjóðarinnar við fátækt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „fyndin og skemmtileg“ úlfhildur dagsdót tir / w w w.bokmenntir.is „Þetta er skemmtileg bók ... Ákaflega svalur ísbjörn.“ gerður kristný / mannamál, stöð 2 „Létt og kát saga fyrir krakka sem eru komnir vel af stað í lestri og hafa gaman af stuttum ærslasögum.“ hildur heimisdót tir / frét tablaðið i , i i i i i 2. PRENTUN KOMIN 1. prentun uppseld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.