Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 10
10 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR JÓLASVEINAR Í HAMBORG Hundruð jólasveina mættu til leiks þegar efnt var í góðgerðaskyni til jólasveina- hlaups í miðborg Hamborgar í Þýskalandi. Ef grannt er skoðað má sjá að flestir þeirra veifa, af einhverjum ástæðum, danska fánanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Sjómenn og útvegs- menn undirrituðu nýjan kjara- samning í gær. Samningurinn tekur annars vegar til Sjómanna- sambands Íslands, Alþýðusam- bands Vestfjarða, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og VM, félags vélstjóra og málm- tæknimanna, og hins vegar Landssambands íslenskra útvegsmanna. Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að alltaf sé ánægjulegt að ljúka samningum. Hann segir vinnu við samningagerðina hafa gengið vel og þakkar forystu sjómanna fyrir þeirra hlut í því að samningar náðust. - shá Sjó- og útvegsmenn: Kjarasamning- ur undirritaður BANDARÍKIN, AP Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, er harla ánægður með hverja Barack Obama hefur valið til þess að sjá um varnar- og öryggismál í stjórn sinni, sem tekur við af stjórn Bush í næsta mánuði. „Ég verð að segja að þetta er nokkuð gott lið,“ sagði Cheney í sjónvarpsþætti í vikunni. Varaforsetinn segist hins vegar enn sannfærður um nauðsyn þess að hafa sent herinn til Íraks og ítrekar þá skoðun sína að stundum geti verið nauðsynlegt að beita vatnsbrettaaðferðinni svonefndu á grunaða hryðju- verkamenn. Vatnsbrettaaðferðin er pyntingaraðferð þar sem líkt er eftir drukknun. - gb Varaforseti Bandaríkjanna: Cheney ánægð- ur með Obama DICK CHENEY Segir Obama hafa valið sér gott samstarfslið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL „Með þessu erum við ekki að setja þeim einhverja afarkosti,“ segir Júlíus Vífill Ingv- arsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, um gagnrýni stjórn- arformanns og fjármálastjóra fasteignafélagsins Festa ehf. á umsögn skipulags- og bygginga- sviðs um deiliskipulagstillögu fyrir Hljómalindarreit. „Það er skiljanlegt að þau vilji fá sem mest byggingamagn á reit- inn og við höfum verið að horfa á með hvaða hætti er hægt að verða við því. En það er engu að síður svo, að þær tillögur sem þau hafa verið að leggja fyrir okkur gera ráð fyrir 35 prósent meira bygg- ingamagni en núgildandi deili- skipulag gerir ráð fyrir,“ segir Júlíus Vífill. Í ljósi þess hversu fjármagn er dýrt telur Júlíus Vífill skiljanlegt að framkvæmdaaðilar vilji ganga hratt fram. „Þegar menn eru með svona viðkvæma reiti, eins og þarna er um að ræða, er eðlilegt að menn vandi sig. En á sama tíma vitum við að það þarf að vinna hratt vegna þess að fjármagn er óheyrilega dýrt og það er mikil- vægt að menn geti farið að koma þeim rekstri, sem þarna er stefnt að, af stað,“ segir Júlíus Vífill. Hann segir að samstarf borgar- innar og Festa hafi gengið vel en engin formleg viðbrögð hafi enn borist frá Festum við umsögn skipulagsráðs. „Hins vegar hafa þau tekið sér nokkurn tíma til umhugsunar en við eigum von á að fá viðbrögð þeirra við þeim athugasemdum sem fram komu,“ segir Júlíus Vífill. - ovd Formaður skipulagsráðs segir mikilvægt að vanda skipulag á Hljómalindarreit: Festum ekki settir afarkostir IÐNAÐUR Flutningaskipið Wilson Cadiz lagðist að bryggju á Rifi á þriðjudagsmorgun með hús vatns- verksmiðjunnar sem þar á að rísa innanborðs. Húsið er tíu þúsund fermetrar að stærð og tekur upp- skipun tvo til þrjá daga. Hafist verður handa við að reisa húsið strax eftir áramótin. Það er fyrirtækið Iceland Glacier Products sem stendur að uppbygg- ingunni á Rifi. Samkomulag var undirritað í fyrra og hefur félagið réttindi til vatnstöku næstu 95 árin. Undirbúningsvinna vegna verk- smiðjunnar hefur tekið nokkur ár og hefur verkið tafist nokkuð. Snæ- fellsbær hefur ekki komið að fjár- mögnun verkefnisins en leggur fram lóð undir verksmiðjuna. Sökk- ull undir húsið var kláraður í haust og unnið er að því að leggja vatns- æð úr Fossárdal að grunni hússins. Ef allt gengur eins og áætlað er verður húsið risið í byrjun sumars og byrjað að setja niður vélasam- stæður. Framleiðsla gæti því hafist í byrjun árs 2010. Miðað er við að fjörutíu starfs- menn vinni við verksmiðjuna fyrstu þrjú árin en þegar fullum afköstum verður náð er áætlað að sjötíu manns vinni við að tappa vatni á Rifi. - shá Flutningaskip lagðist að bryggju á Rifi á þriðjudag: Vatnsverksmiðjan komin í Rifshöfn UPPSKIPUN Verksmiðjuhúsið er tíu þúsund fermetrar. Verið er að skipa einingunum upp þessa dagana. MYND/SNÆFELLSBÆR JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Brettapakkar 20% afsláttur Brettadeildin er í Kringlunni EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin skerð- ir hækkun allra bótaflokka almannatrygginga um tíu prósent að lágmarks- tekjuviðmiðun undanskilinni, eða úr 19,9 pró- sentum í 9,6 prósent, eftir áramót. Þetta þýðir að lág- marksbætur verða ríflega 163 þúsund krónur í stað þess að vera tæp 178 þúsund, eins og þær hefðu átt að vera. Þær verða þar með 14- 15.500 krónum lægri á mánuði. ASÍ segir að ríkisstjórnin umbylti almannatryggingakerfinu með því að taka upp 100 prósenta jaðarskatt, nokkurs konar hátekju- skatt á greiðslur lífeyrissjóða til elli- og örorkulífeyrisþega. Ríkis- sjóður sé að „hirða þann lífeyri sem launafólk hefur safnað saman á löngum starfsferli.“ Yfirlit ASÍ yfir áhrifin sýnir að greiðslur til lífeyrisþega hækka lítið þó greiðslur úr lífeyrissjóði hækki um tugi þúsunda. Sam- kvæmt því fær lífeyrisþegi miðað við almannatrygg- ingar og 0-20 þúsund krónur í lífeyrisgreiðsl- ur 162.773 krón- ur á mánuði en hefði átt að fá 178.219. Lífeyr- isþegi sem fær 30 þúsund úr líf- eyrissjóði fær skerðingu upp á 14.137 krónur og þar með 164.082 á mánuði í stað 178.219. Lífeyris- þegi sem fær 70 þúsund úr lífeyr- issjóði fær 184.222 krónur en hefði átt að fá 198.359. Halldór S. Guðbergsson, fram- kvæmdastjóri Öryrkjabandalags- ins, ÖBÍ, segir að ríkisstjórnin standi ekki við lög láti hún skerð- inguna koma til framkvæmda. Aðeins 11 þúsund manns fái fullar verðbætur eftir áramót en um 33 þúsund fái tæplega 10 prósenta hækkun. „Til að standa við lög þyrftu allir að fá 19,9 prósent,“ segir Halldór og vill að ríkisstjórn- in endurskoði málið. Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra finnst undarlegt að litið sé á það sem atlögu að almannatryggingakerfinu þegar ríkisstjórnin leggi sig fram um að bæta kjör hinna verst settu. Bætur lægst settu lífeyrisþega hafi aldrei verið hærri en á næsta ári saman- borið við dagvinnutryggingu á almennum vinnumarkaði en víxl- verkanir séu á milli almanna- tryggingakerfisins og lífeyris- sjóðanna sem hafi slæm áhrif á kjörin. „Það er mjög slæmt og við viljum taka á því,“ segir hún. „Það er verkefnastjórn hjá mér að skoða þessi mál.“ Framkvæmdastjórn Landssam- bands eldri borgara skorar á stjórnvöld að hlutur ellilífeyris- þega verði í engu skertur og að staðið verði við öll loforð. ghs@frettabladid.is Nýr hátekjuskattur á öryrkja Greiðslur til öryrkja og ellilífeyrisþega skerðast um 14-16 þúsund krónur á mánuði eftir áramót. Ríkið setur hátekjuskatt á öryrkja, að mati ASÍ. Verkefnastjórn skoðar víxlverkanir almannatrygginga og lífeyrissjóða. SKERÐING LÍFEYRISGREIÐSLNA – DÆMI Dæmi 1 Dæmi 2 Dæmi 3 Dæmi 4 Lífeyrissjóður 0 30.000 50.000 70.000 Hefði átt að fá 178.219 178.219 188.289 198.359 Fær (eftir skerðingu) 162.773 164.082 174.152 184.222 Mismunur -15.446 kr. -14.137 kr. -14.137 kr. -14.137 kr. HALLDÓR S. GUÐBERGSSON MEIRIHLUTINN FÆR SKERÐINGU Um 33 þúsund öryrkjar fá 14-16 þúsund krónum minna í lífeyri á mánuði eftir áramót ef sparnaðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga. Aðeins um 11 þúsund öryrkjar fá fullar verðbætur á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.