Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 20
20 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
VIKA 44
DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA
■ Bandormur er ekki bara sníkju-
dýr. Svo kallast einnig lagafrumvarp
sem einkennist af því að breytingar
eru gerðar á mörgum lögum í einu,
ekki einum eins og venjulega, og
þessar breytingar
fjalla yfirleitt um
efnahagsmál.
Ragnar Arnalds,
fv. ráðherra, segir
að orðið hafi verið notað á þingi
þegar hann settist á þing árið 1963
og giskar á að byrjað hafi verið að
nota það á fyrri hluta aldarinnar.
Það hafi þótt dálítið óþinglegt
og málsmeðferðin óvirðuleg og
til þess fallin að hæðast að því.
Þannig hafi orðið upphaflega verið
notað í háði.
BANDORMUR:
NOTAÐ SEM HÁÐ
„Það er frábært
á Flórída. Hér er
mátulega heitt
og við höfum
mest gert af því
að slaka á og
borða,“ segir
Charlotte sem
stödd er á Flórída
ásamt fjölskyldu kærasta síns. „Við
búum í stóru, yndislegu húsi og
það er stutt í margt áhugavert að
skoða. Við heimsóttum Venice-
ströndina, drukkum mjólkurhristing
og leituðum að hákarlstönnum. Á
þriðjudaginn fór ég ásamt kærasta
mínum í gamla kúbanska hverfið í
Tampa. Í borginni Ybor var eitt sinn
framleitt mest af vindlum í heimin-
um en þar er nú mest lítið að sjá.
Byggingarnar eru þó fallegar og svo
hittum við gamlan Kúbumann sem
var að handvefja fallega vindla. Á
miðvikudaginn slökuðum við svo
á. Sumir í fjölskyldunni fóru í golf á
meðan aðrir versluðu jólagjafir en
ég fór niður á strönd til að lesa í
sólskininu.“
Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier:
Frábært á
Flórída
„Eftir að ég dró mig í hlé, eftir 30 ára starf að
borgarmálum, hef ég gegnt stjórnarformennsku í
Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar,“ segir
Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi forseti borgar-
stjórnar Reykjavíkur.
„Auk þess sem ég er að vinna að nokkrum
smáverkefnum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur
þá uni ég mér vel í sveitinni. Ég er búinn
að koma mér upp ágætis aðstöðu á Syðri-
Reykjum, á bökkum Brúarár. Þar er gott að
vera, hvort sem það er sumar eða vetur,“
segir Alfreð.
Þótt Alfreð hafi hætt í borgarstjórn þá
segist hann ekki hafa hætt að
starfa í Framsóknarflokknum.
„Ég fylgist náttúrlega vel
með. Öðru hverju er hringt
í mig og skorað á mig að
fara aftur í pólitíkina en
ég hef nú tekið því dræmlega. Ég tel að ég hafi
fengið minn skammt. En það er hins vegar ekki
gaman að horfa upp á ástandið eins og það er í
þjóðfélaginu núna. Ég vona bara að þeim, sem
standa í orrahríðinni í dag, takist að leysa úr
þeim verkefnum sem fram undan eru en
þau eru gífurlega erfið,“ segir Alfreð.
Alfreð lumar á góðum kreppuráðum.
„Stjórnvöld ættu að semja við orkufyrir-
tækin um að kaupa af þeim 100 mega-
vött af rafmagni sem hægt væri að hafa
til reiðu fyrir fyrirtæki sem leita eftir orku
á Íslandi. Þá er ég að tala um önnur fyr-
irtæki en álfyrirtækin. Uppbygging
virkjana er mjög mannaflsfrek
og gæti bætt atvinnuástandið
auk þess sem hér væri verið
að búa í haginn fyrir framtíð-
ina,“ segir Alfreð.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ALFREÐ ÞORSTEINSSON
Ætlar ekki aftur í stjórnmálin
ÓLAFUR ÁKI RAGNARSSON
Bæjarstjóri í Ölfusi.
„Ég vil halda í hefðir og þar af
leiðandi borða ég skötu á Þorláks-
messu,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson,
bæjarstjóri í Ölfusi. Hann segist
halda mikið upp á þessa íslensku
hefð. „Ég hef reyndar ekki alltaf
borðað skötu á Þorláksmessu. Ég
borðaði skötu sem strákur en svo
datt úr kafli þar sem pabba mínum
líkaði skatan ekki,“ segir Ólafur Áki.
Hann segir hefðirnar mikilvægan
þátt í jólaundirbúningnum. „Fyrsta
sunnudag í aðventu fer ég í messu
og svo kveikjum við á ljósunum á
jólatrénu við ráðhúsið í Þorlákshöfn.
Það er svona einn af þessum föstu
þáttum í jólaundirbúningnum og
svo finnst mér mikilvægt að fara í
skötuveislu á Þorláksmessu,“ segir
Ólafur Áki. Hann segist ekki borða
skötu aðra daga ársins. „Ég hef ekki
gert það en þetta er einn af þessum
toppum á aðventunni, sem er svo
skemmtilegur tími,“ segir Ólafur Áki.
SJÓNARHÓLL
KÆST SKATA Á ÞORLÁKSMESSU
Fólk getur nú styrkt
björgunarsveitir landsins,
þróunarlöndin og náttúruna
sjálfa, allt á einu bretti. Það
eina sem þarf að gera er að
kafa ofan í skúffur og inn
í hillubotna og finna þar
gamla farsíma. Skilja þá
svo eftir á flugeldasölum
björgunarsveitanna um leið
og stjörnuljós og kínverjar
áramótanna eru keypt.
„Svaraðu kallinu – gamli
gemsinn bjargar“
eru slagorð fjár-
öflunar- og end-
urvinnsluátaks
Slysavarnafé-
lagsins Lands-
bjargar sem allar
björgunarsveitir
landsins taka þátt
í. Flugeldasölur
björgunarsveit-
anna verða opnað-
ar um allt land hinn
28. desember. Þang-
að geta allir sem
vilja björgunar-
sveitunum, þróunar-
löndunum og náttúr-
unni vel, skilað inn
gömlu hálfónýtu sím-
unum sínum.
Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir leikkona setti átakið form-
lega af stað á miðvikudaginn
þegar hún afhenti fyrsta símann.
„Fyrst spurði ég mig, eins og
fávís kona, hvort sími sé endilega
það sem fátæka fólkið í Afríku
vantar. En þegar ég fór að skoða
málið sá ég að þeir koma að mjög
góðum notum þar. Þannig að allir
koma vel út úr þessu. Fólk virðist
eiga mikið af léttbiluðum símum
heima hjá sér. Það er um að gera
að gefa þá, í staðinn fyrir að láta
þá liggja þar.“
En hvernig má það vera að allir
græði á átakinu? „Við seljum
gömlu símana til fyrirtækis sem
heitir Greener Solutions,“
segir Ólöf Snæhólm
Baldursdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Lands-
bjargar. Björgunar-
sveitirnar fái greidda
dágóða summu fyrir
hvern síma, misjafn-
lega háa eftir gerð og
ástandi símans. „Fyr-
irtækið tekur sím-
ana, gerir við þá og
lappar upp á þá, ef
það er mögulegt. Ef
þeir eru ónýtir eru
þeir rækilega end-
urunnir. Í farsím-
unum eru mörg
efni sem eru slæm
fyrir umhverfið
en önnur eru
nýtileg í annað.
Því ætti alls ekki
að henda þeim í
ruslið. Svo hefur
þetta þennan
rosalega flotta
endavinkil, að
símarnir fara beint til þróunar-
landa þar sem þeir koma að
góðum notum.“
Flugeldasala er stærsta ein-
staka fjáröflun flestra björgun-
arsveita. Vonast þær nú til að
söfnun farsímanna verði þar góð
viðbót. „Á flestum heimilum eru
til nokkrir farsímar sem heimil-
isfólkið er hætt að nota,“ segir
Ólöf. „Nú er rétti tíminn til að
kafa ofan í skúffunrar og finna
þá.“
holmfridur@frettabladid.is
Skúffusímar öðlast framhaldslíf
ÓLAFÍA HRÖNN GEFUR SÍMANN SINN Leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir fann tvo
hálfónýta farsíma á sínu heimili. Hún afhenti Sigurði Ó. Sigurðssyni, björgunar-
sveitarmanni úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi, fyrsta síma söfnunarinnar á miðviku-
daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
NOKIA 5140 Fyrir ónýtan
síma af gerðinni Nokia 5140
fá björgunarsveitirnar rúm-
lega þúsund krónur íslenskar.
Flott er það
„Ég hef verið að syngja mikið
í afmælum og þá kem ég eins
og sprengja inn í partíið.“
HERBERT GUÐMUNDSSON TÓNLIST-
ARMAÐUR
Fréttablaðið 18. desember
Ekkert misjafnt hér
„Enginn starfsmaður okkar er
á tvöföldum launum.“
ATLI ATLASON, STARFSMANNA-
STJÓRI LANDSBANKANS
Fréttablaðið 18. desember
Junphen Sriyoha:
Var ekki hleypt til Póllands
Junphen kom í fyrrinótt
úr mikilli sneypuför
frá London ásamt
kærasta sínum. „Ég var
á leiðinni til Póllands
þar sem ég ætlaði að
eyða jólunum með
honum og fjölskyldu
hans,“ segir hún. „Við
flugum til Stansted
og þar gekk allt að
óskum. Síðan urðum
við að fara til Luton
þaðan sem flogið er til
Póllands. Þegar ég er
í brottfararskráningu
segir maðurinn þar við mig að þeir þurfi að láta skoða vegabréf mitt. Eftir
nokkra stund kemur maður með vegabréfið til mín og segir að því miður geti
þeir ekki hleypt mér til landsins. Þeir tóku ekki búsetuleyfið sem er stimplað í
það gilt. Bretarnir gáfu mér hins vegar sólarhrings landvistarleyfi svo það eina
sem ég gat gert var að bóka flug aftur til Íslands. Og kærastinn minn kom
með mér eins og góður herramaður en auðvitað er hann sár að geta ekki eytt
jólunum með sínu fólki. Ég er auðvitað hundfúl líka, við vorum búin að eyða
háum fjárhæðum í flugmiðana og fáum svo bara þessa sneypuför.“
Fréttablaðið hafði samband við Útlendingastofnun sem sagði að öllu jöfnu
ætti Taílendingur með búsetuleyfi á Íslandi að geta farið til Póllands sem er í
Schengen. Þeir segja erfitt að segja til um hvað býr að baki ákvörðuninni en
hugsanlega sé það tengt því að England er ekki í Schengen og því hafi þeir
ekki vilja hleypa henni áfram en þó leyft henni að fara aftur þaðan sem hún
kom.
Mikilvægt að
halda í hefðir
Auglýsingasími
– Mest lesið