Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 80
56 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR
Will Smith segist ekki vera nógu
mikið karlmenni til að leika fyrr-
verandi forseta Suður-Afríku, Nel-
son Mandela. Orðrómur hefur
verið uppi um að Smith muni leika
Mandela í nýrri mynd um ævi
hans en Smith virðist ekki tilbúinn
í verkefnið. „Ég er alveg örugg-
lega ekki nógu góður leikari enn
þá. Þetta er mikil áskorun og ég
verð að leggja mig allan fram. Ég
þarf að tryggja að allt sem ungur
náungi frá Fíladelfíu hafi fram að
færa til leiklistarinnar skili sér.“
Smith hefur áður leikið hnefa-
leikakappann Muhammad Ali og
fékk fyrir það tilnefningu til Ósk-
arsverðlaunanna. Hann hlaut einn-
ig Óskarstilnefningu á síðasta ári
fyrir The Pursuit of Happyness.
Ekki klár í Mandela
WILL SMITH Segist ekki vera tilbúinn til
að leika sjálfan Nelson Mandela.
Kvikmyndin Doubt, sem gerist í
kaþólskum skóla, hlaut flestar til-
nefningar til Screen Actors Guild-
verðlaunanna, eða fimm talsins.
Þar af fengu bæði Meryl Streep og
Philip Seymour Hoffman tilnefn-
ingar sem bestu aðal- og aukaleik-
ararnir.
Hinn sálugi Heath Ledger var
tilnefndur sem besti leikarinn í
aukahlutverki fyrir túlkun sína á
Jókernum í The Dark Knight.
Doubt hlaut einnig tilnefningu
fyrir besta leikaraliðið og etur þar
kappi við myndirnar The Curious
Case of Benjamin Button, Frost/
Nixon, Milk og Slumdog Milli-
onaire.
Kate Winslet hlaut tvær tilnefn-
ingar, annars vegar fyrir aðal-
hlutverk sitt í Revolutionary
Road og hins vegar fyrir auka-
hlutverk í The Reader. Aðrar leik-
konur tilnefndar í aðalhlutverk-
um voru: Anne Hathaway fyrir
Rachel Getting Married, Angel-
ina Jolie fyrir Changeling og
Melissa Leo fyrir Frozen River.
Í flokknum besti aðalleikarinn
voru tilnefndir: Richard Jenkins
fyrir The Visitor, Frank Langella
fyrir Frost/Nixon, Sean Penn
fyrir Milk, Brad Pitt fyrir The
Curious Case of Benjamin Button
og Mickey Rourke fyrir The
Wrestler.
Samtök leikara í Hollywood
standa á bak við Screen Actors
Guild-verðlaunin, sem verða
afhent 25. janúar.
Doubt með fimm tilnefningar
DOUBT Meryl Streep var tilnefnd sem
besta aðalleikkonan fyrir hlutverk sitt í
Doubt.
Krufning hefur leitt í ljós að
hárgreiðslumaðurinn Scott
Ruffalo, bróðir leikarans Marks,
var skotinn til bana. Fyrst var
talið að hann hefði skotið sig í
höfuðið eftir rússneska rúllettu
en það reyndist ekki rétt.
Enginn er í varðhaldi lögreglu
vegna málsins. Saha Mishaal
Adham var handtekin áður en
Ruffalo lést á sjúkrahúsi en var
síðar sleppt lausri þar sem talið
var að hún ætti enga sök að máli.
Leikarinn Mark Ruffalo er
meðal annars kunnur úr Zodiac.
Ruffalo
var myrtur
Hljómsveitin Snatan: Ultra ætlar
að vera í mergjuðum kreppujólafíl-
ingi um helgina. Spilar í kvöld á
Bar 11 ásamt DLX ATX og á Café
Amsterdam á laugardagskvöldið,
sem hluti af Andkristnihátíðinni.
Sveitin varð til á haustdögum 2005
og spilar tilraunakennda blöndu af
raftónlist og svartmálmi. Í Snatan:
Ultra eru Baldur Björnsson, sem
einnig er þekktur sem raftónlistar-
maðurinn Krakkbot, Guðmundur
Óli Pálmason, sem trommar með
Sólstöfum, og Úlfur Hansson, sem
er betur þekktur sem raftónlistar-
maðurinn Klive. Þótt tónlist
Snatan: Ultra sé í niðurdregnari
kantinum fæst sveitin við fegurð
og gleði í textagerð sinni.
Í kreppu-
jóla fílingi
SNATAN: ULTRA Baldur Björnsson, Úlfur
Hansson og Guðmundur Óli Pálmason. FRUMSÝNA NÝTT MYNDBAND Retro
Stefson verða í jólagleði Rafskinnu í
Vintage á morgun.
Fatabúðin Vintage hóf starfsemi
sína sem uppboðsverslun með
notuð föt á Myspace, en þegar
salan fór að aukast flutti búðin í
húsnæði á Laugavegi 25. Þar voru
dótabúðirnar Leikbær og Liver-
pool áður til húsa. Til jóla heldur
Kimi-útgáfan tónleika í búðinni
og býður upp á geisladiska á
jákvæðu verði. Þegar hafa
Reykjavík!, Morðingjarnir og
Hellvar spilað í búðinni en í dag
kl. 17.30 er komið að stuðboltun-
um í FM Belfast. Á morgun kl. 18
standa Retro Stefson og sjónritið
Rafskinna fyrir jólagleði.
Á sunnudaginn kl. 18 er komið
að hinni hugljúfu sveit Pikknikk,
á mánudaginn verða Hjaltalín í
búðinni kl. 20, en á Þorláksmessu
kl. 18 ætlar Terrordisco að koma
mannskapnum í sveittan jólafíl-
ing. - drg
Lifandi tón-
list í Vintage
HÖGNI Í
HJALTALÍN
Hljómsveitin
vinsæla tekur
þátt í gleðinni
í Vintage á
Lauga-
vegi.
„Við sögðum fólki ekki að skrifa meðvitað um
ástandið,“ segir Anna Rakel Róbertsdóttir, nemandi
á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla
Íslands, um verkefni sem hún vann með samnem-
endum sínum í gær. „Við gerðum þetta í fyrra og
fengum þá starfsfólk verslana á Laugaveginum til
að teikna eitthvað úr umhverfi sínu á stuttum tíma
og skrifa einhver hlý skilaboð. Núna var hugmyndin
hins vegar að gera þjóðfélagskönnun á því hvað sé
að gerast í huga fólks ómeðvitað og fengum til þess
bæði starfsfólk og gangandi vegfarendur í miðbæn-
um, því ég held að það sem er að gerast í þjóðfélag-
inu sé ómeðvitað til staðar í huganum á okkur,“
útskýrir Anna Rakel.
„Við gerðum þetta allt á einum degi. Byrjuðum að
gera auglýsinga-„flyera“ klukkan níu um morgun-
inn, fórum svo niður í bæ og fengum fólk til að
teikna og skrifa á blöð. Þegar við vorum komin með
nógu mikið skönnuðum við þetta inn og bjuggum til
veggspjöld sem við fórum með í prentun hjá Pixel,
sem styrktu okkur núna og í fyrra. Sýning á þeim
hófst svo klukkan 20 á Prikinu í gær svo fólk gat séð
afraksturinn strax í lok dags,“ bætir hún við.
„Við gáfum sýningargestum einnig tækifæri til að
tjá sig með því að skrifa póstkort til ríkis stjórnar-
innar, Davíðs eða hvers sem það vildi, sem við
ætlum svo að keyra út til viðkomandi. Þetta eru
þögul mótmæli og þeir sem fá kort geta þá setið í
rólegheitum og lesið hvað við í þjóðfélaginu höfum
að segja,“ segir Anna Rakel. - ag
Fengu fólk til að tjá sig
SKRIFAÐ OG TEIKNAÐ Anna Rakel og samnemendur hennar
fengu starfsfólk og gangandi vegfarendur í miðbænum til að
tjá líðan sína í máli og myndum sem sýndar voru á Prikinu í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Guðjón Heiðar Valgarðsson
henti snjóbolta í Jón Ásgeir
Jóhannesson fyrir utan 101
Hótel á miðvikudaginn.
Heimasíðan hans logaði í
athugasemdum í kjölfarið,
annaðhvort á þá leið
að hann væri hetja eða
skúrkur.
„Strákurinn er búinn að vera akt-
ífur í mótmælunum sem mér
finnst bara hið besta mál,“ segir
pabbi hans, Valgarður Guðjóns-
son, Valli í Fræbbblunum. „Mér
finnst hann reyndar hafa sett
stóru tána aðeins yfir strikið með
snjóboltakastinu því hann hefur
ekki hent neinu fyrr. Bara staðið
til hliðar og látið heyra í sér. Ég vil
endilega að hann haldi því áfram,
án þess þó að grípa til ofbeldis,
hversu lítið sem það er.“
„Mér datt nú aldrei í hug að það
yrði gert svona mikið mál út af
þessu,“ segir Guðjón. „Þetta var
nú ekki þannig að ég hafi legið í
leyni með helfrosinn snjóbolta. Ég
spurði Jón bara hvort hann stæði á
bak við ritskoðun í DV og þegar
hann labbaði í burtu án þess að
virða mig viðlits greip ég snjó af
götunni og henti í hann. Ég lít ekki
á þetta sem ofbeldi, miklu frekar
sem háðsádeilu, og fólk má alveg
kalla hana barnalega ef það vill.
Ég vil ekki að fólk setji alla mót-
mælendur undir einn hatt. Slíkt
byggir á sömu rökvillu og rasismi.
Ég hlýt að mega mótmæla á minn
hátt án þess að allir mótmælendur
á Íslandi séu dæmir af því.“
Guðjón hefur skrifað bókina
The Bible for a New World Order
og bendir þar á ýmsar lausnir.
Hann segist ekki sjá hvenær tíma-
bært verður að hætta mótmælun-
um. „Það er langur listinn af því
sem þarf að gerast, en þeir sem
klúðruðu málunum þurfa að
minnsta kosti að stíga niður.“
Þótt pabbi Guðjóns hafi sjokk-
erað suma samborgara sína með
Fræbbblunum í byrjun níunda
áratugarins henti hann aldrei snjó-
bolta í Albert Guðmundsson. „Það
er rétt, ég var aldrei í svona,“
segir Valli. „Við Guðjón erum oft
ósammála, en eins og ég segi; mér
finnst gott að hann láti heyra í sér.
Ég hef sjálfur margoft mætt niður
á Austurvöll, enda gengur mikið á
þessa dagana. Fólk sem hingað
til hefur ekki tjáð sig um þjóð-
félagsmál er byrjað á því. Það
er mikil óánægja og reiði í
loftinu.“
drgunni@frettabladid.is
Pönkið gengur í erfðir
PABBI ER ÁNÆGÐUR
Guðjón Heiðar, hér að neðan, spilar rokk með
hljómsveitinni Palindrome og hefur troðið upp með
Fræbbblunum. Pabbi hans er Valli í Fræbbblunum
sem er hér að ofan. Jón Ásgeir Jóhannesson, til
vinstri, varð fyrir snjóbolta Guðjóns Heiðars á
miðvikudaginn.