Fréttablaðið - 19.12.2008, Page 28
28 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR
KÍNA, AP Þrjátíu ár eru liðin síðan
kommúnistastjórnin í Kína
sneri við blaðinu í efnahagsmál-
um, byrjaði að opna hagkerfið
fyrir frjálsum markaðsviðskipt-
um og hóf að efla viðskipti við
útlönd. Pólitískar breytingar
voru þó ekki á dagskrá, og bólar
ekkert á þeim enn í dag, þrjátíu
árum síðar.
Breytingaskeiðið hófst á
flokksþingi Kommúnistaflokks-
ins hinn 18. desember árið 1978,
þar sem samþykkt var að heim-
ila bændum að stunda einkabú-
skap.
Síðan hefur hagvöxtur í Kína
aukist jafnt og þétt, uns nú er
svo komið að kínverska hag-
kerfið er hið fjórða stærsta í
heimi, næst á eftir hagkerfi
Bandaríkjanna, Japans og
Þýskalands.
Velmegun í Kína er nú meiri
en nokkru sinni. Þjóðartekjur á
mann voru árið 1978 aðeins 380
júan, en voru í fyrra komnar
upp í 19.000 júan, eða um það bil
300 þúsund íslenskra króna.
Engu síður búa margir Kín-
verjar enn við bág kjör. Sam-
kvæmt tölum frá Alþjóðabank-
anum hafa 100 milljónir, af alls
1,3 milljörðum íbúa landsins,
innan við einn Bandaríkjadal á
dag í tekjur.
Á næsta ári verður haldið upp
á annað kínverskt afmæli; þá
eru tuttugu ár liðin síðan stjórn-
völd börðu niður af mikilli hörku
friðsamleg mótmæli lýðræðis-
sinna á Torgi hins himneska
friðar.
Mannréttindaástandið sætir
enn í dag harðri gagnrýni enda
er stjórn landsins í heljargreip-
um Kommúnistaflokksins, nú
ekki síður en fyrir 30 árum.
Fyrr í mánuðinum undirrit-
uðu um 300 lögfræðingar, rit-
höfundar, fræðimenn og lista-
menn réttindaskrá, þar sem þeir
hvöttu stjórnvöld til að losa um
hömlurnar og hefja lýðræðis-
umbætur.
Meðal þeirra fjölmörgu Kín-
verja, sem sitja í fangelsi vegna
mannréttindabaráttu, er Hu Jia,
sem hafði haldið skrá yfir
ofsóknir kínverskra stjórnvalda
á hendur baráttufólki fyrir rétt-
indum.
Hu þótti koma til greina sem
friðarverðlaunahafi Nóbels í ár,
en ekkert varð úr því. Evrópu-
sambandið tilkynnti hins vegar
nú í vikunni að Hu hlyti Sakhar-
ov-verðlaunin í ár, en það eru
mannréttindaverðlaun nefnd í
höfuðið á rússneska andófs-
manninum Andrei Sakharov.
- gb
Þrjátíu ár frá því að efnahagsumbætur hófust í Kína:
Betri efnahagur en
takmörkuð réttindi
ENN Í HÁVEGUM HAFÐIR Maó formaður og aðrir forystumenn gamla Kommúnista-
flokksins eru enn í hávegum hafðir í Kína. Myndir af þeim blasa við á torgum jafnt
sem innandyra, og litlar styttur af þeim eru seldar í minjagripabúðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
AFMÆLISÞING KOMMÚNISTAFLOKKSINS Kommúnistaflokkurinn í Kína minntist þess með viðhöfn á flokksþingi nú í vikunni að
þrjátíu ár eru liðin síðan efnahagsumbæturnar hófust. NORDICPHOTOS/AFP
MIKLAR BREYTINGAR Kínverjar eiga þess nú kost að komast í búðir þar sem vöruúrvalið er síst minna en á Vesturlöndum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DAGLEGT LÍF Víða hefur hagur Kínverja batnað gríðarlega á síðustu áratugum, þótt
enn búi stór hluti þjóðarinnar við fátækt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
„fyndin og
skemmtileg“
úlfhildur dagsdót tir / w w w.bokmenntir.is
„Þetta er skemmtileg bók ...
Ákaflega svalur ísbjörn.“
gerður kristný / mannamál, stöð 2
„Létt og kát saga fyrir krakka
sem eru komnir vel af stað
í lestri og hafa gaman
af stuttum ærslasögum.“
hildur heimisdót tir / frét tablaðið
i ,
i i i i i
2. PRENTUN
KOMIN
1. prentun uppseld