Fréttablaðið - 23.12.2008, Side 8
8 23. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR
1. Hvaða leikhúsmaður ætlar
að reka leikhús í Loftkastalan-
um?
2. Hvað er Fjarðarpósturinn
gamall um þessar mundir?
3. Hvað heitir forstöðumaður
Litla-Hrauns?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38
ALÞINGI Lögum um eftirlaun þing-
manna, ráðherra og hæstaréttar-
dómara var breytt í gær.
Helstu breytingar eru þær að
aldurslágmark til töku eftirlauna
hækkar úr 55 árum í 60, réttinda-
ávinnsla lækkar í 2,375 prósent úr
þremur prósentum hjá þingmönn-
um og sex prósentum hjá ráðherr-
um og hæstaréttardómurum, ekki
má taka eftirlaun og njóta samtím-
is launa frá ríkinu og sérákvæði
um forsætisráðherra hafa verið
felld brott.
Lögum um eftirlaun þessara
hópa var síðast breytt 2003 við
hávær mótmæli þá og allar götur
síðan.
Í athugasemdum frumvarpsins,
sem kom fyrir þingið fyrir átta
dögum, segir að þó of snemmt sé
að segja til um hvort markmið þau
sem stefnt var að með lögunum
2003 hafi náðst að fullu sé ljóst að
tilteknar hliðar á eftirlaunakerfi
æðstu embættismanna þjóðarinn-
ar mæti ekki almennum skilningi í
þjóðfélaginu. Við því þurfi að
bregðast, meðal annars til að varð-
veita nauðsynlegt traust milli
almennings og ráðamanna.
Nýju lögin, sem samþykkt voru
síðdegis í gær, taka gildi 1. júlí á
næsta ári. Er það gert til að veita
þeim hópum sem í hlut eiga „ákveð-
inn aðlögunartíma“ eins og það er
orðað.
Þrjátíu og sjö stjórnarþingmenn,
auk Sivjar Friðleifsdóttur Fram-
sóknarflokki, greiddu frumvarp-
inu jákvæði. Aðrir stjórnarand-
stæðingar sátu hjá nema Kristinn
H. Gunnarsson, Frjálslynda
flokknum, sem var á móti. Stjórn-
arandstöðuflokkarnir sameinuðust
um breytingartillögu í þá átt að
fella þingmenn, ráðherra og hæsta-
réttardómara undir A-deild Líf-
eyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
Enn njóti þessir hópar forréttinda,
einkum þeirra að réttindaávinnsla
þeirra er meiri en almennt gerist.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar, sem
hafði á stefnuskrá sinni fyrir síð-
ustu kosningar að fá lögunum
breytt sagði mikil tímamót felast í
samþykkt málsins, enda væru rétt-
indi ráðherra og þingmanna til eft-
irlauna takmörkuð verulega. Ágúst
Ólafur Ágústsson, varaformaður
flokksins, sagði vel koma til greina
að fara að vilja stjórnarandstöðu-
flokkanna síðar. Það þurfi að skoða
vel.
Hugsanlegt er að laun þing-
manna, ráðherra og hæstaréttar-
dómara hækki í kjölfar gildistöku
nýrra eftirlaunalaga. Í lögum um
kjararáð er kveðið á um að við
ákvörðun launa þeirra hópa sem
það fjallar um skuli taka tillit til
lífeyrisréttinda. Guðrún Zoëga,
formaður kjararáðs, kvaðst ekki
vilja tjá sig um hvort hækka þyrfti
launin en ljóst væri hvað stæði í
lögunum. Málið yrði ekki tekið til
skoðunar strax þar sem eftirlauna-
lögin tækju ekki gildi fyrr en um
mitt næsta ár. bjorn@frettabladid.is
Dregið úr
forréttindum
Eftirlaunakjör þingmanna hafa verið færð nær
þeim sem almenningur nýtur. Hugsanlegt er að
laun þingmanna hækki við rýrari eftirlaunaréttindi.
Á ALÞINGI Þingmenn breyttu lögum um eigin eftirlaun í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNMÁL Gísli Marteinn
Baldursson, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, mun fara í
launalaust leyfi frá störfum
borgarstjórnar eftir áramót. Hann
greindi frá þessu á bloggsíðu sinni
í fyrrakvöld. Gísli hefur stundað
nám í borgarfræðum við Edinborg-
arháskóla síðan í haust og mætt á
rúmlega helming borgarstjórnar-
funda á þeim tíma.
Gísli segir að næsta önn verði
snúnari í skólanum og meira verði
um álag. Auk þess vilji hann
sleppa við tíð ferðalög milli landa.
Sif Sigfúsdóttir mun taka sæti
Gísla í borgarstjórn fram á sumar.
- kg
Gísli Marteinn Baldursson:
Tekur sér
launalaust leyfi
SAMGÖNGUR „Ég er engu nær eftir
þennan fund,“ segir Loftur
Jóhannsson, formaður Félags
íslenskra flugumferðarstjóra.
Samgönguráðuneytið stóð í gær
fyrir fundi með þeim starfsmönn-
um flugleiðsöguþjónustunnar sem
flytjast áttu til Flugstoða um ára-
mót. Þar var þeim tilkynnt að til
stæði að þeir flyttust til Keflavík-
urflugvallar ohf.
Félag flugumferðarstjóra hefur
gert alvarlegar athugasemdir við
að félagsmenn verði fluttir til hins
nýja félags án samráðs.
Loftur segir að fyrir liggi samn-
ingur frá janúar 2007 milli flug-
umferðarstjóra og Flugstoða og
með honum séu lífeyrisréttindi
þeirra tryggð.
Gera þarf sams konar samning
við Keflavíkurflugvöll ohf. ef þeir
flugumferðarstjórar sem starfa
við flugleiðsöguþjónustu eiga að
taka til starfa hjá nýju félagi eftir
áramót eins og samgönguráðu-
neytið boðar, segir Loftur.
„Eins og staðan er í dag er ég
bjartsýnn á að það takist,“ segir
Loftur. Engin ástæða sé til að ætla
að Keflavíkurflugvöllur ohf. vilji
ekki semja á sömu nótum og Flug-
stoðir. Þar sem samningurinn við
Flugstoðir sé til staðar sé fyrir-
myndin tilbúin, aðeins þurfi að
skipta um nafn á fyrirtækinu og
skrifa undir nýjan samning.
Ekki náðist í Kristján L. Möller
samgönguráðherra við vinnslu
fréttarinnar í gær. - bj
Semja þarf um lífeyrismál við flugumferðarstjóra fyrir áramót, segir formaður FÍF:
Bjartsýnn á að takist að semja
LÍFEYRISMÁL Félag flugumferðarstjóra
gerir alvarlegar athugasemdir við að
flytja eigi starfsmenn til Keflavíkurflug-
vallar ohf. án þess að samið sé um
lífeyrismál. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl-
maður, Andri Þór Eyjólfsson, hefur
verið dæmdur í tveggja ára fang-
elsi fyrir að reyna að smygla tæpum
þremur kílóum af amfetamíni til
landsins.
Maðurinn tók á móti fíkniefnun-
um í Amsterdam. Síðan fór hann
með flugi til Parísar. Tollverðir
fundu svo efnin falin undir botni í
ferðatösku mannsins við komu hans
á Keflavíkurflugvelli. Fíkniefna-
leitarhundur hafði þá gert viðvart
um að hann hefði fíkniefni meðferð-
is eða hefði komist í tæri við þau.
Maðurinn bar fyrir dómi að hann
hefði skuldað um 800 þúsund krón-
ur vegna fíkniefnakaupa. Hann
hefði ekki átt peninga til að borga
hana. Hefðu hann og fjölskylda
hans sætt hótunum af þessum
sökum. Sá sem hann skuldaði hefði
boðið honum upp á þann kost að
skuldin yrði felld niður tæki hann
að sér að flytja fíkniefni til lands-
ins.
Fíkniefnin voru vandlega falin í
töskunni. Í botninum hafði verið
komið fyrir hörðu spjaldi úr plasti.
Undir því voru tvær fíkniefna-
pakkningar vandlega límdar við
botn töskunnar.
Maðurinn á langan sakaferil að
baki. - jss
Smyglaði amfetamíni til að borga fíkniefnaskuld:
Burðardýr inni í tvö ár
LÖGREGLUMENN Tveir piltar voru
handteknir í Hlíðunum í gær en í
bíl þeirra fundust fíkniefni. Um
var að ræða rúmlega 100 grömm
af marijúana og viðurkenndi
annar piltanna að það væri ætlað
til sölu. Sá hinn sami hefur áður
komið við sögu hjá lögreglu.
Lögreglan minnir á fíkniefna-
símann 800-5005. Í hann má
hringja nafnlaust til að koma á
framfæri upplýsingum um
fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn
er samvinnuverkefni lögreglu og
tollyfirvalda og er liður í
baráttunni við fíkniefnavandann.
- jss
Höfuðborgarsvæðið:
Fíkniefnasali
handtekinn
VEISTU SVARIÐ?