Fréttablaðið - 23.12.2008, Side 11

Fréttablaðið - 23.12.2008, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. desember 2008 11 VINNUMARKAÐUR Frestur til framboðs á uppstillingarlista kjörstjórnar VR rann út á hádegi í gær. Eitt framboð barst og var það frá Gunnari Páli Pálssyni, formanni VR. Hann er því sjálfkjörinn á lista uppstillingar- nefndar. Í sjö sæti á lista til stjórnar bárust fimmtán framboð og verða greidd atkvæði um þau í janúar. Athygli vekur að hvorki Lúðvík Lúðvíksson né Kristófer Jónsson, starfsmenn Mest, sem fóru fyrir mótmælum gagnvart VR í haust, buðu sig fram. Kristófer segir að stefnt sé að því að koma með heilan framboðslista í janúar, nægur sé áhuginn í félaginu. Hann segir ekki ákveðið hver bjóði sig fram til formanns. - ghs Framboðsmál í VR: Koma með heil- an lista í janúar ÆTLA FRAM Í JANÚAR Lúðvík Lúðvíks- son og Kristófer Jónsson, starfsmenn Mest, ætla að koma fram með heilan framboðslista í janúar. STJÓRNSÝSLA Verið er að kanna hvort starfsmaður hafi framið trúnaðarbrot í opinberu starfi með þeim afleiðingum að upplýsingar úr bókhaldi embættis forseta Íslands komust til fjölmiðla. Þetta kemur fram í bréfi ríkislögreglu- stjóra til dómsmálaráðherra. „Ég hef ekki farið fram á neina opinbera rannsókn í þessu máli,“ segir Örnólfur Thorsson forseta- ritari. Hann vildi ekki tjá sig um hvort einhvers konar athugun eða könnun á málinu væri í gangi, eins og ríkislögreglustjóri fullyrðir. Ríkislögreglustjóri sendi dóms- málaráðherra bréf 17. desember síðastliðinn, í kjölfar færslu á vef Össurar Skarphéðinssonar iðnað- arráðherra. Þar sagði Össur for- setann glíma við áhlaup óvildar- manna, sem hafi komist yfir stolin gögn úr stjórnsýslunni, og spyr hvers vegna ríkislögreglustjóri rannsaki ekki málið. Fréttastofa Stöðvar 2 flutti í byrjun desember fréttir af ýmsum útgjöldum forsetaembættisins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri hafði samband við forsetaritara vegna málsins, segir í bréfi ríkislög- reglustjóra. Þar er haft eftir for- setaritara að ekki standi til að leita til lögreglu vegna meints upplýs- ingaleka úr bókhaldi embættisins. Þar segir enn fremur að verið sé að kanna hvort trúnaðarbrot í opinberu starfi hafi átt sér stað um meðferð upplýsinga í bókhaldi. Hafi forsetaritari verið í sam- bandi við fjársýslustjóra vegna málsins. Þetta vildi Örnólfur forsetarit- ari ekki staðfesta í samtali við Fréttablaðið í gær, og sagði aðeins að hann væri í reglulegu sambandi við Fjársýslu ríkisins. „Það liggur fyrir að það voru birtar einhverjar upplýsingar, en hvaðan þær komu höfum við ekki hugmynd um,“ segir Gunnar H. Hall fjársýslustjóri. Hann segir enga rannsókn í gangi innan fjár- sýslunnar. Þar treysti menn á að þetta gerist ekki aftur. - bj Kannað hvort birting upplýsinga úr bókhaldi forsetaembættisins sé trúnaðarbrot, segir ríkislögreglustjóri: Forsetaritari kannast ekki við rannsókn SÍMREIKNINGAR Í fréttum Stöðvar 2 kom meðal annars fram að símreikning- ur forsetaembættisins væri 5,7 milljónir fyrir fyrstu tíu mánuði ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Geir H. Haarde forsætis- ráðherra segir að sér hafi ekki verið kunnugt um að breska fjármálaeftirlitið hafi verið reiðubúið að heimila yfir- færslu Icesave- reikninga Landsbankans í breska lögsögu gegn 200 milljóna punda fyrir- greiðslu. Á þann veg svarar hann fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur Framsóknar- flokki. Siv spurði Geir líka hvort embættismenn eða ráðgjafar ráðherra hafi haft vitneskju um málið. „Ekki svo ráðherra hafi verið kunnugt,“ svarar hann. - bþs Forsætisráðherra um Icesave: Vissi ekki um tilboð Bretanna GEIR H. HAARDE Mesta fjölgunin á árinu Íbúum Reykjanesbæjar fjölgaði um 952 á árinu, eða 7,2 prósent, og eru þeir nú 14.208. Þetta er mesta fjölgun íbúa á landinu. Miðað er við íbúafjölda 1. desember hvort ár. REYKJANESBÆR NOREGUR Bankastjórn Noregs- banka hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 1,75 prósentustig eða niður í 3,0 prósent. Stjórn- málamenn lýstu yfir ánægju sinni með vaxtalækkunina og kröfðust þess að bankarnir fylgdu þétt í fótspor Noregsbanka og lækkuðu vexti. Forsvarsmenn í atvinnulífinu óskuðu þess að stýrivextir myndu lækka niður í 2,0 prósent, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Stýrivextir hafa lækkað hratt í Noregi að undanförnu, en með því er verið að bregðast við hættunni á efnahagssamdrætti. Þeir voru tæp 6 prósent í september. - ghs Stýrivextir í Noregi: Hafa lækkað í 3,0 prósent Vill banna lakkríspípur Finnar vilja gera Finnland tóbakslaust árið 2040. Vinnuhópur leggur til að banna innflutning á munntóbaki og allt sælgæti sem lítur út eins og tóbak, til dæmis lakkríspípur. FINNLAND

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.