Fréttablaðið - 23.12.2008, Side 13

Fréttablaðið - 23.12.2008, Side 13
13 23. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR „Nei, það hefði mig aldrei grunað,“ segir dr. Jónas H. Haralz, fyrrverandi bankastjóri og stjórnarmaður í Alþjóðabankanum í Washington, þegar hann er spurður hvort hann hefði getað ímyndað sér að jafn illa yrði komið fyrir íslensku efnahagslífi og raun ber vitni nú. Jónas ræddi stöðu efnahagsmála í Markaðnum á Stöð 2 síðastliðinn laugardag og þar kom meðal annars fram að hann telur nauðsynlegt að fá fastan grunn til að byggja á framtíð peningamálanna. Í þeim efnum sé aðild að Evrópusambandinu lykilatriði. „Þess vegna er æskilegt að sem allra fyrst sé hægt að taka upp aðildarviðræður. Það er eina lausnin sem getur dugað til langframa og er skynsamleg,“ segir Jónas og hafnar hugmyndum um einhliða upptöku nýs gjaldmiðils, til dæmis evru eða dollars. „Þeir sem hafa verið andvígir aðild að Evrópusam- bandsins hafa verið að leita og leita nýrra leiða til að komast hjá því að ganga þar inn. Það er afar, afar bagalegt að það skuli hafa verið gert,“ segir hann og bætir við að hann efist ekki um að Sjálfstæðisflokk- urinn muni samþykkja að fara í aðildarviðræður á landsfundi sínum í lok næsta mánaðar. Jónas telur að yfirlýsing um að sótt verði um aðild muni ein og sér strax hafa jákvæð áhrif, bæði innanlands og erlendis. Þá liggi fyrir hvert stefnan hafi verið tekin og það skapi traust. „Á sínum tíma var ég andvígur því að við yrðum aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu, ég vildi að við færum beint inn í Evrópusambandið,“ segir Jónas enn fremur og rifjar upp að þá hafi hann verið búsett- ur í Bandaríkjunum, en komið heim árið 1992 og haldið um þetta erindi á vegum Verslunarráðs, en andmælandi hafi verið Styrmir Gunnarsson, þá ritstjóri Morgunblaðsins. „Við fáum frelsið og möguleikana til að setja upp fyrirtæki á öllu svæðinu, en við höfum ekki umgjörðina, höfum ekki aðhaldið, ekki fasta og örugga mynt og ekki sterkan og öflugan Seðlabanka á bak við okkur. Þess vegna var þetta í reynd mikið óheillaspor fyrir okkur, nokkurs konar eitraður kokteill, þegar horft er til baka, sem hefði mátt komast hjá með því að taka strax skrefið til fulls og ganga inn í Evrópusambandið,“ segir hann, þótt hann taki fram að auðvitað hafi þátttakan í EES- samstarfinu reynst okkur Íslendingum gagnleg á marga lund. Spurður um þau rök gegn aðild að þar með sé fórnað fullveldi þjóðarinnar, segir hann að sams konar rök hafi valdið því að fullveldið, sem í reynd hafi fengist með uppkastinu 1908, hafi ekki orðið fyrr en tíu árum seinna. „Er það ekki bara Uppkastið sem hér gengur aftur eftir hundrað ár?“ spyr hann. „Fyrir hrein formsatriði sem engu máli skiptu, frestuðum við því í tíu ár að ná því fullveldi sem hefði getað fengist 1908,“ segir Jónas og bendir á að Uppkastið hafi strandað á ákvæði um að öll málefni Íslands til undirskriftar konungs yrðu fyrst borin upp í ríkisráði Dana, enda þótt það hefði engu máli skipt, verið hreint formsatriði. - bih EES-samningurinn reynd- ist vera eitraður kokteill DR. JÓNAS HARALZ „Á sínum tíma var ég andvígur því að við yrðum aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu, ég vildi að við færum beint inn í Evrópusambandið.“ FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.