Fréttablaðið - 23.12.2008, Side 28

Fréttablaðið - 23.12.2008, Side 28
 23. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR Skatan var á leið í pottinn hjá Vigni Hlöðverssyni og Mike Viney, kokkum á Grand hóteli, enda eiga þeir von á um 300 manns í mat í hádeginu í dag. Mike smakk- aði þennan kæsta eðalrétt fyrst í fyrra og kunni alls ekki að meta hann en Vignir er kampakátur. „Við höfum verið með skötu- veislu í mörg ár á Þorláksmessu hér á Grand hóteli. Það hefur verið geysivinsælt og við erum með fullbókað,“ segir Vignir, sem er yfirmatreiðslumaður á staðn- um. Mike er breskur og kynnt- ist ekki skötu fyrr en á síðasta ári. „Ég var ekki hrifinn,“ segir hann með áherslu en kveðst samt ætla að standa sína plikt í eld- húsinu, jafnvel þótt hann tárist yfir lyktinni. Skyldu þeir félagar verka skötuna sjálfir? „Nei, við kaupum hana af góðum mönnum sem kunna til verka. Hluti henn- ar kemur að vestan,“ segir Vign- ir, sem býður upp á þrjár gerðir, lítið kæsta, miðlungs og svokall- aðan Vestfirðing sem er sú sterk- asta. „Við erum líka með saltfisk og nætursaltaðan fyrir viðkvæma og berum fram rófur, kartöflur, rúgbrauð, hangiflot, hamsa og hnoðmör. Þetta á að henta öllum og sumir koma bara til að vera með en ekki vegna aðdáunar sinn- ar á skötu.“ En telur Vignir ekki vont að fylla hótelið af svona vondri lykt rétt fyrir jólin? „Nei, lykt- in er fljót að fara. Það er ágæt loftræsting í húsinu og við erum með skötuna á afmörkuðu svæði. Svo er lítill umgangur hér eftir veisluna og fram undir kvöld en þá koma erlendir gestir sem munu dvelja hér yfir jólahátíð- ina.“ - gun Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona heldur fast í hefðir æsku sinnar á Þorláksmessu. „Sem barn, og reyndar langt fram á fullorðinsár, fórum við fjölskyld- an alltaf á aðalæfingu jólasýning- ar Þjóðleikhússins á Þorláksmessu, en foreldrar mínir unnu báðir í Iðnó, þar sem ekki voru jólafrum- sýningar,“ segir Ragnheiður um Þorláksmessusiði bernskuáranna. „Úr leikhúsinu fórum við ávallt í skötuveislu hjá Ninna föðurbróð- ur mínum og Gullu, konu hans. Það var dýrðlegur fjölskyldufagnaður með vestfirskri, verulega kæstri skötu, þannig að maður gat rétt al- mennilega dregið andann, hnoð mör og staupi af brennivíni. Síðan var farið heim að skreyta,“ segir Ragnheiður sem rekur föðurætt sína vestur í Hnífsdal. „Eiginmað- ur minn gaf þeim Gullu og Ninna kassa með glerloki, en í honum var hamar sem hlaut nafnið Fnykvari; til öryggis ef maður væri við dauð- ans dyr úr skötu fnyk. Fnykvara fylgdi svohljóðandi vísa: Þó að skatan skilning teppi skynfæranna minna, þessu boði því ei sleppi, Þorláks, Gullu og Ninna. Ragnheiði finnst Þorláksmessa sviplaus án skötu, en undanfarin ár hefur skötuveislan færst yfir í hús foreldra hennar, leikarahjónanna Steindórs Hjörleifssonar og Mar- grétar Ólafsdóttur. „Mér þykir skata vera herra- manns matur og alltaf gaman að tárast yfir henni. Dóttir mín og eiginmaður fá sér kæsta pítsu á meðan við sonurinn förum í skötu, en mér þykir vænt um að smekkur- inn haldist áfram meðal afkomenda minna,“ segir Ragnheiður, sem á annan dag í jólum mun stíga á fjalir Þjóðleikhússins í Sumarljósi eftir Jón Kalman Stefánsson. „Nú verð ég sjálf að leika á að- alæfingu á Þorláksmessu. Það er sterk hefð hjá leikhúsfólki að mæta og mörgum sem finnst ekki vera jól nema farið sé í leikhúsið. Á eftir förum við í skötuveisluna og aðeins í bæinn til að upplifa andrúmið, en drífum okkur svo heim að klára, því eins og amma mín sagði: „Hún er drjúg innansleikjan“,“ segir Ragn- heiður sem ávallt skreytir heimili sitt á Þorláksmessukvöld. „Krakk- arnir harðneita að skreyta fyrr en á Þorláksmessu, eins og tíðkaðist áður meðal þjóðarinnar. Við erum enn í þeim takti og ljúkum öðrum undirbúningi fram eftir, en helst vil ég geta sofið út á aðfangadag og eiga bara eftir að skipta á rúm- unum og viðra vel. Það skiptir svo miklu að fá ferskt loft í sængurföt- in á jólanótt.“ - þlg Hún er drjúg innansleikjan Ragnheiður Steindórsdóttir hóf jólaundirbúninginn snemma í ár; sendi jólakortin í tíma og smám saman hafa jólagjafirnar skilað sér heim á borð þar sem hún lýkur við að pakka þeim í litríkan jólapappír, ásamt því að skreyta húsið hátt og lágt á Þorláksmessu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ólíkar skoðanir á skötunni Þeir Vignir og Mike á Grand hóteli ætla að bera fram þrenns konar skötu fyrir gesti sína í dag. Mike kann ekki að meta fnykinn. FRÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N 6. janúar 8. janúar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.