Fréttablaðið - 23.12.2008, Síða 29

Fréttablaðið - 23.12.2008, Síða 29
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 5þorláksmessa ● fréttablaðið ● Laugavegurinn iðar af lífi á Þorláksmessukvöld og er stemmingin jafnan einstök. Búðargluggarnir skarta sínu fegursta og fólk komið í jóla- skapið. „Starfsfólk sem er hætt að vinna hjá mér biður jafnan um að fá að vinna á Þorláksmessu því það er svo gaman og góð stemming,“ segir Svava Eyjólfsdóttir, eigandi herrafataverslunar Guðsteins á Laugavegi. Svava er barnabarn Guðsteins sjálfs og hefur því eytt Þorláksmessukvöldum í búðinni síðan hún man eftir sér. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki og verður eins og annað heim- ili mitt fyrir jólin. Hingað kemur fólk sem tengist fjölskyldunni og fær sér hressingu uppi hjá okkur og svo er alltaf einstök stemm- ing niðri í búðinni. Allt gengur vel fyrir sig þó mikið sé að gera því það liggur svo vel á öllum.“ Verslunin var stofnuð árið 1918 af Guðsteini Eyjólfssyni og vann Eyjólfur sonur hans og faðir Svövu við hlið hans í búðinni frá barn- æsku. Svava er því þriðji ættliður sem tekur við. Hún segir verslun- ina hafa átt sína fastakúnna gegn- um árin en á Þorláksmessu reki ný andlit inn nefið. „Fyrir jólin eru viðskiptavin- irnir á öllum aldri að kaupa gjafir. Við höfum einbeitt okkur að eldri kynslóðinni en við erum alltaf með úrval fyrir yngri líka. Mér finnst sérstaklega ánægjulegt hvað unga kynslóðin kemur vel fyrir og kann að meta þetta gamla sem er búið að vera til lengi.“ Á Þorláksmessukvöld segir Svava það helsta sem fólk kaupi í jólapakkana vera smávöru eins og bindi og náttföt sem fljótlegt er að velja. Sjálf segist hún þó leita annað í jólagjafainnkaupum sínum en í hillurnar í eigin verslun og er mikið fyrir að gefa bækur í jóla- gjöf. Hún segir viðskiptin ávallt ganga ánægjulega fyrir sig á Þor- láksmessukvöld. „Ég er með góðan hóp starfs- fólks og svo er fólk bara svo glatt og ánægt þennan dag. Allir eru komnir í jólaskapið.“ - rat Svava Eyjólfsdóttir, eigandi herrafataverslunar Guðsteins á Laugavegi, er barnabarn Guðsteins sjálfs. Hún hefur eytt Þorláksmessukvöldum í versluninni síðan hún man eftir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þorláksmessa alltaf einstök „Við hjónin erum vön að fara til systur minnar, Hörpu Harðar- dóttur, og mágs, Brynjars Freys Stefánssonar, í skötuboð í há- deginu. Allt verður þá að vera frágengið svo jólin geti byrjað á Þorláksmessu,“ segir Ólöf Kol- brún Harðardóttir, óperusöng- kona og -kennari, sem hlakkar mikið til skötuveislu í dag þar sem um tuttugu vinir og vanda- menn ætla að hittast og hafa það gott. „Við borðum saman allar mögulegar tegundir af skötu sem hafa verið sérvaldar ofan í mannskapinn. Með þessu er svo borin fram heimagerð hamsa- tólg, gerð í september þegar slátur er tekið, en þá er mör- inn bræddur. Þetta er eigin- lega aldrei borðað eftir það á árinu, ja nema við sérstök til- efni. Þarna er líka vestfirskur hnoðri, sem er of úldinn fyrir minn smekk.“ Ólöf segist snemma hafa lært að meta skötuna. „Ég lærði að borða skötu hjá föðurafa mínum, Haraldi Jónssyni prent- ara, sem borðaði hana á laugar- dögum. Þar sem ég söng í Þjóð- leikhúsinu á sínum tíma var líka til siðs að bera fram skötu og saltfisk í mötuneytinu um helg- ar allt starfsárið um kring.“ Foreldrar Ólafar tóku svo upp á því að hafa skötu á Þor- láksmessu þegar hún komst á fullorðinsár og hélst sá siður á meðan faðir hennar hélt heilsu. „Harpa og Brynjar tóku síðan við og taka alltaf höfðinglega á móti öllum mannskapnum. Dag- urinn hefur síðan smám saman undið upp á sig og gestunum fjölgað. Farið er í skemmtilega selskapsleiki, þar sem gestir þurfa að þola góðlátlegt grín. Ekki er annað hægt að segja en þetta sé virkilega skemmtileg- ur eftirmiðdagur í faðmi þeirra Hörpu og Brynjars á Þorláks- messu.“ - rve Ætlar í veglega veislu Ólöf ætlar í skötuveislu til systur sinnar og mágs í dag þar sem meðal annars verður farið í alls kyns sel- skapsleiki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dreifingaraðili: Fæst í verslunum um land allt Nú er komið af því loksins á Íslandi Stelpur á móti strákum Inniheldur: 1200 spennandi spurningar fyrir stelpur og stráka 2 teningar fylgja Hægt er að spila án spilaborðs Hva ð my nda r bó ksta finn O í plak ati kvik myn dari nna r Th e sim pso ns M ovie ? Hvert var söluhæsta ítalska tískuvörumerki heims árið 2007? Hvaða söng-og leikkona kallaði fyrsta ilmvatnið sitt Glow? Hva ða ís lens ka h ljóm svei t sön g um kind ina E inar ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.