Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982. Höfum fyrirliggjandi hina viðurkenndu Lydex hljóðkúta í eftirtaldar bifreiðar Audi 80,100S, LS................. hljóðkútar aftan og framan Austin Mini og Allegro ................hljóðkútar og púströr Autobianchi............................hljóðkútar og púströr Bedford vörubíla.......................hljóðkútar og púströr Blazer 6 og 8 cyl......................hljóðkútar og púströr B.M.W. 316 - 318 - 520............................hljóðkútar Bronco 6 og 8 cyl......................hljóðkútar og púströr Chevrolet fólksbíla og vörubfla........hljóðkútar og púströr Datsun disel 100A - 120A - 1200 - 1600 -140 -180 -160 Cherry.............hlióðkútar oa oúströr Chrysler franskur......................hljóðkútar og púströr Citroen GS.............................hljóðkútar og púströr Daihatsu Charade og Charmant...........hljóðkútar og púströr Dodge fólksbíla........................hljóðkútar og púströr Ffat 125-128-132-127-131 Ritmo..................................hljóðkútar og púströr Ford ameríska fólksbila................hljóðkútar og púströr Ford Consul Cortlna 1300 - 1600........hljóðkútar og púströr Ford Eskord............................hljóðkútar og púströr Ford Fiesta............................hljóðkútar og púströr Ford Granada...........................hljóðkútar og púströr Ford Taunus 15M - 17M - 20M..........hljóðkútar og púströr Hillman fólksbíla......................hljóðkútar og púströr Honda Accord - Civic - Prelude.........hljóðkútar og púströr Austin Gipsy jeppa.....................hljóðkútar og púströr International Scout jeppi..............hljóðkútar og púströr Rússajeppi Gaz 69......................hljóðkútar og púströr Willys jeppi og Wagoneer...............hljóðkútar og púströr Jeepster V6............................hljóðkútar og púströr Lada fólksbílar og jeppi...............hljóðkútar og púströr Landrover bensin og disel..............hljóðkútar og púströr Mazda 616 og 818.......................hljóðkútar og púströr Mazda 1300 ............................hljóðkútar og púströr Mazda 929, 626 og 323 .................hljóðkútar og púströr Mazda pickup ..........................hljóðkútar og púströr Mercedes Benz fólksbíla 180-190 200 - 220 - 250 - 280 .................hljóðkútar og púströr Mercedes Benz vörubíla.................hljóðkútar og púströr Mitsubishi Lancer - Gaiant - Colt......hljóðkútar og púströr Moskwitch 403 - 408 - 412 .............hljóðkútar og púströr Morris Marina 1.3 og 1.8...............hljóðkútar og púströr Opel Reckord og Caravan Opel Kadett .. hljóðkútar og púströr Peugeot 204 - 404 - 504 - 505 .........hljóðkútar og púströr Range Rover.......................... hljóðkútar og púströr Renault R4 - R6 - R12 - R16 - R20......hljóðkútar og púströr Saab 96 og 99 - turbo..................hljóðkútar og púströr Scania Vabis L80 - L85 - LB85 - L110 LB110 - LB140................................... hljóðkútar Simca fólksbíla 1100 og 1307 ..........hljóðkútar og púströr Skoda fólksbfla og statfon.............hljóðkútar og púströr Subaru 4x4 og fólksbílar...............hljóðkútar og púströr Sunbeam 1250 -1300 -1500 -1600 ........hljóðkútar og púströr Taunus Transit bensin og disel.........hljóðkútar og púströr Toyota fólksbfla og station............hljóðkútar og púströr Vauxhall Viva og Chevette..............hljóðkútar og púströr Volga fólksbfla hljóðkútar og púströr Volkswagen 1200 -1300 -1500 •••»•••»»•••»• hljóðkútar og púströr Volkswagen Passat................................hljóðkútar Volkswagen sendiferðabíla........................hljóðkútar Volvo fólksbfla...................... hljóðkútar og púströr Volvo vörubfla F84 - 85TD - N88 - F88 - N86 - F86 - N86TD - F86TD - F89TD. hljóðkútar og púströr Púströraupphengjusett f flestar gerðir bifreiða Pústbarkar flestar stærðir Púströr í beinum lengdum 1 1/4“ til 31/2“ Setjum pústkerfi undir bíla Bifreiðaeigendur, athugið að þetta er allt á mjög hagstæðu verði og sumt á mjög gömlu verði. Gerið verðsamanburð áður en þið festið kaup annars staðar. Höfum einnig ýmiskonar vörur fyrir bifreiðar svo sem tjakka og toppgrindur Ath. flest pústkerfanna eru úr álblöndu sem þýðir: Aukin ending Sendum í póstkröfu um allt land. Bilavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2. simi 82944. erlend hringekja B Af 178 milljonum at- kvæða voru 111 ógild! — 99.98% kosningaþáttlaka í Sovétríkjunum! ■ Nýlega er lokið almennum kosningum í Sovétríkjunum. Kosnar voru tvær milljónir fulltrúa í héraðaráðin og að því er yfirvöld segja var niðurstaða kosninganna sú að sovéska þjóðin stendur heils- hugar að baki flokknum, stjórnmálaráðinu og Leóníd I. Brésnéf, forseta. Vissulega hefðu vestrænir stjórnmála- menn verið öfundsverðir af úrslitunum. Af 177.995.382 á kjörskrá komu 99.98%. á kjörstað og kusu „samkvæmt stjórnarskrá Sovétríkjanna“, eins og sagði í Prövdu. Best var kjörsóknin í Úsbekistan en af 7.866.374 vantaði aðeins 22 kjósendur! pá má geta þess að Pravda upplýsti að af öllum þessum atkvæðum, tæplega 178 milljónum, hefðu ekki nema 111 verið ógild. Það er því sýnt að þrátt fyrir stöðugan matvæla - og vöruskort, stríð- ið í Afganistan, afskiptin í Póllandi og öll önnur vandræði Sovétríkjanna þá eru sovéskir kjósendur svo huggulegir að láta ekki óánægju sína í ljós í almennum kosningum. Mun „fullkomnari“ kosningar en síöast! Pað er að vísu rétt að aðeins einn frambjóðandi er í kjöri á hverjum stað en stjórnarskrá Sovétríkjanna tryggir kjósend- um á hinn bóginn óskoraðan rétt til að fara inn í sérstakan klefa og krossa þar yfir nafn frambjóðandans til að lýsa yfir óánægju með hann. Prátt fyrir þennan fyrirtaks rétt féllu aðeins 94 af 2.289.023 fram- bjóðendum, þ.e.a.s. hlutu ekki meirihluta atkvæða. í mörgum héruðum eða borgar- hverfum fengu frambjóðendur kommúnistaflokksins 99.99% atkvæða og allnokkur dæmi eru um 100% stuðning. Fyrstu almennu kosningarn- ar í Sovétríkjunum voru haldn- ar árið 1937 en nú á Brésnéf- tímanum verða úrslitin sífellt fáránlegri og fáránlegri. „Full- komnari," myndi Brésnéf sjálf- sagt segja. Úrslitin nú voru til að mynda miklu fullkomnari en 1974 þegar aðeins 99.79% kjósenda Iétu sjá sig á kjörstað og hvorki fleiri né færri en 173 atkvæði voru ógild! Hvernig Sovétríkin fara að þessu? Elementary, my dear Wat- son! I fyrsta lagi er mjög hart lagt að sérhverjum kjósanda að fara á kjörstað, og þeir eru fáir sem vilja vekja óþarfa athygli á sér með því að mæta ekki. í öðru lagi eru, þótt ótrúlegt megi virðast, stunduð kosningasvik! „Þetta er ekkert annað en leikaraskapur, ævintýri," sagði ungur sovéskur verk- fræðingur nýlega í samtali við bandarískan blaðamann, en hann hafði verið beðinn um að starfa að kosningunni. Alls voru það 8.6 milljónir karla og kvenna sem unnu við kosning- arnar, eða einn starfsmaður á hvern 21 kjósanda, og flestir úr þessum hópi höfðu það hlut- verk eitt að heimsækja kjós- endur og sjá um að þeir færu örugglega á kjörstað. „Mér sýndist hún vera svolítið geggjuð“ „Ég hafði eitthvað um 100 manns á minni könnu,“ sagði ungi verkfræðingurinn. „Petta fólk í 15 eða 20 íbúðum í mjög slæmum hluta Moskvu, íbúð- irnar eru þröngar, dimmar, skítugar og illa lyktandi - fjórar eða fimm fjölskyldur eru saman um eldhús og bað. Ég gekk á milli íbúðanna og þurfti að segja hver fram- bjóðandinn væri, hvenær og hvar væri kosið og svo fram- vegis. Flestir hlustuðu án þess að segja orð. Sex eða sjö voru fullir. Það var bara ein gömul kona, flokksfélagi í marga áratugi, sem virtist hafa ein- hvern áhuga á þessu. Mér sýndist hún vera svolítið geggj- uð. Aðeins einn einasti kjósandi harðneitaði að koma á kjör- stað. „Þú ert að gera gys að mér,“ hvæsti hann og skellti aftur hurðinni.“ Margir kjósendur hlakka til kosninga af þeirri ástæðu að þá gefst tækifæri til að neyða yfirvöldin til að kippa ýmsum hlutum í lag, láta laga þakrenn- ur, setja upp salerni og svo framvegis. Annar kosninga- starfsmaður sagði við fyrr- nefndan blaðamann: „Margir sögðust ekki ætla að kjósa nema gert væri við klósettið eða ruslið hreinsað út úr íbúðarportinu." Að því er heimildir innan Sovétríkjanna herma þá skrif- uðu mörg þúsund íbúar hins nýja og hráslagalega Jasénevó- hverfis í Moskvu undir kröfu- gerð þar sem þeir hótuðu að mæta ekki á kjörstað nema verslanir væru opnaðar í hverf- inu, en loforð um slíkt höfðu lengi verið svikin. Viktor V. Grisjin, flokksformaður Moskvu og félagi í stjórnmála- ráðinu, lét opna búðimar þegar í stað. Einn kýs fyrir marga Á sjálfan kosningadaginn leggja yfirvöldin sig öll fram um að gera kosningarnar sem auðveldastar og mest aðlað- andi. Ætíð er kosið á sunnu- degi og kosningadagurinn lýst- ur frídagur. Kjörstaðir eru opnir frá kl. sex á morgnana til miðnættis og kjörkassar eru í öllum lestum, skipum og á sjúkrahúsum. Þá eru hengd upp gríðarstór áróðursspjöld til að minna á kosninguna og hvetja fólk til að kjósa og á kjörstöðum má fá ókeypis veitingar - þó núorðið sé lítið um að vodka sé veitt eins og áður var gert. Þjóðin notaði nefnilega tækifærið og fór á ókeypis fylleri! í lögum er kveðið á um leynilegar kosningar en í reynd eru kosningarnar því aðeins leynilegar að kjósandi óski þess að greiða atkvæði á móti frambjóðanda kommúnista- flokksins. Þeir sem greiða atkvæði með honum stinga atkvæði sínu beint í kjörkass- ann, þurfa ekkert að merkja við, en hinir fara inn í sérstakan klefa og krossa þar yfir nafnið, eða skrifa nýtt. Segir sig sjálft að fáir eru fúsir til að vekja slíka athygli á sér enda gaumgæfilega fylgst með kjósendum á kjörstað. Þá tíðkast það mjög að einn fjölskyldunteðlimur kýs fyrir alla hina og hefur þá meðferðis persónuskilríki viðkomandi. Húsverðir sem vilja ómögu- lega að kosningaþátttaka á þeirra yfirráðasvæði verði slæm gera líka oft það sama. Þetta er ólöglegt skv. lögunum en starfsmenn kosninganna gera engar athugasemdir við það sem færir kosningaúrslitin nær hinni langþráðu fullkomn- un. Ef kjósandi hefur ekki komið á kjörstað þegar kjör- fundi lýkur og finnst hvergi þá er mjög algengt að kosninga- starfsmennirnir kjósi fyrir hann. Hvað varð af þeim 94 sem féllu? Utankjörfundaratkvæði eru svo sérkapítuli út af fyrir sig. Nöfn þeirra sem fá í hendur utankjörfundaratkvæði eru strikuð út af hinni almennu kjörskrá og ekki talin með nema atkvæðið skili sér. Sá sem fengið hefur utankjör- fundaratkvæði en kýs ekki er því ekki til, hvað kosninguna varðar. Með þessum hætti koma margir sér hjá því að kjósa og sagt er að fjórar milljónir utankjörfundarat- kvæða hafi ekki skilað sér í síðustu kosningum. Þegar skipulagið er svona gott er það aðeins eitt sem vekur undrun. Hvað í ósköp- unum kom fyrir í þeim 94 héruðum (af 2.289.023!) þar sem frambjóðandinn féll! Þar að auki drógu 43 frambjóðend- ur sig í hlé áður en kosningu lauk. Engar skýringar hafa verið gefnar á þessu en hins vegar tilkynnt að í þessum héruðum verði kosningarnar endurteknar innan skamms. Sovéskir kjósendur líta flest- ir á kosningarnar sem innan- tómt sjónarspil. En hvers vegna eru þær þá haldnar? Vestrænir fréttaskýrendur telja að ein af ástæðunum sé þörf Sovétleiðtoganna fyrir „sannanir" á stuðningi við þá. Kosningar eru einnig tæki sem ef til vill geta talið einhverjum trú um að lýðræði ríki í Sovétríkjunum. Loks er svo sjálf kosningaþátttakan og úr- slitin prýðis mælikvarði á það hversu duglegar flokksdeiid- irnar á hverjum stað eru...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.