Tíminn - 25.07.1982, Qupperneq 22
RUSSIAN
's»0*T STO^'
David Richards:
The Penguin Book of Russian Short
Stories
Penguin 1982
■ Á nítjándu öld gerðist það meðal
annars að austur i Rússlandi voru
skrifaðar nokkrar skáldsögur sem áttu
ekki sína lika i samanlögðum heims-
bókmenntunum og eiga ekki enn þann
dag i dag. Dauðar sálir Gógols, hin
fjögur risastykki Teódórs Dostoévsk-
íjs, Anna Karenina og Strið og friður
Tolstojs - fleiri rithöfundar voru á
sveimi þó ekki tækist þeim að slaga upp
i þessar hæðir: Túrgénév, Gontjarov,
og sagnahefðin rússneska hefur haldist
lifandi fram á þessa öld þó aðþrengd sé.
Hætt er við að þessar tröllauknu bækur
varpi nokkrum skugga á „minni háttar“
bókmenntaverk eins og smásögur en í
þessari ágætu sýnisbók er vakin athygli
á mikilfenglegri rússneskri smásagna-
ritun, er sem sagt farið vitt og breitt
og að þvi heldur takmörkuð þekking
okkar á viðfangsefninu segir okkur
hefur valið tekist prýðilega. Flestar
sagnanna hafa verið þýddar sérstaklega
fyrir þessa bók eða altént eru notaðar
nýjar eða nýlegar þýðingar. Ofurlítil
kynning er á hverjum höfundi. Höfund-
arnir eru reyndar 20, fæddir á
tímabilinu 1799 til 1927, þeir eru
Alexandr Púsjkin, Nikolæ Gógol,
Mikhaíl Lermontov, (var Túrgénév,
Fjodor Dostoévskíj, Vsévólod Garsjin,
Nikolæ Leskov, Anton Tékov, Maxím
Gorki, Leóníd Andreév, Lev Tolstoj,
ívan Búnin, ísak Babel, Évgení
Samjatín, Andrei Platonov, Vladimir
Nabokov, Kostanin Pástovskíj, Júrij
Nagibin, Júríj Kasakov og Alexandr
Solténitsyn.
Norman Cohn:
Europes Inner Demons Paladin 1980
■ Við fengum, íslendingar, að kynn-
ast galdrafárinu og það er sagt frá því
i skólum og á bókum en skýringar eru
litilfjörlcgar. Hér ætlar Norman Cohn
- enskur prófessor og höfundur ýmissa
bóka um mannkyns og hugarfarssögu -
sér að finna skýringar á þvi hvað það
var i sál fólksins sem gerði það
móttækilegt fyrir draugum og forynj-
um, galdrakerlingum og geithöfrum,
Satan og þeim öllum strákunum. Cohn
rekur þjóðtrúna um nomimar til
uppmna sins og sýnir fram á hvemig
ekki þurfti nema hagstæðar ytri aðstæð-
ur til að fantasían, hjátrúin blossaði
upp með þeim afleiðingum að þúsundir
saklausra vom pyntaðar og brenndar á
hægu báli. Það eru sem sé hin
hræðilegu, óttalegu djúp litla sáíartet-
ursins okkar sem hann reynir að lýsa
ofan i. Athugið að hér er um sagnfræði-
lega stúdiu að ræða, ekkert röfl, og
Cohn er heimildum sínum fjarska trúr
og dyggur. Þetta er allmerkileg bók,
akademísk og vísindaleg úttekt á
fyrirbæri sem vitleysingar fá venjulega
að fjalla um einir, sjáið bara sivaxandi
strauminn af alls konar galdra - ,
dulspeki - og öðrum bókum sem
búðirnar em fullar af. Er það kreppu-
einkennið margfrægt? Jæja þá, af bók
eins og Innri djöflun Evrópu má líklega
fræðast svolitið um þessa djöfla og um
það hversu greiðan aðgang þeir eiga í
rauninni að mannfólkinu...
: — SEAN —
OFAOLAIN
MIDSl’MMLR NlCiHT
i MADNF.SS
® & <> m
~ x
Scan O'Faolain:
Midsummer Night Madness - Collected
Short Stories, Vol. I
Penguin 1982
■ SeanO Éaolain er einn af hinum
stílsnjöllu írum þessarar aldar og með
bók þessari fylgja þau skilaboð frá
rithöfundinum Graham Grecne að
hann hljóti að taka ofan fyrir þessum
sögum en í þeim birtist svo obboðslegur
og frjór húmor að minni helst á
búksorgir James Joyce. OÉaolain er
liklega ansi lítið þekktur: hann fæddist
aldamótaárið og stúderaði við National
University, barðist við hlið De Valera
árið 1921 ogvar lengi viðloðandi I.R.A.
Siðan hóf hann kennslu, bæði í
Bandaríkjunum og Bretlandi, en sneri
síðan aftur til írlands þar sem hann
kennir bókmenntir við Þrenningarhá-
skóla. Hann hefur skrifað fjöldann
allan af bókum, ferðabækur, gagnrýni,
skáldsögur, ævisögur, sjálfsævisögu,
sögu írlands, en kunnastar eru væntan-
lega smásögur hans, sem komið hafa út
i nokkrum bókum. f þessari bók hefur
verið safnað sögum úr þremur bókum
sem kom út árin 1932,1937 og 1947, alls
rúmlega tuttugu sögur eða þar um bil.
í elstu sögunum beinir hann athyglinni
einkum að sjálfstæðisbaráttu íra, en i
síðari sögunum er það sjálft írland og
hin írska þjóðarsál, hvað sem það nú
er, sem er í brennidepli. Sögur
Ofaolains byggjast upp á stilnum, sem
tekur sifelldum breytingum: er ýmist
kraftmikill eða ivið rómantískur, marg-
orður eða knappur. Þetta eru listavel
gerðar sögur, alveg listavel, og efnunar-
laust að margir munu láta heillast af
þeim.
AR'rilURKOESTLER
BRICKSTO BABF.L
Sdt-cicJ *ríúng* «ith
4«ihorT commvniN
Arthur Koestler:
Bricks to Babel
Picador 1981
■ Hér i eina tið virtist Arthur
Koestler efnilegur rithöfundur, síðan
gerðist hann kjaftaskur og fékk áhuga
á liffræði, stjórnmálafræði, dulspeki,
siðfræði, heimspeki, trúmálum, vis-
indum og svo framvegis og svo
framvegis. Koestler fæddist sem kunn-
ugt er i Búdapest árið T905 af
ungverskum föður og italskri móður,
náttúrlega Gyðingur, og fór frá Austur-
riki til Palestinu á þriðja áratugnum.
Siðan sýslaði hann ýmislegt fram að
síðari heimsstyrjöld, varð meðal annars
kommúnisti (en kommúnismanum, og
alræði í heild, hafnaði hann svo í
skáldsögunni Myrkur um miðjan dag
sem kom út 1941) og barðist gegn
fasisma, var dæmdur i fangelsi í
Frakklandi en slapp með því að ganga
i útlendingaherdeildina, fór þá til
Bretlands og hefur búið þar meira og
minna síðan. Hann hefur gefið út
einhver ósköp af bókum um furðuleg-
ustu efni, þykir spakur að viti en þeir
eru margir sem hafa gefist upp á að hafa
áhuga á skrifum hans. Hann er
skynsemishyggjumaður framar öllu
öðru og lætur sig hafa það að ráðast
harkalega gegn öllu sem honum þykir
ganga þvert á skynsemina, en er
jafnframt gæddur ólæknandi trú á
tilfinningar mannsins. Ræðst gegn
heimsku, fræðikerfum, fordómum og-
öðru sliku.
■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Tekið skal fram að hér er um kynningar að ræða en öngva ritdóma.
■ Fræg er orðin, ekki síst hér í
Helgar-Tímanum, nýjasta bókin hans
A. Burgess, Earthly Powers, en þar
rekur hann ævisögu uppdiktaðs rithöf-
undar, Kenneth M. Toomey, og úr
verður í rauninni saga þessarar aldar
eins og hún leggur sig. Við sögu koma
margar raunverulegar persónur og undir
sínum réttu nöfnum, ekki síst rithöf-
undar og listamenn, og meðal þeirra eru
skáldið Ezra Pound og skáldsagna - og
smásagnahöfundurinn Hemingway.
Hlutur þeirra í bókinni er að sönnu ekki
stór, þeir eru svona baksviðs, en þeir
setja, ásamt öðrum af sama tagi,
skemmtilegan svip á bókina.
Burt með „staðreyndir.
Reynið skáldskap“
Og nú er komin út í Bandaríkjunum
bók, sem eftir blaðaumsögnum að dæma
er ekki ósvipuð að uppbyggingu og
Earthly Powers, og þar koma þeir
félagar, Pound og Hemingway, einmitt
töluvert við sögu, einkum sá fyrrnefndi.
Ezra Pound var á sínum tíma eitthvert
áhrifamesta skáld aldarinnar og þó
skáldskapur hans sjálfs sé umdeildur
■ Charlcs Lindbergh er meðal ólíklegra samsærismanna
Hugh Selwyn Mauberley
aðalpersona nýrrar
skáldsögu
— Ljóðhetja Ezra Pound á ferð um
Evrópu fasismans - ásamt honum!
efast enginn um þau miklu og góðu áhrif
sem hann hafði á félaga sínum, nefnum
bara Eliot. Þau áhrif eru að vísu farin
að dvína. Árið 1916 skrifaði Pound:
„Burt með staðreyndir. Reynið skáld-
skap“. en síðustu áratugina hafa æ fleiri
rithöfundar snúið frá þessu og byggja
umfram allt á staðreyndum. Það hefur
gefist misjafnlega, oftast illa. Hin
fyrrnefnda bók mun vera undantekning;
undarlegur og heillandi vefur bæði hins
sanna og logna og gerist í Evrópu
fasismans. Meðal aðalpersónanna eru
sem fyrr segir Ezra Pound, Ernst
Hemingway og auk þess frægir tappar á
borð við Joachim von Ribbentrop,
utanríkisráðherra Hitlers, Rudolf Hess,
staðgengil þess hins sama, Charles
Lindbergh, flugkappinn knái, og her-
togahjónin af Windsor. Sú persóna sem
er þungamiðja bókarinnar er aftur á
móti tilbúningur - og þó: Hugh Selwyn
Mauberley heitir þessi maður. Eins og
þeir sem þekkja til Pounds vita var Hugh
Selwyn Mauberley nafn á frægu Ijóði
sem skáldið orti snemma á ferli sínum.
í bókinni birtist hann öðru sinni.
„Fræg andlátsorð“
Hugh Selwyn Mauberley er í skáld-
sögunni skáld og skjólstæðingur
Pounds, sem hallaðist að fasisma í síðari
heimsstyrjöldinni enda var pólitísk
meðvitund hans ekki með hýrri há.
Pound hafðist við á Ítalíu, nánar tiltekið
í Rapallo meðan á stríðinu stóð, og í
skáldsögunni er Mauberley þar með
honum. Undir stríðslok, í mars 1945,
leggur Mauberley hins vegar á flótta
bæði undan herjum bandamanna og
Nasistum, og vinnur sér þannig skömm -
Pound sem kallar hann „svikara við
allan heiminn." Tveimur mánuðum
síðar ftnna svo bandarískir hermenn lík
Mauberleys í yfirgefnu hóteli í Austur-
ríki; ísöxi hefur verið rekin í annað
augað og heilinn liggur úti. Á veggi
hótelherbergis síns hefur Mauberley
klórað sín „frægu anddlátsorð" áður en
hann dó - sem sagt söguna um það sem
hann upplifði í Evrópu fasismans, bæði
sem vitni og þátttakandi.
Siðferðislega tómur
Mauberley dróst inn í hringiðu
fasismans frá og með þeirri stundu er
hann hitti Wallis Simpson í Kína árið
1924, en tólf árum síðar fór hann í
siglingu með henni og Játvarði konungi
áttunda. Mauberley studdi fasista bæði
á Ítalíu og á Spáni og kynntist mörgum
þeirra og er fram liðu stundir var honum
sagt frá undarlegu samsæri nokkurra
manna sem hyggjast myrða Hitler og
ráða síðan heimin umMeðal þessara
manna eru Ribbentrop, Hess og Lind-
berg, en þeir ætla sér að gera
hertogahjónin af Windsor að valda-
lausum þjóðhöfðingjum í hinu nýja ríki
sínu. Mauberley leggur þessu lið með
því að sannfæra Wallis Simpson um að
giftast konunginum.
Mauberley lætur sér ekki bregða
þegar hann er sakaður um landráð og
aðra glæpi. „Stríð er ekki annað en
staður þar sem við höfum verið í útlegð
frá hinum betri draumi okkar,“ segir
hann, hvað svo sem það þýðir. Á
skáldskaparsviðinu er hann fagurkeri og
estetíkcr en siðferðislega er hann tómur;
hann trúir ekki á neitt, ber engar
raunverulegar tilfinningar í brjósti og
efast ekki um neitt. Hann fylgist
aðgerðalítill með atburðum, þar hann
að lokum krafsar þau á vegginn.
„Þú ert veginn og léttvæg-
ur fundinn“
Höfundur Frægra andlátsorða útskýr-
ir hvorki né afsakar söguhetju sína. Rétt
eins og skriftin á veggnum í Daníelsbók
Biblíunnar bera andlátsorð Mauberieys
þó bæði skilaboð og dóm: „Þú ert veginn
og léttvægur fundinn." Ævi Mauberleys
er rakin allt frá bamæsku - en inn á milli
er brugðið upp myndum af hermönnum
að lesa á veggina - og það virðist
óhjákvæmilegt'(að þessi ævi hljóti að
enda á morði. í bók sinni vill Timothy
Findley sýna fram á, meðal annars, að
hið illa er bæði hversdagslegt og
stórmerkilegt; þó ’fýrst og fremst
óaðskiljanlegur hluti af blessuðum
manninum. Sem margir hafa nú látið sér
detta í hug að sé alveg rétt.
..einnig Rúdolf Hess...
..og Hemmi gamli kemur við sögu.
Windsor-hjónin. í bókinni á að gera þau þjóðhöfðingja skrýtins ríkis..