Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 18
18 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Aukin hagsýni í heimilis- haldi er óumflýjanlegur fylgifiskur krepputíðar þeg- ar fjölskyldur taka útgjöld til gagngerrar endurskoð- unar. Ein birtingarmyndin er heimagerður matur eins og sást í þeirri sprengingu sem varð í sölu á hráefni til sláturgerðar í haust sem gömul hefð er fyrir á Ís- landi. Þorramatur tilheyrir sömu hefð. Anna Kristín Jóhannsdóttir á Seyðisfirði býr til sinn þorramat og hvetur fólk eindregið til að gera slíkt hið sama. „Það er ekki spurning um að reyna að vinna þetta sjálfur miðað við dýrtíð- ina í dag. Maður þarf ekki mikla aðstöðu til að laga sultu til dæmis og auk þess er þetta gaman.“ Sterk hefð er fyrir þorramat í fjölskyldu Önnu Kristínar sem notast við gaml- ar fjölskyldu- uppskriftir. „Ég er uppalin í sveit og mikill haustmatur var tekinn í þá tíð, slátur og súr- matur. Og þessi fjölskylduhefð hefur haldist við gegnum tíðina, við systkinin komum alltaf saman og borðum þorramat.“ Önnu Kristínu þykir uggvæn- legt að horfa á verð á þorramat úti í búð og tekur hún nokkur dæmi. „Ein sneið af grísasultu kostar á milli þrjú og fjögur hundruð krón- ur. Ein væn sneið af sviðasultu er á sjö til átta hundruð krónur og ein væn sneið af hrútspungum kostar um átta hundruð krónur. Kílóverð á hákarli í dós er á milli tvö og þrjú þúsund krónur. Kíló- verð á soðnum sviðakjömmum er á milli fjögur og fimm hundr- uð krónur. Ég keypti mér sviða- hausa til að sjóða í Bónus á Egils- stöðum og þar var kílóverðið um tvö hundruð krónur.“ „Mér hrýs hugur við að horfa á þetta í kreppunni því það er ekki erfitt að gera þetta sjálfur. Í flest- um tilfellum er hægt að fá hrá- efnið fyrir lítinn pening þar sem margt af þessu er matur sem fólk hendir. Þetta er ódýrasta hráefn- ið og ekki erfitt að vinna sjálfur úr þessu þó að vinnan virðist dýr miðað við verð á þorramat í versl- unum. Þar spilar reyndar líka inn í langt og nákvæmt geymsluferli. Það þarf að gera þetta á haust- in og fylgjast afar vel með, gæta þess að ekki komi skán og halda réttu hitastigi.“ Verst þykir Önnu Kristínu að hugsa til þess að oft eru það eldri borgarar sem mest sækja í að njóta þorramatar. „Og ég get ekki ímyndað mér að þeir hafi efni á því miðað við verðlag í dag. Ég myndi allavega hugsa mig um tvisvar áður en ég myndi kaupa mér sneið af sviðasultu á 700 krónur.“ sdg@frettabladid.is Heimagerður þorramatur „Bestu kaupin mín gerði ég eiginlega fyrir síðustu jól,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar. „Ég tók þá ákvörðun að jólagjafirnar yrðu allar keyptar til styrktar einhverju málefni því ég vil ekki leyfa auðmönnunum að græða á mínum jólum. Ég keypti Afríkubækur til styrktar vatns- brunnagerð, geisladiskinn Trúnaðarmál sem fór til stuðnings ABC barnahjálp, upp- skriftabækur til styrktar Fjölsmiðjunni í Kópavogi og þrjá kjóla til styrktar munaðarleysingahæli í Tógó.“ Verstu kaup Bjarkar snúast meira um afleiðingar kaupanna heldur en hvað var keypt að hennar sögn. „Verstu kaupin sem ég man eftir gerði ég fyrir um 20 árum. Þá átti maðurinn minn mjög flottan bíl, Chevrolet Malibu. Þetta var gamall amerískur kaggi sem mér fannst ómögulegur út frá stærð og bensín- eyðslu og á endanum skipti ég honum út fyrir litla Mözdu. Þetta voru líklega verstu kaupin því það tók manninn minn mörg ár að fyrirgefa mér að hafa skipt um bíl. Einhverra hluta vegna gaf hann mér umboð til að selja bílinn þegar hann var að fara til útlanda. En að kaupa litla Mözdutík í staðinn fyrir kaggann var ófyrirgefanlegt. Í mörg ár eftir þetta fékk ég að heyra þegar við keyrð- um fram hjá Malibu: „Já, þú manst hvernig fór fyrir okkar Malibu.” Það eru ekki mörg ár síðan ég fékk síðast að heyra þetta,“ segir Björk hlæjandi. NEYTANDINN: BJÖRK VILHELMSDÓTTIR BORGARFULLTRÚI Í áralangri ónáð hjá eiginmanninum ÚTVAL ÞORRAMATS Mörgum finnst nauðsynlegt að bragða aðeins á súrmeti á þorr- anum. Þeir sem eru vel skipulagðir og halda í hefðina geta dregið súrmatinn upp úr tunnu eftir að hafa verkað hann í haust. ANNA KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR Flestir hugsa sig nú tvisvar um áður en þeir kaupa vörur og þjónustu sem hægt er að vera án. En hriplekum vöskum, brotnum hús- gögnum, útkrotuðum veggjum og öðrum ósóma er ekki hægt að lifa með lengi. Í því ljósi er vert að benda á að Byko er með rýmingarsölu í Kauptúni. Vörur sem búðin er að hætta með eru þar seldar á allt að níutíu prósenta afslætti. Þá má geta þess að bæði Byko og Húsasmiðjan – rétt eins og flest- ar verslanir um þessar mundir – eru nú með stórar útsölur í gangi í öllum verslunum sínum. ■ Verslun Allt að níutíu prósent af Neytendur geta náð fram aukinni hagræðingu í heimilis- haldi og betri yfirsýn yfir fjármál heimilsins með því að sækja fjármálanámskeið. Neytendasamtökin hafa í sam- starfi við Reykjavíkurborg haldið fjármálanámskeið í öllum hverfum borgarinnar á undanförnum mánuðum. Námskeið- unum verður haldið áfram á nýju ári. Á námskeiðunum gefst fólki kostur á að læra eitt og annað um fjármál auk þess sem kennt er að færa heimilisbókhald. Námskeiðin eru ókeypis og hægt er að skrá sig hjá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um næstu námskeið er að finna á heimasíðu Neytendasamtakanna, www.ns.is. ■ Námskeið Hagræðing í heimilishaldinu ÞORRAMATUR Hlaðborð Múlakaffi, Reykjavík 3.190 2.090 Veislulist, Hafnarfj. 3.980 3.759 Veislugarður, Mosf. 2.700 2.700 Fortuna, Akranes 2.500 2.400 Greifinn, Akureyri 2.850 2.650 Lostæti, Akureyri 3.250 3.100 Salthúsið, Grindav. 4.200 4.000 Bakkar grömm verð Hagkaup 600 1499 Krónan 500 1398 11-11 500 1398 Ekki er tekið tillit til gæða. Drykkir eru ekki innifaldir. 100 manns 50 manns Útgjöldin > Verð á 4,5-5,0 kg þvottavél, meðalverð á landinu öllu árið 2008 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Febrúar Maí Ágúst Nóvember 72.840 84.808 72.971 85.513 ■ Anna Gunnhildur Ólafsdóttir sérfræð- ingur mælir með vatni í brúsa í nesti í skólann. „Í fyrstu bekkjum grunnskóla var mælt með því að koma með vatn í brúsa í skólann og dætrum mínum hefur alltaf líkað það vel,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu borgarstjóra. „Ég set ísmola út í vatnið til að gera það kræsilegra. Vatnið er ódýrt og hollt, miklu hollara en sýrðir drykkir í nestið. Svo er hægt að setja appelsínu- eða sítrónusneið út í til hátíðarbrigða.“ GÓÐ HÚSRÁÐ VATN MEÐ KLAKA Í NESTISBRÚSANN VELJUM ÍSLENSKT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.