Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 26
Fyrsta íslenska gleraugnalínan,
Reykjavik Eyes, er komin á mark-
að. Sjóntækjafræðingurinn Gunnar
Gunnarsson stendur að baki hönn-
uninni og nýrri framleiðsluaðferð
en hann hefur áður teiknað ein-
staka gleraugu fyrir GK, Reykjavík
Collection, Karen Millen og fleiri.
„Gleraugun eru búin til með
nýrri tækni sem á sér enga hlið-
stæðu í heiminum. Umgjörðin er
skorin út í heilu lagi úr örþunnri tít-
anplötu og er því ekki búin skrúf-
um, hjörum eða öðrum aukahlut-
um. Það kemur í veg fyrir algeng
vandamál eins og lausa skrúfu eða
brotna löm. Þá er umgjörðin alfarið
laus við samskeyti og suðupunkta,“
útskýrir Gunnar.
Fyrsta umgjörðin leit dagsins
ljós fyrir um fjórum árum. Síðan
þá hafa verið gerðar þrotlausar
prófanir á styrk og öllu sem lýtur
að notkun auk þess sem leitin að
rétta efninu tók langan tíma.
„Eftir að hafa spurst fyrir um
efni og áreiðanleika á ófáum sýn-
ingum á erlendri grund datt ég
niður á verksmiðju í Japan sem er
þekkt fyrir eindæma góða vöru, en
umgjarðirnar eru nikkelfríar með
öllu og því ekki ofnæmisvaldandi.
Frumútgáfan var úr stáli og skorin
með leysigeisla en sú framleiðslu-
aðferð var nokkuð fljótt slegin af.
Það tók sinn tíma að finna réttan
málm en nú er stóra stundin runn-
in upp, varan fullunnin og komin á
markað.“
Að sögn Gunnars fékk breska
fyrirtækið Andrew Actman Eye-
wear Ltd., sem sérhæfir sig í heild-
söludreifingu og markaðssetningu
gleraugnaum-
gjarða, spurnir
af því að á norð-
urhjara verald-
ar væri verið að
hugsa framleiðslu gleraugnaum-
gjarða upp á nýtt og setti sig í sam-
band við hann. „Útsendarar Andr-
ew Actman Eyewear Ltd. höfðu
strax brennandi áhuga og trú á
vörunni og varð úr að þeir sjá um
sölu og dreifingu á vörum Reykja-
vik Eyes í Bretlandi og Skotlandi,“
upplýsir hann.
Reykjavik Eyes-línan, sem sam-
anstendur af átta mismunandi gler-
augnaumgjörðum, fæst nú í Auganu
í Kringlunni og í verslunum Pro
Optik en nánari upplýsingar er að
finna á www.reykjavikeyes.com.
vera@frettabladid.is
Umgjarðir án samskeyta
Fyrsta íslenska gleraugnalínan, Reykjavík Eyes, hefur litið dagsins ljós. Gunnar Gunnarsson stendur að
baki hönnuninni og nýrri framleiðsluaðferð sem á sér enga hliðstæðu í heiminum.
Gleraugnaumgjarðirnar Reykjavik Eyes eru skornar út í heilu lagi og því lausar við
skrúfur, hjarir og aðra aukahluti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN
SAGA KLÆÐABURÐAR í Bretlandi er viðfangsefni þáttanna What
we wore sem hægt er að skoða á vefsíðu BBC. Þar er fjallað um þróun
tískunnar í Bretlandi í 250 ár. www.bbc.co.uk/archive/whatwewore
Línan samanstendur
af átta mismunandi
gleraugnaumgjörð-
um sem eru allar
lausar við samskeyti
og suðupunkta.
SÚKKULAÐIVAX
HAFRAVAX
SÚKKULAÐISTRIMLAR
F. ANDLIT OG LÍKAMA
ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta
ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir
Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni
og einnig vaxstrimlar
LAURA ASHLEY
Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646
20% afsláttur
f öllum fatnað
Opið virka daga frá 10-18
Blaðberinn
bíður
þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Leitið upplýsinga
hjá sölufulltrúum;
Jóna María
512 5473
Hugi
512 5447