Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 20
20 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is MESTA LÆKKUN CENTURY ALUM. -26,09% EIMSKIP -3,10% KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 77 Velta: 107 milljóni OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 321 +0,03% 913 +1,87% MESTA HÆKKUN STRAUMUR-BURÐARÁS +8,33% BAKKAVÖR +0,98% FØROYA BANKI +0,86% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,90 +0,00% ... Atlantic Airways 168,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 565,00 +0,00% ... Bakkavör 2,07 +0,98% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,25 -3,10% ... Føroya Banki 118,00 +0,86% ... Icelandair Group 13,40 +0,38% ... Marel Food Systems 65,70 +0,77% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,69 +8,33% ... Össur 95,80 +0,11% Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins mælti fyrir því á mánudag að það legði fjármagn til þriggja eftirlitsaðila fjármála- fyrirtækja til næstu þriggja ára sem myndi tryggja sjálfstæði þeirra við rannsókn og eftirlit með fjármálageiranum innan sambandsins. „Við teljum mikilvægt að eftir- litsaðilar geti sótt sér fjármagn með þessum hætti frekar en að þurfa að sækja það eftir óljós- um leiðum,“ segir Oliver Drewes, talsmaður ESB. Bæði Evrópuþingið og ráð- herraherraráð ESB þurfa að kjósa um málið áður en það nær fram að ganga. - jab Vilja aukið rann- sóknarsjálfstæði Verðbólga síðustu 12 mánaða mælist nú 18,6 prósent, samkvæmt mæl- ingu Hagstofu Íslands. Í desember stóð verðbólgan í 18,1 prósenti. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar 2009 er 334,8 stig og hækkaði um 0,57 prósent frá fyrra mánuði. Hækkunin er í sam- ræmi við spár, en IFS Greining hafði spáð 0,6 prósenta hækkun og Greining Glitnis 0,7 prósentum milli mánaða. „Hækkunin milli mánaða nú er sú minnsta síðan í janúar í fyrra, en rétt er að hafa í huga að árstíða- sveifla í vísitölunni er talsverð,“ segir í umfjöllun Glitnis. IFS gerir ráð fyrir að það dragi úr verðbólguhraða á næstu mánuð- um, en áhrif af útsölum hafi verið heldur minni en ráð hafi verið fyrir gert í spá fyrirtækisins. Greining Glitnis segir einnig að útsöluáhrif hafi verið í grynnri kantinum. „Eins og jafnan í janúar hafa útsölur áhrif til lækkunar,“ segir Greining Glitnis, en föt og skór lækkuðu um 9,2 prósent vegna útsöluáhrifa. „Eru það öllu grynnri útsöluáhrif en við höfðum gert ráð fyrir. Vegur þar trúlega á móti að sá fatnaður sem ekki er á útsölu hefur hækkað talsvert á undan- förnum vikum.“ Um leið er bent á að verð á flugfargjöldum til útlanda hafi lækkað um 14,5 prósent, sem sé meira en reiknað hafi verið með. Þá hafi matur og drykkur hækkað um 1,8 prósent og heilsugæsla um 2,6 prósent, að mestu vegna hækkunar á komugjöldum. - óká Gert er ráð fyrir að dragi úr hraða verðbólgunnar á næstu mánuðum: Verðbólga fer úr 18,1 í 18,6 prósent Ekkert er til í því að Straumur sé að flytja höf- uðstöðvar sínar héðan og íhugi skráningu á hluta- bréfamarkað í Lundún- um í Bretlandi eða Stokk- hólmi í Svíþjóð í nánustu framtíð, líkt og breska viðskiptablaðið Financ- ial Times sagði í fyrra- kvöld. Þetta staðhæfir Georg Andersen, framkvæmda- stjóri samskiptasviðs bankans. „Það eru um átján til tuttugu mánuðir síðan við byrjuðum að skoða málin. Það hefur ekki farið lengra en við höfum skoðað málið,“ segir hann og vísar til þess að Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarfor- maður bankans og stærsti hlut- hafi, hafi velt málinu upp á aðal- fundi Straums í hittifyrra. Hann bætir við að yrðu höfuðstöðvarnar fluttar myndi það ekki hafa áhrif á starfsemi Straums hér. Georg segir blaða- konu Financial Times hugsanlega hafa mis- skilið William Fall, for- stjóra Straums, í viðtali sem hún átti við hann á dögunum. Í blaðinu var haft eftir Fall, að flutn- ingur höfuðstöðvanna væri auðveldasta leiðin til að ná fram áætlunum bankans við erfiðar aðstæður hér. Málið var tekið upp í hinum þekkta Lex-dálki blaðsins í gær en þar sagði að flutningurinn væri síðasta móðgunin gagnvart landi sem stendur frammi fyrir alvarlegum samdrætti. - jab WILLIAM FALL Ýktar fréttir af landflótta Straums EKKI HÆGT AÐ FLYTJA ALLT FYRIRTÆKIÐ „Það eru miklir erfiðleikar víða og því ekki auðvelt að fara inn í kauphöll í Stokkhólmi eða í Lundúnum um þessar mundir,“ segir Þórður Friðjóns- son, forstjóri Kauphallarinnar. Skráning fyrirtækis í erlenda kauphöll tekur eitt ár hið minnsta en flutningur á starfsemi fjármálafyrirtækis á borð við Straum gæti tekið þrjá til fjóra mánuði að lágmarki, að mati Straums-manna. Það er að því gefnu að höfuðstöðvar yrðu einar fluttar utan. Einungis fimmtán prósent eigna Straums liggja hér en afgangurinn utan landsteina. Gjaldeyrishöft- in hér koma í veg fyrir flutning fjármagnseigna bankans svo einhverju nemur, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Seðlabanki Íslands áréttar að veð í FIH-bankanum danska vegna þrautavaraláns til Kaupþings í okt- óber sé ekki talið með gjaldeyris- forða þjóðarinnar. Þess vegna sé rangt sem haldið var fram í Mark- aðnum og Fréttablaðinu í fyrradag að gjaldeyrisforðinn sé stórlega ofmetinn. „Útreikningar á gjaldeyris- forða og framsetning hans er hvort tveggja gert í fullu samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og er í einu og öllu farið eftir skilgrein- ingum hans,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Í desemberlok nam gjaldeyris- forði Seðlabanka Íslands 429,4 milljörðum króna, samkvæmt upp- lýsingum á vef bankans. Þar kemur jafnframt fram að fastar nettóút- greiðslur gjaldeyriseigna næstu 12 mánuði séu að nafnverði 173,6 milljarðar króna, þar af 135 millj- arðar þar sem gjalddagi var eftir innan við mánuð, vegna gjaldeyris- lána, verðbréfa og innstæða. - óká FIH-veð ekki með í gjaldeyrisforðaVirði vöru og þjónustu í milliríkja-verslun meðal ríkja Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) dróst saman um 1,6 prósent milli þriðja og fjórða fjórðungs síðasta árs, samkvæmt samantekt OECD. Sam- dráttur varð síðast á þriðja fjórðungi 2006. „Á ársgrundvelli féll virðis- aukning útflutnings vöru og þjónustu OECD-landa í 15,6 prósent, meðan vöxtur innflutnings féll í 17 prósent,“ segir í samantektinni. - óká Minni milliríkjaviðskipti Hljóðið var þungt í mönn- um á fyrsta degi ársfundar Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í gær. Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagkerfi heims- ins staðni á árinu. „Hér er margt fólk sem ekki er bjartsýnt á árið. Annars er mjög fínt og áhugavert að vera hér, fylgjast með því sem er að gerast og taka þátt í því,“ segir segir Jón S. von Tetzchner, stofnandi og for- stjóri norska hugbúnaðarfyrirtæk- isins Opera Software, í samtali við Fréttablaðið. Jón er nú staddur á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem hófst í Alpa- bænum Davos í Sviss í gær. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums, var sömuleiðis skráður til þátttöku. Jón hafði ekki hitt hann í gær. Þetta er fjórða árið í röð sem Jón mætir til Davos. Hann segir athygl- isvert að á síðasta ári hafi talsvert af fólki verið uggandi um horfur í efnahagsmálum. „Nú hefur það orðið eins slæmt og það getur orðið, sérstaklega fyrir Íslendinga,“ segir hann. Svartsýni á stöðu efnahagsmála einkenndi gærdaginn í Davos. Ekki bætti úr skák þegar Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn (AGS) birti hag- vaxtarspá sína fyrir árið en þar er reiknað með að hagvöxtur á heims- vísu fari úr 2,2 prósentum í 0,5 pró- sent, sem á mannamáli merkir að hagkerfi heimsins hafi staðnað á milli ára. Samkvæmt spá AGS mun mesti samdrátturinn verða í Bretlandi og á evrusvæð- inu en nýmark- aðslöndin hífi meðaltalið upp. Hagvöxtur þar verður engu að síður helmingi minni í ár en í fyrra; fer úr 6,24 prósentum í 3,25 að meðaltali. Fjárfestirinn George Soros, sem þekktastur er fyrir að veðja á fall breska pundsins fyrir sautján árum, sagði í samtali við CNBC- sjónvarpsstöðina í gær aðstæð- ur verri en í síðustu kreppu fyrir tæpri öld. Telur hann líkur á að halla muni frekar undan fæti á næstu mánuðum. Aðrir gestir í Davos, sem Bloom- berg-fréttaveitan ræddi við í gær, voru á sama máli. Soros mælti með því að banda- rísk stjórnvöld tækju traustar og góðar eignir úr bönkum þar í landi og tryggði í framhaldinu rekst- ur þeirra með nýju fjármagni úr sjóðum hins opinbera. Eiturbréf og aðrar eignir sem nú séu næsta verðlausar eigi að skilja eftir. Örlög bankanna muni ráðast í kjölfarið. Undir þetta tók dr. Nouriel Rou- bini, prófessor við New York- háskóla í Bandaríkjunum, sem gengur undir viðurnefninu Doktor Dómsdagur sökum svartsýni sinn- ar. Hann hefur lengi talið banda- ríska banka tæknilega gjaldþrota og hefur kveðið á um nauðsyn þess að endurfjármagna þá með öllum tiltækum ráðum. Í gær sagði hann svo óvíst hvort slíkt dugi til að koma í veg fyrir að áhrif lausa- fjárkreppunar versni frekar og segist ekki bjartsýnn á stöðu mála til lengri tíma litið. jonab@markadurinn.is MÁLIN RÆDD Í DAVOS Á FYRSTA DEGI Forkólfar heimsins á fjölmörgum sviðum telja útlitið fram undan dökkt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Svartsýni í Ölpunum ÚTSALA Í JANÚAR Greining Glitnis segir útsölu á fatnaði hafa haft minni áhrif á verðbólgumælingu nú en búist var við vegna talsverðrar hækkunar á fatnaði sem ekki var á útsölu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JÓN S. VON TETZCHNER Á síðustu metrum í starfi Eitt af síðustu verkum Einars K. Guðfinnssonar, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, í embætti var að heimila fimm ár fram í tímann veiðar á hrefnu og langreyði. Hvalveiðar þjóðarinnar hafa löngum verið umdeildar og hafa sumir viljað meina að með því að halda þeim til streitu væri meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Ekk- ert liggur þó fyrir um hvort veiðarnar hafi skaðað viðskipti landsins eða orðstír á erlendri grundu. En er þó varla á bætandi eftir fall bankanna og mál þeim tengd. Enn berast hins vegar í tölvupósti til fyrirtækja hér bréf frá útlendingum sem segjast ætla að snið- ganga íslenskar vörur meðan hvalveiðar séu stundaðar og leggjast gegn aðild landsins að Evrópusambandinu. Nú er bara spurning hvort ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar fær að standa hjá nýrri ríkisstjórn. AGS hált á svellinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gaf í gær út kolsvarta spá um hagvöxt í heiminum. Venju samkvæmt var blásið til blaða- mannafundar til að kynna rit sjóðsins, en nú bar svo við að fresta varð fundinum um hálftíma. Í tilkynningu sjóðsins kom fram að seinkunin skrifaðist á mjög mikla hálku á vegum í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC, þar sem höfðustöðvar sjóðsins eru og fundurinn var haldinn. Peningaskápurinn ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.