Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 32
 29. JANÚAR 2009 FIMMTUDAGUR Sara María Júlíudóttir og Ás- grímur Már Friðriksson hafa frá því í desember hannað saman kjóla og fleiri flíkur. „Ási vann hjá mér í stuttan tíma fyrir nokkrum árum. Síðan þá höfum við verið að ræða að við þyrftum að fara að gera eitthvað meira,“ segir Sara María Júlí- usdóttir, eigandi verslunarinnar Nakta apans. Svo var það í desem- ber að þau fóru að skapa saman leggings, peysur, kjóla og fleiri flíkur. „Ég sé um að prenta allt efnið, síðan ákveðum við saman hvernig flík við viljum búa til. Við veljum saman efni og liti og svo sér Ási um að ljúka við flíkina,“ útskýrir Sara, sem er menntuð í fatahönnun og textíl. „Við reynum að gera áhuga- verða kjóla og skemmtilega,“ segir Ási, sem er kannski best þekktur fyrir búningana sem hann hann- aði fyrir Sylvíu Nótt á sínum tíma. Hann var einnig í Listaháskóla Ís- lands og hefur hin síðari ár unnið að eigin fatalínu, E-Label, en vann líka sem aðstoðartískustjórnandi hjá tímaritinu Cover í Danmörku. Sara segir flíkurnar fremur óhefðbundnar. „Mikið prentað efni er lýsandi fyrir mig, auk þess sem við notum fléttur úr prentuðu efni og alls konar litum,“ segir hún. Kjólarnir seljast að hennar sögn vel þótt þeir séu í dýrari kantin- um, enda mikil vinna í þá lögð auk þess sem enginn er eins. - sg Hver kjóll er einstakur Föt þeirra Söru og Ása eru til sölu í Nakta apanum og á www.dontbenaded.com. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sara í einum af kjólunum sem þau Ási hafa hannað saman. Efnið prentaði Sara en Ási saumaði kjólinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Falleg munstur einkenna kjólana. MYND/ÚR EINKASAFNI Litrík, prentuð efni og fléttuð bönd. MYND/ÚR EINKASAFNI „Ég hef verið að hanna í þrjú ár, aðallega kvenfatnað þótt inn á milli hafi slæðst peysur á börn og karla,“ segir Sólveig Stefánsdótt- ir, sem er á lokaári í fatahönnun- ar- og klæðskeranámi við Iðnskól- ann í Reykjavík og hefur verið að selja hönnun sína undir merkinu Krown*. Spurð hvaðan hún fái hugmynd- irnar að hönnuninni segir Sólveig það háð því hverning fatalínu hún ætli að hanna. „Ég sæki innblást- ur í íslenska náttúru. Annars fæ ég líka hugmyndir úr tískublöð- um.“ Að sögn Sólveigar hefur Krown* vakið nokkra athygli á síðustu árum. Svo gæti farið hún ætti eftir að aukast, þar sem ljós- myndarinn Bryndís Steina Friðgeirsdóttir hyggst nota hönnunina í lokaverkefni sínu við ljósmyndaskóla í París. „Þetta gæti orðið mjög spennandi og skemmti- legt,“ segir Sólveig, ánægð með að fá þetta tækifæri. Hægt er að skoða fata- línuna á www.myspace. com/krowndesign, þar sem einnig finna má upplýsing- ar um hvernig best sé að panta fatnaðinn ef áhugi er fyrir hendi. - aóv Sólveig sækir innblástur í íslenska náttúru. MYND/BRYNDÍS STEINA FRIÐGEIRSDÓTTIR Sækir innblástur í náttúruna Saltfiskur er mikilvægur hluti af matarmenningu íslensku þjóðarinnar 466 1016 www.ektafiskur.is Tímarnir breytast en saltfi skurinn frá Ekta fi ski, þessi gamli góði með íslenskum kartöfl um og smjöri, stendur alltaf fyrir sínu. Sérútvatnaði saltfi skurinn er sérstaklega hentugur í seiðandi saltfi skrétti. Fæst um allt land. Hafðu samband! Frábær gjöf handa Íslendingum út um allan heim! Ekta sal iskur lbúinn l útvötnunar. www.alafoss.is Álafossvegur 23, Mosfellsbær S: 566 6303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.