Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 6
6 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Þingmenn Sam- fylkingar og Vinstri-grænna gagnrýna Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra afar hart fyrir að gefa út leyfi til hvalveiða í atvinnuskyni. Hann er sagður misnota aðstöðu sína gróflega sem fráfarandi ráðherra. Andstæðing- ar hvalveiða kalla ákvörðun hans skemmdarverk gagnvart landi og þjóð. Samtök útvegs- og sjómanna fagna ákvörðuninni sem rökréttri nýtingu á sjálfbærri auðlind. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segir ákvörðun Einars mikil vonbrigði. „Þetta er óskamm- feilið og hrein sýndarmennska. Hann er að reyna að skuldbinda næstu ríkisstjórn og þetta er útspil í komandi kosningabaráttu. Eng- inn ráðherra ætti að taka ákvörð- un um auðlindir landsins með þessum hætti og það án nokkurs samráðs við samstarfsflokk í rík- isstjórn.“ Atli vill ekkert tjá sig um hvort rétt sé að eftirmaður Einars hnekki ákvörðun hans með nýrri reglugerð; það sé hins vegar nær- tækt telji menn að rök hnígi að því að slíkt sé æskilegt. Fyrirséð er að hans mati að ákvörðun Einars geti haft alvarleg áhrif fyrir Ísland á alþjóðavettvangi. Flokkssystkin Atla, formaður- inn Steingrímur J. Sigfússon og Kolbrún Halldórsdóttir, hafa fyrr gagnrýnt ákvörðun Einars í inn- lendum sem erlendum fjölmiðlum. Það gerði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra einnig í gær og sagðist í samtali við vísir.is vilja endurskoða ákvörðunina í nýrri ríkisstjórn. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segir að hvalveiðileyfið sé ekkert annað en skemmdarverk gagnvart landi og þjóð. Hann ítrekar efasemd- ir sínar um að markaður sé fyrir hvalaafurðir og segir hvalveiðar munu valda erfiðleikum með sölu íslenskrar vöru um allan heim. „ Hvalaskoðunarsamtök Íslands fordæma gjörninginn sem þau telja ógna atvinnugreininni segir í fréttatilkynningu. Þeir telja bestu markaðssetningu Íslands til framtíðar að ný ríkisstjórn hnekki ákvörðun Einars. Gagnrýnin kemur einnig utan frá og sagt er frá ákvörðuninni í fjölmiðlum víða um heim. Sinikka Bohlin, forseti Norðurlandaráðs, sagði á fundi ráðsins sem nú er haldinn í Reykjavík það vera und- arlegt að ríkisstjórn Íslands skuli ákveða að undirrita svo umdeild- an samning í miðri fjármála- og stjórnarkreppu. „Í slíkri pólitískri ringulreið ætti ekki að ræða mál sem þetta“, sagði Bohlin. svavar@frettabladid.is Afar hörð gagnrýni á leyfi til hvalveiða Þingmenn Samfylkingar og VG gagnrýna sjávarútvegsráðherra hart fyrir að gefa út hvalveiðikvóta. Andstæðingar veiða segja ákvörðun hans skemmdar- verk gegn landi og þjóð. Ný stjórn íhugar að hnekkja ákvörðun um hvalveiðar. ■ Sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð um veiðar á hrefnu og langreyði til 5 ára. ■ Veiðar í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar myndu ekki ganga um of á stofna hrefnu og langreyðar að mati vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins. Það eru 150 langreyðar og 100 hrefnur. ■ Stofnarnir báðir eru taldir í sögulegu hámarki. ■ Ráðið sjálft hefur enn fremur úrskurðað að hvalveiðar Íslendinga séu löglegar. ■ Sú ákvörðun að veiðiheimildir séu til 5 ára er í samræmi við almenna venju innan Alþjóðahvalveiðiráðsins. ■ Veiðar á langreyði hófust í atvinnuskyni haustið 2006, en hafa legið niðri síðan vegna óvissu um sölu afurða. Nú hefur þeirri óvissu verið eytt. ■ Veiðar á hrefnu hófust árið 2003. Hingað til hafa veiðst 246 hrefnur í vísinda- og atvinnuveiðum. STAÐREYNDIR UM HVALVEIÐIMÁLIÐ DRÖFN GERIR KLÁRT 2006 Hvalveiðimenn hafa þegar hafið undirbúning veiða. Það er hins vegar mikilli óvissu háð hvort það sé tímabært, í ljósi umræðunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Óskráð regla hefur verið að ráðherrar í starfsstjórnum taki ekki veigamiklar eða stórpólit- ískar ákvarðanir, segir Guðni Th. Jóhannesson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Einar K. Guðfinnsson, fráfar- andi sjávarútvegsráðherra, ákvað á þriðjudag, degi eftir að stjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar féll, að gefa út reglugerð um hvalveiðar í atvinnuskyni. Reglugerðin heimilar veiðar á hrefnu og langreyði næstu fimm árin. Guðni segir að aðrir verði að meta hvort ákvörðun Einars teljist veiga- mikil, eða hvort hún hafi verið hluti af daglegum störfum ráðherra. Fallin ríkisstjórn starfar áfram þar til ný hefur verið mynduð, og er kölluð starfsstjórn á þeim tíma. Guðni segist ekki muna eftir dæmum þar sem hin óskráða regla um ákvarðanir ráðherra í starfs- stjórnum hafi verið brotin. Hann bendir til dæmis á að Bene- dikt Gröndal hafi kvartað yfir því að starfsstjórn hans hafi ekki getað tekið stórar ákvarðanir. Minnihluta- stjórn hans baðst lausnar eftir kosn- ingar í desember 1979 en starfaði fram í febrúar 1980 þar sem illa gekk að mynda stjórn. Björgvin G. Sigurðsson, fráfar- andi viðskiptaráðherra, sagði upp stjórn og framkvæmdastjóra Fjár- málaeftirlitsins á sunnudag, og sagði af sér í kjölfarið. Guðni segir að eðlismunur sé á þessari ákvörð- un og ákvörðun Einars, enda stjórn- in ekki fallin á sunnudag. - bj Óskráð regla að starfsstjórnir taki ekki veigamiklar eða stórpólitískar ákvarðanir: Aðrir meti ákvörðun Einars HVALVEIÐAR Fráfarandi sjávarútvegsráð- herra gaf leyfi fyrir veiðum á hrefnu og langreyði til næstu fimm ára á þriðju- dag. MYND/GUNNAR BERGMANN SJÁVARÚTVEGUR Landssamband íslenskra útvegsmanna fagnar þeirri ákvörðun Einars K. Guð- finnssonar sjávarútvegsráðherra að heimila hvalveiðar í atvinnu- skyni. „Íslendingum ber að gæta vel að rétti sínum til nýtingar hvala- stofna við landið“ segir í tilkynn- ingu. „Grundvallaratriði er að landsmönnum verði hvorki mein- að að nýta auðlindir hafsins á sjálfbæran hátt, né að viðhalda jafnvægi milli tegunda. Hvala- stofnar við Íslandsstrendur eru ekki í útrýmingarhættu heldur í stöðugum vexti og eru nú taldir nálægt upprunalegri stærð.“ - shá Fagna hvalveiðikvóta: Nýta ber auð- lindir landsins Kaupir þú vörur sem framleidd- ar eru í Ísrael? Já 28,1 Nei 71,9 SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga Íslendingar að reyna að fá betri kjör hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum? Segðu þína skoðun á Vísi.is Komdu í Fjármálaviðtal Fáðu yfirsýn yfir fjármálin www.glitnir.is/markmid Við veitum þér persónulega þjónustu með vandaðri heildarráðgjöf um fjárhagslega stöðu heimilisins. Fjármálaviðtal er góð leið til að fá skýra yfirsýn yfir fjármál heimilisins og ræða leiðir til úrbóta. Á glitnir.is og í útibúinu þínu getur þú líka nálgast einfaldar og öflugar lausnir til að setja heimilinu fjárhagsleg markmið. Í Fjármálaviðtali förum við m.a. yfir: Eignir á móti skuldum Gjöld og tekjur Útgjaldaáætlun og heimilisbókhald Lánamat og greiðsluáætlun lána Skilmálabreytingar og sameiningu lána Í Fjármálaviðtali förum við saman yfir eignir og skuldir, tekjur og útgjöld og gerum greiðsluáætlun fyrir þín lán. T B W A \R E Y K JA V ÍK \ 0 94 00 1 SVEITARSTJÓRNIR Útlit er fyrir að meirihluti E-listans klofni á fundi bæjarstjórnar á Blönduósi í dag. Jóna Fanney Friðriksdóttir er einn fjögurra bæjarfulltrúa E-list- ans og var bæjarstjóri á Blöndu- ósi í rúm fimm ár þar til 1. októb- er 2007. Hún hefur lýst óánægju sinni með að eftirmaður hennar í bæjarstjórastólnum fái hærri laun en hún fékk. Hún telur að með þessu séu brotin á henni jafn- réttislög, Jóna Fanney gagnrýnir jafnframt að ráðningarsamning- ur núverandi bæjarstjóra sé ekki lagður fram í bæjarstjórn og telur þar um brot á stjórnsýslulögum að ræða. Um þetta hefur hún sent liðsmönnum E- listans bréf eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Valgarður Hilmarsson, forseti bæjar- stjórnar, játar því að nú mæti hart hörðu milli Jónu Fanneyjar og hinna þriggja bæjarfulltrúa E-listans. Hann vill þó ekki kveða upp úr um að sam- starfinu sé lokið. Framhaldið komi í ljós á bæjarstjórnarfundinum í dag. Aðspurður kveðst Valgarður verða að vera bjartsýnn á að bæj- arstjórnin verði starfhæf áfram. Auk fulltrúa E-listans sitja tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks og einn fulltrúi A-lista í bæjarstjórn. Hann segir engan ágreining uppi um stór mál og bæjarfulltrúar hafi átt frábært samstarf. Í ljósi efnahagsástandsins hafi til dæmis verið breið samstaða um gerð fjár- hagsáætlunar. „Þess vegna kom þetta eins og skrattinn úr sauða- leggnum,“ segir Valgarður. - gar Ágreiningur um launamál bæjarstjóra og samstarfsörðugleikar fella bæjarstjórn: Meirihlutinn klofnar í tvennt VALGARÐUR HILMARSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.