Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 16
16 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Nýtt og óþekkt hlutverk bíður Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs. Flokkurinn tekst á við stjórn landsins í fyrsta sinn í tíu ára sögu sinni. Þau hafa margsinnis fengið að heyra að þau séu ekki stjórntæk. Andstæðingar VG afgreiddu flokkinn þannig að loknum kosn- ingunum 2007. Og svo sem í kosn- ingabaráttunni líka. Í þinginu og þjóðmálaumræð- unni hefur stimpillinn svo verið; VG er alltaf á móti öllu og leggur aldrei til neinar hugmyndir. Nema í atvinnumálum og þá snúast þær um prjónaskap og fjallagrös. Vitaskuld hafa þessar möntrur farið í taugarnar á þingmönnum flokksins og þeir hafa stundum svarað. En bara stundum. Oftast láta þeir þetta sem vind um eyru þjóta og halda áfram að reka sína pólitík. Pólitíkin Og um hvað hefur pólitík VG snúist? Í stuttu máli fernt: hefð- bundna vinstri stefnu, kvenfrelsi, umhverfismál og alþjóðahyggju. Það eru í það minnsta þær fjórar stoðir sem flokkurinn hvílir á, að eigin sögn. Í inngangi að stefnuyfirlýsingu segir: Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill beita sér fyrir rót- tækum þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta, hefja vernd náttúru og umhverfis til vegs á Íslandi og treysta byggð um allt land. Hreyfingin er sam- starfsvettvangur og baráttutæki þeirra, sem vilja útrýma kynja- misrétti og tryggja jafnrétti, kvenfrelsi og aukinn jöfnuð í samfélaginu. Alltaf á móti En hvers vegna ætli því hafi oft og lengi verið haldið á lofti að VG sé alltaf á móti? Líklega vegna þess að stefna flokksins hefur einmitt verið það; á móti flest- um meginverkefnum síðustu rík- isstjórna. Stefnumál þeirra hafa verið í svarinni andstöðu við stefnu VG. Einkavæðing, stór- iðjustefna, varnarsamstarf – allt er þetta eitur í beinum vinstri grænna. Það væri undarlegur stjórnmálaflokkur sem sæti þegj- andi undir því að mál og mála- flokkar séu sveigðir í aðra átt en honum hugnast. En andstaðan hefur svo sem ekki bara náð til stórra verka heldur líka smárra. VG hefur notað hvert tækifæri sem gef- ist hefur til að lýsa andúð sinni á ríkisstjórnum. Hann hefur því innistæðu fyrir að vera jafnan sagður á móti. Tillögurnar Á hinn bóginn er hægt að hrekja fullyrðingar um að VG leggi aldrei neitt til. Þingmenn flokksins hafa í gegn- um árin verið afar duglegir við að leggja fram þingmál. Ná þau til flestra málaflokka þar á meðal til atvinnumála. Og merkilegt nokk; VG hefur aldrei lagt fram þing- mál sem lýtur að prjónaskap. Á fjallagrös hefur einu sinni verið minnst; í þingsályktunartillögu flokksins um aðlögunarstuðning við lífrænan landbúnað. Heild Þingflokkur VG hefur frá upp- hafi verið samheldinn og einhuga. Þar á bæ hefur enginn verið til í að gefa afslátt af ýtrustu kröf- um. Eða andstöðu. Helgast það líkast til fremur af því að stefn- an hefur verið þröng og óumdeild en að þingmenn lúti sérstökum flokksaga eða forysturæði. En talandi um forystuna; Steingrím- ur J. Sigfússon er óskoraður for- ingi Vinstri grænna og verður svo lengi sem hann sjálfur kýs. Um hann fella samflokksmenn ekki styggðaryrði í einkasamtölum og þaðan af síður opinberlega. Hann nýtur lofs og aðdáunar svo stund- um jaðrar við dýrkun. Sú staðreynd að hann skorast ekki undan að leiða flokkinn inn í ríkisstjórn á einhverju mesta erf- iðleikaskeiði þjóðarinnar verður ekki til að draga úr áliti flokks- manna á honum. Þeim finnst hann vinna af festu og ábyrgð sem aldrei fyrr. Það á svo eftir að koma í ljós hvernig VG reiðir af í ríkisstjórn. Og hvernig þjóðinni reiðir af með VG í ríkisstjórn. Sú saga verður sögð síðar. FRÉTTASKÝRING: VG á leið í ríkisstjórn í fyrsta sinn Til valda eftir áratug í öflugri stjórnarandstöðu FORYSTAN Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir sæl á landsfundi VG árið 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL 30 25 20 15 10 5 % Kosningar 1999 Kosningar 2003 Kosningar 2007 Skoðanakönnun Frétta- blaðsins 26. jan sl. Fylgi Vinstri-Grænna í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og alþingiskosningum FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is Mýturnar um vinstri stjórnir eru margar. Egill Helgason lék sér með þær á vefsíðu sinni í gær. „Ef kemur vinstri stjórn... ...þá verður: Gengishrun. Hlutabréfamarkaðurinn fellur. Bankarnir eiga ekki lífsvon. Peningar verða fluttir úr landi. Fólk missir sparifé sitt. Verðbólgan fer úr böndunum. Ríkið þenst út. Það verða skattahækkanir. (Úbbs, þetta er allt búið að gerast!)“ ÚBBS, ÞETTA ER... Steingrímur J. Sigfússon hefur einn þingmanna VG reynslu af setu í ríkisstjórn. Hann var landbúnaðar- og samgönguráðherra frá 1988-1991. Steingrímur var kjörinn á þing fyrir Alþýðubandalagið 1983 og gengur Jóhönnu Sigurðardóttur næst í starfs- aldri þingmanna. Ögmundur Jónasson hefur setið á þingi síðan 1995. Fyrsta kjörtímabilið var hann þingmaður Alþýðubanda- lagsins og óháðra en þingmaður VG síðan flokkurinn bauð fyrst fram 1999. Auk Steingríms og Ögmundar hafa þrír núverandi þingmenn flokksins setið frá því að VG bauð fyrst fram. Það eru Jón Bjarnason, Kolbrún Hall- dórsdóttir og Þuríður Backman. Árni Steinar Jóhannsson var auk fimm- menninganna í þingflokknum fyrsta kjörtímabilið en féll af þingi í næstu kosningum. Árið 2007 komu ný á þing fyrir VG þau Atli Gíslason, Álfheiður Inga- dóttir, Árni Þór Sigurðsson og Katrín Jakobsdóttir. STEINGRÍMUR SAT Í ÞRJÚ ÁR Í RÍKISSTJÓRN Um níu af hverjum tíu fram- kvæmdastjórum, stjórnarfor- mönnum og stjórnarmönnum fyrirtækja með fimmtíu starfs- menn eða fleiri eru karlar. Hlut- fall kvenna af þessum stjórnend- um er hæst í fyrirtækjum með tíu starfsmenn en lækkar eftir því sem starfsmenn eru fleiri. Þetta kemur fram í riti Hagstofu Íslands um konur og karla í áhrifa- stöðum. Þar segir jafnframt að hlut- ur kvenna í ýmsum áhrifastöðum standi í stað eða minnki. Í öðrum hafi hlutur kvenna hins vegar auk- ist. - hhs Fáar konur í áhrifastöðum: Einn af tíu er kona EIN FÁRRA Katrín Pétursdóttir stjórnar hinu fjölmenna fyrirtæki Lýsi. Fáar konur eru í hennar stöðu á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þegar Geir H. Haarde forsætisráðherra tilkynnti um endalok ríkisstjórnar- samstarfs Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á mánudaginn lagði hann til að skipuð yrði þjóðstjórn með aðkomu allra flokka á Alþingi. Þessi þjóðstjórn myndi svo sitja fram að kosningum sem ráðgert er að verði í maí á þessu ári. Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins hafa allir á einhverjum tímapunkti undanfarna mánuði lagt til að skipuð yrði þjóðstjórn þó allt útlit sé nú fyrir að það verði ekki raunin við þessi stjórnarskipti. ■ Hvað er þjóðstjórn? Þjóðstjórn er ríkisstjórn sem mynduð er með aðild allra eða flestra þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á löggjafarþingi og nýtur þannig stuðnings allra eða flestra þingmanna. Slíkar stjórnir eru yfirleitt myndaðar þegar alvar- legt kreppuástand eða stríðsástand ríkir og tryggja þarf stöðugleika í landinu. Samkvæmt skilgreiningu eru þjóðstjórnir því meirihlutastjórnir. ■ Hefur þjóðstjórn verið mynduð á Íslandi? Á Íslandi hefur einu sinni verið mynduð þjóðstjórn, hinn 17. apríl árið 1939. Að henni stóðu Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur undir forsæti Her- manns Jónassonar, formanns Framsóknarflokksins, sem var stærsti flokkurinn. Ástæðan var yfirvofandi styrjöld í Evrópu. Verkefni þjóðstjórnarinnar voru að gera ráðstaf- anir vegna styrjaldarinnar, semja við bandamenn um hervernd auk þess að fara með konungsvaldið eftir að Danmörk var hernumin árið 1941. Þjóðstjórnin hélt fram til maí árið 1942 en þá baðst Hermann Jónasson lausnar vegna innbyrðis ágreinings. FBL GREINING: ÞJÓÐSTJÓRN Stjórn á krepputíma Dagskrá Iðnó, 30. janúar 2009 H u g sa s é r!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.