Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 50
34 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Sú kenning heyrist stundum að það komi sjaldan tvö góð ár í röð í poppinu. Árið 2007 var mjög sterkt á alþjóðavísu á meðan árið 2008 var tíðindalítið. Árið 2009 byrjar hins vegar af krafti. Janúarmánuð- ur er ekki liðinn, en samt eru þegar komnar út tvær frábærar plötur. Þriðja plata Antony & the Johnsons, The Crying Light, er staðfesting á því að þar fer alvöru hæfileikamaður. Hún er svolítið fágaðri en I Am A Bird Now, en jafn heillandi, ekki síst fyrir sönginn sem er einstakur. Hin platan er áttunda plata bandarísku sveit- arinnar Animal Collect- ive, Merriweather Post Pavillion. Animal Coll- ective hefur verið ein af ferskustu og hugmynda- ríkustu hljómsveitunum síðustu ára og er nú mætt með sitt meistaraverk, plötu sem er frumleg og fjölbreytt og hlaðin flott- um lagasmíðum. Hljóm- urinn er líka magnað- ur. Platan hefur verið að raða inn fimm stjörnu dómum úti um allt (Mojo, Uncut, Record Collector … plús 9,6/10 hjá Pitchforkmedia) og að minnsta kosti hvað mig varðar þá stendur hún alveg undir öllu því lofi. Algjör snilldarplata. Ef það koma margar jafn góðar plötur út á árinu þá verður þetta metár. Plötusala í heiminum hélt annars áfram að dragast saman í fyrra. Þeirri þróun verður kannski ekki snúið við, en árið 2009 fer samt vel af stað hvað söluvænlegar plötur varðar. Ný Bruce Springsteen plata kom út í vikunni, ný U2-plata kemur 2. mars og fleiri þekkt nöfn eru með plötur á leiðinni á næstu vikum, m.a. Franz Ferdinand, Morrissey og Lily Allen. 2009 byrjar af krafti EIN AF BESTU PLÖTUM ÁRSINS Merriweather Post Pavillion, áttunda plata Animal Collective, er meist- araverk. 9. HVER VINNUR ! SENDU SMS ESL PSV Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2. M eð því að taka þátt ertu kom inn í SM S klúbb. 149 kr/skeytið. Frumsynd 30. janúar‘ WWW.SENA.IS/SKOGARSTRID BÚI OG ELLI ERU MÆTTIR AFTUR Í FRÁBÆRRI TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! MEÐ ÍSLEN SKU TAL I! > Plata vikunnar Hjörvar - A Copy of Me ★★★★ „Styrkur Hjörvars eru fínar lagasmíðar, góður söngur og flottur hljómur. Kraftmikil plata frá listamanni sem fer sínar eigin leiðir.“ - TJ > Í SPILARANUM Eberg - Antidote Beirut - March of the Zapotec/Realpeople Holland M. Ward - Hold Time White Lies - To Lose My Life Franz Ferdinand - Tonight: Franz Ferdinand EBERG FRANZ FERDINAND Breska hljómsveitin Coldplay er sú fyrsta sem tilkynnt hefur verið að spili á Hróars- kelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Cold- play spilaði síðast á hátíðinni árið 2003 við góðar undirtektir. Sveitin spilar aðeins á tveimur öðrum hátíðum í Evrópu í sumar, eða Werchter og Arras, og því verða Hró- arskeldutónleikarnir þeir einu sem hún heldur í Skandivaníu í sumar. Heimasíðan Roskilde-festival.is hefur stofnað hóp á Facebook undir nafninu „Íslenskir aðdáendur Hróarskelduhátíðar- innar í Danmörku“ og hafa nú þegar mörg hundruð manns skráð sig. Þar er hægt að skoða ýmsar ljósmyndir frá hátíðinni sem aðrir Íslendingar hafa sent inn, horfa á myndbönd, spjalla við aðra aðdáendur hátíðarinnar og fleira. Miðaverð á Hróars- keldu hefur lækkað úr 47 þúsund krónum í tæplega 41 þúsund og er því orðið aðeins viðráðanlegra en það var fyrir nokkrum vikum. Coldplay á Kelduna COLDPLAY Tilkynnt hefur verið að Coldplay spili á Hróarskelduhátíðinni í ár. Tvær nýjar poppsöngkonur hafa að undanförnu komið feikisterkar inn í poppflór- una, þær Lady Gaga og Katy Perry. Hvaða stelpur eru þetta eiginlega? Dr. Gunni kannaði málið. Þú getur gleymt Britney, Christinu Aguilera, Beyoncé og öllum þess- um stelpum. Endurnýjunin stend- ur yfir og það eru komnar tvær nýjar glamúrgellur sem gera kröf- ur í krúnuna. Lady Gaga er speis- uð með sjónvarpsgleraugu og Ziggy Stardust eldingu við augað og hefur sigrað poppheiminn með ýlfrandi grípandi smellum sínum „Poker Face“ og „Just Dance“. Katy Perry tók poppheiminn með trompi með létt lesbíska slagaran- um „I Kissed a Girl“ og fer nú mik- inn með rokkskotna ofurpoppinu „Hot N Cold“. Á nærbuxunum Hún heitir Joanne Stefani Germa- notta en nefnir sig Lady Gaga eftir Queen-laginu Radio Gaga, enda mikill Queen-aðdáandi. Á Myspace-síðunni sinni segir hún að karlkyns jafngildi hennar væru Elton John, Freddy Mercury, Boy George og John Lennon með hár- kollu og í netasokkabuxum í Stu- dio 54 diskótekinu. Hún verður 23 ára í sumar og The Fame, sem kom út í fyrra, er fyrsta sólóplat- an hennar. Öfugt við margar poppsöng- konur semur hún lögin sín sjálf og textana. Hún spilar auk þess á flesta hljóðgervlana sem heyrast á plötunni. Áður en hún hóf sólóferil hafði hún meira að segja samið lög fyrir endurvakta New Kids on the Block, Pussycat Dolls, Fergie og Britney Spears, auk þess sem hún hefur unnið náið með R&B pródús- ernum Akon. Hún er frá New York og kann vel sig með súludönsurum og gógóp- íum, vann á „burlesque“ sýningum, en fór aldrei úr öllu, „nema óvart“. Hún og vinkona hennar Lady Star- light voru með atriði á Lollapal- ooza-festivalinu 2007. Þar fékk Gaga á sig kæru fyrir að vera ósið- samleg á almannafæri, var gripin á nærbuxunum. Hún hefur einmitt orðið þekkt fyrir það í slúðurblöð- unum. Lady Gaga flutti til Los Angeles og rekur þar Haus of Gaga, listagengi í stíl við Factory Andy War- hol vill hún meina, sem leggur línurn- ar útlitslega séð fyrir poppstjörnuna. Söng- konan er nú á löngu tónleikaferðalagi um Evrópu og „Just Dance“ er í efsta sæti í Bandaríkjunum og Bretlandi. Áróðurs- vélin er komin á fullt og við fáum miklu meira að heyra um Lady Gaga í framtíð- inni. Úr gospel í lesbíuóra Á meðan ímynd Lady Gaga er sterk sjálfsstæð og framtíðarleg, er ímynd Katy Perry sæta góðan stelpan úr húsinu við hliðina. Þær halda þó báðar upp á Queen en sterkar fyrirmyndir aðrar hjá Katy eru popprokkpíur eins og Cher, Cyndi Lauper, Pat Benatar, Joan Jett og Shirley Manson úr Garbage. Hún heitir Katheryn Elizabeth Hudson og verður 25 ára í októb- er. Hún gaf út plötu undir nafn- inu Katy Hudson árið 2001. Kristi- legt efni er á plötunni enda er Katy dóttir tveggja presta og ólst upp við gospel. Eftirnafninu var þó fljót- lega breytt í Perry því Katy Hud- son þótti alltof líkt leikkonunni Kate Hudson. Eftir fyrstu plötuna ströggl- aði Katy í poppinu og fór á milli útgáfna sem reyndu að koma henni á kortið. Hún var með söngvar- anum í rokkbandinu Gym Class Heroes, en hætti með honum snemma árs 2008. Á sama tíma gerði Katy samning við Capitol-útgáfuna og stórvirk- ar vinnuvélar lagahöfunda fóru á fullt við að semja ofan í hana hugsanlega smelli. „I Kissed a Girl“ sem Katy og lagasmiðirnir Dr. Luke, Cathy Dennis og Svíinn Max Mart- in börðu saman í sameiningu varð strax algjör stórsmell- ur víða um heim enda gríp- andi mjög og með „öðruvísi“ texta. Lagið er af plötunni One of the Boys sem fékk þá gagnrýni að „ekki síðan Jagg- ed Little Pill með Alanis Mor- issette hefur fyrsta plata söng- konu verið svo full af lögum sem geta orðið stórsmellir.“ Lesbíusmellur Katy hefur fengið nokkra gagnrýni frá sam- tökum samkynhneigðra sem vilja meina að vinsældirnar séu byggð- ar á hræsni. Lag sem héti „I Kiss- ed a Boy“ og væri sungið af strák myndi til dæmis aldrei verða vin- sælt. Þá hafa Katy og Lily Allen rifist á síðum blaða eftir að Katy kallaði sjálfa sig „mjóu útgáfuna af Lily Allen“. Lily gagnrýndi Katy á móti fyrir að semja ekki lögin sín, sem er reyndar rugl því Katy er að minnsta kosti skrifuð sem meðhöfundur af öllum lögum plötunnar sinnar og samdi þrjú alveg ein. NÝJAR POPPDROTTNINGAR SPEISUÐ Lady Gaga pókerfeis. PRESTSDÓTTIR Lesbíuórar komu Katy Perry á toppinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.