Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 58
42 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, spilar í kvöld sinn hundrað- asta deildarleik í röð þegar topplið Hauka tekur á móti KR í fyrstu umferð efri hluta Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta. Kristrún hefur spilað alla 98 deildarleiki Hauka síðan hún gekk til liðs við félagið haustið 2004 en hún hafði einnig spilað síðasta deildarleik ÍR tímabilið á undan. „Það er mikilvægt að koma vel undirbúinn eftir undir- búningstímabilið, vera búinn að styrkja sig og vera í góðu formi. Svo er ekki verra að eiga bróður sem er sjúkraþjálfari, þá fær maður forgang og manni er tjaslað saman ef einhver meiðsli eru að angra mann eins og oft gerist þegar æfinga- og keppnisálag er mikið,“ segir Kristrún um lykilinn á bak við það að missa aldrei úr leik. „Ég verð nú að viðurkenna að ég hef verið nokkuð lánsöm með meiðsli, en í byrjun janúar fékk ég lungnabólgu, mætti ekkert á æfingar en bara í leiki.“ Hún missti síðast af leik með ÍR í Grindavík 28. febrúar 2004. „Ég var nýbúin að snúa mig á ökkla og var frekar pirruð að fá ekki að spila í þessum leik í Grindavík. Eftir það hef ég alltaf spilað með ökklahlíf til að eiga ekki á hættuna að missa aftur af leik,“ segir Kristrún. „Ökklinn hefur strítt mér mest í gegnum tíðina en ef hann heldur og heilsan svíkur mig ekki þá spila ég. Svo ef Yngvi þjálfari heldur trúnni á mig þá missi ég vonandi ekki úr leik.“ Kristrún hefur verið í sigurliði í 76 af þessum 99 leikj- um og tólf leikja sigurganga Haukaliðsins nú er þriðja lengsta sigurgangan sem hún hefur tekið þátt í á þessu tímabili. Haukar unnu einnig bæði 27 og 15 leiki í röð á sínum tíma. En hvað verða leikirnir margir í röð? „Ég ætla ekki að setja neina pressu á sjálfan mig, en svo lengi sem ég hef gaman af þessu þá mun ég spila. Tala nú ekki um ef ég fæ að spila með jafn skemmtilegum stelpum og í Haukum þá verða leikirnir örugglega margir. Veit nú samt ekki hvort ég næ að spila jafn marga leiki og Anna María Sveinsdóttir, sá frábæri leikmaður, en ef ég kemst í svipaða tölu og hún þá veit ég að ferillinn minn er orðinn langur og góður.“ KRISTRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, FYRIRLIÐI HAUKA: LEIKUR SINN HUNDRAÐASTA DEILDARLEIK Í RÖÐ Í KVÖLD Ekki verra að eiga bróður sem er sjúkraþjálfari Enska úrvalsdeildin Wigan-Liverpool 1-1 0-1 Yossi Benayoun (41.), 1-1 Mido, víti (83.) Chelsea-Middlesbrough 2-0 1-0 Salomon Kalou (58.), 2-0 Salomon Kalou (81.) Man. City-Newcastle 2-1 1-0 Shaun Wright-Phillips (17.), 2-0 Craig Bellamy (77.), 2-1 Andrew Carroll (81.) West Ham-Hull 2-0 1-0 David Di Michele (33.), Carlton Cole (51.) Blackburn-Bolton 2-2 0-1 Matthew Taylor (15.), 0-2 Kevin Davies (35.), 1-2 Stephen Warnock (66.), 2-2 Benni McCarthy (87.) Everton-Arsenal 1-1 1-0 Tim Cahill (61.), 1-1 Robin Van Persie (90.). Enska b-deildin Coventry-Cardiff 0-2 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry. Iceland Express kvenna EFRI HLUTI Keflavík-Hamar 92-83 Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 31, Pálína Gunnlaugsdóttir 18, Bryndís Guðmundsdóttir 13, Svava Ósk Stefánsdóttir 9, Rannveig Randvers- dóttir 8, Hrönn Þorgrímsdóttir 5, Marín Rós Karlsdóttir 4, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2, Halldóra Andrésdóttir 2. Stig Hamars: Julia Demirer 34 (27 fráköst), Hafrún Hálfdánardóttir 16, LaKiste Barkus 15, Fanney Guðmundsdóttir 8, Íris Ásgeirsdóttir 5. NEÐRI HLUTI Valur-Fjölnir 78-54 Grindavík-Snæfell 78-59 Þetta var fyrsta umferðin í Iceland Express- deild kvenna eftir að henni var tvískipt. ÚRSLIT FÓTBOLTI Framhaldssögunni enda- lausu um hvert Blikinn Jóhann Berg Guðmundsson færi lauk endanlega í gær þegar Breiða- blik náði saman við hollenska félagið AZ Alkmaar. Jóhann Berg fór utan í morgun í læknisskoðun og í kjölfarið skrifar hann undir samning við Alkmaar. „Það er mjög gott að þessu er lokið. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu og er að verða atvinnu- maður í fótbolta. Það er ekkert leiðinlegt. Draumurinn er að ræt- ast,“ segir Jóhann Berg kátur og augljóslega nokkuð létt. Fyrir nokkrum mánuðum var hann á leið til HSV í Þýskalandi, það féll upp fyrir. Svo virtist hann vera að fara til Coventry. Það gekk ekki heldur. Hann endar svo að lokum í Hollandi. „Þetta hefur ekki verið sérstak- ur tími en ég hef reynt að halda ró minni,“ segir Jóhann Berg. „Aðdragandinn var ansi langur. Því er ekki hægt að neita. Ég hélt samt alltaf í trúna að þetta myndi ganga og sem betur fer gerðist það. Þetta var mikill rússí- bani. Ég er búinn að kíkja á alla þessa klúbba og leist best á Alkmaar og er því mjög sátt- ur við þessa lendingu.“ Jóhann Berg telur það vitrænt skref að byrja atvinnumannafer- ilinn í Hollandi. „Þetta er besta uppeldisstöðin fyrir mig og ég mun læra fótbolta þarna. Það voru margir sem mæltu með því við mig,“ segir Jóhann Berg en hjá félaginu hittir hann fyrir landa sína Kolbein Sigþórsson og Ólaf Karl Finsen. „Við Kolbeinn vorum saman í leikskóla þar sem við spörkuð- um saman bolta. Nú hittumst við næst með bolta í Hollandi. Gaman af því,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson. - hbg Jóhann Berg Guðmundsson fer til Hollands eftir allt saman: Mjög gott að þessu máli sé lokið LOKSINS LAUSN Jóhann Berg fer til Hol- lands eftir allt saman. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn Robin- ho hjá Man. City var í gær yfir- heyrður vegna nauðgunarmáls sem verið er að rannsaka í Leeds á Englandi. Átján ára stúlka heldur því fram að sér hafi verið nauðgað á næturklúbbi í borginni fyrir tveimur vikum, en Robin- ho mun hafa verið staddur þar ásamt liðsfélögum sínum í City. Robinho lýsti yfir sakleysi sínu vegna málsins í yfirlýsingu í gær. „Við getum staðfest að Robin- ho hefur talað við lögreglu vegna málsins eins og falast var eftir en hann neitar harðlega ásökun- um um sekt í málinu og mun gera sitt til þess að hjálpa lögreglunni í rannsókn málsins,“ segir Chris Nathaniel, talsmaður Robinho, í yfirlýsingu í gær. - óþ Robinho, Man. City: Yfirheyrður í nauðgunarmáli ROBINHO Lýsti í gær yfir sakleysi sínu í yfirheyrslu vegna nauðgunarmáls sem verið er að rannsaka. NORDIC PHOTOS/GETTY > Riley dæmir í Kórnum Ísland tekur á móti Færeyjum í vináttulandsleik í knattspyrnu í Kórnum 22. mars næstkomandi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun enski dómarinn Mike Riley dæma leikinn. Riley hefur lengi verið í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni og er með þekktari dómurum í enska boltanum. Riley mun einnig halda fyrirlestur fyrir íslenska dómara. Enski dómarinn er að verða mikill Íslandsvinur en hann kom til Íslands á síðasta ári og dæmdi á Shell-mótinu í Vestmannaeyjum. FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen er undir smásjá enska fyrstu deildarliðsins Birm- ingham eftir því sem Ekstrabla- det sagði í gær. Umboðsmaður Sölva Geirs staðfestir enn fremur að enskt lið í toppbaráttu 1. deildarinnar hafi sýnt Sölva áhuga. Sölvi Geir spilar um þessar mundir með danska liðinu Sönd- erjyskE og hefur staðið sig mjög vel. Hann kom þangað frá sænska liðinu Djurgården. Forráðamenn SönderjyskE segjast ekki vera spenntir fyrir því að selja Sölva en komi freist- andi tilboð í leikmanninn muni félagið eiga afar erfitt með að hafna því. - hbg Sölvi Geir Ottesen: Orðaður við Birmingham SÖLVI GEIR Gæti verið á leið til Eng- lands. FRÉTTABLAÐIÐ/HANDSY HANDBOLTI Tvö efstu lið N1 deild- ar karla mætast í kvöld í Fram- húsinu í Safamýri þegar Íslands- meistarar Hauka heimsækja deildarbikarmeistara Fram. Liðin sitja fyrir leikinn hlið við hlið á toppnum með sextán stig hvort og eins stigs forskot á Val sem er í 3. sætinu. Þetta verður þriðji leikur lið- anna í vetur og það er auðveld- lega hægt að halda því fram að Framarar hafi gott tak á Hauka- liðinu. Fram vann deildarleik lið- anna á Ásvöllum í október með sjö marka mun, 27-20, og vann síðan úrslitaleik deildarbikars- ins í lok desember með sex marka mun, 35-29, eftir að hafa náð tíu marka forustu í leiknum. Það er eins og Viggó Sigurðsson, fyrrum þjálfari Haukaliðsins, þekki vel inn á sína gömlu lærisveina. Það mun þó reyna á Viggó í kvöld því Haukarnir koma á bull- andi siglingu inn í þennan leik eftir að hafa unnið fimm deildar- leiki í röð. - óój Toppslagur í N1 deild karla: Framarar með tak á Haukum? TÍU MÖRK Guðjón Drengsson hefur spil- að vel í tveimur sigrum Fram á Haukum í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Liverpool varð að bíta í það súra epli að gera enn eitt jafnteflið og er heldur betur að daprast flugið þessa dagana. Chelsea var aftur á móti í fínu formi. Liverpool gat jafnað Man. Utd að stigum á toppi deildarinnar í gær með því að leggja Wigan á útivelli. Liverpool-liðið mætti ákveð- ið til leiks og sótti mun fastar að marki en heimamenn. Þeim tókst þó ekki að brjóta múrinn fyrr en fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá stakk Benayoun sér laglega inn fyrir vörnina, komst fram hjá markverðinum, var í erf- iðri skotstöðu en náði á laglegan hátt að koma tuðrunni í netið. Leikurinn opnaðist eðlilega í síð- ari hálfleik er heimamenn neydd- ust til þess að koma framar á völl- inn. Þrátt fyrir það var fátt um færi sem og fína drætti. Það var í raun fátt sem benti til annars en að Liverpool myndi landa sigri þegar Lucas braut klaufalega af sér. Mido skoraði örugglega úr vít- inu og jafnaði leikinn. Liverpool slapp síðan með skrekkinn þegar skot úr auka- spyrnu frá Wigan hafnaði í þverslá Liverpool-marksins. Chelsea mátti illa við skakka- föllum á móti Middlesbrough enda einum fimm stigum á eftir toppliði Man. Utd. Það tók drengi Scolaris langan tíma að komast í gegnum varnarmúr Boro en markið kom loks rúmum hálftíma fyrir leiks- lok. Þá fékk Chelsea hornspyrnu, Boro gekk illa að hreinsa og bolt- inn féll til Kalou sem tók hann á lofti og þrumaði honum í netið. Smekklega gert. Kalou var ekki hættur og bætti öðru marki við níu mínútum fyrir leikslok og Chelsea gefur því ekk- ert eftir í toppbaráttunni. Arsenal gat klórað sig nálægt toppliðunum með sigri á Everton á Goodison Park en varð að láta sér nægja stig. Það geta þeir þakk- að Van Persie sem skoraði í upp- bótartíma. henry@frettabladid.is Jafntefli á jafntefli ofan Það gengur hvorki né rekur hjá Liverpool þessa dagana og liðið gerði enn eitt jafnteflið er það sótti Wigan heim. Salomon Kalou sá til þess að Chelsea fengi þrjú stig gegn Middlesbrough. Craig Bellamy tryggði City sigur á Newcastle. FRÁBÆR BYRJUN Craig Bellmy var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Man. City. Mark hans í gær tryggði City þrjú stig. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.