Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 10
10 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR LÖGGÆSLUMÁL Lögreglumanni sem dæmdur var í desember til greiðslu sektar og miskabóta fyrir líkamsárás í 10-11 verslun í Grímsbæ verður ekki vikið úr starfi hjá lögreglu. Maðurinn var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 120 þús- unda króna sekt í desember fyrir að hafa veist að pilti í versluninni eftir að til orðaskaks hafði komið. Honum var jafnframt gert að greiða piltinum 60 þúsund krón- ur í miskabætur. Dómnum verður ekki áfrýjað til Hæstaréttar, samkvæmt upplýs- ingum frá embætti ríkissaksókn- ara. Þá gerði lögmaður lögreglu- mannsins ekki ráð fyrir áfrýjun sektardóms Héraðsdóms. Í svari embættis ríkislögreglu- stjóra til blaðsins varðandi málið segir að það hafi verið álit lög- fræðinga að ekki væru nægar forsendur til að leysa embætt- ismanninn frá embætti vegna sektardóms undirréttar. „Í því sambandi var meðal annars litið til fordæma,“ segir í svarinu. - jss Dómi héraðsdóms ekki áfrýjað til Hæstaréttar: 10-11 lögreglumað- urinn starfar áfram VERÐUR ÁFRAM VIÐ STÖRF Lögreglumaðurinn var dæmdur til greiðslu sekta og miskabóta fyrir líkamsárás í 10-11 verslun í Grímsbæ. Honum verður ekki vikið úr starfi. Ræða Davíðs Oddssonar á ársfundi Seðla- bankans 28. mars 2008: 1. Þrátt fyrir það andstreymi sem víða sést, ekki síst í tengslum við hina alþjóð- legu fjármálamarkaði og þau miklu áhrif sem það kann að hafa á svipaða starf- semi hér, þá er ekki endilega líklegt að íslenska þjóðin sé að sigla inn í kreppu. Miklu líklegra er að nú hægi nokkuð á og í versta falli tökum við nokkra dýfu, sem ætti þó ekki að þurfa að standa lengi. Það höfum við gert fyrr og hrist fljótt af okkur áhrifin af því, enda hefur íslenskt þjóðfélag jafnan sýnt mikla aðlögunar- hæfni. Nokkuð ljóst er að jafnvægi verð- ur ekki komið á í þjóðarbúskapnum nema með samdrætti í eftirspurn . ... En hitt er rétt að hafa í huga, að ef menn draga það að laga sig að aðstæðum og rifa seglin, þá er ekki ómögulegt að tiltölulega lítil dýfa geti breyst úr því fyrirbæri í eitthvað sem kalla mætti kreppu. Staðreynd: Ísland er statt í dýpstu efna- hagslægð sem riðið hefur yfir vestrænt ríki. Lítið sem ekkert var gert til að rifa seglin með þeim afleiðingum að of seint var að grípa inn í þegar ljóst var hversu staðan var alvarleg. Mbl. 11. apríl 2008: 2. Þegar bankar voru einkavæddir og seldir var ríkisábyrgð ekki seld með, þeir hefðu væntanlega verið seldir miklu dýr- ara verði ef það hefði verið.“ Staðreynd: Í ljós kom að vegna ríkis- ábyrgðar falla Icesave-reikningar Lands- bankans og Edge-reikningar Kaupþings á Ísland og þjóðin þarf að greiða. Alls er talið að sú upphæð nemi 700 milljörðum króna. Óvíst er hversu mikið fæst upp í þá skuld við sölu eigna, en talið fullvíst að 150 milljarðar muni falla á almenning. Lokaorð í áliti Seðlabanka Íslands úr ritinu Fjármálastöðugleiki. Davíð Oddsson skrifar undir sem formaður bankastjórnar 9. maí. 3. Á heildina litið er niðurstaða Seðlabank- ans enn sú að fjármálakerfið sé í megin- atriðum traust. Íslenska bankakerfið upp- fyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert. Staðreynd: Fimm mánuðum síðar voru allir helstu bankar landsins fallnir. Kastljósviðtal 7. október 2008: 4. Ísland er ekki að fara að bregðast skyld- um sínum, ríkissjóður Íslands mun aldrei lenda í vanskilum, þvert á móti þá er staða hans að styrkjast. Um leið og menn átta sig á þessu þá mun mat matsfyrirtækj- anna á Íslandi sem slíku hækka, þá munu CDS-álögin á ríkið falla með undrahraða niður og þá mun gengið styrkjast. Menn eru enn þá að halda að þetta séu vandræði en við erum að taka þessa dálítið harka- legu ákvörðun að segja; við ætlum ekki að borga þessar erlendu skuldir bankanna. Staðreynd: Ísland tapar alfarið trausti alþjóðasamfélagsins vegna þeirra hug- mynda að erlendar skuldir bankanna yrðu ekki greiddar. Gengi krónunnar hefur verið með þeim hætti að það er að sliga atvinnu- líf og heimili í landinu. Fjármálaráðuneyt- ið gerir ráð fyrir því að í árslok þessa árs muni skuldir ríkissjóðs nema 413 milljörð- um kr. umfram eignir. Hvað eignabreyting- ar varðar vegur þyngst að sjóðurinn mun tapa 220 milljörðum kr. vegna veðlána þeirra sem sjóðurinn létti nýlega af Seðla- bankanum. 5. … tiltölulega mjög fljótlega þá erum við með ríki sem er skuldlaust eða skuld- lítið í erlendum skuldum og við erum skyndilega með þjóðarskuldir sem eru orðnar sáralitlar og af því að gengið hefur verið svona að þá hefur viðskiptahall- inn meira og minna horfið, þannig að við erum komnir með mjög fína og öfluga mót- spyrnu … Staðreynd: Skuldir Íslands eru metnar á um 2.300 milljarða væru öll lán nýtt sem vilyrði hafa verið gefin fyrir. Það er hins vegar óvíst hvort til þess komi. 6. Þess vegna á fólk að hugsa til þess að þó þetta sé erfitt um hríð þá erum við miklu betur stödd núna eftir þetta allt saman heldur en við vorum fyrir þrem- ur vikum því þá héldu menn enn þá að við ætluðum að burðast með allar þess- ar skuldir. En nú höfum við tekið þá hörðu ákvörðun að við ætlum ekki að láta þessar erlendu skuldir falla á íslenskan almenn- ing og það er sanngjörn leið. Staðreynd: Ákvörðunin varð til þess að öll vinaríki snerust gegn Íslandi. Erlendar skuldir nema hundruðum milljarða. 7. Sem betur fer eru menn að fara þá leið sem að við í Seðlabankanum vildum. Við ætlum ekki að láta þessa kreppu lenda með fullum þunga á íslenskum almenn- ingi. Núna þurfum við auðvitað að koma okkur í gegnum þetta. Við þurfum að haga kjarasamningum þannig að það skapist ró og Seðlabankinn geti farið að lækka vexti. Það er orðið mikilvægt að við getum farið að gera það. Og þar er samvinna við aðila vinnumarkaðarins mikilvæg og um leið og menn átta sig á þessu að við ætlum ekki að setja þessa skuldaklafa á þjóðina, um leið og matsfyrirtækin fara að átta sig á þessu og erlendar lánastofnanir þá mun staða Íslands gjörbreytast og gengið styrkjast. Ég held að það þurfi ekkert mjög langan tíma til þess. Staðreynd: Stýrivextir eru 18 prósent, þeir hæstu í sögunni. Samningar við aðila vinnumarkaðarins eru meira og minna í óvisssu og uppnámi. Lánalínur til Íslands eru helfrosnar og svo verður enn um hríð samkvæmt spám. Lánstraust ríkisins er ekkert. 8. Við erum að ganga í gegnum smá tíma að menn eru að átta sig á því, það sem ég er að segja hérna, að við erum að draga úr skulda hérna fargi þjóðarinnar en ekki að auka það. Og það tekur tíma að síast inn og um leið og það síast inn hægt og rólega að þá mun gengismarkaðurinn lagast mjög fljótt og vel. Staðreynd: Nú er ljóst að efnahagsvand- inn er svo djúpstæður að það mun taka þjóðina mörg ár að vinna úr því. 9. Hvað eru menn að tala um hérna, varðandi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það er verið að tala um það að þá yrði ríkisstjórn- in að óska eftir því að fara í svokallað pró- gramm sem getur staðið í sex mánuði eða tólf mánuði þar sem að Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn kemur hingað, tekur ráðin af ríkisstjórninni varðandi fjárlög ríkisins meira og minna … En þetta er notað yfir ríki sem hafa orðið gjaldþrota. Íslenska ríkið er ekki gjaldþrota, menn verða, sko það eru bankarnir sem eru í vandræðum, ekki íslenska ríkið í rauninni. Staðreynd: Fjörutíu dögum eftir að við- talið var tekið óskuðu íslensk stjórnvöld eftir aðstoð AGS eftir tilraunir til að kom- ast hjá slíkri samvinnu. Þá var ljóst að slíkt samstarf var forsenda þess að Ísland yrði meðtekið í alþjóðasamfélaginu að nýju og hefði möguleika á að fá nauðsynlega lánafyrirgreiðslu. Orð Davíðs og það sem svo gerðist Ríkisstjórnarmyndun er langt komin og Fjármálaeftirlitið hefur verið leyst frá störfum. Dagar Davíðs Oddssonar sem seðlabanka- stjóra eru senn taldir. Rétt er að rifja upp mat hans á efnahagslegri framtíð þjóðarinnar samanborið við atburðarás síðustu missera. TÍMABÆRT AÐ FARA? Davíð hefur verið afar umdeildur sem seðlabankastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.