Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 2
2 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR SAMFÉLAGSMÁL Búseta hátt í sex hundruð manns frá löndum utan EES-svæðisins hér á landi er í uppnámi, þar sem forsendur fyrir atvinnu- og dvalarleyfum þeirra eru brostnar. Um er að ræða þá sem hafa fengið tímabundið atvinnu- og dvalarleyfi sem gild- ir í eitt ár. „Forsendur dvalar þessa fólks eru í flestum tilfellum brostn- ar. Hafi það misst vinnu og finni ekki nýja þýðir ekki fyrir það að sækja um framlengingu á sams konar leyfi,“ segir Margrét Stein- arsdóttir, lögfræðingur og starf- andi framkvæmdastjóri Alþjóða- húss. Fólkið á heldur ekki rétt á atvinnuleysisbótum, þar sem óbundið atvinnuleyfi þarf til þess. „Einstaklingar sem eiga ekki rétt á bótum geta snúið sér til félags- málayfirvalda eftir aðstoð. En það er mjög erfitt fyrir okkur að ráðleggja þeim. Það eru bara til- teknar tegundir dvalarleyfa til og fæstir uppfylla enn þá skilyrði fyrir þeim. Að fólk geti framfleytt sér er alltaf skilyrði fyrir veitingu slíkra leyfa,“ segir Margrét. Þann 1. ágúst 2008 tóku ný útlendingalög gildi. Með þeim voru möguleikar til að setjast hér að þrengdir til muna. Nú getur fólk utan EES eingöngu sótt um atvinnuleyfi vegna tímabundins skorts á vinnuafli, eða á grund- velli sérfræðiþekkingar eða íþróttaiðkunar. Áður en lögunum var breytt gat fólk sótt um svokölluð b- og c- leyfi. Handhafar b-leyfa gátu sótt um búsetuleyfi að þremur árum liðnum. Forsenda fyrir báðum tegundum var að viðkomandi hefði örugga atvinnu hér á landi. Síðustu b- og c-leyfin voru gefin út í júlí 2008 og renna því út á næstu mán- uðum. Þegar þau renna út verður flokkurinn „Tímabundinn skortur á vinnuafli“ sá eini sem handhaf- ar þessara leyfa falla undir. Ljóst er að leyfi vegna þess verða seint gefin út í núverandi árferði. Margir hafa leitað til Alþjóða- húss með miklar áhyggjur af stöðu sinni. „Hingað til mín hefur komið fólk sem hefur þegar misst vinnuna og hefur miklar áhyggjur. Staða þessa fólks er mjög slæm. Í mörgum tilfellum vill það vera áfram á Íslandi, enda eru tengsl þeirra við landið oft orðin sterk og fólk hefur ýmsar skuldbind- ingar hér. Það er afskaplega erfitt að finna lausn á stöðu þeirra ein- staklinga sem lenda í þessu.“ holmfridur@frettabladid.is Hingað til mín hefur komið fólk sem hefur þeg- ar misst vinnuna og hefur miklar áhyggjur. MARGRÉT STEINARSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI ALÞJÓÐAHÚSS Jónsi, er þetta eins og góður draumur, maður? „Ætli þetta hafi ekki orðið eins og ljúfsár martröð í lokin.“ Jón Jósep Snæbjörnsson, eða Jónsi í hljómsveitinni Í svörtum fötum, er í skýj- unum yfir því að borga nú um helgina síðustu afborgunina af myntkörfuláni fyrir eins árs rekstarleigu á BMW X3 jepplingi. Jónsi auglýsti Freyju-Draum á ógleyman- legan hátt með orðunum „góður draum- ur, maður!“ fyrir nokkrum árum. EFNAHAGSMÁL Bretland, Lettland, Grikkland, Úkra- ína og Níkaragva eru þau lönd í heiminum sem eru í mestri hættu á að lenda í efnahagslegu og pólitísku hruni, eða með öðrum orðum gætu orðið „næsta Ísland“. Þetta er mat bandaríska alþjóðamálaritsins Foreign Policy í uppsláttargrein sem birt er á vef þess, www.foreignpolicy.com. Um Bretland segir þar: „Fjármálakreppan er orðin svo alvarleg að hún hefur fært Lundúnum nýtt gælu- nafn í alþjóðlegu pressunni: Reykjavík-við-Thames.“ Það valdi áhyggjum að skuldir bankanna, sem séu að færast að æ meiri hluta í eigu ríkisins, séu meiri en tvöföld þjóðarframleiðsla. Ríkisinngrip í efnahagslíf- ið séu nú orðin svo mikil að þau hafi áunnið Bretlandi annað nýtt gælunafn: Sovét-Bretland. Ástandið í Lettlandi er sagt líkjast mjög því íslenska. Mikill hagvöxtur síðustu ára hafi verið drifinn áfram af erlendum fjárfestingum, mikilli erlendri lántöku, neysluþenslu og sáralitlum sparn- aði. Evrópusambandið spáir 6,9 prósenta samdrætti í þjóðarframleiðslu Lettlands á árinu. Pólitískra afleiðinga kreppunnar er þegar farið að gæta, en þær eru sagðar geta ógnað þeim árangri sem náðst hefur í að byggja upp lýðræði í þessu fyrrverandi sovétlýðveldi. Aðeins 10 prósent landsmanna styðja nú ríkisstjórnina. Þegar hagfræðidósent hafði uppi vangaveltur um að kreppan gæti leitt til gengisfalls lettneska gjaldmiðilsins var hann handtekinn og honum haldið í tvo daga. - aa Tímaritið Foreign Policy fjallar um þau fimm ríki sem gætu orðið „næsta Ísland“: Bretland sagt á barmi hruns „NÆSTA ÍSLAND“ Greininni er slegið upp á vef tímaritsins. Útlendingar óttast að verða vísað úr landi Forsendur atvinnu- og dvalarleyfa fjölda útlendinga frá löndum utan EES eru brostnar. Hátt í sex hundruð manns eiga synjun á framlengingu yfir höfði sér. Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss segir stöðu margra alvarlega. Í FISKI Á sumum vinnustöðum hafa fleiri útlendingar en Íslendingar verið við störf á undanförnum árum. Nú þegar skortur á vinnuafli er ekki lengur vandamál á Íslandi á fjöldi fólks yfir höfði sér að verða vísað úr landi. NEYTENDAMÁL Ný fiskbúð hefur verið opnuð við Geirsgötuna í Reykjavík. Hún heitir Hafmeyj- an og er í eigu Kjartans Halldórs- sonar sem oft er nefndur sægreifi eftir samnefndri verslun sinni og sonar hans Halldórs Páls. Sá síðarnefndi mun standa vaktina og sjá um daglegan rekstur. Allar almennar fisktegundir og tilbúnir réttir eru á boðstól- um auk grindvísks áls sem Kjart- an kveðst reykja sjálfur, „eða við foringjarnir”, eins og hann orðar það. Heil ýsa kostar 650 krónur í Hafmeyjunni og ýsuflök 1.090 krónur. gun/sjá Veljum íslenskt Ný fiskbúð við höfnina Hafmeyjan í verbúðinni LÖGREGLUMÁL Lögreglan hefur fundið yfir þrjátíu hnakka sem stolið var í fjölda innbrota í hest- hús á höfuðborgarsvæðinu fyrr í mánuðinum. Í fyrradag voru tvær konur handteknar. Báðar hafa játað sök, að sögn lögreglu. Tveir til viðbótar tengjast þess- um innbrotum sem eru að mestu upplýst. Þjófunum tókst að selja eitthvað af hnökkum en unnið er að því að endurheimta þá. Hnakk- arnir, sem lögreglan fann voru faldir á ýmsum stöðum á höfuð- borgarsvæðinu. Þeir fundust við húsleit auk nokkurra annarra muna sem einnig var stolið í þess- um innbrotum. - jss Fjölmörg innbrot upplýst: Tvær konur játa hnakkaþjófnaði BÓLIVÍA, AP Djúpstæður ágreining- ur er enn milli stjórnar og stjórn- arandstöðu í Bólivíu þrátt fyrir að stjórnarskrárbreyting hafi fengið traustan meirihluta í þjóðarat- kvæðagreiðslu á sunnudag. Með breytingunni er frum- byggjum landsins, indíánum, veitt aukin réttindi og völd auk þess sem Evo Morales, fyrsti forseti landsins sem kemur úr röðum indíána, er gert kleift að bjóða sig fram til endurkjörs eitt kjörtímabil enn. Íbúar í austurhéröðum lands- ins, þar sem velmegun er mest, eru þó enn andvígir breytingunni og hóta klofningi landsins. - gb Stjórnarskrárbreyting í Bólivíu: Enn djúpstæð- ur ágreiningur EVO MORALES Forsetinn fagnar niður- stöðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Atvinnuleysi eykst Skráð atvinnuleysi í Póllandi hækkaði í 9,5 prósent í desember. Vaxandi atvinnuleysi er enn ein vísbending- in um að verulega er að hægja á hagvexti í landinu. Pólski seðlabank- inn brást í gær við þessu með því að lækka stýrivexti um 0,75 prósent, niður í 4,25 prósent. PÓLLAND Sektaður og sviptur Karlmaður hefur í Héraðsdómi Suður- lands verið sektaður um 130 þúsund krónur fyrir hraðakstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. DÓMSTÓLAR HÖNNUN Fyrsta íslenska gler- augnalínan, Reykjavik Eyes, hefur litið dagsins ljós. Sjón- tækjafræðing- urinn Gunnar Gunnarsson stendur að baki hönnuninni og nýrri fram- leiðsluaðferð. „Gleraug- un eru búin til með nýrri tækni sem á sér enga hliðstæðu í heiminum. Umgjörðin er skorin út í heilu lagi úr örþunnri títan- plötu og er því ekki búin skrúf- um, hjörum eða öðrum aukahlut- um. Það kemur í veg fyrir algeng vandamál eins og lausa skrúfu eða brotna löm. Þá er umgjörð- in alfarið laus við samskeyti og suðupunkta,“ útskýrir Gunnar. - ve / sjá allt Reykjavík Eyes: Ný gleraugna- lína án samskeyta GUNNAR GUNNARSSON UTANRÍKISMÁL Áform um tveggja daga málstofu á vegum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) og íslenskra stjórnvalda, sem hefst hér á landi í dag, eru óbreytt þrátt fyrir óvissu í stjórnmálum hér á landi, segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðu- neytisins. Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri NATO, er aðalræðu- maður málstofunnar, sem fjalla mun um öryggi á norðurslóðum. Málstofan fer fram á Nordica hót- elinu. Forsætisráðherra og utanrík- isráðherra eiga að ávarpa mál- stofnuna, og segir Urður að verði ný stjórn ekki tekin við stjórnar- taumunum í dag muni starfandi ráðherrar ávarpa málstofuna. Markmið málstofunnar er að varpa ljósi á breytingar sem nú eiga sér stað á norðurslóðum. Rætt verður hvernig koma megi í veg fyrir að norðurslóðir verði vettvangur spennu, deilna og mögulegrar hernaðarvæðingar, samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu. Sérstaklega er þar litið til þess hvernig megi byggja upp traust og samvinnu NATO við ríki sem standa utan bandalagsins, svo sem Rússland, Svíþjóð og Finnland. Meðal þátttakenda í málstof- unni, sem er ekki opin almenningi, eru þeir Jonas Gahr Störe, utanrík- isráðherra Noregs og Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur. - bj Engar breytingar á málstofu um öryggi á norðurslóðum þrátt fyrir stjórnarslit: Málstofa NATO hefst í dag NORÐURSLÓÐIR Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, er aðalræðu- maður málstofu NATO, sem hefst í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.