Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 7veljum íslenskt ● fréttablaðið ● Smyrslin frá Villimey, sem bera til að mynda nöfnin Húð-galdur, Sára- galdur, Fóta-galdur, Bossa-galdur og Bumbu-galdur, eru unnin úr villtum íslenskum jurtum sem eru tíndar á Vestfjörðum. Aðalbjörg Þorsteinsdóttir hefur þróað uppskriftirnar, sem byggja á vísdómi, verkkunnáttu, hefðum og sögnum sem hafa gengið mann fram af manni. Hún tekur nú þátt í verkefni á vegum Útflutningsráðs sem ber heitið útflutningur og hag- vöxtur og er stefnan sú að hefja út- flutning á smyrslunum, sem eru án allra rotvarnar-, ilm- og litarefna og lífrænt vottuð frá Vottunarstof- unni Túni, síðar á þessu ári. Þá var fyrirtækið valið af fag- ráði Hönnunarmiðstöðvar og Út- flutningsráðs til að taka þátt í verkefninu Frá hönnun til útflutn- ings en það er samkeppni hönnuða um umbúðir utan um framleiðslu fyrirtækja sem hyggja á útflutn- ing. - ve Villimey í útrás Stefnt er að því hefja útflutning á smyrslunum síðar á þessu ári, auk þess sem von er á nýjum umbúðum. Kleinur eru eitt alíslenskasta munngæti sem þjóðin þekkir. Þær eru sannkallaður ísbrjótur á lífs- ins stundum og eiga alltaf við. Með kleinum má segja fyrirgefðu, ég elska þig, þú ert vinur minn og mér finnst gott að vera hjá þér, ásamt öllu öðru sem upp kemur í hugann, enda gegnheilt kærleiksbrauð. Kleinur er einfalt að baka og af- raksturinn hamingja, mettur magi og góðar birgðir í kreppubúrið. Kleinur 2 kg hveiti 2 bollar sykur 2 egg 100 g smjörlíki 10 tsk. lyftiduft 2 tsk. hjartasalt 1 l súrmjólk kardimommudropar Blandið þurrefnum í skál. Geymið 400 g hveitis til að hnoða upp í. Myljið smjörlíki saman við. Setjið egg, dropa og súrmjólk í miðju þurrefna, blandið vel saman og hnoðið. Hnoðið hveiti eins og með þarf til að deig verði ekki blautt. Fletjið út og skerið. Steikið upp úr Palmín-jurtafeiti við góðan hita í góðum potti. - þlg Þjóðlegt lostæti Það er leitun að þeim sem stenst nýbak- aðar, ilmandi og þjóðlegar kleinur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Framfarir í ylrækt hafa orðið til þess að ferskir íslenskir tómatar fást allan ársins hring. Íslendingar eru með færustu þjóðum heims á sviði ylræktar og gróðurhúsaræktunar. Ylrækt hér á landi byggir fyrst og fremst á nýtingu jarð- hita en hann var fyrst nýttur til upphitunar gróðurhúsa um 1920. Mikil þróun hefur orðið í ylrækt síðastliðin ár sem hefur meðal annars leitt til þess að nú er hægt að fá ferska íslenska tómata og gúrkur allan ársins hring og fylgir paprikan fast á eftir, að því er fram kemur á vefnum www.islenskt.is. Þar má nálgast grænmetisdagatal þar sem fram kemur á hvaða árs- tíma tilteknar grænmetisteg- undir fást. Hnattstaða landsins og land- fræðileg einangrun gera Ísland fljótt á litið ekki kjörland til garðyrkju en einmitt hún ásamt náttúruauðlindum landsins skapar landinu sérstöðu. Norð- læg lega og einangrun þýðir að hér er lítið um meindýr og sjúk- dóma í gróðri. - ve Íslenskt grænmeti allt árið verði frystGengistryggð nlá Um 500 missa vinnuna Samtal við Árna réð úrslitum Gengistryggð lán fryst sjóðsabuím ndin loku isn lífeyr Sagði honum að við stæðum við yfirlýsingar erðastLífeyrisrétti kndi s Önnur sprenging í Pakistan Haman útilokar ekki sningko ar Todd Palin svarar fyrir sig Obama fagnar st xtalækkunvaýri VÍSIR.IS LANGVIRKASTI FRÉTTAMIÐILL LANDSINS Vísir er langvirkasti vef-fréttamiðill landsins og flytur landsmönnum Vísir gefur landsmönnum tækifæri á að fylgjast með og stendur fréttavaktina fyrir þig. Hraði frétta og upplýsinga skiptir höfuðmáli í nútíma samfélagi ! 35% fleiri fréttir en mbl.is ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.