Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 48
32 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 29. janúar 2009 ➜ Tónleikar 19.30 Tékkneskir töfrar Sinfóníuhljóm- sveit Íslands flytur verk eftir Dvorák, Smetana og Martinu í Háskólabíó við Hagatorg. Einleikari er Helga Þóra Björg- vinsdóttir. 20.00 Kvennakórinn Vox feminae stendur fyrir dagskrá í Norrænahúsinu við Sturlugötu til 1. febrúar. Í kvöld munu söngkonur úr hópi kórkvenna flytja texta og söngperlur við undirleik Antoníu Hevesi. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Latínkvartett Tómasar R. Einars- sonar heldur tónleika á Glaumbar við Tryggvagötu. Aðgangur ókeypis. ➜ Síðustu Forvöð Sýningu Kristínar Geirsdóttur lýkur á sunnudag. Artótek 1. hæð Borgarbóka- safns Reykjavíkur við Tryggvagötu. Opið fim. kl. 10-19, föst. kl. 11-19. og um helgina kl. 13-17. ➜ Hugleiðsla 20.00 Hóphugleiðsla alla fimmtudaga í Rajadhiraja Jógamiðstöðinni við Efsta- sund 26. Allir velkomnir. ➜ Sýningar Haltu kjafti og vertu þæg! Sýning í í Safnahúsinu á Húsavík, Stóragarði 17. Á sýningunni eru teknar fyrir skoðanir fólks á ástandi þjóðfélagsmála í kjölfarið á hruni fjármálakerfisins á Íslandi. Opið alla virka daga kl. 9-16. Sýningu lýkur á föstudag. ➜ Fyrirlestrar 20.00 Gufuneskirkjugarðar / Þjónustu- byggingar Olga Bergmann og Anna Hallin flytja erindi í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. ➜ Myndlist Í austursal Kjarvalsstaða við Flókagötu, gefst gestum kostur á að líta nánast alla safneign Listasafns Reykjavíkur á verk- um listamannsins þar sem þau þekja veggi frá gólfi til lofts. Safnið er opið alla daga frá kl. 10-17 og aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Á morgun kl. 12.15 Listasafn Reykjavíkur og Tríó Reykjavíkur hafa um nokkurt skeið verið í samstarfi um hádegistónleika á Kjarvalsstöðum þar sem aðgangur er ókeypis. Á morgun kl. 12.15 bjóða Listasafnið og Tríóið til hádegistón- leika þar sem klassískur léttleiki verður í fyrirrúmi. Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guðmundsdóttir, Gunn- ar Kvaran og Peter Máté. Gamla Billjarðstofan á Skúlagötu 26 við Vitastíg hefur fengið end- urnýjun lífdaga, þó ekki með kjuðum og marmaraborðum balls- kákarinnar. Nú er þar nýtt dansgólf, ljós, lykt af holdi og hreyf- ingu. Ljóti andarunginn eða Ugly Duck productions verður þar með sýningar um helgina: föstudags- og laug- ardagskvöld verða fjórir nýir nútímadansar sýndir þar. Verkin eru Gibbla Yggdrasils,sem er afrakst- ur danshöfundasmiðju ÍD haustið 2008 og var sýnt í grunnskólum Reykjavíkur í annarri mynd. Guðrún Óskarsdóttir, Inga Maren Rún- arsdóttir og Katla Þórarinsdóttir eru höfundar og flytjendur verksins. Katrín Gunnarsdótt- ir, dansari og danshöfundur, sýnir sólóverk í vinnslu sem byggir á rannsóknum á ísbjörnum. Katrín útskrifaðist frá ArtEZ í Hollandi síðast- liðið. Kama Jezierska sýnir sólóverkið Ang- usta. Kama útskrifaðist úr dansi frá Uniwer- sytet Zielonogorski í Póllandi. Hún hefur unnið með fjölda leikstjóra, danshöfunda og leiðbein- endum í Evrópu. Steinunn Ketilsdóttir sýnir verk í vinnslu. Stein- unn útskrifaðist vorið 2005 frá Hunter College í NY með BA-próf í listdansi. - pbb Fjögur ný dansverk Í blábyrjun kreppunnar eru nemendur í Söngskóla Reykjavíkur á fljúgandi ferð sannfærðir um að söngurinn er frelsandi. Þeir verða áberandi í kirkjum víða nú um helgina í einsöngs- hlutverkum og á föstudags- og laugardagskvöld dýrka þeir ver- aldlegri guði með skemmtisýn- ingu sem þeir hafa sett saman og verður almenningi og vanda- mönnum til sýnis gegn vægu gjaldi í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti. Söngleikur er unn- inn í smiðju og settur upp í sam- starfi við Íslensku óperuna. Verk- ið kalla þau The Show Must Go On!, en það er kunnur frasi úr bandarískum skemmtiiðnaði. Boðið er upp á skemmtilega sýningu með stórum hópi flytj- enda: um er að ræða bráðs- kemmtilega sýningu sem 29 ungir og upprennandi söngvarar halda uppi af lífsgleði og kunnáttu. Söngleikurinn, texti og fram- vinda, er saminn af flytjendum og aðstandendum en tónlistin er úr þekktum og vinsælum söng- leikjum með ábæti af kunnum dægurlögum. Undirbúningur tónlistar og stjórn hljómsveitar er í hönd- um Kjartans Valdemarssonar en leikstjóri og höfundur dansa er Sibylle Köll Tvær sýningar eru ráðgerðar á verkinu í Íslensku óperunni: annað kvöld kl. 20 og sunnudag- inn 1. febrúar kl. 17. Aðgöngu- miðasala er í miðasölu Íslensku óperunnar, daglega kl. 14-18 og fram að sýningum á http://midi. is/opera . SÖNGSKÓLANEMENDUR Í SÖNGLEIK OG KIRKJUM TÓNLIST Frá æfingu á Söngleik Söngskólans í Reykjavík fyrr í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 108 PRÓTÓTÝPE JAN- ÚAR 2008 Tilkynnt var á þriðjudag um úthlutanir styrkja Reykjavíkurborgar til listaverkefna og er haldið áfram þeirri stefnu að gera samstarfs- samninga til lengri tíma. Alls var úthlutað tæpri 41 milljón sem dreifist til sextíu og eins aðila. Elektra Ensemble var valinn Tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2009 og hlýtur þess vegna styrk sem nemur 1,8 milljónum króna. Hópinn skipa fimm ungir hljóðfæraleikarar sem allir hafa komið fram sem einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og stundað framhaldsnám erlendis. Hópurinn hefur leikið saman í rúmt ár og er með áhugaverða tónleikaröð í bígerð fyrir árið 2009. Næststærstu styrkina, kr. 900.000, hljóta leikhópurinn Lab Loki sem vinnur að uppsetningu leikverksins Ufsagrýlur eftir Sjón en hann var í fyrra með hæsta styrk leiklistarráðs og setti upp lofaða sýningu á þessum vetri, Steinar úr djúpinu. Ufsagrýlur eftir Sjón er fyrsta leikverk hans í langan tíma. Strengjaleikhúsið fékk einnig 900 þúsund til að frumflytja óperuna Farfuglinn eftir Hilmar Þórðarson í samvinnu við Tónlist fyrir alla en þetta einkaframtak Messíönu Tómasdóttur á að baki strengjaverk eftir íslensk tónskáld og hefur staðið fyrir frumflutn- ingi fleiri íslenskra óperuverka en Íslenska óperan. Samtals voru veittir 36 styrkir og 26 samstarfs- samningar. Af stærstu samstarfssamningum fyrir árið 2009 hlýtur Nýlistasafnið 4,8 milljónir, leik- hópurinn Vesturport 2,9 milljónir, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 2,8 milljónir og tónlistarhópurinn Caput 2 milljónir. Söfnin tvö standa fyrir kraftmikilli starfsemi og eiga stórt verkasafn sem er einstakt í sinni röð en bæði Caput og Vesturport hafa verið í framvarðarsveit á sínu sviði. Blúshátíð, Jazzhátíð og Sequ- ences fá styrki en þegar kemur til smærri styrkja og þeir fara allt niður í 90 þúsund dreifast þeir á ólíka og margbreytilega staði. Vænta má að þegar kemur til niðurskurðar á framlagi til lista á næstu árum verði frekar hugað að stærri og færri styrkjum, og aðrir fari frá borði styrklausir. pbb@frettabladid.is Borgin styrkir listastarf LEIKLIST Verk eftir Sjón í sviðsetningu Lab Loka verður styrkt af borginni. Sýningar um helgina Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hart í bak Jökull Jakobsson Hrífandi verk sem snertir okkur öll EB, FBL lau. 24/1 uppselt sun. 25/1 uppselt Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Hrífandi, einlæg og æsandi sýning fös. 30/1, lau 31/1 örfá sæti laus Sýningum að ljúka Kardemommu- bærinn Thorbjörn Egner Frumsýning 21. febrúar Miðasala í fullum gangi! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Heiður Joanna Murray-Smith Drepur girndin ástina? JVJ, DV fös. 30/1 örfá sæti laus Skoppa og Skrítla snúa aftur í febrúar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.