Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 29. janúar 2009 27 UMRÆÐAN Baldur Guðlaugsson skrifar um hlutabréfa- viðskipti Það er rík tilhneig-ing til þess um þess- ar mundir að horfa á allt sem átti sér stað í aðdragandanum að falli íslensku bank- anna sl. haust í ljósi þess sem síðar gerð- ist. Hefur greinarhöfundur held- ur betur fengið að kynnast því. Ég átti hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. sem ég seldi um miðj- an september sl. Sem kunnugt er féllu Landsbankinn og hinir stóru íslensku viðskiptabankarnir í byrjun október. Ég starfa í fjár- málaráðuneytinu. Síðustu mánuði hefur margsinnis verið látið að því liggja opinberlega að ég hljóti að hafa búið yfir einhverjum upplýs- ingum um yfirvofandi fall Lands- bankans úr því að ég seldi hluta- bréf mín í bankanum svo skömmu áður en hann féll. Hefur fundur sem viðskiptaráðherra átti með fjármálaráðherra Breta í byrjun september sl., og ég sat, einkum verið nefndur til sögunnar í þessu sambandi. Þótt ég hafi leitast við að svara spurningum fréttamanna um þessi viðskipti, tel ég nauðsyn- legt að freista þess að gera enn grein fyrir tildrögum þess að ég seldi hlutabréfin. 1. Staða íslensku bankanna og áhætta í rekstri þeirra höfðu verið til opinberrar umræðu í lang- an tíma. Það hefur viljað gleym- ast eftir hrun íslensku bankanna að mikil opinber umræða hafði farið fram svo mánuðum skipti um stöðu bankanna og áhættu- þætti sem þeir stæðu frammi fyrir, samhliða versnandi ástandi á alþjóðlegum fjármálamörkuð- um. Svokölluð skuldatrygginga- álög (CDS-álög) íslensku bank- anna fóru ört hækkandi sl. sumar og matsfyrirtæki lækkuðu láns- hæfismat þeirra. Þá hafði legið fyrir í nokkurn tíma að horfur í alþjóðlegum og innlendum efna- hagsmálum færu versnandi. Hins vegar var eiginfjárstaða íslensku bankanna og afkoma áfram með ágætum. Gengi hlutabréfa í bönk- unum hafði þó farið lækkandi. Því nefni ég þetta að ég tel nauð- synlegt að rifja upp að fjárfestar höfðu í aðdraganda bankahruns- ins aðgang að óvenju miklum opin- berum upplýsingum um íslensku bankana sem þeir gátu lagt til grundvallar sínum fjárfestingar- ákvörðunum. Eins og verða vill á hlutabréfamarkaði bregðast ekki allir við aðstæðum sem þessum á sama hátt. Sumir telja rétt að selja hlutabréf sem þeir kunna að eiga. Aðrir ákveða að eiga sín hlutabréf áfram í trausti þess að þau muni hækka á ný. Og þriðji hópurinn sér kauptækifæri á markaðnum þar sem hann telur að hlutabréfaverð sé komið undir það sem eðlilegt megi kallast og hljóti að stefna upp á við. Enginn veit á hinn bóg- inn fyrirfram hvað best gefst. 2. Fjármálaráðuneytið er ekki ráðu- neyti fjármálamarkaðarins. Eftir bankahrunið virðist heiti fjár- málaráðuneytisins hafa farið að vekja upp þær ranghugmyndir að það hafi verið ráðuneyti fjármála- markaðarins. Svo var alls ekki. Fjármálaráðuneytið hafði ekkert með málefni Landsbankans eða annarra banka eða fjármálamark- aðarins sem slíks að gera stjórn- sýslulega og eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði heyra ekki undir fjármálaráðuneytið. 3. Átti hlutabréf í Landsbankanum en komst að þeirri niðurstöðu sl. sumar að rétt væri að selja þau. Ég átti ekki hlutabréf í Lands- bankanum þegar ég hóf störf í fjármálaráðuneytinu og hafði ekki keypt hlutabréf í bankanum fremur en í öðrum hlutafélögum eftir að ég hóf þar störf. Ég hafði hins vegar átt hluta- bréf í Hf. Eimskipafé- lagi Íslands þegar ég hóf störf í fjármála- ráðuneytinu en fékk úthlutað í þeirra stað hlutabréfum í Lands- bankanum við einhver uppskipti sem áttu sér stað í viðskiptalífinu fyrir fáeinum árum og ég kom ekkert nálægt ákvörðun um. En ég varð sem sé eigandi hlutabréfa í Landsbank- anum. Síðastliðið sumar komst ég að þeirri niðurstöðu að rétt væri að selja þessi hlutabréf. Ástæða þess var tvíþætt. Í fyrsta lagi þótti mér óheppi- legt starfs míns vegna að eiga bréf í Landsbankanum eftir að málefni íslensku bankanna kom- ust svo mjög á dagskrá. Enda þótt málefni bankanna heyrðu ekki undir fjármálaráðuneytið, fór ekki hjá því eftir að kastljós tóku að beinast að stöðu fjármálakerf- isins að málefni þeirra kæmu til umræðu hjá yfirstjórn fjármála- ráðuneytisins og innan stjórnsýsl- unnar. Í öðru lagi taldi ég það degin- um ljósara að vegna ástands og horfa á fjármálamörkuðum og í efnahagsmálum myndi draga úr umsvifum og arðsemi Lands- bankans ( sem og hinna bank- anna ) og virði hlutabréfa í honum myndi minnka að sama skapi, þótt ekki hvarflaði að mér eitt and- artak að Landsbankinn kæmist ekki í gegnum ókyrrðina á fjár- málamörkuðum. Ég mat það því þannig að hagstæðara væri fyrir mig sem einstakling að varðveita þessa eign mín í öðru formi. Var það og greinilega mat markaðar- ins því gengi hlutabréfa í bankan- um hafði farið lækkandi í nokk- urn tíma. 4. Fram hafði komið opinberlega að útstreymi hefði átt sér stað af svonefndum Icesave-reikning- um Landsbankans í Bretlandi en vitneskja um viðræður milli Landsbankans og breska fjár- málaeftirlitsins um flutning Icesa- ve-reikninganna yfir í dótturfélag varð til þess að ég ákvað að bíða með að selja hlutabréf mín í bank- anum. Hvers vegna seldi ég ekki hlutabréf mín í Landsbankanum fyrr en raun ber vitni ? Ástæðan var sú að ég vildi vera þess full- viss að þegar ég seldi byggi ég ekki yfir upplýsingum um bank- ann sem líklegar væru til að leiða til lækkunar á verði hlutabréfa í bankanum ef opinberar væru. Síðsumars varð mér kunn- ugt um að í gangi væru viðræð- ur milli Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins um flutning svonefndra Icesave-reikninga úr útibúi Landsbankans í Lundúnum yfir í dótturfélag og um tilhögun slíks flutnings. Fram hafði komið opinberlega að nokkurt útstreymi hefði átt sér stað af Icesave-reikn- ingunum í kjölfar umræðna í breskum fjölmiðlum og í breskri þingnefnd um reikningana og um óljósa burði hins íslenska trygg- ingasjóðs innstæðueigenda til að standa undir greiðslu innstæðu- trygginga ef á reyndi. Eins og kunnugt er tryggir tryggingasjóð- ur innstæðueigenda í heimaríki móðurbanka bankaútibús á evr- ópska efnahagssvæðinu innstæð- ur í útibúinu en tryggingasjóður innstæðueigenda í viðkomandi ríki tryggir innstæður í dótturfé- lagi sem banki með höfuðstöðvar í öðru ríki hefur stofnað. Það voru augljósir hagsmunir Landsbank- ans að allri óvissu um trygginga- stöðu Icesave-reikningana yrði eytt í Bretlandi. Flutningur þeirra yfir í dótturfélag var til þess fall- inn að gera það. 5. Ekkert var rætt um stöðu Lands- bankans á fundi viðskiptaráðherra með breska fjármálaráðherranum í septemberbyrjun og engar nýjar upplýsingar komu fram á fundin- um um hag hans. Hinn 2. septemb- er sl. átti viðskiptaráðherra fund með fjármálaráðherra Breta til þess að freista þess að liðka fyrir lausn á flutningi Icesave-reikn- inganna yfir í dótturfélag. Í Bret- landi fer fjármálaráðuneytið með málefni fjármálamarkaðarins en það gerir viðskiptaráðuneytið hér á landi. Þar sem um var að ræða fund með fjármálaráðherra ann- ars ríkis var talið eðlilegt að fjár- málaráðuneytið ætti fulltrúa á fundinum, þótt ekki væri um að ræða mál á málaflokkasviði þess. Var ég beðinn um að sækja fund- inn sem nokkurs konar áheyrnar- fulltrúi. Þar sem fyrir lá að við- skiptaráðherra hefði óskað eftir fundinum til þess að ræða afmark- að mál sem ég þekkti þegar til sá ég ekki ástæðu til þess að víkja mér undan þessu verkefni. Við- skiptaráðherra hefur margsinnis greint opinberlega frá tilgangi og efni fundarins sem var „að bresk stjórnvöld heimiluðu að innláns- reikningarnir yrðu fluttir í breskt dótturfélag strax, en að Lands- bankanum yrði gefinn eðilegur frestur til skipulegs flutnings á eignum á móti innstæðum þannig að fjármögnunarsamningar bank- ans röskuðust sem minnst“, svo vísað sé í svar viðskiptaráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Staða Landsbankans sem slíks var ekk- ert rædd. Á þessum tíma lá raun- ar ekki annað fyrir en að hún væri í góðu lagi. Þó að ráðherra hafi upplýst um efni umrædds fundar láta ýmsir áfram að því liggja að á fund- inum hafi átt sér stað einhverj- ar umræður eða upplýsingagjöf um fjárhagsstöðu Landsbank- ans og yfirvofandi fall bankans. Mér er hins vegar ekki ljóst hver á að hafa upplýst hvern um hvað á margumræddum fundi. Útibú Landsbankans í Lundúnum var hluti af móðurbankanum heima á Íslandi. Eftirlit með Landsbank- anum var í höndum Fjármálaeft- irlitsins hér á landi en ekki hins breska fjármálaeftirlits. Fjár- málaeftirlitið breska og fjármála- ráðuneytið þar í landi bjuggu því ekki yfir neinum sérstökum upp- lýsingum um stöðu Landsbankans. Sannast sagna komu ekki fram á umræddum fundi neinar upplýs- ingar um stöðu Landsbankans, enda var hún alls ekki til umræðu. Niðurstaða fundarins var einfald- lega sú að Landsbankinn og fjár- málaráðuneytið breska myndu áfram vinna að því að finna lausn á flutningi Icesave-reikninganna yfir í dótturfélag. Þar sem þá var hins vegar ekki orðið ljóst hvaða stefnu þessar viðræður tækju taldi ég mig enn ekki geta selt hlutabréf mín í bankanum. 6. Um miðjan september benti allt til að málefni Icesave-reikninganna í Bretlandi væru komin í heila höfn. Tveimur vikum eftir umrædd- an fund frétti ég að stjórnendur Landsbankans hefðu átt fund með breska fjármálaeftirlitinu og var haft eftir Landsbankamönnum að fundurinn hefði verið jákvæð- ur og niðurstaða væri að nást um flutning Icesave-reikninganna yfir í dótturfélag. Þá frétti ég og að ekki væri lengur um að ræða neitt óeðlilegt útstreymi af Icesa- ve-reikningunum. Allt benti því til þess að málefni Icesave-reikn- inganna í Bretlandi væru komin í heila höfn, en það var hið besta mál fyrir Landsbankann, hvort heldur litið var til skemmri eða lengri tíma. 7. Hlutabréf í Landsbankanum lækkuðu talsvert í kjölfar frétta af yfirvofandi útlánatöpum bank- ans. Hinn 17. september sl. birtust í blöðum ítarleg skrif um veru- leg útlánatöp sem Landsbankinn stæði frammi fyrir. Einhverjar sögusagnir höfðu áður heyrst um yfirvofandi útlánatöp bankans en fréttirnar sem þarna birtust höfðu að geyma mun meiri upp- lýsingar um þau mál en ég hafði áður heyrt. Lækkuðu hlutabréf í bankanum töluvert í kjölfar þess- ara frétta. 8. Þegar ég seldi hlutabréf mín í Landsbankanum lá ekki annað fyrir en að staða bankans væri viðunandi. Eftir að hafa fregn- að að farsæl lausn væri að nást hvað varðaði flutning á Icesave- reikningunum yfir í dótturfélag og eftir að markaðurinn hafði brugðist við fréttum um yfir- vofandi útlánatöp Landsbankans taldi ég einsýnt að ekkert stæði í vegi fyrir að ég gæti selt hluta- bréf mín í Landsbankanum. Ég byggi ekki yfir neinum upplýs- ingum umfram markaðinn af því tagi sem líklegar væru til að leiða til lækkunar á verði hlutabréfa í Landsbankanum ef opinberar væru. Það er síðan önnur saga að hlutabréf í bankanum hækkuðu svo á ný dagana eftir að ég seldi bréf mín. Þegar salan fór fram lá eftir- farandi fyrir: - Eiginfjárstaða Landsbankans var álitin sterk og geta þolað tölu- verð áföll - Bankinn hafði sýnt góða afkomu það sem af var árinu - Bankinn hafði nýlega staðist álagspróf Fjármálaeftirlitsins - Lausafjárstaða bankans var talin góð og stóðst álagspróf Fjármálaeftirlitsins og Seðla- bankans - Endurfjármögnun bankans var álitin tryggð fram á árið 2009. 9. Mér var með öllu ófyrirsjáanleg um miðjan september sú atburða- rás sem fór af stað í lok septemb- er og byrjun október og leiddi til falls bankanna. Staða Landsbank- ans breyttist fyrirvaralaust til hins verra í lok september og byrj- un október þegar lausafjárkrepp- an í heiminum magnaðist skyndi- lega og lánalínur Glitnis og síðan hinna íslensku bankanna lokuðust. Það hratt af stað atburðarás sem ég sá ekki fyrir um miðjan septemb- er þegar ég gat loks hrint í fram- kvæmd áformum um sölu á hluta- bréfum mínum í Landsbankanum. Höfundur er ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Um sölu hlutabréfa í Landsbankanum BALDUR GUÐLAUGSSON Mér var með öllu ófyrirsjáan- leg um miðjan september sú atburðarás sem fór af stað í lok september og byrjun október og leiddi til falls bankanna. Straumur óskar afburðanemendum við HR til hamingju með árangurinn! Líkt og undanfarin ár styrkir Straumur fjárfestingabanki afburðanemendur við Háskólann í Reykjavík. Þessir nemendur skipa forsetalista skólans, en það felur í sér að Straumur greiðir skólagjöld þeirra á þessari önn. Agla Friðjónsdóttir, Aldís Geirdal Sverrisdóttir, Andrea Skúladóttir, Arnar Snær Valmundsson, Áróra Helgadóttir, Ásta Ragna Stefánsdóttir, Atli Haukur Arnarsson, Birna Dís Birgisdóttir, Bjarki Einarsson, Björg Ásta Þórðardóttir, Dagný Björk Stefánsdóttir, Einar Bjarni Pedersen, Einar Þór Hólmkelsson, Eiríkur Fannar Torfason, Eiríkur Heiðar Nilsson, Eiríkur Jónsson, Elvar Snorrason, Eyrún Gestsdóttir, Fanney Hrund Hilmarsdóttir, Fríða Einarsdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Guðný Kristín Finnsdóttir, Gunnar Viðar Gunnarsson, Halla Björgvinsdóttir, Halldór Gunnarsson, Hannes Garðarsson, Helga Sæmundsdóttir, Hildur Grétarsdóttir, Hjalti Magnússon, Ingibjörg Lárusdóttir, Ingibjörg Þ. Jóhannesdóttir, Jóhann Eysteinsson, Jón Ingi Sveinbjörnsson, Kári Kolbeinsson, Karl Valur Guðmundsson, Katrín Ýr Sigurðardóttir, Kristján Guðni Halldórsson, Kristján Ingi Arnarsson, Kristján Orri Magnússon, Kristján Valgeir Þórarinsson , Lilja Rut Jensen, Lilja Sóley Pálsdóttir, Máni Atlason, Mikael Arnarson, Óskar Ingi Stefánsson, Páll Ingi Valmundsson, Páll Kristbjörn Sæmundsson, Pálmi Þór Valgeirsson, Pétur Guðnason, Ragnar Einarsson, Ragnhildur Halla Bjarnadóttir, Rakel Guðmundsdóttir, Rebekka Helga Aðalsteinsdóttir, Rósa Björgvinsdóttir, Sara Pálsdóttir, Sigurður Már Gunnarsson, Sindri Hlífar Guðmundsson, Sólveig Lára Kjærnested, Stefán Þór Bjarnason, Stefán Þór Finnsson, Stefanía Helga Stefánsdóttir, Sveinn Þorgeirsson, Theodór Ingi Pálmason, Tómas Guðmundsson, Unnar Hólm Ólafsson, Unnur E. Hafstað Ármannsdóttir, Viktor Einarsson, Þóra Guðfinnsdóttir, Þóra Þorgeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.