Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 52
36 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Fari svo að Heath Ledger fái Óskarinn 22. febrúar er mögulegt að hann verði ekki eini látni einstaklingurinn sem fái þar verðlaun. Óskarsakademían ákvað að beygja reglur sínar þannig að bæði Anthony Minghella og Sidney Pollack fengu til- nefningar sem meðframleiðendur að The Reader, sem var tilnefnd sem besta myndin. Þeir létust báðir í fyrra áður en gerð hennar lauk og skapaði það vanda- mál fyrir akademíuna því hingað til hefur hún ekki viljað tilnefna meira en þrjá framleiðendur fyrir bestu mynd- ina. Þeir eru fjórir í tilfelli The Reader. Eftir að Shakespeare in Love var valin besta myndin á Óskarnum 1998 og her framleiðenda flykktist upp á svið til að taka á móti styttunni ákvað akademían að fækka tilnefndum fram- leiðendum í þrjá. Vegna „sérstakra kringumstæðna“ voru reglurnar síðan beygðar árið 2006 eftir að kvartanir bárust um að einhverjir framleiðend- ur Little Miss Sunshine fengju ekki að vera með. Akademían telur að aðstæðurnar í ár varðandi The Reader séu einnig sér- stakar og því fá þeir Minghella og Poll- ack sínar Óskarstilnefningar, um það bil ári eftir dauða sinn. Óskarsakademían hefur frekar sjald- an verðlaunað látna listamenn í 81 árs sögu sinni. Alls hafa 53 einstaklingar fengið 70 tilnefningar og aðeins þrett- án þeirra hafa borið sigur úr býtum. Fleiri látnir fengu tilnefningu SIDNEY POLLACK Pollack hefur verið tilnefndur til Óskarsins sem einn af framleiðendum The Reader. Woody Allen lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að vera orðinn 73 ára. Nýjasta myndin hans, Vicky Cristina Barcelona, hefur farið sigurför um heiminn. Vicky Cristina Barcelona ger- ist eins og nafnið gefur til kynna í Barcelona. Fjallar hún um tvær bandarískar stúlkur sem ákveða að eyða sumrinu á Spáni. Þar komast þær í kynni við frjálslyndan lista- mann (Javier Bardem) og gullfal- lega en brjálaða fyrrverandi eigin- konu hans (Penélope Cruz). Vicky (Rebecca Hall) er jarðbundin og á leið í hjónaband en Cristina (Scarl- ett Johansson) er ævintýragjörn og hvatvís. Þegar þessar fjórar mann- eskjur flækjast saman í vef kynlífs og ásta skapast bráðfyndin ring- ulreið að hætti meistara Woody Allen. Gagnrýnendur virðast vera á einu máli um að Allen hafi tekist afar vel upp enda var Vicky Crist- ina Barcelona nýverið valin mynd ársins í flokki gaman- og söngva- mynda á Golden Globe-hátíðinni. Einnig var hún tilnefnd til þrennra annarra verðlauna. Fyrir skömmu var Penélope Cruz síðan tilnefnd til Óskarsins fyrir aukahlutverk sitt í myndinni. Woody Allen á að baki rúmlega fjörutíu ára feril í kvikmynda- bransanum og hefur alla tíð verið mjög afkastamikill, með um það bil eina mynd á ári. Á meðal þekkt- ustu mynda hans eru Annie Hall, Manhattan, Hannah and Her Sist- ers og Bullets Over Broadway. Síð- ustu myndir hans hafa flestar feng- ið fínar viðtökur gagnrýnenda, þar á meðal rómantíska tennismyndin Match Point sem skartaði einmitt Scarlett Johansson í einu aðalhlut- verkanna. Vicky Cristina Barcelona fær 7,6 af 10 í einkunn á Imdb.com og 81% á Rottentomatoes.com. Myndin verð- ur frumsýnd í Háskólabíói á morg- un á vegum Græna ljóssins, sem hefur ekkert hlé í myndum sínum. ÁSTARFLÆKJUR Í BARCELONA VICKY CRISTINA BARCELONA Javier Bardem, Scarlett Johansson og Penélope Cruze leika aðalhlutverkin í Vicky Cristina Barcelona. Fjórar kvikmyndir af mismun- andi toga verða frumsýndar um helgina. Valkyrie, nýjasta mynd Toms Cruise, fjallar um banatil- ræði við Hitler árið 1944. Verkefn- ið gekk undir nafninu Valkyrie og stjórnaði því Claus von Stauffen- berg (Cruise). Með önnur hlutverk fara Kenneth Branagh, Bill Nighy, Tom Wilkinson, Terence Stamp og Eddie Izzard. Leikstjóri er Bryan Singer, maðurinn á bak við The Usual Suspects og X-Men 2. Valkyrie fær 7,5 af 10 á Imdb. com og 60% á Rottentomatoes. com. Doubt er dramatísk mynd með Meryl Streep og Philip Seymour Hoffman í aðalhlutverkum. Hún gerist árið 1964 og segir frá presti (Hoffman) sem reynir að brjóta upp stranga siði og hefðir kaþ- ólsks skóla. Hingað til hefur skóla- stjórinn (Streep) stjórnað skólan- um með því að trúa á mátt óttans og aga. Eftir að skólinn tekur við sínum fyrsta svarta nemanda, eiga hlutirnir eftir að breytast. Myndin fær 8,1 á Imdb og 78% á Rottent- omatoes. Valentínusartryllirinn My Bloody Valentine 3-D fjallar um Tom sem snýr aftur í heimabæ sinn þegar tíu ár eru liðin frá fjöldamorðum að kvöldi Valentín- usardags, þegar 22 voru myrtir. Í stað þess að fá hlýjar móttökur uppgötvar Tom að hann er grun- aður um morðin. Myndin fær 6,6 á Imdb og 58% á Rottentomatoes. Fjórða myndin í bíó er teikni- myndin Skógarstríð 2 þar sem Búi og Elli leiða saman hesta sína á nýjan leik. Fjallar hún um þýskan pylsuhund sem sleppur frá eiganda sínum og fer að búa með þeim félögum í skóginum. Myndin fær 5,6 á Imdb.com. Banatilræði og máttur óttans VALKYRIE Tom Cruise fer með aðalhlutverkið í Valkyrie sem fjallar um banatilræði við Adolf Hitler. Rúmenska myndin 4 luni, 3 sapta- mâni si 2 zile var valin sú besta á World Cinema-verðlaunahátíð sjónvarpsstöðvarinnar BBC Four. Myndin gerist í valdatíð Ceauses- cu á níunda áratugnum og fjallar um ferðalag tveggja vinkvenna um heimaland sitt í von um að komast í ólöglega fóstureyðingu. Myndin vann Gullpálmann í Cannes árið 2007 og hefur síðan þá unnið til fjölda verðlauna. Í þetta sinn bar hún sigurorð af Gomorra, Persepolis, Le Scaphandre et le papillon og El Orfanato. Aðeins á eftir að sýna ítölsku myndina Gomorra hér á landi. „Að mínu mati stendur BBC fyrir gæði, fagmennsku, hefð og jafnvægi,“ sagði leikstjórinn Cristian Mungiu þegar hann tók á móti verðlaununum. 4 Months valin best FJÓRIR MÁNUÐIR, ÞRJÁR VIKUR OG TVEIR DAGAR Myndin fjallar um tvær vinkonur sem reyna að komast í ólöglega fóstureyðingu. Jennifer Beals leikur á móti Denzel Washington í myndinni The Book of Eli en tökur á henni hefjast í Nýju Mexíkó í næsta mánuði. Þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár sem Beals sést á hvíta tjaldinu því hún hefur verið önnum kafin við leik í lesbíuþáttunum The L-Word. Í The Book of Eli leikur Wash- ington mann sem reynir að vernda heilaga bók og tryggja þar með áframhaldandi líf mannkyns á jörðinni. Beals verður í hlutverki blindrar konu sem reynir að vernda dóttur sína fyrir áhrifum manns (Gary Oldman) sem ræður ríkjum í smábæ einum. Leikstjórar verða Hughes-bræð- ur sem síðast gerðu From Hell árið 2001. Þekktustu myndir þeirra eru Menace II Society og Dead Presid- ents. Leikur í Book of Eli JENNIFER BEALS Beals leikur á móti Denzel Washington í myndinni The Book of Eli. > PHOENIX AÐ GABBA Vinir Joaquin Phoenix, sem nýlega sagðist ætla að snúa sér að rapp- inu í stað leiklistarinnar, segja að um gabb sé að ræða. Segja þeir að uppátækið sé listrænt verk- efni af hálfu Phoenix sem felist í því að mágur hans, Casey Affleck, festi allt saman á filmu. Svo virð- ist því sem Phoenix sé ekki búinn að missa vitið eins og svo margir óttuðust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.