Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 34
29. JANÚAR 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● farið á fjöll
Eitt af því sem fylgir þorranum
er þjóðlegt flatkökuát. Í fyrir-
tækinu Ömmubakstri/Gæða-
bakstri eru því miklar annir.
„Flatkökur voru fyrst bakaðar á
hlóðum og hefð fyrir kökunum
hefur viðhaldist í landinu,“ segir
Vilhjálmur Þorláksson, fram-
kvæmdastjóri Ömmubaksturs/
Gæðabaksturs. Nú eru það norsk-
ættaðir ofnar sem kökurnar renna
í gegnum og koma úr fullbakaðar
báðum megin eftir 45 til 60 sek-
úndur. Þó talsverður reykur mynd-
ist við baksturinn sjá öflugar vift-
ur um að bægja honum frá vitum
starfsfólksins. Vinnan við flat-
kökugerðina fer fram á nóttunni.
Byrjar klukkan átta að kvöldi og
klukkan sex að morgni er afrakst-
urinn, yfir 6.000 kökur, kominn í
umbúðir.
Ömmubakstur byggir á fyrir-
tæki sem var stofnað 1952 og hét
Bakarí Friðriks Haraldssonar.
Það var fyrst í heimahúsi en flutti
á Kársnesbraut 96 árið 1975. Þá
var tekið til við að tæknivæða það
og auka sjálfvirkni.
Ömmubakstur og Gæðabakst-
ur sameinuðust í eitt árið 2008 og
nú fer brauðbakstur fram í Álfa-
bakka og flatkökur og kleinur
verða til á Kársnesbrautinni. Um
80 manns starfa hjá fyrirtækinu,
þar af sjá um þrjátíu um flatkök-
urnar og kleinurnar.
Að sjálfsögðu er stuðst við gaml-
ar uppskriftir að sögn Vilhjálms
en mesta nýjungin á markaðnum
eru flatkökur úr íslensku byggi
frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöll-
um. Annað bökunarefni er rúgur,
spelt og hveiti. „Við vorum líka
að brydda upp á að hafa kökurn-
ar ferkantaðar,“ bendir Vilhjálm-
ur á. „Fólk hefur tekið þeim mjög
vel enda passa þær betur þannig
undir áleggið, ostsneiðar, skinku
og hangikjöt.“ -gun
Af hlóðum í hátæknivélar
Ingólfur framleiðslustjóri við skurðarvélina, Sara, Dueville, Tassany og Valli fjær.
Valli gengur frá kökunum í bakarofninn. MYND/GUÐMUNDUR SKÚLI VIÐARSSON
Dueville raðar kökunum saman og setur
á bandið sem ber þær til pökkunar.
Bleytt er í íslenska bygginu áður en því
er hellt í hrærivélina.
Nýjar fiskbúðir spretta nú upp á höfuðborgarsvæðinu
og aðrar lifna við sem lognast höfðu út af. Sægreifinn
Kjartan Halldórsson lætur ekki sitt eftir liggja heldur
hefur opnað fiskbúð í næsta húsi við veitingastaðinn
sinn að Geirsgötu 9 í Reykjavík. Hún heitir því róm-
antíska nafni Hafmeyjan. „Þú gengur um sundið, inn
í næstu verbúð og þar er hamingjan,“ segir Kjartan er
hann lýsir leiðinni. Reyndar er það sonur hans, Halldór
Páll, sem ber hitann og þungann af daglegum störfum í
versluninni. Þar eru þeir feðgar með hefðbundnar fisk-
tegundir í borðinu og auk þess ýmsa tilbúna rétti sem
bara á eftir að stinga í ofn eða bregða á pönnu þegar
heim er komið. „Svo erum við með skötusel og gríðar-
lega fínan ál úr Grindavík sem ég reyki sjálfur eða við
foringjarnir,“ tekur sægreifinn fram.
Þegar Kjartan er spurður hvað komi honum til að
standa í svona stórræðum svarar hann að bragði. „Ja,
ég er nú áhugamaður um fisk, enda búinn að vera kokk-
ur á sjó í hundrað ár eða meira.“ Inntur eftir verð-
inu í nýju búðinni segir hann það gott sægreifaverð en
kallar í soninn sem kemur með nákvæmari tölur. „Við
erum með þorskflök á 1.290 krónur, ýsuflök á 1.090 og
heila ýsu á 650,“ upplýsir hann. -gun
Hafmeyja sægreifans og sonarins
Halldór Páll Kjartansson stendur vaktina í nýju fiskbúðinni
Hafmeyjunni við Geirsgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MUNIÐ
EFTIR
FRÁB
ÆRU
UMFE
LGUN
AR-
VERÐ
UM OK
KAR
Sími 864 6600 |
Steinteppi
& epoxy
gólfefni
BÍLSKÚRAR • SVALIR • BAÐHERBERGI • STOFUR
ELDHÚS • VERSLANIR • IÐNAÐARHÚSNÆÐI
verslunina eldhúsið stigann
| www.steinteppi.is | steinteppi@steinteppi.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki