Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 34
 29. JANÚAR 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● farið á fjöll Eitt af því sem fylgir þorranum er þjóðlegt flatkökuát. Í fyrir- tækinu Ömmubakstri/Gæða- bakstri eru því miklar annir. „Flatkökur voru fyrst bakaðar á hlóðum og hefð fyrir kökunum hefur viðhaldist í landinu,“ segir Vilhjálmur Þorláksson, fram- kvæmdastjóri Ömmubaksturs/ Gæðabaksturs. Nú eru það norsk- ættaðir ofnar sem kökurnar renna í gegnum og koma úr fullbakaðar báðum megin eftir 45 til 60 sek- úndur. Þó talsverður reykur mynd- ist við baksturinn sjá öflugar vift- ur um að bægja honum frá vitum starfsfólksins. Vinnan við flat- kökugerðina fer fram á nóttunni. Byrjar klukkan átta að kvöldi og klukkan sex að morgni er afrakst- urinn, yfir 6.000 kökur, kominn í umbúðir. Ömmubakstur byggir á fyrir- tæki sem var stofnað 1952 og hét Bakarí Friðriks Haraldssonar. Það var fyrst í heimahúsi en flutti á Kársnesbraut 96 árið 1975. Þá var tekið til við að tæknivæða það og auka sjálfvirkni. Ömmubakstur og Gæðabakst- ur sameinuðust í eitt árið 2008 og nú fer brauðbakstur fram í Álfa- bakka og flatkökur og kleinur verða til á Kársnesbrautinni. Um 80 manns starfa hjá fyrirtækinu, þar af sjá um þrjátíu um flatkök- urnar og kleinurnar. Að sjálfsögðu er stuðst við gaml- ar uppskriftir að sögn Vilhjálms en mesta nýjungin á markaðnum eru flatkökur úr íslensku byggi frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöll- um. Annað bökunarefni er rúgur, spelt og hveiti. „Við vorum líka að brydda upp á að hafa kökurn- ar ferkantaðar,“ bendir Vilhjálm- ur á. „Fólk hefur tekið þeim mjög vel enda passa þær betur þannig undir áleggið, ostsneiðar, skinku og hangikjöt.“ -gun Af hlóðum í hátæknivélar Ingólfur framleiðslustjóri við skurðarvélina, Sara, Dueville, Tassany og Valli fjær. Valli gengur frá kökunum í bakarofninn. MYND/GUÐMUNDUR SKÚLI VIÐARSSON Dueville raðar kökunum saman og setur á bandið sem ber þær til pökkunar. Bleytt er í íslenska bygginu áður en því er hellt í hrærivélina. Nýjar fiskbúðir spretta nú upp á höfuðborgarsvæðinu og aðrar lifna við sem lognast höfðu út af. Sægreifinn Kjartan Halldórsson lætur ekki sitt eftir liggja heldur hefur opnað fiskbúð í næsta húsi við veitingastaðinn sinn að Geirsgötu 9 í Reykjavík. Hún heitir því róm- antíska nafni Hafmeyjan. „Þú gengur um sundið, inn í næstu verbúð og þar er hamingjan,“ segir Kjartan er hann lýsir leiðinni. Reyndar er það sonur hans, Halldór Páll, sem ber hitann og þungann af daglegum störfum í versluninni. Þar eru þeir feðgar með hefðbundnar fisk- tegundir í borðinu og auk þess ýmsa tilbúna rétti sem bara á eftir að stinga í ofn eða bregða á pönnu þegar heim er komið. „Svo erum við með skötusel og gríðar- lega fínan ál úr Grindavík sem ég reyki sjálfur eða við foringjarnir,“ tekur sægreifinn fram. Þegar Kjartan er spurður hvað komi honum til að standa í svona stórræðum svarar hann að bragði. „Ja, ég er nú áhugamaður um fisk, enda búinn að vera kokk- ur á sjó í hundrað ár eða meira.“ Inntur eftir verð- inu í nýju búðinni segir hann það gott sægreifaverð en kallar í soninn sem kemur með nákvæmari tölur. „Við erum með þorskflök á 1.290 krónur, ýsuflök á 1.090 og heila ýsu á 650,“ upplýsir hann. -gun Hafmeyja sægreifans og sonarins Halldór Páll Kjartansson stendur vaktina í nýju fiskbúðinni Hafmeyjunni við Geirsgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MUNIÐ EFTIR FRÁB ÆRU UMFE LGUN AR- VERÐ UM OK KAR Sími 864 6600 | Steinteppi & epoxy gólfefni BÍLSKÚRAR • SVALIR • BAÐHERBERGI • STOFUR ELDHÚS • VERSLANIR • IÐNAÐARHÚSNÆÐI verslunina eldhúsið stigann | www.steinteppi.is | steinteppi@steinteppi.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.