Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 44
28 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) var stofn-
að 29. janúar árið 1961. Kostaði það mikla bar-
áttu að stofna sambandið þar sem sum sérsam-
böndin sem fyrir voru beittu sér sérstaklega gegn
því. Má þar nefna Handknattleikssambandið og
heyrðist því fleygt að menn væru hræddir við
samkeppnina.
Í fyrstu stjórn KKÍ voru Bogi Þorsteinsson for-
maður, Benedikt Jakobsson, Matthías Matthías-
son, Magnús Björnsson, Kristinn V. Jóhannsson,
Ásgeir Guðmundsson og Helgi V. Jónsson. Bogi
gegndi formennsku KKÍ í tæp níu ár samfleytt
eða frá stofnfundinum fram að aðalfundi 1. nóv-
ember 1969. Þá gaf hann ekki kost á sér til end-
urkjörs.
Stofnaðilar KKÍ voru Körfuknattleiksráð Reykja-
víkur, Íþróttabandalag Suðurnesja, Íþróttabanda-
lag Hafnarfjarðar, Íþróttabandalag Keflavíkur,
Íþróttabandalag Akureyrar og Íþróttabandalag
Vestmannaeyja. Forseti stofnþingsins var Bene-
dikt G. Waage, þáverandi forseti Íþróttasam-
bands Íslands. Fyrsti stjórnarfundur hins nýja
sambands var haldinn 1. febrúar árið 1969. Fjór-
tán einstaklingar hafa gegnt stöðu formanns KKÍ
og er Hannes Sigurbjörn Jónsson núverandi for-
maður sambandsins.
ÞETTA GERÐIST: 29. JANÚAR 1961
KKÍ var stofnað eftir baráttu
MERKISATBURÐIR
1845 Hrafninn, eftir Edgar Allan
Poe, kemur fyrst út á
prenti í dagblaðinu New
York Evening Mirror.
1886 Karl Benz fær einkaleyfi á
fyrsta bensíndrifna bíln-
um.
1905 Jarðskjálfti, sem mælist
5,5 á Richter, verður á
Suðvesturlandi og eru
upptökin við Kleifarvatn.
1989 Ungverjaland kemur á
stjórnmálasambandi við
Suður-Kóreu.
2000 Vísindavefurinn er opn-
aður í fyrsta sinn af for-
seta Íslands, Ólafi Ragnari
Grímssyni.
2005 Áætlunarflug hefst aftur
milli Kína og Taívan, eftir
56 ára hlé.
LEIKARINN TOM SELLECK
ER 64 ÁRA Í DAG.
„Ég hef aldrei brugðist vel
við því þegar aðrir reyna að
segja mér fyrir verkum.“
Bandaríski leikarinn Tom Sell-
eck hefur leikið í kvikmynd-
um og þáttaröðum og að auki
framleitt kvikmyndir og skrif-
að handrit.
timamot@frettabladid.is
„Fertugsafmælið leggst mjög vel í mig
af því það verða allir svo hissa þegar
ég segi hvað ég er gamall; það trúir
því enginn,“ segir Davíð Ólafsson
söngvari, sem verður fertugur á morg-
un, 30. janúar. „Ég ákvað að halda tón-
leika til að staðfesta og sanna fyrir
fólki að ég væri orðinn þetta gamall
og ætla í leiðinni að styðja gott mál-
efni,“ segir hann. Tónleikarnir verða
haldnir á afmælisdaginn í Langholts-
kirkju klukkan 20 en miðasalan opnar
klukkan 18. Ágóði af miðasölu rennur
til hjálparstarfs ADRA.
„Hjálparstarf ADRA hefur verið á
Íslandi í 40 ár. Í alþjóðlegum úttekt-
um fær ADRA sama gæðastimpil og
Læknar án landamæra hvað varðar
skilvirkni og lítinn kostnað,“ segir
Davíð. „Ég fór á vegum samtakanna
til Pakistan að byggja skóla með það
að markmiði að ná börnum úr þræl-
kun. Þarna voru krakkar í múrsteina-
verksmiðjum og annarri þrælkun allt
í kring en ADRA greiddi börnunum
fyrir að vera í skóla og gaf þeim mat
svo hagstæðara varð fyrir foreldrana
að hafa þau í skóla frekar en vinnu.“
Davíð hafði lengi haft áhuga á hjálp-
arstarfi og var búinn að taka þátt í
sams konar verkefni í Mið-Amer-
íku. „Í svona starfi kynnist maður
því hvað er að vera fátækur og hafa
enga möguleika í lífinu. Maður verð-
ur aldrei samur eftir svona reynslu,“
segir hann alvarlegur.
ADRA hefur líka styrkt fjölskyldu-
hjálp á Íslandi og um þessar mundir
beitir Íslandsdeildin sér gegn barna-
vændi í Kambódíu og Taílandi. „Sam-
tökin eru gríðarlega sterk á alþjóða-
vísu og þegar ég var í Pakistan þá
ráku þau stærsta sjúkrahúsið. Búið
er að gera sjónvarpsmynd um verk-
efni Íslandsdeilarinnar gegn barna-
vændi sem verður sýnd um páskana,“
segir Davíð og bætir við: „Verkefnið
í Kambódíu snýst um að fjármagna
foreldramenntun. Erfitt er að berj-
ast gegn mansali með því að segja
fólki að það sé ljótt að selja börn-
in sín. Foreldrar selja jafnvel dætur
sínar fyrir ísskáp. Foreldrunum er
sýnt fram á að þeir græði meira á því
að ala dóttur sína upp og senda í nám
því þá geti hún séð fyrir þeim í ell-
inni. Síðan eru líka stúlknaskólar þar
sem þeim er hjálpað út úr þessu og eru
að skila gríðarmiklum árangri.“ Þar
sem Davíð hefur starfað fyrir ADRA
þá þekkir hann þau samtök og treystir
þeim. „Rekstarkostnaður er innan við
tíu prósent af gjafafé og hjá Íslands-
deildinni er hann innan við þrjú pró-
sent, sem er mjög lágt.“
En hvað um stórveisluna? „Ég ætl-
aði alltaf að halda stóra veislu en
eins og frændi minn segir þá held-
ur maður ekki stóra veislu fyrr en
fólk hefur efni á að gefa almennileg-
ar gjafir,“ segir Davíð og hlær hress-
ilega. „Tónleikarnir verða mín veisla
þar sem fram koma ýmsir sem ég hef
sungið með í gegnum tíðina. Má þar
nefna Karlakórinn Fóstbræður, Jó-
hann Friðgeir, Garðar Thor Cortes,
Huldu Björk, Gissur Pál, Stefán Helga
og fleiri.“
Tónleikarnir verða rúmur klukku-
tími og á léttu nótunum. „Ég ætla ekki
að hafa þetta neitt þrúgandi langt en
vil þó sýna að ég hafi enn heilsu til
að syngja. Dagskráin verður nokkurn
veginn í tímaröð þannig að flytjend-
urnir tengjast söngferli mínum. Ég
byrja á móðurbróður mínum, Steini
Erlingssyni, sem varð til þess að ég
fór að læra söng. Hann var alltaf að
syngja heima og systir mín lék undir
á píanó. Hann æfði oft dúetta og þá
fór ég að gaula með honum. Söngur er
fíkn sem maður losnar aldrei við og
þannig þróaðist þetta áfram,“ útskýr-
ir Davíð og nefnir að hann hefði viljað
bjóða fleirum að syngja með. „Ég býð
þeim bara í fjöldasönginn sem verður
eftir tónleikana í hliðarsal Langholts-
kirkju. Þar verða flatkökur og klein-
ur á boðstólum eða þorrapinnamatur,“
segir hann og tekur fram að ræðuhöld
verði bönnuð. „Það má bara syngja!“
hrefna@frettabladid.is
DAVÍÐ ÓLAFSSON SÖNGVARI: FAGNAR FERTUGU MEÐ TÓNLEIKUM Á MORGUN
Ræðuhöld verða með öllu bönnuð
ALLTAF Í FJÖRINU Davíð ásamt Garðari Thor á æfingu fyrir afmælistónleikana. Miða má panta með því að senda tölvupóst á eirikur@europro.is.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Oddnýjar Guðrúnar
Guðmundsdóttir
Skógarbæ, áður Lautarsmára 12.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir alúð
og umhyggju.
Vilborg Pétursdóttir Sigurður Haraldsson
Guðmundur Pétursson Elsa Jónsdóttir
Sigríður Pétursdóttir Heiðar Vilhjálmsson
Hendrik Pétursson Marianne Hansen
Halldóra Pétursdóttir Jóhann Helgason
barnabörn og barnabarnabörn.
Heimili og skóli - landssam-
tök foreldra og SAFT, í sam-
starfi við Símann, standa nú
fyrir fræðsluherðferð um
örugga netnotkun barna og
unglinga.
Markmið hennar er að
vekja athygli foreldra og for-
ráðamanna á þeim hættum
sem kunna að leynast á net-
inu og benda á úrræði sem
stuðla að öruggri netnotkun
barna og ungmenna.
Herferðin felur meðal ann-
ars í sér að foreldraráðum og
foreldrafélögum í grunnskól-
um er boðið upp á erindi um
örugga netnotkun.
Samhliða fræðsluherferð-
inni hefur Síminn vakið at-
hygli á öruggri og jákvæðri
netnotkun í auglýsingum
sem hafa birst í ljósvaka- og
prentmiðlum.
Öryggi í öndvegi
Ásta Eiríksdóttir, 15 ára nemandi í Áslandsskóla, Sævar Freyr Þráins-
son, forstjóri Símans, og Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og
skóla, kynna herferðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Unnið er að framkvæmda-
áætlun ríkisstjórnarinnar
í jafnréttismálum og geta
áhugasamir sent félags- og
tryggingamálaráðuneytinu
ábendingar á netinu fram
til 10. febrúar.
Helstu áherslur í vænt-
anlegri þings-
ályktunartil-
lögu
um áætlunina má finna á
umræðugrundvelli sem er
aðgengilegur á heimasíðu
félags- og tryggingamála-
ráðuneytisins.
Umræðugrundvöllurinn
var lagður fyrir á jafnrétt-
isþingi 16. janúar og eru
það nýmæli að umræður
á jafnréttisþingi séu hafð-
ar til hliðsjónar við gerð
þingsályktunartillögu, að
því er fram kemur á vef
ráðuneytisins.
Áætlun um jafnrétti
Unnið er að framkvæmda-
áætlun í jafnréttismálum.
AFMÆLI
SARA GILBERT leikkona er 34 ára. HEATHER GRAHAM leikkona er
39 ára.
OPRAH WINFREY sjónvarpskona
er 55 ára.
GERMAINE GREER, fræðikona og
femínisti, er sjötug.