Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 12
12 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
PALESTÍNA, AP Ísraelar gerðu í gær-
morgun loftárásir á jarðgöng undir
landamæri Gasasvæðis og Egypta-
lands, skömmu áður en George Mit-
chell, nýskipaður erindreki Banda-
ríkjaforseta í Mið-Austurlöndum,
heimsótti ísraelska ráðamenn.
Mitchell hvatti Ísraela til að
halda vopnahlé, sem hófst fyrir
tíu dögum í kjölfar þriggja vikna
loftárása Ísraelshers á Gasasvæð-
ið, en árásirnar settu svip sinn á
heimsóknina.
Ísraelar sögðu árásir sínar gerð-
ar í hefndarskyni vegna sprengju
frá Palestínumönnum, sem varð
einum ísraelskum hermanni að
bana á þriðjudag. Síðdegis í gær
virtist sem ró væri að komast á að
nýju.
Eftir að vopnahlé hófst hinn
18. þessa mánaðar hófust íbúar á
Gasasvæðinu strax handa við að
endurgera jarðgöngin, sem Ísrael-
ar höfðu að miklu leyti eyðilagt í
árásum fyrr í mánuðinum.
Palestínumenn hafa notað göng-
in til að smygla bæði nauðsynjum
og vopnum yfir á Gasasvæðið, sem
hefur verið í nánast algerri ein-
angrun mánuðum saman.
Javier Solana, utanríkisfulltrúi
Evrópusambandsins, er einnig
á ferð í Mið-Austurlöndum til að
miðla málum og koma á vopnahléi,
sem gæti enst til lengri tíma. - gb
Nýskipaður erindreki Bandaríkjanna hitti ísraelska ráðamenn:
Ró færist yfir Gasa á ný
GEORGE MITCHELL OG SHIIMON PERES
Erindreki Obamas fer nú á milli ráða-
manna í Mið-Austurlöndum og reynir að
leggja lið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KREPPA Í BRETLANDI Vauxhall-umboð
í Manchester vekur athygli á útsölu á
nýjum bílum með þessum áberandi
auglýsingaþakta bíl. Óseldir bílar
hrannast upp hjá bílaframleiðendum í
kreppunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
IÐNAÐUR Björn Björnsson trésmið-
ur lokaði fyrirtæki sínu „Útihurð-
ir og gluggar“ í góðærinu fyrir
tæpum tveimur árum og er nú að
opna aftur í kreppunni. Hann segir
neytendur hafa snúið aftur í ríkum
mæli að kaupum á íslenskri fram-
leiðslu, enda eigi þeir ekki margra
kosta völ.
„Ég lokaði fyrirtækinu í apríl fyrir
tæpum tveimur árum. Það var ekki
hægt að reka þetta. Fólk gat keypt
mahóníglugga með gleri og öllu
saman frá Litháen í gegnum Byko
á sama verði og ég varð að bjóða.
Það var ekkert hægt að keppa við
þetta, enda var ég að framleiða á
undirverði.“
Björn segist hafa séð fyrir að
góðærið myndi ekki vara um alla
eilífð.
„Það var vitað að þetta gæti
ekki gengið nema í ákveðinn tíma
eins og hefur alltaf verið í gegnum
árin,“ útskýrir hann. „Þegar mað-
urinn er búinn að vera í rekstri frá
1982 þá veit maður um sveiflurn-
ar og þekkir þær. Maður veit líka
að það má ekki að taka erlend lán,
enda sér maður núna hvernig ýmis
íslensk fyrirtæki hafa farið á því.
Það má heldur ekki kaupa bréf,
því þau eru ekkert nema loftból-
ur. Menn eru að reka sig á þetta
æ ofan í æ. Það er betra að stoppa
reksturinn og hætta og byrja svo
bara aftur.“
Björn er að setja fyrirtækið sitt
af stað aftur þessa dagana. Þar
framleiðir hann útihurðir, glugga
og annað tréverk.
„Það er búið að taka fyrsta
verkið inn og við erum að síga af
stað. Það er nógur markaður fyrir
okkur og nú erum við að framleiða
á samsvarandi verði og er nú á inn-
fluttu tréverki. Nú er staðan eðli-
leg og samkeppni milli íslenskra
framleiðenda um verð á íslenskri
vöru.“
Björn hefur einnig starfað sem
verktaki í byggingariðnaði. Hann
segir nær algilt hjá erlendum iðn-
aðarmönnum nú að fái þeir ekki
tvo tíma fast í eftirvinnu ofan á
dagvinnu velji þeir frekar að vera
á atvinnuleysisbótum. Þeir bestu
séu raunar farnir úr landi, en viss
hópur sitji eftir.
„En nú verðum við bara að halda
áfram að vera Íslendingar og
bjarga okkur, eins og við höfum
alltaf gert,“ segir Björn um ríkj-
andi ástand. „Við eigum að ráða
fram úr vandanum og gera hlut-
ina sjálf. Ef ekki fiskast þá verður
bara að fara í land og vinna þar.
Svo er það líka af því góða að
fá svolítið kjaftshögg og bremsa
okkur niður.“ jss@frettabladid.is
Lokaði í góð-
æri og opnar
í kreppunni
Björn Björnsson lokaði fyrirtæki sínu í bullandi
góðæri en er nú að opna aftur í kreppunni. Hann
segir rekstrarumhverfið loks orðið eðlilegt aftur.
Íslendingar velji nú íslenska framleiðslu.
ÚTIHURÐIR OG GLUGGAR Björn Björnsson á trésmíðaverkstæðinu sem hann er að
setja af stað aftur þessa dagana. Hann segir rekstarumhverfið nú orðið eðlilegt eftir
góðærið.
AFGANISTAN, AP Enn á ný mót-
mæla Afganar mannfalli í röðum
almennra borgara sem stafar af
loftárásum erlenda herliðsins í
landinu.
Hamid Karzai, forseti Afgan-
istans, segir að dráp Bandaríkja-
hers á saklausum borgurum
geri ekkert annað en að „styrkja
hryðjuverkamennina“.
Nú síðast varð Bandaríkja-
her sextán almennum borgur-
um að bana á laugardag þegar
gerð var loftárás á Laghman-
hérað. Bandaríkjamenn segja þó
að fimmtán vopnaðir menn hafi
verið felldir.
- gb
Afganar mótmæla mannfalli:
Bandaríkjaher
eflir hryðjuverk
Innbrot í skartgripaverslun
Brotist var inn í úra- og skartgripa-
verslun við Strandgötu í Hafnarfirði
um klukkan þrjú í fyrrinótt. Þjófurinn
braut rúðu í sýningarglugga og stal
þaðan armböndum og úrum. Hann er
ófundinn og málið er í rannsókn hjá
lögreglunni.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Nýr formaður kúabænda
Þórir Jónsson, bóndi á Selalæk í
Rangárvallasýslu, hefur verið kosinn
nýr formaður Félags kúabænda á
Suðurlandi. Á fundi félagsins tilkynnti
fráfarandi formaður, Sigurður Loftsson
í Steinsholti, að hann hyggðist gefa
kost á sér til formennsku.
LANDBÚNAÐUR
Unicef til barna á Gasa
Hjálparsamtökin UNICEF standa fyrir
fjársöfnun til handa börnum sem búa
á Gasasvæði Palestínu. Í nýlegum
árásum Ísraela létust 412 börn og
1.855 börn særðust. Fjöldi hefur og
misst ástvini og heimili. UNICEF áætl-
ar að 840.000 börn séu hjálparþurfi.
NEYÐARSÖFNUN
Lagersala
Faxafeni 12 - Reykjavík
Glerárgötu 32 - Akureyri
Opið fimmtudag 9-18, föstudag 9-18, laugardag 11-16.
Dúnúlpur 14.500 kr.
Öndunarjakkar 14.000 kr.
Flíspeysur 5.000 - 8.000 kr.
Krakka kuldagallar 9.000 kr.
Krakkaúlpur 8.000 kr.
Krakkaflís 2.000 - 4.000 kr.
á 2. hæð Faxafeni 12 og Glerárgötu 32 Akureyri,
fimmtudag, föstudag og laugardag
50 - 80% Afsláttur
Verðdæmi
... og fullt af fleiri vörum.
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið