Fréttablaðið - 29.01.2009, Side 6

Fréttablaðið - 29.01.2009, Side 6
6 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Þingmenn Sam- fylkingar og Vinstri-grænna gagnrýna Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra afar hart fyrir að gefa út leyfi til hvalveiða í atvinnuskyni. Hann er sagður misnota aðstöðu sína gróflega sem fráfarandi ráðherra. Andstæðing- ar hvalveiða kalla ákvörðun hans skemmdarverk gagnvart landi og þjóð. Samtök útvegs- og sjómanna fagna ákvörðuninni sem rökréttri nýtingu á sjálfbærri auðlind. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segir ákvörðun Einars mikil vonbrigði. „Þetta er óskamm- feilið og hrein sýndarmennska. Hann er að reyna að skuldbinda næstu ríkisstjórn og þetta er útspil í komandi kosningabaráttu. Eng- inn ráðherra ætti að taka ákvörð- un um auðlindir landsins með þessum hætti og það án nokkurs samráðs við samstarfsflokk í rík- isstjórn.“ Atli vill ekkert tjá sig um hvort rétt sé að eftirmaður Einars hnekki ákvörðun hans með nýrri reglugerð; það sé hins vegar nær- tækt telji menn að rök hnígi að því að slíkt sé æskilegt. Fyrirséð er að hans mati að ákvörðun Einars geti haft alvarleg áhrif fyrir Ísland á alþjóðavettvangi. Flokkssystkin Atla, formaður- inn Steingrímur J. Sigfússon og Kolbrún Halldórsdóttir, hafa fyrr gagnrýnt ákvörðun Einars í inn- lendum sem erlendum fjölmiðlum. Það gerði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra einnig í gær og sagðist í samtali við vísir.is vilja endurskoða ákvörðunina í nýrri ríkisstjórn. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segir að hvalveiðileyfið sé ekkert annað en skemmdarverk gagnvart landi og þjóð. Hann ítrekar efasemd- ir sínar um að markaður sé fyrir hvalaafurðir og segir hvalveiðar munu valda erfiðleikum með sölu íslenskrar vöru um allan heim. „ Hvalaskoðunarsamtök Íslands fordæma gjörninginn sem þau telja ógna atvinnugreininni segir í fréttatilkynningu. Þeir telja bestu markaðssetningu Íslands til framtíðar að ný ríkisstjórn hnekki ákvörðun Einars. Gagnrýnin kemur einnig utan frá og sagt er frá ákvörðuninni í fjölmiðlum víða um heim. Sinikka Bohlin, forseti Norðurlandaráðs, sagði á fundi ráðsins sem nú er haldinn í Reykjavík það vera und- arlegt að ríkisstjórn Íslands skuli ákveða að undirrita svo umdeild- an samning í miðri fjármála- og stjórnarkreppu. „Í slíkri pólitískri ringulreið ætti ekki að ræða mál sem þetta“, sagði Bohlin. svavar@frettabladid.is Afar hörð gagnrýni á leyfi til hvalveiða Þingmenn Samfylkingar og VG gagnrýna sjávarútvegsráðherra hart fyrir að gefa út hvalveiðikvóta. Andstæðingar veiða segja ákvörðun hans skemmdar- verk gegn landi og þjóð. Ný stjórn íhugar að hnekkja ákvörðun um hvalveiðar. ■ Sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð um veiðar á hrefnu og langreyði til 5 ára. ■ Veiðar í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar myndu ekki ganga um of á stofna hrefnu og langreyðar að mati vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins. Það eru 150 langreyðar og 100 hrefnur. ■ Stofnarnir báðir eru taldir í sögulegu hámarki. ■ Ráðið sjálft hefur enn fremur úrskurðað að hvalveiðar Íslendinga séu löglegar. ■ Sú ákvörðun að veiðiheimildir séu til 5 ára er í samræmi við almenna venju innan Alþjóðahvalveiðiráðsins. ■ Veiðar á langreyði hófust í atvinnuskyni haustið 2006, en hafa legið niðri síðan vegna óvissu um sölu afurða. Nú hefur þeirri óvissu verið eytt. ■ Veiðar á hrefnu hófust árið 2003. Hingað til hafa veiðst 246 hrefnur í vísinda- og atvinnuveiðum. STAÐREYNDIR UM HVALVEIÐIMÁLIÐ DRÖFN GERIR KLÁRT 2006 Hvalveiðimenn hafa þegar hafið undirbúning veiða. Það er hins vegar mikilli óvissu háð hvort það sé tímabært, í ljósi umræðunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Óskráð regla hefur verið að ráðherrar í starfsstjórnum taki ekki veigamiklar eða stórpólit- ískar ákvarðanir, segir Guðni Th. Jóhannesson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Einar K. Guðfinnsson, fráfar- andi sjávarútvegsráðherra, ákvað á þriðjudag, degi eftir að stjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar féll, að gefa út reglugerð um hvalveiðar í atvinnuskyni. Reglugerðin heimilar veiðar á hrefnu og langreyði næstu fimm árin. Guðni segir að aðrir verði að meta hvort ákvörðun Einars teljist veiga- mikil, eða hvort hún hafi verið hluti af daglegum störfum ráðherra. Fallin ríkisstjórn starfar áfram þar til ný hefur verið mynduð, og er kölluð starfsstjórn á þeim tíma. Guðni segist ekki muna eftir dæmum þar sem hin óskráða regla um ákvarðanir ráðherra í starfs- stjórnum hafi verið brotin. Hann bendir til dæmis á að Bene- dikt Gröndal hafi kvartað yfir því að starfsstjórn hans hafi ekki getað tekið stórar ákvarðanir. Minnihluta- stjórn hans baðst lausnar eftir kosn- ingar í desember 1979 en starfaði fram í febrúar 1980 þar sem illa gekk að mynda stjórn. Björgvin G. Sigurðsson, fráfar- andi viðskiptaráðherra, sagði upp stjórn og framkvæmdastjóra Fjár- málaeftirlitsins á sunnudag, og sagði af sér í kjölfarið. Guðni segir að eðlismunur sé á þessari ákvörð- un og ákvörðun Einars, enda stjórn- in ekki fallin á sunnudag. - bj Óskráð regla að starfsstjórnir taki ekki veigamiklar eða stórpólitískar ákvarðanir: Aðrir meti ákvörðun Einars HVALVEIÐAR Fráfarandi sjávarútvegsráð- herra gaf leyfi fyrir veiðum á hrefnu og langreyði til næstu fimm ára á þriðju- dag. MYND/GUNNAR BERGMANN SJÁVARÚTVEGUR Landssamband íslenskra útvegsmanna fagnar þeirri ákvörðun Einars K. Guð- finnssonar sjávarútvegsráðherra að heimila hvalveiðar í atvinnu- skyni. „Íslendingum ber að gæta vel að rétti sínum til nýtingar hvala- stofna við landið“ segir í tilkynn- ingu. „Grundvallaratriði er að landsmönnum verði hvorki mein- að að nýta auðlindir hafsins á sjálfbæran hátt, né að viðhalda jafnvægi milli tegunda. Hvala- stofnar við Íslandsstrendur eru ekki í útrýmingarhættu heldur í stöðugum vexti og eru nú taldir nálægt upprunalegri stærð.“ - shá Fagna hvalveiðikvóta: Nýta ber auð- lindir landsins Kaupir þú vörur sem framleidd- ar eru í Ísrael? Já 28,1 Nei 71,9 SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga Íslendingar að reyna að fá betri kjör hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum? Segðu þína skoðun á Vísi.is Komdu í Fjármálaviðtal Fáðu yfirsýn yfir fjármálin www.glitnir.is/markmid Við veitum þér persónulega þjónustu með vandaðri heildarráðgjöf um fjárhagslega stöðu heimilisins. Fjármálaviðtal er góð leið til að fá skýra yfirsýn yfir fjármál heimilisins og ræða leiðir til úrbóta. Á glitnir.is og í útibúinu þínu getur þú líka nálgast einfaldar og öflugar lausnir til að setja heimilinu fjárhagsleg markmið. Í Fjármálaviðtali förum við m.a. yfir: Eignir á móti skuldum Gjöld og tekjur Útgjaldaáætlun og heimilisbókhald Lánamat og greiðsluáætlun lána Skilmálabreytingar og sameiningu lána Í Fjármálaviðtali förum við saman yfir eignir og skuldir, tekjur og útgjöld og gerum greiðsluáætlun fyrir þín lán. T B W A \R E Y K JA V ÍK \ 0 94 00 1 SVEITARSTJÓRNIR Útlit er fyrir að meirihluti E-listans klofni á fundi bæjarstjórnar á Blönduósi í dag. Jóna Fanney Friðriksdóttir er einn fjögurra bæjarfulltrúa E-list- ans og var bæjarstjóri á Blöndu- ósi í rúm fimm ár þar til 1. októb- er 2007. Hún hefur lýst óánægju sinni með að eftirmaður hennar í bæjarstjórastólnum fái hærri laun en hún fékk. Hún telur að með þessu séu brotin á henni jafn- réttislög, Jóna Fanney gagnrýnir jafnframt að ráðningarsamning- ur núverandi bæjarstjóra sé ekki lagður fram í bæjarstjórn og telur þar um brot á stjórnsýslulögum að ræða. Um þetta hefur hún sent liðsmönnum E- listans bréf eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Valgarður Hilmarsson, forseti bæjar- stjórnar, játar því að nú mæti hart hörðu milli Jónu Fanneyjar og hinna þriggja bæjarfulltrúa E-listans. Hann vill þó ekki kveða upp úr um að sam- starfinu sé lokið. Framhaldið komi í ljós á bæjarstjórnarfundinum í dag. Aðspurður kveðst Valgarður verða að vera bjartsýnn á að bæj- arstjórnin verði starfhæf áfram. Auk fulltrúa E-listans sitja tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks og einn fulltrúi A-lista í bæjarstjórn. Hann segir engan ágreining uppi um stór mál og bæjarfulltrúar hafi átt frábært samstarf. Í ljósi efnahagsástandsins hafi til dæmis verið breið samstaða um gerð fjár- hagsáætlunar. „Þess vegna kom þetta eins og skrattinn úr sauða- leggnum,“ segir Valgarður. - gar Ágreiningur um launamál bæjarstjóra og samstarfsörðugleikar fella bæjarstjórn: Meirihlutinn klofnar í tvennt VALGARÐUR HILMARSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.