Tíminn - 03.07.1983, Side 10

Tíminn - 03.07.1983, Side 10
■ 21. júní síðastliðinn gafst mér tæki- færi að vera viðstödd fréttafund með Georg Bush varaforseta Bandaríkjanna. Tilefnið var fyrirhuguð ferð varaforset- ans til nokkurra Evrópulanda þ.á.m. íslands. Fundurinn var haldinn í herbergi 450 í Old Executive Office Building við hlið Hvíta hússins. Hann átti að hefjast kl. 15.30 og var mér ráðlagt að taka leigubíl því crfitt væri að leggja í miðborg Washington og einnig að mæta eigi síðar en kl. 15.15; dyrum yrði lokað um leið og fundur hæfist og engum hleypt inn eftir það. Auðvitað þrjóskaðist ég við að taka- leigubíl enda taldi ég það of dýrt búsett nokkuð fyrir utan borgarmörkin, en hins vegar var tímanlega lagt af stað. Heppnin var með mér, stöðumælir beið mín við 18. stræti en Old Executive Office Building er við 17. stræti. Stöðu- mælirinn tók 2ja klst. greiðslu scm hlaut að vcra nógur tími fyrir stuttan frétta- fund. Glöð í bragði yfir velgcngninni hraðaði ég mér upp á 4. hæð í Old Executive. Pcgar vegabréfið íslenska hafði verið grandskoðað og ég ásamt töskum þukluð í bak og fyrir gekk ég hlaðin upplýsingablöðum um æfi og fyrirhugað ferðalag Georg Bush inn í fréttasal. Heppnin yfirgaf migekki, fyrsti maður sem ég sá var góðkunningi frá fótbolta- æfingum sonaokkar, danskur blaðamað- ■ Varaforseti Bandaríkjanna úfskýrir 25 dollara fundur með varaforseta Bandaríkjanna ur scm vinnur hér fyrir danska blaðið Politikcn. Ilann var snöggur að sctja mig inn í helstu mál varðandi slíkan fréttafund. Áður cn ég vissi af var scgulbandstæki mitt komið í samband við upptökutæki amcrísku pressunnar og kvcntnaður nokkur bauðst til að sjá um framhaldið, hún kynni scm sagt ntjög vcl á öll svona tæki. Settist ég áhyggjulaus á 3. bckk cn þar var gott útsýni fyrir hvcrs kyns myndatökur. Seinkun afsökuð Fundurinn hófst kl. 15.38 og byrjaði varaforsetinn að afsaka seinkunina. Kvaðst hann hlakka mjög til þcssa ferðalags; heimsókn til allra Norður- landa og Irlands með viðkomu í London til að minnast stofnunar Bandalags Evrópskra Dcmókrata. Varaforsctinn heimsækir cinnig Pýskaland og vcrður viðstaddur hátíðahöld í tilefni þcss að nú cru 300 ár liðin frá búfcrlaflutningum Þjóðvcrja til Bandaríkjanna. Pessi fcrð cr í nokkurs konar fram- haldi af fcrð varaforsetans til Evrópu í janúar síðastliðnum. Pávoru kjarnorku- vopnaviðræður ofarlcga á baugi cn síðan hcfur ýmislegt gcrst s.s. kosningar í Þýskalandi og Brctavcldi, nýjar hug- myndir varðandi kjarnorkuvopn, árang- ursríkur fundur um cfnahagsmál í Will- iamsburg svo nokkuð sé nefnt. Bush kvað samband Bandaríkjanna við Evrópulönd þau cr heimsótt verða yfir höfuð gott. Auövitað yrðu mismunandi viðræður í hvcrju landi. í Evrópu væri mikill áhugi um þessar mundir l'yrir málefnum Bandaríkjanna og Mið-Am- críku. Kvaðst varaforsetinn reiðubúinn að ræða ástand mála í þcssum hcims- hluta. Reiðubúinn að ræða við friðarhreyfingar Almennur áhugi ríkir meðal Banda- ríkjamanna um afvopnunarmálin cn cftir cr að sjá hvcr afstaða Sovétmanna verður í þeim málum. Ennfremur sagði Bush að úrslit kosninganna bæði í Þýskalandi og Bretlandi sýndu glöggt hvert hugur fólks stefndi í þcssum málum; hann væri reiðubúinn að ræða viðforsvarsmenn friðarhreyfinga íhvoru landi fyrir sig ef slíkt kæmi til tals. í umræðu um hvaðan erlendir kafbát- ar koma að ströndum Svíþjóðar svaraði Bush því til (við hlátrasköll viðstaddra) að þeir kæmu áreiðanlega ekki frá Bandaríkjunum. Ýmsir hefðu giskað á Sovétríkin mörgum til mikillar undrun- ar, bætti varaforsetinn við. Við virðum hlutlcysi Svía og cf þessi mál bcr á góma vcröa þau vitanlega rædd. Hugmyndir sænsku stjórnarinnar um kjarnorku- vopnalausa N-Evrópu yrðu vitanlega á dagskrá þcgar rætt verður við Olof Palme. Bush kvað enga sérstaka ástæðu til að hvetja Svía til meiri samvinnu við NATO. Þcir yröu hins vegar látnir vita hvar sá vinur væri er í raun reyndist ef eitthvað færi úrskciðis. Afstaða danska þingsins um mótmæli gcgn drcifingu kjarnorkuvopna verður til umræðu. Nánari vitncskja hvers vcgna þcirra afstaða cr cindregin á móti slíku á sama tíma og önnur lönd eru okkur sammála cr nauðsynleg,taldi vara- forsctinn. Pctta er í fyrsta sinn scm Georg Bush heimsækir bæði Finnland og Norcg, hann kvaðst hafa áður komiö til Svíþjóð- ar. Danmerkur, Pýskalands, Bretlands, Irlands og Islands; að vísu aöeins á flugvöllinn á Islandi. Reagan í endurkjör? Ein af mörgum spurningum scm án cfa vcrða lagðar fyrir varaforsctann á þcssu fcrðalagi cr hvort Ronáld Rcagan ntuni gefa kost á sér til endurkjörs í íorsetaembættið. Varaforseti sagðist einungis gcta svarað mcð ágiskunum en taldi sig sjálfan vcra þcss fullvissan bæði að hann yrði aftur í framboði og cinnig að hann yrði endurkjörinn. Demókratar álíta að svo verði, hélt Bush áfram clla væru ckki jafneinkennilegir hlutir að gerast meðal þeirra. Forsetinn hcfur auk þcss farið á lcit við mig að verða meðframbjóðandi hans sem vara- forsetaefni flokksins. Bush ítrekaði aó engin sérstök ástæða lægi að baki. hcimsókn sinni nú, hins vegar væri ljóst að Ijótur væri löstur sá að vanrækja vini sína hvort scm um væri að ræða stærri cða minni þjóðir. Ástand í Mið-Ameríku veröur vitanlega til um- ræðu. Bush hélt því fram að mikill misskilningur ríkti varðandi ástand mála í El Salvador. Það er nauðsynlegt að útskýra stöðu okkar þar. Augljóslega eru ýmsir okkur ósammála, en vonandi verður þar breyting á að loknum frekari viðræðum. Mín skoðun er sú að við séum á réttri leið og ég tcl nauðsynlegt að útskýra það nánar. Hvort evrópskar vinaþjóðir gætu orðið milligöngumenn í deilum í El-Salvador taldi forsetinn ekki endanlega lausn til að friður næðist. Víetnam 1 lok fundarins og í bcinu framhaldi af El-Salvador umræðum fór varaforsetinn að ræða um Víetnam. Vitanlega viljum við ekki annað Víetnamstríð. En hvað hefur gerst í landinu eftir að við hypjuð- um okkur þaðan? Nauðsynlegt er. hélt Bush áfram, að líta til baka og læra af óförum. Við viljum að lýðræði, endur- bætur og mannréttindi ríki. Að lokum þetta; aðalatriðið í ferð minni er ekki að telja fólki trú um að ekkert sé að, ckki að sökin sé hjá einum frcmur en öðrum heldur að þrýsta á lýðræðislegar lausnir. Auðvitað er óljóst hvaða mál kunna að koma upp en eitt er víst að ég hlakka til að sjá hvað það verður. Fundi lauk kl. 16.11 og stuttu síðar fyrstu vonbrigði dagsins. Sérfræðingur í segulböndum haðfi ýtt á vitlausan takka; fundurinn hafði augljóslega farið framhjá segulbandinu mínu! Skundaði því næst að bílnum og upp kom annað áfall dagsins. Miði á bakrúðu gaf til kynna að draga ætti btlinn á brott og annar miði á framrúöu að 25 dollara sekt væri yfirvofandi. Ólgandi af reiði, enda enn 16 klst. greiðsla eftir í stöðumælin- um, spígsporaði ég að stöðumælaverði sem var í nærliggjandi götu að skrifa marga miða. Sá hafði vitanlega ekkcrt með rnína miða að gera en bcnti mér hins vegar á mistökin. Ncðar í götunni var skilti sem á stóð: Bannað að lcggja bílum á milli kl. 16-18 (þá er svokölluð „rush-hour" í höfuðborginni). Þrátt fyrir nokkur vonbrigði að fundi loknum rættist ótrúlega úr málum næsta dag. Vingjarnlegur starfsmaður Nation- al Prcss Ccnter útvegaði mér spólu frá fundinum og sendi auk þess hcim að dyr- um afrit af fundi um leið og það var tilbúið. í ferð minni til N.P.C. var tækifærið notað og yfirvöld stöðumæla- sekta í Washingtonborg heimsótt. í rembihnút? Tilgangurinn var að ræða lítillega við vörð þann er skrifaði mér miðana tvo og útskýra misskilning minn og vankunn- áttu við að lcggja innan borgarmark- anna. Áður en ég vissi af voru langborð og hátalari fyrir framan mig. Við hinn enda borðsins sat mæðulegur og alvöru- þrunginn kvenmaður. Hún spurði á vél- rænan máta hvort ég lofaði að segja allan sannleikann og ekkert annað en sann- leikann og bað síðan guð um að hjálpa mér. Ýmsar hugrenningar skutu upp kollinum; hvert var ég komin, hvaða rembihnút hafði ég flækt mér inn í, fengi ég e.t.v. enn frekari sektir? Til allrar hamingju yfirgaf ég dóms- húsið einungis 10 dollurum fátækari og ekki gat ég varist brosi er ég leit á kvittunina og sá enn eina nýja útgáfu af nafni mínu. Að þessu sinni vareftirnafn- ið Dóttir og fornafnið Ragnars. Áður hef ég ýmist verið dóttir eða sonur eiginmanns og sona enda þrír af fjórum fjölskyldumeðlimum með mismunandi eftirnafn. Það cr ekki von að útlendingar eigi auðvelt með að skilja þetta ósiðlega víkingablóð norðan úr höfum sem hvorki kann að lúta umferðalögum né sitja fréttafundi með háttsettum em- bættismönnum. Sigurborg Ragnarsdóttir skrifar frá Washington

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.