Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 2
2 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Kristján, hlæja kýrnar nokkuð hrossahlátri? „Nei, þær eru nú heldur dannaðri í þessu en hrossin.“ Bóndinn Kristján Oddsson að Neðra- Hálsi í Kjós segir kýrnar sínar svo ham- ingjusamar með lífræna búskapinn hans að þær fari skellihlæjandi um allt. EFNAHAGSMÁL Fram undan eru mestu samdráttarár sem Íslend- ingar hafa gengið í gegnum frá stríðslokum, að mati hagdeildar ASÍ. Útlit er fyrir að niðursveifl- an verði dýpri og lengri en spárn- ar eftir bankahrunið í haust gerðu ráð fyrir, segir í nýrri efnahagsspá hagdeildarinnar fyrir 2009-2011. Spáin gerir ráð fyrir að atvinnu- leysi nái hámarki í vor þegar um 18 þúsund manns verði án vinnu en það gerir um tíu prósenta atvinnu- leysi. Atvinnuleysi minnkar aftur í sumar þegar framkvæmdir kom- ast á fullt og eykst svo hratt aftur næsta vetur og verður jafnvel meira en það er mest á þessu ári. Ólíklegt þykir að viðsnúning- ur verði fyrr en 2011 þegar lands- framleiðsla eykst að nýju. Spáin byggir á því að það takist að skapa tiltrú á íslenskt efnahagslíf. „Þessi sýn byggir á þeirri forsendu að það takist að skapa traust á íslensku efnahagslífi á ný og blása lífi í íslensku krónuna. Ef það tekst ekki er hætta á að hagkerfið festist í fjötrum,“ varar ASÍ við. Hætta er því á að „hagkerfið festist í dróma“. Heimili og fyrirtæki róa nú líf- róður vegna vaxta, verðbólgu, veikrar krónu og skerðingar á tekj- um og eignum. Verðbólguspáin er há áfram en lækkar hratt í vor. Stýrivextir lækka. Búast má við að einkaneysla minnki um þriðjung, fólki fækki, kaupmáttur rýrni og launaskrið verði lítið. Hagdeildin gerir ráð fyrir að framkvæmdir í Helguvík komist á fullt í sumar og álframleiðsla hefjist 2011. Ólafur Darri Andra- son, hagfræðingur ASÍ, segir að íbúðamarkaðurinn verði „helfros- inn“ áfram. Sveitarfélög geti lítið farið í framkvæmdir og því verði þær helst á vegum ríksins. Hagfræðingar hafa varað við hættu á verðhjöðnun en hún er merki mikillar kreppu. „Það getur verið mjög erfitt að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Þegar við erum að sjá verðhjöðnun yfir lengri tíma en nokkra mánuði getur það verið merki um að stað- an sé alvarlegri en við höfum gert okkur grein fyrir,“ segir Ingunn S. Þorsteinsdóttir hagfræðingur. Stefán Úlfarsson hagfræðingur segir mikla sveiflu í einkaneyslu á síðasta árinu geta hamlað gegn því að verðhjöðnunaráhrifin verði var- anleg „en auðvitað er það háð for- sendum og ef einkaneyslan tekur ekki kipp undir lok tímabilsins er hætta á því að þessi verðhjöðnun- aráhrif vegi meira. Þegar fólk er farið að hugsa út frá því að verð lækki þá frestar það fjárfesting- um,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Dýpri niðursveifla en áður var talið Fram undan eru mestu samdráttarár sem Íslendingar hafa gengið í gegnum frá stríðslokum, að mati ASÍ. Hátt í 20 þúsund einstaklingar verða atvinnulausir næstu árin. Atvinnuleysi gæti grafið varanlega um sig. Hætta er á verðhjöðnun. MESTI SAMDRÁTTUR FRÁ STRÍÐI Ólafur Darri Andrason, Stefán Úlfarsson og Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingar ASÍ, kynntu efnahagsspá fyrir árin 2009-2011 í gær. Samkvæmt henni eru fram undan mestu samdráttarár sem Íslendingar hafa gengið í gegnum frá stríðslokum. Ólafur Darri talar um að íbúðamarkaðurinn verði helfrosinn áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra undrast ákvörð- un Eiríks Guðnasonar seðlabanka- stjóra þess efnis að vilja ekki láta af störfum af sjálfsdáðum fyrr en 1. júní. Ákvörðunin sé mikil von- brigði. Eftir að Eiríkur neitaði að verða við ósk Jóhönnu um að víkja þegar úr embætti ítrekaði Jóhanna ósk sína við Eirík. Hún segist við lest- ur á svarbréfi hans hafa eygt von um að kannski gæti hún sannfært hann um að skipta um skoðun. Jafnframt segist hún hafa kallað hann á fund til að „leiðrétta mis- skilning um að hún hafi vegið að starfsheiðri hans“. Hann svaraði ítrekuninni í fyrrakvöld með bréfi sem í stendur að hann stefni nú að því að biðjast lausnar frá embætti bankastjóra frá og með 1. júní. Fyrir Alþingi liggur hins vegar frumvarp um breytingar á yfir- stjórn Seðlabankans og þegar það verður að lögum munu seðlabanka- stjórarnir sem eftir sitja, Eiríkur og Davíð Oddsson, fara frá. „Nú liggur fyrir að tveir banka- stjórar ætla ekki að verða við þessari ósk og það veldur mér auðvitað miklum vonbrigðum,“ segir Jóhanna. „Þess vegna legg ég bara allt traust á að þingið afgreiði þetta mál sem allra fyrst.“ Hún segir bréf Eiríks hafa komið sér mjög á óvart, ekki síst í ljósi þess hversu mikil áhersla hefur verið lögð á að afgreiða frumvarpið um Seðlabankann frá þingi sem fyrst til að auka traust á bankanum. Eiríkur hafi því mátt vita að hann myndi líklega aldrei sitja til 1. júní. - sh Eiríkur Guðnason má vita að hann mun aldrei sitja í Seðlabankanum til 1. júní: Jóhanna undrast tilkynningu Eiríks STJÓRNSÝSLA Valur Valsson og Magnús Gunnarsson, stjórnarfor- menn Nýja Glitnis og Nýja Kaup- þings, ætla ekki að verða við bón Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra um að þeir sitji áfram sem stjórnarformenn fram að aðal- fundum bankanna í apríl. Þetta til- kynntu þeir í gær. Tvímenningarnir tilkynntu afsögn sína á þriðjudag og sögð- ust með því vilja skapa svigrúm til þeirra mannabreytinga sem stjórnar flokkarnir hefðu lýst vilja til að ráðast í. Í kjölfarið bað Stein- grímur þá að sitja áfram um hríð. Þeir hafa nú ákveðið að verða ekki við þeim tilmælum og hætta strax. Steingrímur segist virða ein- dregnar óskir þeirra. „Þeir vilja losna karlarnir og þá bara hefur það sinn gang.“ Boðað verði til hlut- hafafundar hið fyrsta og banka- stjórnirnar endurmannaðar. „Bankaráðin eru að sjálfsögðu starfandi og varaformennirnir fún- kera þá bara þangað til búið er að endurskipuleggja þetta. En ég hefði að sjálfsögðu kosið að þeir sætu fram að aðalfundum,“ segir Stein- grímur. Þetta sé einungis minni- háttar truflun á starfsemi stjórn- anna. - sh Valur Valsson og Magnús Gunnarsson ætla að hætta strax í bankastjórnum: Verða ekki við bón Steingríms VALUR VALSSON MAGNÚS GUNNARSSON ALÞINGI Útflutningstekjur af hvalafurðum námu 95 milljón- um á síðasta ári. Tæp 82 tonn af langreyðarkjöti voru seld til Jap- ans fyrir 94 milljónir, 900 kíló af hrefnukjöti voru seld til Færeyja fyrir rúmar 700 þúsund krónur og 90 kíló af hvallýsi voru seld til Noregs fyrir tæpar 400 þúsund krónur. Sjávarútvegsráðherra svar- aði þessu við fyrirspurn Marðar Árnasonar Samfylkingunni í gær. Mörður fullyrti að kostn- aður vegna flutnings kjötsins til Japan hefði numið 112 milljón- um og væri því talsvert meiri en söluandvirðið. Því mótmælir Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki sem segir flutningskostnaðinn langtum minni. - bþs Gjaldeyristekjur af hvalkjöti: Hvalkjötið var 95 milljóna virði ALÞINGI „Landsbankinn, stærsti banki landsins er stjórnlaus og í raun hinir tveir minni, Kaupþing og Glitnir, líka“ sagði Ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðisflokki á þingfundi í gær. Hann rakti vendingar í málefn- um bankanna; afsagnir banka- stjórnarformanna Kaupþings og Glitnis, væntanleg starfslok bankastjóra Landsbankans, mán- aðarorlof formanns bankaráðs Landsbankans og margt fleira. Sagði Ármann bankana þurfa að líða fyrir pólitískar ofsóknir ríkisstjórnarinnar og hvatti hana til að skapa frið um starfsemi þeirra. - bþs Ármann Kr. Ólafsson: Segir bankana vera stjórnlausa VERÐLAUN Magnús Þór Óskars- son bifvélavirki var í gær valinn Skyndihjálparmaður ársins 2008. Í ágúst síðastliðnum bjargaði hann Hannesi Ragnarssyni sem kramd- ist milli tveggja bíla á bílastæði við bifreiðaskoðunina Frumherja. Hannes var hættur að anda þegar Magnús kom að honum og vann þrekvirkið, eins og segir í til- kynningu Rauða krossins. Hann var stórslasaður á brjóstkassa, mjaðmakúla úr liði, lungun fallin saman og nýra í lamasessi. -jse Skyndihjálparmaður ársins: Björgunarafrek bifvélavirkjans SÁ SEM BJARGAÐ VAR OG BJARGVÆTTUR Hannes og Magnús Þór að afhendingu lokinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR EIRÍKUR GUÐNASON Bankaráðin eru að sjálfsögðu starfandi og varaformennirnir fúnkera þá bara þangað til búið er að endur- skipuleggja þetta. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA VIÐSKIPTI Baugur Group hf. fékk veitta greiðslustöðvun í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Var greiðslustöðvunin veitt til fjórða mars næstkomandi. Í samtali við Vísi.is segist Stefán H. Hilmarsson, fjármála- stjóri Baugs, vera mjög ánægður með niðurstöðuna. Nú verði farið í að ná fram lausn með kröfuhöfum félagsins. Aðspurður segir Stefán það verða að koma í ljós hvort Baugur þurfi að óska eftir framlengingu á greiðslustöðvuninni í byrjun mars. - kg Héraðsdómur Reykjavíkur: Baugur fékk greiðslustöðvun LÖGREGLUMÁL Jóhannes Ottósson, þrjátíu og þriggja ára gullsmið- ur, fékk að kenna á þjófum sem frömdu vopnað rán á vinnustað hans í Kaupmannahöfn í gær. Frá því var sagt á Vísi í gærkvöldi. Þjófarnir tveir komust inn á skrif- stofu fyrirtækisins, dulbúnir sem póstburðarmenn og þegar Jóhann- es kemur þar að til að ljósrita gögn hleypur annar þjófurinn að honum og skipar honum að leggj- ast í gólfið því annars verði hann drepinn. Við það kemur hinn þjóf- urinn og beinir byssunni fram- an í íslenska gullsmiðinn. Komust þjófarnir undan með mikið þýfi. Hann fékk eins og aðrir áfalla- hjálp eftir þessa óskemmtilegu reynslu. - jse Íslenskur gullsmiður: Varð fyrir vopn- uðum þjófum Auglýst eftir forstjóra FME Starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur verið auglýst laust til umsókn- ar. Fram kemur að mikilvægt sé að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar. EFNAHAGSMÁL SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.