Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 48
32 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson „Ég hef sjálfur ekki orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni miðað við aðra sem ég þekki þar sem ég á ekki íbúð, bíl né skuldir á himinháum vöxtum. Vissulega hafa atvinnutæki- færi þó dregist saman hérna megin við Atlantshafið und- anfarna mánuði,“ segir Birg- ir Hilmarsson, Biggi kenndur við Ampop og Blindfold. Hann býr í London og hefur gert lag um ástandið, „Fool‘s Mate“, sem hann gefur á myspace. com/biggihilmarsson. „Það er nokkuð í umræð- unni hér úti að „Íslendingar kunni ekki að stjórna bönk- um en kunni sko aldeilis að gera tónlist“, þannig að það er nú einhver vonarglæta í þessu öllu saman fyrir þjóð- ina,“ segir Biggi og hlær. „Bretar hafa gaman af því að gera grín að okkur, frek- ar en að beita okkur ofbeldi. Vissulega eru þeir þó meðvit- aðir um Icesave-ævintýrið og ég hef heyrt sögur af Íslend- ingum sem eiga erfitt með að leigja og kaupa hérna úti, sökum þess að okkur er ekki treyst fyrir peningum.“ Lagið, sem er ballaða með harmrænum texta, segir Biggi vera „óð til þjóðarinn- ar“. „Titillinn þýðir „Heima- skítsmát“ sem getur bara átt sér stað ef hvítur leikur mjög illa og gefur kost á máti í örfáum leikjum í skákinni.“ - drg Ein af skemmtilegri plötum síðasta árs var mix-platan Top Ranking sem bandaríski plötusnúðurinn Diplo gerði með söngkonunni Santo- gold. Á henni er nokkrum tugum laga blandað saman í samfellda tónlistarveislu. Þrettán laganna koma frá Santogold en afgangurinn er litríkt safn úr ólíkum áttum – reggí, dancehall, hip-hop, elektró og rokk. Desmond Dekker, Sir Mixalot og Prince Jazzbo eru þarna en líka Mesopotamia með B52s, Be Stiff með Devo, Model með Kraftwerk og svo kemur California Über Alles með Dead Kennedys þarna eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Frábært mix og minn- ir á Piracy Funds Terrorism-mixið sem MIA og Diplo gerðu saman 2004, en Diplo er sennilega þekktastur sem nánasti samstarfsmað- ur hennar. Diplo heitir réttu nafni Wesley Pentz og er fæddur 10. nóvember 1978. Hann ólst upp hingað og þangað í Suðurríkjunum og var orð- inn staðráðinn í því að verða tónlistarmaður þegar hann var 13 ára. Á meðal áhrifavalda nefnir hann Miami Bass-bylgjuna og elektró- plötusnúða eins og DJ Icey, en líka sveitir frá níunda áratugnum eins og Cure, Eurythmics og New Order. Undanfarið hefur hann líka mikið grúskað í brasilísku baile-fönki og hann er mikill áhugamaður um nýju alþjóðlegu elektróbylgjuna sem listamenn eins og hinn suður-afríski DJ Mujava og portúgalska sveitin Buraka Som Sistema eru hluti af. Í vikunni kom út nýtt mix frá Diplo á vegum Big Dada-útgáf- unnar í Bretlandi. Það heitir Decent Work For Decent Pay, en þar eru remix Diplo af ýmsum smellum síðustu ára, meðal ann- ars Put That Pussy On Me með Spank Rock, Paper Planes með MIA, Reload It með Kano og Shake A Fist með Hot Chip. Svalur frá Suðurríkjunum HEITUR Plötusnúðurinn og upptöku- stjórinn Diplo. Jason Lytle, fyrrverandi aðalsprautan í hljómsveitinni Grandaddy, hefur tilkynnt að hann gefi út fyrstu sólóplötu sína í maí. Platan nefnist Yours Truly, The Commuter. Grandaddy hætti störfum árið 2006. Sveitin sendi frá sér fjórar plötur á ferlinum en sú síðasta, Just Like The Fambly Cat, kom út eftir að bandið hætti. Lytle gefur út sólóplötu GRANDADDY Söngvarinn Jason Lytle gefur út fyrstu sólóplötu sína. Egill Sæbjörnsson er nú langt kom- inn með nýja plötu, þá fyrstu síðan platan Tonk of the Lawn kom út árið 2000. „Þetta eru melódískar lagasmíð- ar og eintómir hittarar,“ segir Egill. „Ekkert experimental rugl.“ Bróðurparturinn af Memphis- mafíunni – Gummi Péturs, Sigurð- ur Guðmundsson og flestir úr Flís – spilar með Agli og nú er verið að leggja lokahönd á plötuna í Hljóð- rita. „Ég ákvað að klára plötuna áður en ég færi að spá í hver myndi gefa hana út. Það kemur bara í ljós, verður annað hvort ég sjálfur eða einhver annar,“ segir listamaður- inn. Síðast söng Egill alla plötuna á „rugl“-tungumáli, en nú er mest á ensku. „Það er þó smá rugl með. Mér finnst gaman að hafa órætt tungumál inn á milli svo fólk fái tækifæri til að geta í eyðurnar.“ Póesían er í lykilhlutverki í textun- um, segir Egill. „Mér finnst leiðin- legt þegar hlutir eru sagðir beint og finnst áhugaverðara þegar talað er undir rós.“ Egill hefur aðallega búið í Berlín síðustu árin og fengist við myndlist, en var í fjóra mánuði í Rio de Jan- ero í fyrra með brasilískri kærustu. Hann segir ganga ágætlega hjá sér. „Ég hef verið heppinn. Ég hef unnið með galleríum víða um heim og haft nóg að gera. Ég hef einstaka sinn- um fengið listamannalaun en mér er skítsama hvort það er góðæri eða kreppa. Málið er bara að mæta á vinnustofuna og gera það sem maður þarf að gera.“ - drg Snýr aftur með eintóma smelli SMÁ RUGL MEÐ Egill Sæbjörnsson klárar nú plötu með Memphis-mafíunni. ÓÐUR TIL ÞJÓÐARINNAR Birgir Hilmarsson syngur „Fool‘s Mate“. Gefur ballöðu um ástandið > Í SPILARANUM The View - Which Bitch? Swan Lake - Enemy Mine Vetiver - Tight Knit Malajube - Labyrinthes Lily Allen - It‘s Not Me, It‘s You THE VIEWLILY ALLEN Vinsælasta hljómsveit danstónlistarsenunnar, The Prodigy, snýr nú aftur með nýja plötu, Invaders must die. Þetta er fyrsta plata bandsins með upprunalega liðinu síðan platan Fat of the land kom út árið 1997. Dr. Gunni skoðaði málið. The Prodigy var gríðarlega vin- sæl á síðasta áratug. Danstónlist var málið, Fatboy Slim og Chem- ical Brothers trylltu liðið á dans- gólfunum, en The Prodigy var allt- af vinsælust, enda höfðaði myndmál sveitarinnar og taktföst grípandi tónlistin mjög vel til tölvuleikja- sýrðra ungmenna. Bandið hefur selt rúmlega 16 milljón eintök af plötum sínum á alheimsvísu. Bandið var á tímabili gríðar- lega vinsælt á Íslandi enda hélt það þrenna tónleika hér. Fyrst 1994 í Kaplakrika, þá 1995 á hinni alræmdu tónlistar- og svallhátíð Uxa og loks 1998 í Laugardalshöll. Það gigg var eftirminnilegt. Liam Howlett eins og herforingi bak við græjustæður en stuðhvetjandi söngvararnir á útopnu: Keith Flint snarbilaður með fíflaklippingu og Maxim dularfullur með drauga- linsur. Sveitin hafði beint áhrif. Ingiberg Þór Þorsteinsson, sem síðar átti eftir að stofna tónlistarblaðið Sánd, byrjaði útgáfuferil sinn með Prod- igy-tímariti. Quarashi voru undir jafn miklum áhrifum frá bandinu og Beastie Boys og Sölvi Blöndal fékk meira að segja að endurmixa eitt lag. Tónlist sveitarinnar hefur lifað hér áfram, ekki síst í eróbikk og spinning-tímum þar sem smell- irnir eru enn í notkun. „Ég gat aldrei skilið hvernig Keith komst í gegnum tollinn, því hann mætti í fullum herklæðum. Við erum að tala um maskarann og allt,“ segir Andrés Magnús- son blaðamaður. Honum var falið það krefjandi verkefni ásamt Þór Eldon, gítarleikara, að taka á móti bandinu þegar það kom til Íslands til að spila á Uxa. Ýmis smáatriði voru ekki frágengin, þar á meðal vantaði pappíra fyrir hljóðfæri og tól. Þetta skapaði vandræði í toll- inum. „Tollararnir höfðu séð í gegnum fingur sér og hleypt alls konar liði í gegn, en þegar enn eitt fávitasettið mætti – og enn fríkaðra en öll hin – þá fengu þeir nóg,“ segir Andr- és. „Þetta endaði með því að ég og American Express-kort umboðs- mannsins vorum tekin í pant á meðan einhver var ræstur út fyrir austan – gott ef ekki Denni Kragh – til að keyra til sýslumannsins á Höfn og leggja fram greiðslu. Þór keyrði af stað með bandið í rútu en það vissi enginn hvert átti að fara. Þá fann umboðsmaðurinn miða með nafni hótelsins sem okkur fannst táknrænt, Hotel Lostleiðir. Rútan var þó ekki komin út af bílastæð- inu þegar fíknó mætti og vildi fá að skrúfa bandið og græjurnar í sundur. Þá urðu spaðarnir í band- inu hvítari en þeir hvítu. Sem betur fer tókst einhvern veginn að lempa málið og bandið endaði í leiguflug- vél Bjarkar sem kom þeim austur. Ég man að Þór sagði að kynni hans af bandinu hefði ekki aukið álit hans á tónlistarmönnum. En talaði þó um að vit hefði verið í Liam.“ Á nýju plötunni, þeirri fimmtu, þykir The Prodigy snúa aftur til rótanna. Að nafninu til gaf bandið síðast út plötu árið 2004, Always outnumbered never outgunned, en þá var Liam einn á ferð. Hann þarf greinilega vini sína með til að rétti Prodigy-andinn galdrist fram og hefur sagt að Always outnumbered sé botninn á ferli sínum. Nú er að sjá hvort bandið eigi eitt- hvað inni og geti endurvakið fyrri vinsældir. Karlarnir flengjast um heiminn og segjast engu hafa gleymt. „Við erum dýr og vorum orðnir hungraðir,“ létu þeir hafa eftir sér í viðtali. Það væri við hæfi að þeir tækju nú eitt gigg á kreppu- skerinu Íslandi. Prodigymenn hungraðir VIÐ VORUM ORÐNIR HUNGRAÐIR Keith (41), Liam (37) og Maxim (42) eru enn í góðu stuði. Veltusundi 1/Sími: 511 5090 www.einarben.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.