Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 12. febrúar 2009 25 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid. is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Ögmundur Jónas- son skrifar um vel- ferðarkerfið Það er ekki langt s íða n forstjór i Sjóvár sendi síðast út greiðsluseðla fyrir tryggingum. Verið var að hækka þær um 40% á milli ára. Engin lækk- un í boði þar! Sami forstjóri, Þór Sigfússon, auglýsir eftir þjóðarsátt um niðurskurð ríkisútgjalda. Það gerir hann sem formaður Samtaka atvinnulífsins. Hvert mannsbarn veit að nú er okkur gert að skera almannaþjón- ustuna niður við trog. Laun hafa lækkað, svo og framlög til heil- brigðismála og krafa er á enn frek- ari niðurskurð. Á markaði er víða sömu sögu að segja. Skuldum hlaðin fyrirtæki draga saman seglin og hin ábyrgari reyna að halda verði á vöru og þjónustu í lágmarki. Þau vita að sam- hliða kaupmáttarrýrnun almennings þurfa þau að lækka gjöld, ekki hækka þau eins og Þór Sigfússon gerir. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að eina leiðin til að við vinnum okkur út úr þrengingunum sem félagar Þórs Sigfússonar í Samtökum atvinnu- lífsins bera óneitanlega margir ábyrgð á, er að við gerum það saman: Að við tryggjum aukinn jöfnuð í samfélaginu um leið og við vinnum okkur út úr heimatilbún- um vanda; að ef við förum „útrás- arleið“ Samtaka atvinnulífsins með tilheyrandi ójöfnuði þá kom- umst við hvorki lönd né strönd. Þór Sigfússon, sem talar fyrir atvinnurekendur í landinu, gerir lítið úr hugmyndum um að þjóð- in standi saman og vinni sig út úr vandanum, sbr. sérstaka til- kynningu sem hann sendi frá sér í byrjun vikunnar. Þar segir: „Í útgjaldaráðuneytum virðist mest bera á vissum popúlisma, talað um að skera niður laun hálaunafólks- ins í læknastéttum, fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir hafa verið sett- ar í bið og því haldið á lofti að ráð- herrar labbi í vinnuna.“ Hvað er forstjórinn að leggja til? Er hann að leggja til að laun starfsmanna í eldhúsi spítalanna verði lækk- uð? Inn í hvaða tíma er maður- inn að tala? Fór fram hjá honum bankahrunið og hugmyndafræðin sem bankar og fyrirtæki byggðu á fram í september á síðasta ári? Ætli hann tali fyrir þann stóra hóp atvinnurekenda sem í sveita síns andlits vinna baki brotnu til að halda fyrirtækjum sínum á floti og leggja sig fram um að reyna að halda fólki í vinnu? Ætli hann tali til dæmis fyrir dugmikla útgerð- armenn? Ég trúi því ekki. Ísland hefur breyst. Lausnirnar sem talsmenn Samtaka atvinnulífs- ins töluðu fyrir 2006, 2007 og 2008 eiga ekki lengur við. Því fyrr sem menn leggja til hliðar gömlu fras- ana og finna sér nýja hugmynda- fræði þeim mun hraðar komumst við út úr kreppunni. Við eigum aldrei að sætta okkur við að samfélag ójöfnuðar verði endurreist, samfélagið sem hrundi fyrir fimm mánuðum, samfélagið sem popúlistarnir í sérhagsmuna- hópi atvinnulífsins bera megin- ábyrgðina á. Ef Þór Sigfússon er tilbúinn að slást í hóp okkar sem viljum vinna okkur út úr vandan- um með jöfnuðinn að leiðarljósi þá veri hann velkominn. Ef formaður SA ætlar hins vegar að halda sig í veröld sem var, dæmir hann sjálf- an sig og samtök sín úr leik. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Allir velkomnir í hópinn ÖGMUNDUR JÓNASSON UMRÆÐAN Sigurður Kári Kristjánsson svarar Sigurði Líndal Lærifaðir minn, Sigurður Lín-dal, skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu um helgina, undir fyrirsögninni „Ráðherrar raska stjórnskipan“. Þar ber nafni minn það á mig að hafa berum orðum stutt yfirgang ráðherraræðis gagnvart dómsvaldinu. Ég á erfitt með að sitja undir slíkum sendingum, enda hef ég hingað til ekki verið ta ls - maður þess að ráðherrar sýni yfirgang, hvorki gagnvart dómsvaldinu né löggjafarvald- inu. Raunar styð ég ekki yfirgang af nokkru tagi. Þvert á móti hef ég verið talsmaður þess að staða löggjafarvalds og dómsvalds í stjórnkerfinu verði styrkt og að valdmörk milli handhafa rík- isvaldsins verði skýrð umfram það sem gert er í núgildandi lög- gjöf. Aldrei hef ég lagt til að það verði gert til hagsbóta fyrir fram- kvæmdarvaldið á kostnað löggjaf- arvalds eða dómsvalds. Aðfinnslur Sigurðar í minn garð byggja á ágreiningi okkar um hvernig túlka beri lög. Ég vil túlka inntak laga í samræmi við það sem segir í lagatextanum sjálfum, þ.e. eftir orðanna hljóð- an. Nafni minn vill fara aðrar leiðir og túlka inntak laga eftir öðru en því sem í þeim stendur. Þessi ágreiningur okkar á milli er málefnalegur og lögfræðileg- ur. Túlkun mín á inntaki gildandi lagatexta er eingöngu mín túlk- un á gildandi rétti eins og hann er hverju sinni. Í henni felst hins vegar engin stuðningsyfirlýsing við yfirgang ráðherraræðis gagn- vart dómsvaldinu. Í fullri vinsemd bið ég minn ágæta læriföður að hafa það í huga næst þegar hann stingur niður penna. Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Læriföð- ur svarað SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON P IP A R • S ÍA • 9 0 2 3 6 FYRIRTÆKJAEIGENDUR Notað og Nýtt > Mörkinni 1 > sími: 517 2030 Suðurlandsbraut Sk eið av og ur Miklabraut Gnoðavogur Mörkinni 1 > Opnunartími: Virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 Sunnudaga 13-16 Tökum á móti vörum utan opnunartíma, upplýsingar í síma 517-2030 > Tökum á móti vörum í umboðssölu. > Skrifstofuhúsgögn > Lager > Innréttingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.