Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 4
4 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
www.ellingsen.is
TB
W
A\
RE
YK
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
COLUMBIA
SKÍÐAFATNAÐUR
EFNAHAGSMÁL Ákvæðið um bann við
málsóknum á hendur fjármálafyrir-
tækjum, sem var hluti af svoköll-
uðum neyðarlögum tvö, gæti hafa
skapað ríkinu skaðabætur. Ákvæð-
ið batt hendur manna til að sækja
rétt sinn gagnvart gömlu bönkun-
um. Héraðsdómur Reykjavíkur
hefur úrskurðað að það hafi brotið
í bága við stjórnarskrá.
Á þeim tíma sem lögin hafa gilt
hafa töluverðar eignir verið seldar
frá gömlu bönkunum. Kröfuhafar
geta því ekki sótt í þær eignir leng-
ur og ekki gátu þeir farið í mál þar
sem lögin bönnuðu það.
Sigurður Líndal, prófessor í
lögum við Háskólann á Bifröst,
segir telja mögulegt að sú staða
komi upp. „Maður getur ekki úti-
lokað að það gerist og ég get alveg
ímyndað mér að sú staða komi
upp.“
Sigurður Tómas Magnússon, sér-
fræðingur í lögum við lagadeild
Háskólans í Reykjavík, segir einnig
að sú staða gæti komið upp. Líklega
hafi menn þó þurft að láta reyna á
málið fyrir dómstólum. „Það er svo
sem ekki eðlilegt að menn láti reyna
á hvort nýsamþykkt lög standist
stjórnarskrá eða ekki, en í þessu
tilviki hefði það ekki verið sér-
staklega viðurhlutamikið þar sem
lagafrumvarpið hafði verið gagn-
rýnt mjög.“ Sigurður segist telja
að málið eigi að fara fyrir Hæsta-
rétt. „Það þarf að láta reyna á málið
fyrir Hæstarétti og ég vona að lög-
menn finni sér eitthvert gott mál og
láti það fara alla leið þangað.“
Jóhann H. Hafstein, lögmaður
hóps sem stefnt hefur Landsbank-
anum, segir úrskurð héraðsdóms
þýða að eigendur peningabréfa, líf-
eyrissjóðsréttinda og allir þeir sem
eigi kröfu á bankana geti nú hafið
mál á hendur þeim. „Menn verða að
vera óhræddir við að stefna bönk-
unum,“ segir Jóhann og býst við að
fleiri geri það nú.
Hrafn Magnússon, formað-
ur Landssambands lífeyrissjóða,
segir ekki búið að taka ákvörðun
um hvort sjóðirnir hefji mál gegn
gömlu bönkunum. „Við eigum full-
trúa á kröfuhafafundum og fylgj-
umst með. Við tókum málsókn út af
borðinu eftir að lögin voru sett en
nú bíðum við og sjáum hvað setur.“
Hróbjartur Jónatansson, lögmað-
ur fyrirtækis sem rekur mál gegn
gamla Glitni, en héraðsdómur tók
afstöðu til þess með úrskurði sínum,
segir ljóst að lögin séu beinlínis
ávísun á skaðabótaskyldu, sérstak-
lega hvað varðar fyrningu mála, en
eina leiðin til að létta fyrningu sé
málsókn.
kolbeinn@frettabladid.id
Neyðarlögin gætu
skapað skaðabætur
Ákvæðið um bann við málsóknum á hendur fjármálafyrirtækjum í greiðslu-
stöðvun gæti skapað skaðabætur fyrir ríkið. Héraðsdómur segir lögin stangast
á við stjórnarskrá. Lögmenn telja að rétt sé að fara með málið fyrir Hæstarétt.
VIÐSKIPTAVINIR Lögspekingar telja að lög, sem héraðsdómur segir stangast á við
stjórnarskrá, gætu skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Þeir sem telji sig eiga kröfur á
hendur bönkunum gömlu eigi skýlausan rétt á málshöfðun.
SIGURÐUR
LÍNDAL
SIGURÐUR TÓMAS
MAGNÚSSON
Þau mistök urðu við vinnslu fréttar
um söfnunina Börn hjálpa börnum,
sem stendur yfir á vegum ABC-
barnahjálpar út febrúarmánuð, að
rangt reikningsnúmer söfnunarinnar
var birt. Rétta númerið er: 515-14-
110000, kennitala: 690688-1589.
LEIÐRÉTTING
ALÞINGI Engar ákvarðanir verða
teknar um hugsanlegt álver á
Bakka við Húsavík í tíð núver-
andi ríkisstjórnar. Ekki er heldur
hætta á að framkvæmdum í Helgu-
vík verði hætt.
Það var upplýst á Alþingi í gær.
Og lá svo sem fyrir.
Álmál voru rædd utan dagskrár
og í fyrirspurnartíma. Ólöf Nordal
Sjálfstæðisflokki sagði að ríkis-
stjórnin yrði að setja Bakkafram-
kvæmdirnar á dagskár.
Því var svarað til að í gildi væri
viljayfirlýsing um verkefnið og
að hún stæði óhögguð. Hins vegar
væri staða mála sú að álverð hefði
hrunið og álfyrirtækin í heiminum
hefðu gefið út að þau ætluðu ýmist
að loka verksmiðjum eða hætta við
að reisa nýjar. Ríkisstjórnin gæti
ekkert frekar aðhafst í málinu.
Höskuldur Þór Þórhallsson
Framsóknarflokki sagði Ólöfu og
Sjálfstæðismenn lýðskrumara,
það væri þeim að kenna að álver
á Bakka væri ekki komið lengra
á veg en raun ber vitni. Kolbrún
Halldórsdóttir umhverfisráðherra
sagði sporin hræða, reynslan af
Kárahnjúkavirkjun og álversupp-
byggingu á Austfjörðum hefði nú
ekki verið svo góð.
Því mótmæltu framsóknarmenn
harðlega og sögðu þvert á móti að
annar bragur væri eystra en fyrir
stórframkvæmdirnar.
Þá var í umræðunum fullyrt
að hvergi verði slegið af í fram-
kvæmdunum í Helguvík.
- bþs
Sjálfstæðismenn vilja að stjórnin spýti í lófana en er sagt að mál séu í farvegi:
Óbreytt á Bakka og í Helguvík
ÓLÖF
NORDAL
KOLBRÚN
HALLDÓRSDÓTTIR
EFNAHAGSMÁL Nýr viðskiptaráð-
herra hefur ekki tekið afstöðu
til óska aðila í sjávarútvegi,
lífeyrissjóða
og annarra
um að fram-
virkir gjald-
eyrissamning-
ar verði gerðir
upp á öðru en
almennu gengi.
„Ég hef sett
mig inn í málið
en ekki tekið
afstöðu til þess,“ segir Gylfi Magn-
ússon viðskiptaráðherra. Hann
segir það eitt af mörgu sem þurfi
að gera sem fyrst í ráðuneytinu
og vonast til þess að hægt verði að
ljúka málinu fyrir kosningar í vor.
Sérfræðingur í málefnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur
fullyrt að slík ráðstöfun muni
brjóta gegn samkomulagi Íslands
við sjóðinn. - bj
Enn opið fyrir tvöfalt gengi:
Ráðherra ekki
tekið afstöðu
GYLFI MAGNÚSSON
ÍTALÍA, AP Hægristjórn Silvios
Berlusconi á Ítalíu er staðráðinn
í að setja sem allra fyrst lög um
líknardráp, sem verði ítarlegri en
sú skyndilöggjöf sem átti að koma
í veg fyrir líknardauða 38 ára
gamallar konu, Eluana Englaro,
sem hafði legið í dái í sautján ár.
Englaro lést á mánudag, nokkr-
um dögum eftir að læknar höfðu
samkvæmt dómsúrskurði hætt að
gefa henni næringu í æð.
Líknardráp er ekki heim-
ilt á Ítalíu, en hins vegar geta
sjúkl ingar hafnað læknismeðferð.
Engin lög eru hins vegar sem
heimila sjúklingum að gefa fyrir-
mæli um hvernig fara skuli með
mál þeirra síðar meir, fari svo að
þeir verði ófærir um að tjá vilja
sinn. - gb
Englaro lést á mánudag:
Lög um líknar-
dráp í smíðum
ELUANA ENGLARO Lést á mánudag, 38
ára gömul, eftir sautján ár í dái.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÍRAK, AP Nicolas Sarkozy Frakk-
landsforseti kom til Bagdad á
þriðjudag og er það fyrsta opin-
beru heimsókn fransks forseta
til Íraks. Erindi hans er fyrst og
fremst að freista þess að festa
frönsk áhrif í sessi í landinu nú er
hillir undir að Bandaríkjamenn
kalli herlið sitt á brott þaðan.
Frakkar áttu mikil viðskipti
við Íraka í stjórnartíð Saddams
Husseins, ekki sízt með vopn, og
Jacques Chirac, forveri Sarkozys
í embætti, fór fyrir þeim þjóðum
heims sem töldu innrás Banda-
ríkjamanna og bandamanna
þeirra í landið vera mistök sem
bæri að hindra.
Sarkozy hvetur önnur Evrópu-
ríki til að fara að dæmi sínu og
efla tengsl sín við Írak. - aa
Frakklandsforseti í Írak:
Vill endurvekja
viðskiptatengsl
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Ósló
París
Róm
Stokkhólmur
19°
5°
0°
-1°
1°
5°
1°
-3°
0°
0°
18°
4°
11°
27°
-5°
4°
8°
-1°
Á MORGUN
5-10 m/s
LAUGARDAGUR
3-8 m/s
1
1
4
2
1
-3
-5 -6
-4
-5
-5
23
13
8
7
5
4
6
3
5
6
10
7 6
3
2
3
5
3
2
13
BREYTINGAR
Það er að hlýna á
landinu. Það mun þó
taka daginn og nótt-
ina að koma hlýind-
unum yfi r megin hluta
landsins. Í dag hlýnar
smám saman og þá
fyrst og fremst sunn-
an og vestan til. Þar
má því búast við snjó-
komu eða slyddu nú
með morgninum en
rigningu þegar líður á
daginn. Úrkomulítið
verður lengst af í dag
á landinu norðan- og
austanverðu.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
KEMUR MANNINUM
MÍNUM EKKERT VIÐ
„Ég var þarna eingöngu að spyrja
spurningar út frá orkunýtingu, sem
ég er mikill talsmaður fyrir, og það
kemur manninum mínum bara
ekkert við,“ segir Ólöf Nordal, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, sem sagði
á þingi í gær að ríkisstjórnin yrði að
setja Bakkaframkvæmdir á dagskrá.
Eiginmaður Ólafar er Tómas Már
Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi.
Ólöf segir bakgrunn sinn vera í
orkubransanum. „Ég er fyrrverandi
framkvæmdastjóri í orkufyrirtæki,
vann hjá Landsvirkjun í mörg ár,
og finnst ótrúlegt að ég þvælist við
manninn minn í umræðum um
orkumál. Þetta kemur Tómasi ekkert
við. Mér er andskotans sama hvort
þetta fer í álver eða eitthvað annað,
ég vil bara að orkan sé nýtt,“ segir
Ólöf Nordal. - kg
GENGIÐ 11.02.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
179,944
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
112,42 112,96
161,91 162,69
145,39 146,21
19,509 19,623
16,671 16,769
13,441 13,519
1,2483 1,2557
168,19 169,19
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR