Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 24
24 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Ari Skúlason skrifar um nýbyggingar Árum saman hefur ekki verið hægt að treysta opinberum gögnum um byggingarstarfsemi. Upp- lýsingum frá sveitarfé- lögum og Fasteignamati hefur ekki einu sinni borið saman um hve mikið var byggt í fortíðinni. Opinberar spár um íbúðabyggingar hafa sveifl- ast ótrúlega mikið og því lítið að marka þær. Í efni frá Seðlabank- anum á undanförnum árum hefur t.d. glögglega komið fram hvernig röngum tölum hefur verið dælt inn í líkön sem reikna út þjóðhagsspár. Ekkert heildaryfirlit hefur verið til um áform sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu um lóðaframboð og framkvæmdir og lítið samstarf þeirra á milli þar um. Í ljósi alls þessa ákvað Lands- bankinn þegar árið 2005 að gera sínar eigin kannanir og greiningar á byggingamarkaðnum. Fyrsta könn- unin var gerð vorið 2005 og strax þá var ljóst að það stefndi í offramboð á íbúðarhúsnæði. Meiri íbúafjölg- un en reiknað var með á árinu 2005 og 2006 og mikill hagvöxtur varð síðan til þess að draga úr áhyggj- um af umframframboði og talið var að þetta húsnæði myndi ganga út. Landsbankinn gerði aðra könnun á byggingum og framboði íbúðarhús- næðis sumarið 2007. Niðurstöður voru enn í sömu áttina og augljós- lega stefndi í mikið umframfram- boð. Þetta átti sérstaklega við um nágrannabyggðir Höfuðborgar- svæðisins. Sumarið 2008 gerði Landsbank- inn enn eina könnun á byggingu íbúðarhúsnæðis. Nú var tilgangur- inn að áætla hversu mikið væri til af ónotuðu nýju húsnæði á nokkrum nýbyggingarsvæðum á höfuðborg- arsvæðinu en upplýsingar um slíkt hafa ekki verið til. Niðurstöður þeirrar könnunar hafa verið nokk- uð í umræðunni undanfarið, sumum finnst tölur okkar vera háar, en öðrum lágar í ljósi sögusagna um tómar íbúðir í þúsundatali. Þar sem mikil eftirspurn virðist vera eftir þessum upplýsingum verður hér gerð lauslega grein fyrir þessari könnun. Könnunin var unnin sumarið 2008 (júní/júlí) á grundvelli ítar- legra skipulagsgagna um helstu nýbyggingahverfi á höfuðborgar- svæðinu og nágrannabyggðum. Tölurnar eiga því eingöngu við um nýbyggingar og fullbúnar lóðir á þeim svæðum og ná einungis til fjölbýlis, rað- og parhúsa. Einbýlishús- um er því sleppt. Könn- unin fólst í því að meta byggingarstig íbúða og að kanna hvort fullbyggðar íbúðir væru í notkun eða ekki. Könnunin var gerð með mjög íhaldssömum hætti þannig að íbúð var ekki talin ónotuð nema algerlega augljóst væri að svo væri. Niðurstöður voru svo unnar miðað við hvert nýbyggingarhverfi fyrir sig. Sum hverfi, eins og Helgafells- land í Mosfellsbæ og Úlfarsárdalur, voru mjög lítið byggð á þessum tíma en önnur, eins og Akraland í Garða- bæ og Norðlingaholt, nær fullbyggð. Niðurstöður fyrir einstök sveitarfé- lög má sjá í meðfylgjandi töflu. Eins og áður segir gilda tölurnar einung- is fyrir nýbyggingarsvæði í þessu sveitarfélögum. Sé reynt að átta sig á því hvort þetta er lítið eða mikið má gera sam- anburð við fjölda íbúða í viðkom- andi sveitarfélögum. Þá er reynd- ar verið að bera fjölbýli í byggingu saman við allar íbúðir. Sá saman- burður er skakkur að því leyti að hlutfall einbýlis er hærra í sumum sveitarfélögum en öðrum. Sé litið á fjölda íbúða í byggingu og tilbúinna lóða sem hlutfall af öllum íbúðum kemur í ljós að hlut- fallið er mjög hátt í sumum sveitar- félaganna, sérstaklega í Mosfellsbæ, en einnig í Garðabæ og Hafnarfirði. Á öllu höfuðborgarsvæðinu er hlut- fallið um 8% af íbúðafjölda og það er ljóst að Reykjavík dregur með- altalið verulega niður. Hlutfallið í bæjunum í kring er að meðaltali í kring um 12%. Sé hins vegar litið á fjölda ónot- aðra fullbúinna og nær fullbúinna íbúða sést að þetta hlutfall var hæst í Garðabæ og Hafnarfirði, en lang- samlega lægst í Reykjavík. Þetta hlutfall er að meðaltali mun hærra í nágrannabæjunum en á höfuðborg- arsvæðinu. Það má því ætla að hvorki virðist þörf á húsnæði né lóðum á næstu misserum sé litið til heildarfjölda, en líklegt er samt að skortur muni verða á sumum íbúðategundum, t.d. litlum íbúðum. Til viðbótar við þau nýbygginga- svæði sem þarna voru til skoðunar hefur mikið verið fjárfest í lóðum og byggingarlandi í Reykjavík, m.a. í miðborginni. Niðurstöður úr laus- legri könnun Landsbankans á áætl- uðu byggingamagni í miðborginni einni saman var um 2.000 íbúðir. Gífurleg fjárbinding liggur í þess- um lóðum og svæðum. Tölur af þessu tagi sjást ekki oft og margt hefur augljóslega farið úr böndunum hvað byggingarstarf- semi varðar á síðustu árum. Ein megin ástæða þess er e.t.v. skortur á öruggum upplýsingum um hvað er að gerast. Þarna hafa margir komið að máli, en segja má að bygging- arfyrirtæki, fjármálastofnanir og sveitarfélög hafi öll leikið mikilvægt hlutverk í þessu mikla leikriti. Höfundur er hagfræðingur og starfar hjá Landsbankanum. Kannanir Landsbankans á umfangi íbúðabygginga Tilbúið Fokhelt Í byggingu Grunnur Lóð Alls Kópavogur 173 141 153 36 654 1157 Garðabær 183 53 59 77 306 678 Hafnarfjörður 332 107 258 347 468 1512 Mosfellsbær 27 22 138 75 734 996 Reykjavík 169 76 427 157 673 1502 Samtals 884 399 1035 692 2835 5845 Reykjanesbær 128 22 170 38 597 955 Árborg/Selfoss 104 19 15 40 116 294 Hveragerði 16 24 4 8 35 87 Akranes 41 45 26 42 154 Samtals 289 110 215 128 748 1490 Samtals alls 1173 509 1250 820 3583 7335 Hlutfall byggingamagns af fjölda íbúða í sveitarfélögum Kópavogur 10,4% 2,8% Garðabær 18,7% 6,5% Hafnarfjörður 18,3% 5,1% Mosfellsbær 37,9% 1,9% Reykjavík 3,1% 0,5% Meðaltal 7,9% 1,7% Reykjanesbær 15,1% 2,4% Árborg/Selfoss 10,0% 4,2% Hveragerði 9,7% 4,4% Akranes 6,5% 3,6% Meðaltal 11,9% 3,2% Meðaltal alls 8,4% 1,9% Íbúðir í byggingu og tilbún- ar lóðir Fullbúnar og nær fullbúar íbúðir ARI SKÚLASON Atvinnurekendur mega ekki bíða UMRÆÐAN Hermann Guð- mundsson skrifar um atvinnumál Íslenskt atvinnulíf hefur orðið fyrir mikl- um áföllum. Í dag eru liðnir 11 mánuðir síðan að eðlilegt aðgengi var að fjármagni á Íslandi. Endalok þessara erfiðleika sem fjármálafyrirtækin lentu í birt- ust síðan í falli bankanna í október síðastliðnum. Þegar horft er til þeirra skil- yrða sem atvinnurekendum hefur verið boðið uppá nú um langa hríð þá er nánast með ólíkindum að eitthvað skuli enn standa uppi. Hagstjórn landsins hefur verið í molum í nokkur ár og ekki hefur verið horft á heildarmyndina held- ur mikið frekar á afmarkaða þætti efnahagslífsins og til skemmri tíma. Eitt af mestu meinunum sem við höfum verið að glíma við er sú staðreynd að bankar gerð- ust gerendur í íslensku atvinnu- lífi í stórum stíl í stað þess að vera bakhjarl og gæslumenn góðra áætlana og góðra viðskiptahátta. Bankar eiga að hafa það hlutverk að taka við fjár- munum einstaklinga og fyrirtækja og finna fyrir það fé lántakendur sem geta og vilja greiða vexti og kostnað bankanna. Bankar eiga ekki að taka fé almennings og hefja samkeppni í stórum stíl við sína viðskiptavini í von um að hagnast meira með þeirri aðferð heldur en með útlánum. Nú er mikið talað um endurreisn á íslensku efnahagslífi. Þessi frasi hefur enga eiginlega merkingu og ekkert bitastætt hefur komið fram sem réttlætir þessi orð. Það er því mín bjargfasta skoðun að atvinnu- rekendur mega ekki bíða eftir einu eða neinu. Okkar skylda er sú að reyna með öllum ráðum að reka okkar fyrirtæki með hagsýni og framsýni að leiðarljósi. Mér er það vitanlega ljóst að staða fyr- irtækja er mjög mismunandi og sum þeirra munu ekki geta hald- ið áfram. Það er hins vegar eðli- legur gangur í markaðsbúskap að fyrirtæki nái ekki að landi þegar harðnar á dalnum, þannig hefur það verið alla tíð. Við skulum samt ekki gleyma þeirri staðreynd að þegar eitt fyrirtæki leggst af þá færast þau viðskipti sem það hafði til annara í greininni og styrkir grundvöll þeirra starfa sem þar eru. Það er líka vel þekkt fyrirbæri að þegar illa árar og fólk hefur misst vinnu þá stökkva frum- kvöðlar til og stofna til eigin rekstrar vegna þess að þeir hafa litlu sem engu að tapa. Það er erf- iðara að stíga upp úr vel borgandi vinnu til að taka áhættu. Það er skylda okkar allra að hjálpast að við að gera þessa erf- iðleika sem þjóðin gengur í gegn- um sem léttbærasta. Fólk og fyrirtæki þurfa að greiða niður skuldir sínar í því mæli sem þau ráða við. Atvinnurekendur þurfa að fara eins varlega og hægt er í að skera niður störf þar sem hvert starf sem tapast hefur áhrif á störf í öðrum fyrirtækjum. Fyrir- tæki sem geta haldið áfram að halda við eignum og eða fram- kvæma þurfa að gera það. Þannig takmarkast fallið í þjóðarfram- leiðslu. Þau fyrirtæki sem verða að draga saman seglin þurfa að bjóða fólki frekar minna starfs- hlutfall með stuðningi atvinnu- leysistryggingarsjóðs heldur en að segja fólki alfarið upp störf- um. Það er fólki ómetanlegt að hafa vinnustað og hlutverk. Við sem stöndum í atvinnu- rekstri vitum mikið mun betur en stjórnvöld hvernig rekstur fyrirtækja gengur fyrir sig og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar. Það er þess vegna sem við megum ekki bíða eftir einhverj- um aðgerðum. Okkar er að standa vaktina nótt og dag með okkar fólki og reyna með öllum ráðum að láta enda ná saman. Við sem erum að reka stærri fyrirtækin höfum nú í langan tíma verið að fjármagna minni fyrirtæki sem ekki fá fyrir- greiðslu vegna vanda bankanna. Það er okkar skylda að vinna með okkar viðskiptavinum að lausnum til að ekki þurfi að koma til stöðv- unar rekstrar sem getur lifað. Þessi staða er hins vegar ekki langtímalausn. Langstærsta hagsmunamál atvinnulífsins er aðgangur að fjármagni á eðlilegu verði. Sá aðgangur lokaðist í mars 2008. Stjórnvöld hafa ekki getað komið þessum skilyrðum í lag enn sem komið er og virðist það helst vera vegna tæknilegra mála í peninga- málastefnunni. Stjórnvöld sem vilja ráðast að auknu atvinnuleysi þurfa einfaldlega að lækka verð á fjármagni til að hægt sé að nýta ódýrt fjármagn til atvinnusköp- unar. Það hefur líka vakið athygli að sá aðili sem mestu fjármagni ræður yfir (lífeyrissjóðir) hefur ekki sýnt neitt frumkvæði í því að bjóða fyrirtækjum fjármagn tímabundið á meðan stjórnvöld eru að glíma við myntina okkar og trúverðugleikann. Að lokum er mikilvægt að muna að kreppan tekur enda og að lífið heldur áfram. Okkar þjóð hefur á síðustu 100 árum farið í gegn- um 2 heimsstyrjaldir, kreppuna miklu og margar smærri kreppur. Samt hefur þessi þjóð aldrei haft það betra í lífsgæðum og þótt að nú komi bakslag tímabundið þá er engin ástæða til örvænta. Framtíð landsins er björt vegna þess hvernig okkar atvinnulíf er saman sett, að mínu mati mun gamla Evrópa eiga mikið erfið- ari tíma við að endurreisa sitt atvinnulíf þar sem samkeppn- ishæfni iðnfyrirtækja í Evrópu er fyrir bý í samkeppni við iðn- fyrirtækin í Asíu. Framtíðin er björt og látum engan segja okkur annað. Höfundur er forstjóri N1. HERMANN GUÐMUNDSSON TILBOÐ Gildir 12.-22. febrúar 998kr. 200g - kílóverð 4.990 VELJUM ÍSLENSKT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.