Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 62
46 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. vandræði, 6. guð, 8. skáhalli, 9. í viðbót, 11. kraðak, 12. tíðindi, 14. egg fisks, 16. járnstein, 17. síðan, 18. tala, 20. rykkorn, 21. útmá. LÓÐRÉTT 1. teikning af ferli, 3. frá, 4. kasta, 5. loka, 7. drullusokkur, 10. kirna, 13. sódi, 15. almenn regla, 16. maka, 19. kringum. LAUSN LÁRÉTT: 2. basl, 6. ra, 8. flá, 9. auk, 11. ös, 12. fregn, 14. hrogn, 16. al, 17. svo, 18. tíu, 20. ar, 21. afmá. LÓÐRÉTT: 1. graf, 3. af, 4. slöngva, 5. lás, 7. aurhlíf, 10. ker, 13. gos, 15. norm, 16. ata, 19. um. „Það var mikill glaumur og gleði. Konan hefur ekki dansað eins mikið síðan í menntó,“ segir Sig- urður Þ. Ragnarsson veðurfréttamaður og nýr stjórnarmaður í félagi íslenskra húseigenda á Spáni. Félag íslenskra húseigenda á Spáni hélt árshá- tíð sína um helgina og var mikið um dýrðir. Árs- hátíðargestir gistu tvær nætur á hótel Selfossi og snæddu meðal annars kengúrukjöt og gerðu sér glaðan dag auk þess sem rædd voru þau málefni sem sameina þennan hóp. Fréttablaðið greindi frá því í desember að Sig- urður gekkst fyrir miklum fundi á Hressó sem haldinn var með íslenskum húseigendum á Spáni. Húsfyllir var og greinilegt að full þörf var á að fara yfir málin. Hrun íslensku krónunnar hefur og hafði þá sett margan Íslendinginn sem á hús á Spáni í mikinn vanda. Sigurður sagði ýmsa hafa fundið lausn á tímabundnum vanda með skuldbreyting- um. „Bankar á Spáni þekkja kreppu og haga sér allt öðru vísi en íslenskir bankar. Þeir vilja allt til vinna að fólk nái að halda eignum sínum.“ Á árs- hátíðinni gerðist það svo að Sigurður var kjörinn í stjórn og segir hann mörg verkefni standa fyrir dyrum vegna efnahagsástandsins. - jbg Spánarfarar snæddu kengúrukjöt „Það fór ljómandi vel á með okkur. Gaman að sjá hvað hann er létt- ur og kátur,“ segir Sverrir Þór Sverrisson sjónvarpsmaður, eða Sveppi. Sveppi og Auðunn Blöndal – Auddi – eru í þætti sínum, sem er eftir fréttir á Stöð 2 á föstudags- kvöldum, mjög að setja sig og aðra inn í ástand mála. Næsti gestur er enginn annar en Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Sveppi segir að þótt brotthvarf hans úr forsætisráðherrastóli hafi kannski ekki verið samkvæmt bók- inni, eða eins og Geir vildi, þá sé ljóst að það er sem þungu fargi af honum létt. „Bankahrunið? Jahhh, jújú, við spurðum hann einmitt út í það. Sem sagt, hvernig það væri að koma heim þegar bíllinn er allur útataður í eggjum og menn öskr- andi: Ekki meir, Geir! Segir maður þá: Jæja, ástin mín. Er Idolið að byrja? Fer maður að sofa? Og alls konar svona spurningar,“ segir Sveppi til útskýringar á því hvað hafi farið þeim Audda og Geir á milli. Í þættinum er svo farið með Geir í „make-over“ eins og það heitir víst á bransamáli en þá er gest- urinn látinn breyta um stíl. „Öll þjóðin þekkir Geir bara í jakka- fötum. Hún hefur ekki séð hann svona „loose“. Gaman að sjá svona virðulegan mann klæddan sem spreyjaravitleysing,“ segir Sveppi. Sem þó vill ekki ganga svo langt að segja að Geir hafi notið sín í fötun- um og ætli jafnvel að breyta um stíl. „Nei, ég held honum hafi ekk- ert liðið mjög vel í þessum galla. Ekki alveg hann.“ - jbg Hipp-hopp Geir Haarde hjá Sveppa og Audda HIPP-HOPP GEIRI MEÐ SVEPPA OG AUDDA Að sögn Sveppa þá er þetta ekki alveg Geir – klæddur sem spreyjaravitleysingur. MYND/KRISTÓFER DIGNUS SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON Skemmti sér konunglega á árshátíð Félags húseigenda á Spáni á hótel Selfossi um helgina, steig dans og snæddi kengúrukjöt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég fæ mér maískornflex með léttri AB-mjólk, bananabitum og rúsínum. Þetta er bara gert til að fóðra magann fyrir fyrsta kaffibolla dagsins. Til tilbreyt- ingar, um helgar, fæ ég mér ristað brauð með marmelaði og ef ég er nálægt bakaríi fæ ég mér croissant. En umfram allt kaffi, sterkt og gott kaffi.“ Unnur Jökulsdóttir rithöfundur. Jóhanna Vilhjálms- dóttir sjónvarpsstjarna úr Kastljósi, sem nú er í barnsburðarleyfi, er enn orðuð við framboð fyrir Sjálfstæðis- flokkinn vegna kom- andi alþingis- kosninga. Ekki náðist í Jóhönnu í gær vegna þessa orðróms. Valli sport þykir einhver allra öflugasti plöggari landsins og hefur hann nú tekið að sér að koma kvennahljómsveitinni Elektra á framfæri líkt og hann gerði með svo miklum ágætum í fyrra með Merzedes Club. Engin tilviljun er að Elektra mun flytja lag Grýlnanna, Sísí fríkar út, hjá Loga í beinni á föstu- dagskvöldið en á laugardagskvöld er svo úrslitakvöldið í forkeppni Eurovision-söngvakeppninnar. Geir Ólafsson hefur ákveðið að gefa þrjá- tíu prósent af hagnaði næstu plötu sinnar til Mæðrastyrksnefndar – enda vill hann leggja gott eitt til lands og þjóðar. Hljómsveitin Buff virðist vera orðin hljómsveit hins opinbera. Hún spilaði á árshátíð Seðlabankans og um helgina leikur hljómsveitin fyrir dansi þar sem koma saman öll ráðuneyti landsins. Auk Buffsins kemur diskó- söng dúettinn frábæri Þú og ég með þeim Jóhanni Helgasyni og Helgu Möller. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Egó. 2 Sigurbjörn Bernharðsson. 3 Grindavík. „Ég náði þessum kvóta fyrir löngu, ég er samt ekkert að eyða út mínum vinum, það er bara fyrstir koma, fyrstir fá,“ segir Logi Geirsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Lemgo. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru sprengdi Hemmi Gunn skalann á Facebook, náði fimm þúsund vinum. Logi er nú kominn í þennan hóp með sjónvarps- manninum góðkunna. „Ég bætti bara öllum við, það eru allir vinir mínir,“ bætir Logi við. Og hann hyggst fagna þessum árangri með því að halda tónleika með hljómsveit sinni, Logi og lund- arnir, á netinu en hana skipa, auk Loga sem syngur, félagi hans hjá Lemgo, Vignir Svavars- son. Tónleikunum verður „útvarp- að“ í gegnum símaforritið Skype eftir tvær vikur. „Við reynd- um að gera þetta á laugar- daginn, komumst í gegnum tvö lög en þá hrundi netið hjá Vigni,“ útskýrir Logi. Og honum er full alvara með hljóm- sveitinni. Því hún hyggst ferðast um landið í sumar og spila á nokkrum vel völdum tónleika- stöðum. Sveitinni bættist nýver- ið mikill liðstyrkur hér á landi því Veðurguðinn Ingó hyggst leika á bassa með þeim. „Hann kom bara að máli við mig, fannst þetta skemmtileg hugmynd og vildi ólmur fá að vera með,“ segir Logi. Hann styður að sjálfsögðu sinn mann í Eurovision en Ingó keppir á lokakvöldinu á laugar- daginn með lagið Undir regn- bogann. Hljómsveitin er þegar komin með þrjú frumsamin lög og fleiri eiga eftir að bætast í sarp- inn. Þeir sem hafa áhuga á „live“ tónleikum Loga og lundanna er bent á að fylgjast vel með blogg- síðu Loga; logi-geirsson.de. „Ég er hins vegar kominn í Facebook-frí í viku, maður verður svo hrika- lega háður þessu.“ juliam@frettabladid.is LOGI GEIRSSON: KOMINN Í HÓP MEÐ HEMMA GUNN Veðurguðinn Ingó til liðs við hljómsveit Loga Geirs ALLIR ERU VINIR MÍNIR Logi Geirsson segist ekki gera mannamun í vinavali sínu á fésbók. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HELDUR MEÐ INGÓ Logi heldur að sjálfsögðu með Ingó í Eurovision næstkomandi laugardag enda tilvonandi bassaleik- ari hljómsveitarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.